Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 28
36
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990.
Andlát
Sveinn Hupfeldt Árnason lést af slys-
fbrum 21. mars.
Guðrún Jónasdóttir frá Litladal, til
heimilis á Grettisgötu 55c, Reykjavík,
andaðist föstudaginn 23. mars.
<__________________
Jarðarfarir
Helga Bogey Finnbogadóttir, sem
lést 8. mars í Gautaborg, verður jarð-
sungin frá litlu Fossvogskapellunni
þriðjudaginn 27. mars kl. 15.
Útför Guðbjörns Kjartanssonar bif-
vélavirkja, Karlagötu 6, Reykjavik,
verður gerð frá Fossvogskapellu í
dag, 26. mars, kl. 13.30.
Haukur Þorleifsson, fyrrverandi að-
albókari, Rauðalæk 26, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 27. mars kl. 13.30.
Sveinbjörn K. Árnason kaupmaður,
Hávallagötu 35, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 27. mars kl. 15.
Björn Á. Ágústsson skipstjóri, frá
Sigurvöllum, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju þriðjudaginn 27.
mars kl. 14.
Ólafía Þórunn Guðjónsdóttir er látin.
JarðarfÖrin hefur farið fram.
Ingunn Vilhjálmsdóttir, Melhaga 6,
sem lést miðvikudaginn 14. mars,
verður jarðsungin frá Neskirkju í
dag, 26. mars, kl. 13.30.
Fundir
Aðalfundur Heilsuhringsins
Á aðalfundi Heilsuhringsins, sem hald-
inn verður í Norræna húsinu þriðjudag-
inn 27. mars kl. 20, verða kynntar að-
ferðir til að bæta sjónina, skv. kerfi Grace
Halloran. Hópur fólks, sem hefur beitt
þessari aðferð, segir frá reynslu sinni.
Óllum er heimill aðgangur.
Styrktarfélag vangefinna
Aðalfundur félagsins verður haldinn í
Bjarkarási laugardaginn 31. mars kl. 14.
Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyting-
ar. Onnur mál. Kaífiveitingar.
Fræðslufundir á vegum
Suður-Afríkusamtakanna
Suður-Afríkusamtökin gegn apartheid
halda fjóra fræðslufundi um Suður-Afr-
iku og apartheid næstu fjögur mánudags-
kvöld. Fundirnir verða haldnir í húsa-
kynnum Suður-Afríkusamtakanna að
Hverfisgötu 50a, 3. hæð. Þar er einnig
hægt að nálgast lesefni vegna fundanna.
Fræðslufundimir eru opnir öllum er
áhuga hafa á Suður-Afríku og vilja leggja
sitt lóð á vogarskálina til þess að koll-
varpa hinu ómannúðlega apartheid-kerfi.
Fyrsti fundur verður mánudaginn 26.
mars kl. 20. Fjallað verður um Steve Biko
og baráttuna gegn apartheid á áttunda
áratugnum (m.a. Soweto 1976), einkum í
ljósi kvikmyndarinnar Cry Freedom.
ITC deildin Kvistur
heldur fund í kvöld, mánudagskvöld, kl.
20 í Holiday Inn. Nánari upplýsingar gef-
ur Þóra í síma 627718.
Tónleikar
Tónleikar í Bústaðakirkju
Árlegir tónleikar tónfræðideildar Tón-
listarskólans í Reykjavík verða haldnir í
Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. mars kl.
20.30. Frumflutt verða verk nemenda en
flytjendur stunda flestir nám við tónlist-
arskólann.
Fyrirlestrar
„Hvers vegna ættum við
að varðveita gömul hús?“
Leifur Blumenstein byggingafræðingur
flytur opinberan fyrirlestur um varö-
veislu gamalla timbur- og bárujárnshúsa
á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals
þriðjudaginn 27. mars nk. í stofu 101 í
Odda, hugvísindahúsi Háskóia íslands,
kl. 17.15. í fyrirlestrinum, sem nefnist
„Hvers vegna ættum viö að varöveita
gömul hús?“, mun Leifur fjalla um hús-
verndun, sérstaklega viðgerðir á húsinu
Þingholtsstræti 29, sem er aðsetur Stofn-
unar Sigurðar Nordals, en Leifur hefur
séð um þær.
Tilkyimingar
María Guðmundsdóttir, hágreiðslukona
í Stykkishólmi, opnaði fyrir stuttu hár-
greiðslustofu sína á ný eftir gagngerðar
breytingar. María hefur snyrt hár bæj-
arbúa í Stykkishólmi síðan 1978.
