Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 4
'4 MÁNUDAGUR 26. MARS 1990. Fréttir Sigurvegari í Landslagskeppninni: Eg fékk hjartslátt og sting í magann - segir Eyjólfur Kristjánsson sem „Mér fannst alveg rosalega gaman aö vinna. Það er náttúrlega toppur- inn að sigra. Ég hef tekið þátt í mjög mörgum söngvakeppnum, nú síðast Söngvakeppni Sjónvarpsins og fæ alltaf jafnmikinn hjartslátt og sting í magann þegar úrslit eru kynnt,“ sagði Eyjólfur Kristjánsson, söngv- ari og fyrrum Bítlavinur, sigurvegari í keppninni um Landslagið 1990 í samtali við DV. Eyjólfur sigraði með lagi sínu Álf- heiöur Björk en lagið samdi hann fyrir átta árum. „Textann gerði ég stuttu fyrir keppnina en ég ákvað á síðasta degi að senda lagið inn. Ég átti ekki von á að komast í úrslit en þegar það var ljóst breytti ég laginu og lagaði til. Þá var ég þokkalega ánægður með þaö. Þegar ég fann meðbyr, til dæmis í skoðanakönnun á Bylgjunni, fór ég aö vonast til að lagið kæmist í fyrsta sæti,“ sagði Eyjólfur ennfremur. Með honum í laginu syngur Björn Jr. Friðbjörnsson, gítarleikari hljóm- sveitarinnar Nýdönsk. „Ég heyrði í honum á fyrstu plötu þeirra og hreifst mjög af rödd hans. Þó Björn sé ekki titlaður söngvari þykir mér hann mjög góður. Við höfum ólíkar raddir sem mig langaði að prófa að nota saman og setja upp dúett.“ Eyjólfur sagði eftir úrslitin á föstu- dagskvöldið að hann hefði orðiö að klippa hár sitt stutt til að fá Björn til liðs við sig. Verðlaun fyrir Landslag- iö voru mjög góð: Ferö fyrir tvo til Flórída með Flugleiðum auk tvö hundruð þúsund króna, stúdíóupp- tökutímar og myndbandsupptaka hjá Stöð 2. Eyjólfur Kristjánsson hefur verið viðloðandi tónlist undanfarin níu ár og hefur gefið út eina sólóplötu. Mörg laga hans hafa komið út á plötum með öðrum. „Þessi sigur breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir mig nema kannski ef ég fæ meira að gera. Ég hef í huga að setja upp fjögurra manna hljómsveit með vorinu að gamni mínu til að gera út. Annars er ég núna upptek- inn sem söngvari á Hótel íslandi um hverja helgi,“ sagði Eyjólfur Kristj- ánsson. -ELA samdi sigurlagið fyrir átta árum Eyjólfur Kristjánsson sigurvegari i keppninni um Landslagið 1990 og með- söngvari hans, Björn Jr. Friðbjörnsson, voru að vonum glaðir yfir árangri Álfheiðar Bjarkar. DV-mynd Hanna Bílar í vandræðum á Mýrdalssandi: Mikil ófærð í mánuð „Fólk er alltaf að rata í vandræði hér í nágrenninu en síðasti mánuður hefur verið óvenju erfiður fyrir okk- ur,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, verk- stjóri hjá Vegagerðinni í Vík í Mýr- dal. Vegagerðin heldur leiðinni frá Vík og austur yfir Jökulsá opinni aUa virka daga en þriðjudaga og fóstudaga er mokuð leiðin til Hafnar í Hornafirði. „Á fóstudaginn komum við úr síö- ustu ferðinni rétt fyrir sjö og gáfum út viðvörun um það aö veöur færi versnandi og því ætti fólk að halda kyrru fyrir. En það eru alltaf ein- hverjir sem vilja reyna sig og sína bíla og lenda því oft í hrakningum," sagði Bjarni Jón. „Bílarnir eru mis- vel útbúnir en margir hverjir mjög vel útbúnir til vetraraksturs. Hins vegar eru farþegamir oft illa klæddir og lenda oft í vandræðum þess vegna. Það veldur okkur mestum erfiðleik- um að fólk yfirgefur bílana og læsir þeim þar sem þeir eru staddir á veg- inum. Við eigum þá oft erfitt með aö athafna okkur í mokstrinum.