Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 26
34 FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. Andlát Ingeborg Kristjánsson, Úthlíö 7, Reykjavík, lést á,öldrunardeild Hafn- arbúða miðvikudaginn 7. mars. Sæmundur Ágústsson, Túngötu 8, Reyöarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 7. mars. Vera Líf Jónsdóttir lést á heimili sínu, Sæbólsbraut 6, aðfaranótt 6. mars. Helga Bogey Finnbogadóttir, lést í Gautaborg aðfaranótt 8. mars. Jarðarfarir Helga Jóna Jónsdóttir, Faxastíg 4, Vestmannaeyjum, sem andaðist á sjúkrahúsinu 5. mars, verður jarð- sungin frá Landakirkju laugardag- inn 10. mars kl. 14. Tapaðfimdið Gullúr tapaðist Fíngert kvenmannsgullúr tapaðist í gær- morgun á leið frá Skólavörðustíg að Póst- hússtræti. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 41344. Tilkyrmingar Tombóla Nýlega hélt hann Ásgeir Ásmundsson tombólu til styrktar hjálparsjóði Rauða kross íslands og safnaði hann 750 krón- um. Skákþingi Kópavogs lokið Skákþingi Kópavogs er nýlokið. Sigur- vegari varð Haraldur Baldursson með sjö vinninga af sjö mögulegum. Hann hlýtur þvi sæmdarheitið skákmeistari Kópa- vogs 1990. Annar var Kjartan Guðmunds- son með funm og hálfan vinning og þriðji Einar Kr. Einarsson með fimm vinninga. Hraðskákmót Kópavogs verður haldið sunnudaginn 11. mars. Keppnin hefst kl. 14 og teflt verður í Hjallaskóla við Álf- hólsveg. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar Sem stendur heldur Sinfóníuhljómsveit Æskunnar hljómsveitarnámskeið í Hagaskóla. Þar koma saman um 80 tón- listamemendur víðs vegar af landinu og æfa saman í fullskipaðri sinfóníuhljóm- sveit næstu 10 dagana. Á námskeiðinu er verið að æfa Pláneturnar eftir G. Holst og Gosbrunna Rómar eftir Respighi. Paul Zukofsky er aðalstjórnandi hljómsveitar- innar nú sem endranær. Námskeiðinu lýkur með tónleikum í Háskólabíói laug- ardaginn 17. mars kl. 14. Forsala að- göngumiða er í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Happdrætti Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningurinn í janúar kom á miða nr. 6726 og vinningurinn í febrúar á nr. 2830. Lionsklúbburinn Freyr færir Borgarspítalanum gjöf Nýlega afhenti Lionsklúböurinn Freyr talmeinafræðingi Borgarspítalans IBM ps 2 tölvu með búnaði til talþjálfunar. Þeir sem einkum hafa gagn af tölvubún- aöinum eru sjuklingar meö alls konar málskerðingu, sérstaklega eftir heila- blóðfall, heilaæxli og slys, og svo og fólk með ýmis heyrnarvandamál. Búnaður- inn hefur nú þegar verið tekinn í notkun og sannað notagildi sitt. Tölvan er stað- sett á Grensásdeild spítalans. Stefán Smári Friögeirsson vígir lyftuna. DV-mynd Kristján Sundhöll Selfoss: Bætt aðstaða hreyfihamlaðra Kristján Einkrsson, DV, Selfosá: Nýlega gáfu íþróttafélag fatlaðra, Styrktarfélag aldraðra og Þroska- hjálp á Suðurlandi Sundhöllinni búnað til að auðvelda hreytihömluðu fólki að komast í sund. Um er að ræða stól á lyftu sem gengur frá bakka sundlaugarinnar og niður í vatnið. Selfossbær bauðst til að vera með í kostnaöi tækjanna en var það af- þakkað vegna þess að