Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Síða 32
F R Hafir þú ábendingu eða vitne'skju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FOSTUDAGUR 9. MARS 1990. Davíð Oddsson: Urslit það sem skiptir máli „Þetta eru mjög athyglisverðar töl- ur en staðreyndin er sú að við fáum alltaf hærri útkomu í skoðanakönn- unum en í kosningum, en ég vildi gjarnan fá svona úrslit í þeim. En þetta er mjög sérstök útkoma. Ég man eftir því að í janúar 1986 vorum við með einhverjar svona tölur, um að yfir 70 prósent, í skoðanakönnun- um en enduðum svo í 52 prósentum í kosningum um vorið. Það segir sína sögu um hvað við komum alltaf betur _ út úr skoðanakönnunum. Vissulega * er ég ánægður með þessa niðurstöðu en ég bíð eftir því að taliö verði upp úr kössunum, tölur í könnunum segja ekki alla hiuti,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri og leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórnar- kosningunum. -S.dór Ingibjörg Sólrún: Megum vel við una Grundarkjör kaupir KRON í Eddufelli Jens Ólafsson, eigandi Grundar- kjörs-versíananna, er að kaupa verslun KRON í Eddufelli. Til stend- ur að skrifa undir í dag. Grundarkjör í Eddufelli veröur sjötta Grundar- kjörs-verslunin. „Samningar eru á lokastigi og ég tel fátt koma í veg fyrir að skrifað verðir undir í dag,“ sagði Jens í morgun. -JGH LOKI Sjaldan launar álfurinn fiskeldið - eða þannig! Tap fiskeldisins flutt yfir á skattborgarana segir Olafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra „Sjálfstæðisflokkurinn og Guð- mundur G. Þórarinsson eru meö þessu að rífa upp öll öryggismörk og stórauka ríkisforsjána og búa til opinn ábyrgðartékka gagnvart flskeldinu. Með því flytja þeir yflr á ríkissjóð og skattborgarana hluta af tapi fiskeldisins,'1 sagði Ólafur Ragnar Grímsson en mikil átök eiga sér nú stað um frumvarp hans um heimild til ríkisábyrgðar gagn- vart fiskeldisfyrirtækjum. Guðmundur G. Þórarinsson hef- ur ásamt stjórnarandstæðingum í gárhags- og viðskiptanefhd neðri deildar Alþingis skilað frá sér meirihlutasamþykkt sem hækkar rikisábyrgð til fiskeldis. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Guð- mundur aflað sér stuðnings innan Framsóknarflokksins þannig að nýr meirihluti sé jafnvel fyrir hendi á Alþingi um þetta mál. Menn eins og Stefán Valgeirsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Aiexander Stefánsson munu styðja Guðmund og jafnvel fleiri. ,,Ég mun berjast hart gegn þess- um breytingartillögum því að þær eru í algerri andstöðu við nútíma- viðhorf í rikisrekstri og bara af- sprengi gamla íslenska pilsfalda- kapítalismamis þar sem forstjórar fyrirtækja, sem gengur illa, flytja tapið yfir á skattborgarana. Við munum taka slag um þetta á þingi því að ég ætla ekki að auka rikis- ábyrgðina með þessum hætti,“ sagði Ólafur Ragnar sem játaði að hann hefði jafnvel ihugað að draga frumvarpið til baka. Guömundur G. og hans stuðn- ingsmenn vilja hækka heimild til ríkisábyrgðar upp í 50% í stað 37,5% eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi fjármálaráðherra. Er talið að þama geti orðið um að ræða ríkisábyrgð upp á hátt í tvo milljarða til fiskeldisfyrirtækja. -SMJ „Eg tel að við megum vel viö una miðað við útkomu hinna minnihluta- flokkanna,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við DV um nið- urstöður skoðanakönnunarinnar. „Ég er hins vegar