Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
33
T .ífetfll
ATVR:
Opnuð í Miklagarði,
lokað á Snorrabraut
Ný útsala Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins var opnuö 1. mars í
Miklagarði við Sund. Þar hefur
verslunin 250 fermetra til umráða
fyrir verslun og lager. Nokkrum dög-
um áður var úsölunni á Snorrabraut
lokað en þar hefur ÁTVR verið til
húsa í tæpa þrjá áratugi.
Nú eru reknar útsölur á Lindar-
götu, í Mjódd, Kringlunni, Heiörúnu,
Neytendur
sem er sérstök bjórverslun, Mikla-
garði og bráðabirgðaútsala er opin á
Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á fimmtu-
dögum og fostudögum frá 11.30-18.00.
Auk þess eru reknar útsölur á Akra-
nesi, í Ólafsvík, á ísaflrði, Sauðár-
króki, Siglufirði, Akureyri, Seyðis-
flrði, Neskaupstaö, Höfn, í Vest-
mannaeyjum, Keflavík og Hafnar-
firöi.
Þegar hefur verið samþykkt í al-
mennri atkvæðagreiðslu að opna
áfengisútsölur á Egilsstööum, Borg-
arnesi, Kópavogi og Garðabæ. Um-
sóknir um opnun slíkra verslana á
Síil.V.ST
TVR er í bráðabirgðahúsnæði á Seltjarnarnesi og aðbúnaður frumstæöur og úrval fábreytt.
DV-myndir GVA
i 1 . 'i ■ 111. i. wmyw
Ný útsala ÁTVR var opnuð í Miklagarði 1. mars.
þessum stöðum liggja nú fyrir hjá
fj ármálaráðuney tinu sem tekur
ákvörðun í samráði við ÁTVR. Kosið
verður um útsölu í Mosfellsbæ um
leið og sveitarsjórnarkosningar fara
fram í vor.
„Það er ekki sjálfgefið að opnuð
verði útsala í kaupstöðum þó niður-
stöður atkvæðagreiöslu liggi fyrir,“
sagði Þór Oddgeirsson, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR, í samtali við DV. „Þess-
ar ákvarðanir eru teknar í samvinnu
ÁTVR og ráðuneytisins og reynt að
meta alla þætti sem til grundvallar
liggja. Við lokuðum á Snorrabraut-
inni vegna þess að þar þótti óhentug
staðsetning vegna fárra bílastæða."
Hið sama gildir um Lindargötuútsöl-
una að þar er mjög þröngt og vond
aðkoma. ÁTVR á húsnæðið á Lindar-
götu en leigði á Snorrabraut og
eflaust hefur það átt sinn þátt í að
frekar var lokað á Snorrabraut en
Lindargötu.
Þór vildi ekkert segja um það hvar
yrðu næst opnaðar útsölur en benti
á að útsalan á Seltjarnanesi væri í
bráðabirgðahúsnæði og lægi beinast
við að koma þeim málum í lag.
Tæp fjögur ár liðu frá því aö kosið
var um málið á Seltjarnarnesi þar til
útsala var opnuð. Kosið var fyrir
fiórum árum í Kópavogi en engin
útsala hefur verið opnuð þar enn og
sama er að segja um Garöabæ.
Þannig virðist vera að jafnaði fjög-
urra ára bið eftir áfengisútsölu eftir
að akvæði hafa verið greidd.
-Pá
tíma-
skekkju
„Félagið hefur ekki rætt tillög-
una en mér fmnst þetta persónu-
lega engin tímaskekkja og tel
nauðsyniegt að eitthvert eftirlit
sé raeð þessum málum,“ sagði
Júiíus Jónsson, formaður Félags
matvörukaupmanna, í samtali
viðDV.
Félag matvörukaupmanna
heldur aðalfund í næstu viku og
þar verður rædd tillaga Borgar-
skipulags þess efhis aö matvöru-
búðum verði gert að sækja sérs-
taklega um umsögn skipulags-
nefndar áður en umsóknir þeirra
um starfsleyö fari fyrir borgar-
ráð. Tillagan miðar að því að
stemma stigu við aö matvöru-
verslanir starfi í annars konar
húsnæði en skipulag gerir ráð
fyrir.