“ Á laugardag var tveimur bílum hjálpað sem lent höfðu í erfiðleikum á Mýrdalssandi en þá var aftur orðið illfært. „Síðustu vikur höfum við varla haft við í mokstrinum og það verður ófært um leið. Það er afar óvanalegt aö ófærðin vari svo lengi eins og gerst hefur í vetur," sagði BjarniJónFinnsson. -JJ Annasamt hjá slökkviliðinu Annasamt var hjá Slökkviliðinu í Reykjavík um helgina. Á laugar- dag var tilkynnt um eld í kjallar- aherbergi við Jörfabakka. Ibúar í stigahúsinu höíðu slökkt eldinn aö mestu með handslökkvitæki og vatni þegar slökkviliðið kom á staðinn. Eldurinn kom upp í gas- hitaplötu sem notuð er til eldun- ar. Engan sakaði. Þá var slökkviliðiö kallað að Tungubakka á laugardagskvöld. Þar hafði farið kaldavatnsloki og flæddí töluvert af vatni um íbúð- ina. Slökkviliðsmenn sugu vatnið upp með vatnsrörum. Nokkrar skemmdir urðu á ibúðinni. Aöfaranótt sunnudagsins var tilkyimt um eld i gufubaði í húsi við Skipholt Þarurðu lítilsháttar skemmdir. Ekki er vitað um elds- upptök en hugsanlegt er að gleyrast hafi aö slökkva á hítun- artækjum. Brunaboði á Kópavogshæh fór í gang í gærmorgun en enginn eldur reyndist vera á staðnum. Slökkvilið hefur ekki þurft að hafa afskipti af vatnsflaumi í íbúðarhúsum vegna hláku en nokkuð var um þaö þegar síöast hlánaöi. -ELA Ófærð í Ólafsvík Mikil ófærð var á veginum milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar um helgina. Nokkrir ferðamenn þurftu að dúsa á lögreglustöðinni í Ólafsvik vegna ófærðarinnar. Þeir komust þó leiðar sinnar i gær. Þá var lögreglumaður frá Grundarfirði, sem vann við að að- stoða kollega sína í Ólafsvík, veð- urtepptur á staðnum þar til í gær. Að sögn lögreglu var engin umferð enda allt kolófært vegna hláku og mikillarsnjóbleytu. -ELA Snjóflóð í Óshlíð Tvö snjóflóð féllu á veginn í Óshlíðinni á sunnudagsmorgun. Mikil hláka var á þessum slóðum en Óshliðin var engu að síöur opin umferð er snjóflóðin féllu. Mesta mildi var að enginn var á ferðinni. Óshlíðinni var lokað í gær og veröur ekki opnuð aftur fyrr en í dag þegar búið verður að ryðja. -ELA í dag mælir Dagfari_____________ Höllin í Kópavog Mitt í öllu havaríinu út af fram- boðsmálum Alþýðubandalagsins í Reykjavík og mitt í öllum sparnað- aráformum ríkisvaldins hefur Svavar Gestsson menntamálaráð- herra gefið sér tíma tii aö taka þá ákvörðun aö handboltahöllin skuli reist í Kópavogi. Þetta er karl- mannlega gert af Svavari og mikið fagnaðarefni fyrir Kópavog. Úr- töluraddir hafa heyrst meöal landsmanna um byggingu þessarar handboltahallar og sumir hafa sagt að íslendingar eigi ekki erindi í heimsmeistarkeppni í þessari íþrótt eftir ófarimar í Tékkó á dög- unum. Aðrir hafa líka maldað í móinn og sagt að þjóðin hafi ekki efni á því að byggja höll fyrir millj- arð á sama tíma og allt er í kalda- koh í ríkissjóði. En Svavar Gestsson lætur ekki svona kjaftæði hafa áhrif á sig. Hvort hann hefur fylgst með heimsmeistarakeppninni í Tékkó- slóvakíu eða ekki