óánægð með fylgi D-listans því að ég tel að stefnu hans beri ekki að verðlauna. Ég' bendi á að skoöanakannanir sein þessar eru ekki marktækar þótt þær sýni auð- vitað ákveðna tilhneigingu. Reynsl- an hefur sýnt að D-listinn fær meira fylgi í könnunum en kosningum," sagði Ingibjörg Sólrún. „Ég hefði engu að síður kosið að sjá Kvennalistann auka við sig en *viö verðum að vona að kosninga- baráttan skili okkur einhverju." -Pá Veðrið á morgun: Bjart fyrir norðan Á morgun verður suðaustanátt á landinu. Gengur á með éljum eða snjókomu á Suður- og Suð- austurlandi, en bjartviðri annars staðar. Frost verður tölúvert á landinu, 3-8 stig við ströndina, en allt að 12 stig inn til landsins. Sigrún Magnúsdóttir: Herðir bara okkar fólk „Þetta er vissulega ekki góð niður- staða fyrir okkur en ég er hvergi smeyk því að fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar var Framsóknar- flokknum spáð 1,4% í skoðanakönn- um en við náðum að rétta okkar hlut og koma að manni,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins og frambjóðandi hans við kosningarnar nú í vor. „Þessi niðurstaða herðir bara okk- ar fólk í að berjast og ég finn jákvæð- ari strauma nú en ég fann við síð- ustu kosningar. Ég er sannfærð um að þegar hður nær kosningum og athyglin beinist að fleirum en Davíð Oddssyni breytist þetta,“ sagði Sigr- -GK Bjami P. Magnússon: Líst ekki á þetta „Mér líst ekki vel á þessar niður- stöður. Nýleg könnun sýndi þó enn verri útkomu fyrir Alþýðuflokkinn. Ég er viss um að fylgi okkar tosast upp fram að kosningum og við fáum að minnsta kosti sama fylgi og í síð- ustu kosningum. En auðvitað er það mikið áhyggju- efni hve fylgi Sjálfstæðisflokksins er mikið. Hann hefur engan veginn unnið til þess.“ -JGH Kristín Á. Ólafsdóttir: Persónulegar vinsældir borgarstjóra Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, gerði þriðju tilraun til þess að fijúga til Grænlands í morgun. Á undan- förnum dögum hefur þyrlan þurft að snúa við vegna veðurs - síðast í gær. Þyrlan lagði af stað klukkan níu í morgun en hún hefur verið leigð tii Godtháb á vesturströnd Grænlands. Áætlað var að fljúga fyrst til Kulusuk og síðan suður með austurströndinni og fyrir jökulinn. Flugstjóri í ferðinni er Benóný Ásgrímsson en með honum fer Halldór Hreinsson, eigandi Þyrluflugs hf., sem leigir þyrluna af Landhelgisgæslunni en endurleigir hana til aðila í Grænlandi. í bakgrunni má sjá Ágúst Eyjólfsson flugvirkja. -ÓTT/DV-mynd GVA „Þegar maður þekkir ágreininginn í borgarstjórn þá segir þessi niður- staða manni að fólk hljóti að hafa alltof fá tækifæri til að fylgjast með því sem raunverulega gerist í borgar- stjórn. Það er eitthvað annað en borgarpólitíkin og það sem gerist í borgarstjórn sem þarna kemur í ljós. Það eru fyrst og fremst vinsældir borgarstjórans sem persónu,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, við DV. „Ef Reykvíkingar væru á áheyr- endapöllunum og þannig vitni að málflutningi og afstöðu sjálfstæðis- manna í ýmsum málum er ég viss um að stór hópur sæi ekki málsvara sína þar á ferð. Það má kenna fjöl- miðlum um lítinn áhuga á borgar- málefnum en í kosningabaráttu verður ljósinu beint að ágreinings- málunum og þá breytast þessar tölur að sjálfsögðu." -hlh NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Uti að aka í 40 ár BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.