félögin greiddu allan kostnað sjálf. Hins vegar sá bærinn um allar breytingar sem gera varð til að auðvelda aðkomu að lyft- unni. Fleiri breytingar eru fyrir- hugaöar utandyra. Kostnaður á búnaðinum var kr. 405.000. Sigmundur Stefánsson, for- stöðumaður íþróttamannvirkja, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd sundlaugarinnar. AEmæli____________________ Amheiður Guðjónsdóttir Arnheiður Guðjónsdóttir, Heima- túni 4, Fellahreppi, er sjötíu og fimm áraídag. Arnheiður er fædd í Heiðarseli á Jökuldalsheiði og þar ólst hún upp. Menntun fékk hún frá barnaskóla- námi sem fór fram á sveitaheimilinu í farkennsluformi á árunum 1925-29. Síðan nam hún við Al- þýðuskólann á Eiðum veturinn 1935-36, og þar næst lá leiðin á Hús- mæðraskólann á ísafirði 1938. Ævi- starf Arnheiðar hefur í mestu verið fólgið í húsmóður- og landbúnaðar- störfum á Jökuldal. Hún hóf búskap ■ ásamt unnusta sínum, og síðar eig- inmanni, á Seyðisíirði 1945. Vorið 1946 fluttust þau að Skuggabúð í Jökuldalshreppi þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Á Jökuldal bjó Arnheiður ásamt flölskyldu sinni til ársins 1971, á Gilsá 1963-67 og síöast á Mælivöllum 1967-71, þá var vegna heilsubrests húsbóndans ákveðið að bregða búi og flytjast á mölina til Seyðisfjarðar þar sem hann lést. Eftir það starfaði Arn- heiður við fiskvinnu í frystihúsi til ársins 1985. Vorið 1986 flytst hún til dóttur sinnar að Heimatúni 4,. Fellabæ, og dvelur hún þar nú. Amheiður giftist 1950 Jóni Hall- grímssyni, 12.6.1917, d. 19.7.1971. Foreldrar hans voru Hallgrímur Benjamínson, b. í Grímsstaðaseli í Fljótsdal í Noröur-Múlasýslu, og Hólmfríður Magnúsdóttir. Börn Arnheiðar og Jóns eru: Erla, f. 26.7.1945, gift Hreggviði M. Jónssyni, og eiga þau fjögur börn. Hallgrímur Hólm, f. 15.6.1950, kvæntur Bryndísi Magnúsdóttur, og eiga þau þrjár dætur. Guðrún Heiðdís, f. 6.5.1956, gift Oddsteini Pálssyni, og eiga þau tvo drengi. Systkini Arnheiðar: Sigrún, f. 24.5. 1907, ekkja Óskars Finnssonar, og eignuðust þau átta börn; Einar, f. 24.5.1907, ókvæntur og barnlaus; Sólveig, f. 15.2.1912, ekkja Sigurðar Sigurðssonar, og eignuðust þau þrjú böm; Elís, f. 31.5.1918, lést ungur af slysfórum; ogHallveig, f. 11.5. 1923, gift Stefáni Guömundssyni, og eiga þau fimm börn. Foreldrar Arnheiðar voru Guðjón, b. í Heiðarseli á Jökuldalsheiði, Gíslason og Guðrún Benediktsdótt- ir. Guðjón var sonur Gísla, b. á Haf- ursá, Jónssonar, b. á Brekku í Fljótsdal, Jónssonar frá Mývatni, Jónssonar. Móðir Jóns á Brekku var Guðlaug Styrbjörnsdóttir, vinnumanns í Mjóafirði, Styrbjörnssonar. Móðir Gísla var Margrét Hjálmarsdóttir, prests á Hallormsstað, Guðmunds- sonar, og Guðrúnar Gísladóttur að Laugardalshólum, Þórðarsonar. Móðir Guöjóns var Sigríður Árna- dóttir, b. í Ekkjufellsseli, Þóröarson- ar, b. á Finnsstöðum, Gíslasonar. Móöir Árna var Eygerður Jóns- dóttir pamfíls. Móðir Sigríðar var Guöbjörg Sigmundsdóttir, b. í Geit- Arnheiður Guðjónsdóttir. dal, Sigurðssonar, og Guðbjargar Guðmundsdóttur í Mjóanesi, Sturlusonar. Guðrún, móðir Arnheiðar, var dóttir Benedikts, veitingamanns