„Ég minni á að Kaupmanna-
samtökin lögðu fram tillögu svip-
aðs efnis fyrir mörgum árum þeg-
ar verið var að veita stórraörkuð-
um leyfi til að starfa í iðnaðar-
húsnæöi og vöruskemmum,“
sagðiJúlíus. -Pá
Neytendasamtökin:
Nægir að
uppfylla
heilbrigð-
iskröfur
„Ég tel að sjálfsögðu að það
húsnæði sem matvöruverslun
starfar í eigi að uppfylla öll skil-
yrði sem heilbrigðisyfirvöld gera.
Aöra agnúa get ég ekki séö,“
sagði Jóhannes Gumtarsson, for-
maður Neytendasamtakanna, í
samtali við DV um viðleitni Borg-
arskipulags til aö fá aö hafa áhrif
á staðsetningu matvöruverslana.
„Ég get ekki séð að aörar kröfur
eigi aö gera til matvöruverslana.
Hvort verslunin er í húsnæði sem
skipulag gerir ráð fyrir að hýsi
verslun eða hvort hún er i iönað-
arhverfí eða íbúðahverfi, skiptir
neytendur sáralitlu máli,“ sagði
Jóhannes. -Pá
BSRB mótmælir:
Þjóðar-
sáttin
rofin
„Heilbrigðishópur BSRB mót-
mælir þeim verðhækkunum
sem orðið hafa á lyfja- og sér-
fræöikostnaðií heilbrigðisþjón-
ustmmi. Þjóðarsáttin í nýgerð-
um kjarasaraningi gerir ekki
ráö fyrir hækkunum sem þess-
ari.“
Þannig er komist aö orði í
ályktun heilbrigðishóps Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
sem ályktað hefur um breyting-
ar á verðskrá á sérfræðiþjón-
ustu. Ennfremur segir í ályktun
hópsins:
„Hópurinn átelur harðlega að
þeir sjúklingar sem sjúkdóms
síns vegna þurfa að nota sér-
fræöiþjónustu heilbrigðiskerf-
isins séu skattlagðir svo sem
sýnt er. Augljóslega þarf að
koma til móts við þá sjúklinga
með einhvers konar „þaki."
Hvað borða íslendingar?
Um þessar mundir er að hefjast
viðamikil könnun á mataræði lands-
manna, sú fyrsta sinnar tegundar
hér á landi. Könnuninni er ætlað að
afla upplýsinga um hollustu og sér-
einkenni íslensks mataræðis, bæði í
sveitum landsins og þéttbýli.
Könnunin fer fram með viðtali ein-
göngu þannig að verðandi þátttak-
endur þurfa ekki að skrá niður
neyslu sína sjálfir. Þessi háttur er
hafður á til að könnunin valdi sem
minnstum óþægindum og til að fá
sem flesta til þátttöku.
Könnunin fer fram á vegum heil-
brigðisráðuneytisins og Manneldis-
ráðs íslands og verða rúmlega 1.700
manns á aldrinum 15 til 80 ára beðn-
ir að taka þátt í henni og hafa nöfn
þeirra verið vaiin með tilviljunar-
kenndu úrtaki úr þjóðskrá.
„Þetta fer þannig fram að þegar
hafa verið send bréf til allra þátttak-
enda. Síöan er hringt í þá og að lok-
um er farið í heimsókn. Það eru 25
manns sem vinna að þessu verkefni.
Fyrsti áfanginn verður unninn í
mars og apríl, annar síðla sumar og
sá þriðji í haust,“ sagði Laufey Stein-
grímsdóttir næringarfræðingur í
Hvað borða íslendingar? Stærsta
könnun á því hérlendis er í þann
veginn að hefjast.
samtali við DV. „Það hefur farið fram
mikil forvinna og undirbúningur og
úrvinnslan er tölvuvædd þannig að
ekki ætti að þurfa að bíða lengi eftir
niðurstöðum eftir að verkinu lýkur."
Það er von þeirra sem að könnun-
inni standa að sem flestir sjái sér
fært að vera með því að léleg þátttaka
rýrir gildi hennar verulega.
Niöurstöðurnar munu geta veitt
dýrmætar upplýsingar sem koma
munu að gagni við mótun stefnu í
manneldismálum þjóðarinnar.
-Pá
STARFSFÓLK í VEITINGAHÚSUM
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs hjá
félagi starfsfólks í veitingahúsum fyrir næsta starfsár.
Listum ásamt meðmælendum ber að skila á skrif-
stofu FSV, Ingólfsstræti 5, fyrir kl. 12 á hádegi 16.
mars 1990.
Kjörstjórn