veit Dagfari ekk- ert um. En ef hann hefur gert það má telja fullvíst að Svavar hafi, eins og aðrir landsmenn, hrifist af frammistööu íslenska landsliðsins. Það munaði ekki nema hársbreidd að þeir yröu heimsmeistarar en því miður var landsliðið okkar svo óheppið að vinna tvo leiki og þar með var draumurinn búinn. Heimsmeistarakeppni í handbolta gengur nefnilega út á það að tapa sem flestum leikjum því þá komast menn nær því takmarki sínu að komast í næstu keppni. ísland tapaði á móti Spánverjum og Júgóslövum, Sovétmönnum og Pólverjum og að lokum gegn Frökkum en eftir því sem töpin voru fleiri því meir jókst spennan um það hvort okkar menn kæmust áfram. Þegar svona íþróttakeppni fer fram, æsist þjóöin upp og öll athygli beinist frá stjórnmála- mönnum og aö handboltamönnum qg þetta er pottþétt aðferð til að fá íslendinga til að sameinast í stund- argleði yfir þeim ósigrum sem nást í svona keppni. Með því að byggja stórt og byggja dýrt og senda Júgóslava og Sovét- menn og frændur okkar Svra til Húsavíkur og Akraness og keppa svo sjálfir í Kópavogi, þar sem eng- inn getur neitt í handbolta og bæj- arfélagið er á hausnum, er rök- studd ástæða til að halda að ís- lenska landsliðið muni aftur gleðja stolta íslendinga með ánægjuleg- um og spennandi ósigrum. Og hvaö munar þá Kópavog um að sletta fram fjögur hundruö milljónum króna og hvað munar ríkissjóð um aö sletta fram sex hundruð milljón- um króna þegar tilgangurinn helg- ar meðalið. Kópavogur verður heimsfrægur á stundinni og getur baöað sig í þeirri frægð meðan hann er tekinn til gjaldþrotaskipta og ríkissjóður stendur undir þeirri atvinnugrein sem þjóðin getur lifaö af þegar þorskurinn er horfinn og sjóðirnir tæmdir. Það nærast allir á hand- bolta þegar heimsmeistakeppni fer fram og þá ræður mestu að hafa nógu mörg bílastæði og nógu mörg stúkusæti svo þjóðin komist öll að til að horfa á íslenska liðið tapa með sæmd. Þetta er líka gott fyrir þá Kópa- vogsbúa sem hafa Hafnarfjörð öðr- um megin við sig og Reykjavík hin- um megin og eru að drepast úr minnimáttarkennd yfir þeim hand- boltafrekum sem unnin eru beggja vegna landamæranna. Þeir eru þar að auki búnir að fá Stjörnuna í Garðabæ upp að hliðinni á sér sem keppir um titla og vinnur í hand- boltanum án þess að Kópavogs- menn fái rönd við reist. Þegar Kópavogur hefur reist hölhna og íslendingar hafa eytt milljarði eða svo til að spila einn handboltaleik eftir fimm ár þá munu Kópavogs- búar ná fram verðugum hefndum gegn nágrönnum sínum. Og þá ger- ir það minna til þótt allir fari á hausinn og þjóðin fari að kvarta yfir því að hún tími ekki að borga þessa höll fyrir handboltamenn í útlöndum. Það getur líka vel verið að útlendingarnir fari með heims- bikarinn en Kópavogur heldur höllinni og Svavar fær heiðurinn af því aö byggja hana. Menntamálaráðherra gerir rétt í því að láta handboltann hafa for- gang og hann gerir rétt í því að láta Kópavog hafa höllina. Hann gerir rétt í því að styðja við bakið á áframhaldandi ósigrum íslend- inga í heimsmeistarakeppnum þar sem vegur okkar verður því meiri sem ósigrarnir verða fleiri. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.