í Vopnafirði, Sigurössonar, b. í Kaup- angi, Oddssonar, hreppstjóra á Hóli í Kinn, Benediktssonar. Móðir Benedikts veitingamanns var Guðrún Vigfúsdóttir, b. á Öx- ará, Þorkelssonar, og Guðrúnar Aradóttur frá Skútustöðum. Móðir Guðrúnar Benediktsdóttur var Sólveig Þórðardóttir, b. á Sæv- arenda í Loðmundarfirði, Jónsson- ar. Móðir Sólveigar var María dóttir Guttorms, b. á Árnastöðum í Loð- mundarfirði, Skúlasonar, ogSig- þrúðar Ólafsdóttur frá Húsavík. Fjölmiðlar dv Það er næsta ví st... Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, föstudaginn 16. mars 1990, kl. 10.00. Búland 16, Ðjúpavogi, þingl. eig. Byggingarfélag verkamanna, Djúpa- vogi en talin eign Ágústar Guðjóns- sonar. Uppboðsbeiðendur eru: Oddur Ólason hdl Landsbanki íslands,_Bún- aðarbanki íslands, Ásgeir Þór Áma- son hdl., Valgarður Sigurðssön hdl., og Ævar Guðmundsson hdl. Heiðarvegur 15, Reyðarfirði, þingl. eig. Markús Guðbrandsson. Uppboðs- beiðendur eru: Brunabótafélag ís- lands, Búnaðarbanki íslands, inn- heimta ríkissjóðs, Landsbanki íslands, Verslunarlánasjóður og Veðdeild Landsbanka íslands. Hlíðargata 43, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Ingólfur Elíesersson. Uppboðs- beiðendur eru: Magnús M. Norðdahl hdl., Veðdeild Landsbanka íslands og Ævar Guðmundsson hdl. Sólbakki 3, Breiðdalsvík, þingl. eig. Ingibjörg Hauksdóttir. Uppboðsbeið- andi er Tryggingastofhun ríkisins. Sýslumaður Suður-Múlasýsk Bæjarfógetinn á Eskifirði. Þaö er næsta víst að Bjami Fel. verður mættur ákveðinn til leiks í útsendinguna frá leik íslendinga og Frakka klukkan átta á laugardags- morgun. Vonandi verður fagmaður- inn Jóhann Ingi Gunnarsson með honum í lýsingunni því hvorki Bjarni né aðrir íþróttafréttamenn sjónvarpsins hafa nægilegt vit á handbolta til að útskýra leikinn um leið og þeir lýsa honum. Þessi leikur verður gott morgun- sjónvarp. Hann mínnir á að það er löngu tímabært að við íslendingar búum viö morgunsjónvarp hvern einastadag. Það er ákaflega imdarlegt að hvorki Ríkiskassinn né Stöð2 skuli hafa riöið á vaöið og hafið útsend- ingar á frétta-og fróðleiksmolum frá klukkan sjö til níu á morgnana. Fróðlegt verður að sjá hvort aukin sarokeppni á sjónvarpsmarkaðnum í haust, með komu Sýnar, ýti mönn- um útáþennan tíma. í Bretlandi er ákaflega góð reynsia afmorgunsjónvarpi. FlestirBretar byrja á því að kveikja á sjónvarpinu á morgnana, likt og viö íslendingar kveikjum á útvarpstækjunum. Viö hlustum á morgunútvarp - þeir horfa og hlusta á morgunsjónvarp. Bretinn sest ekki í náttfötunum, órakaður og svangur, íyrir framan kassann. Hann er á fullu í morgun- verkunum, hellir upp á kaffi og boröar morgunverðinn. í leiðinni hlustar hann á tækiö. Spennandi mál fær haim til að horfa. í raun- inní ætti að kalla þetta fyrirbæri morgunsjón-útvarp. Á sama hátt og auðvelt er aö fá viömælendur í morgunútvarp yrði lítiö mál að fá þá í morgunsjónvarp. Það er næsta víst... að lítill viöbótarkostnaður fylgdi morgunsj ónvarpi. Auglýs- ingarnar yrðu hins vegar margar. Jón G. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.