DV-mynd Valdimar Hreiðarsson,
Stykkishólmi
Vorvaka og afmælishátíð
Kvenfélagasambandsins
Kvenfélagasamband íslands á 60 ára af-
mæli á þessu ári. Af því tilefni efnir KÍ
til vorvöku í Reykjavík dagana 29. til 31.
mars. Fulltrúar frá fjölmörgum kvenfé-
lögum víösvegar af landinu munu sækja
þessa vorvöku, auk boðsgesta. Vorvakan
hefst fimmtudaginn 29. mars kl. 17 með
opnun á sýningu listaverka íslenskra
kvenna í kjallarasal Hallveigarstaða,
Túngötu 14. Sýningin stendur til 7. apríl,
kl. 16-22. Á sama tíma verður opinn bóka-
markaöur á Hallveigarstööum og verða
þar seldar kvennabókmenntir, bækur,
tímarit og fræðslurit. Föstudaginn 30.
mars heimsækja vorvökugestir Listasafn
íslands og Listasafn Einars Jónssonar og
hlýða á fyrirlestur Hrafnhildar Schram
listfræðings um myndlist íslenskra alda-
mótakvenna að Hallveigarstöðum. Sá
fyrirlestur verður einnig fluttur fyrir al-
menning fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30.
Á fóstudagskvöldið haida vorökugestir í
Borgarleikhúsið og sjá þar sýningu á
Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness. Á
laugardagsmorgni munu konur heim-
sækja Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og
stofnanir Sunnuhlíðarsamtakanna í
Kópavogi. Kl. 14 hefst síðan hátíðarfund-
ur KÍ í húsi íslensku óperunnar við Ing-
ólfsstræti.
Námskeid
Námskeið í skyndihjálp
Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í
skyndihjálp sem hefst þriðjudaginn 27.
mars kl. 20 og stendur í 5 kvöld. Nám-
skeiðið verður haldið að Öldugötu 4. Öll-
um 15 ára og eldri er heimil þátttaka.
Þeir er áhuga hafa á að koma á námskeið-
ið geta skráð sig í síma 28222. Kennslu-
dagar verða 27. og 28. mars, 3., 4. og 10.
apríl. Skólafólki, sem ætlar að láta meta
námskeiðið í framhaldsskólum, skal bent
á að þetta er síðasta námskeiöið sem
haldið verður á þessari önn. Kennd verð-
ur skyndihjálp við helstu slysum, m.a.
endurlífgun, stöðvun blæðinga, viðbrögð
við bruna, káli, ofkælingu og skyndihjálp
við beinbrotum. Leitast verður við að
heimfæra námskeiðið á slys bæði í byggð
og óbyggð. Það hefur oft sannast að sú
skyndihjálp sem nærstaddir veita getur
haft afgerandi þýðingu þegar mikið ligg-
ur við. Það er oftast einfóld og fljótlærð
hjálp sem þarf til að gera mikið gagn.
SMÁAUGLÝSINGAR
ÚPM!
MAnudaga - fóstudaga,
9.00 - 22.00
Laugardaga. 9.00- 14 00
Sunnudaga^ 18.00 - 22.00
IDVI
s: 27022
Merming
Meistari bogans
Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands
voru haldnir sl. fimmtudagskvöld.
Á efnisskrá voru Náttreiö og sólarupprás op. 55 eftir
Sibelius, Sellókonsert í C-dúr eftir Haydn, Kammer-
músík III op. 58 eftir Sallinen og Rapsodie Espagnole
eftir Ravel. Einleikari var Arto Noras og stjórnandi
Petri Sakari.
Mynd í tónum
Tónaljóöið Náttreið og sólarupprás op. 55 eftir Sibel-
ius lýsir manni sem ríöur einn um dimman skóg að
næturlagi. Töfrar náttúrunnar heilla hann þótt óttinn
sé aldrei langt undan. Smám saman rís dagur. Dögun-
inni fylgir léttir.
Sibelius samdi þetta verk á árunum 1906-9 og er það
fremur sjaldséður gestur á tónleikaskrám hljómsveita
utan Finnlands.
Verkið krefst mikillar nákvæmni í leik en sú ná-
kvæmni var ekki til staðar í þessum ílutningi sem bar
allur fremur losaralegt yflrbragð.
Sellókonsert Haydns í C-dúr er meðal mest leiknu
verka sinnar tegundar enda býr hann yfir einstakri
fegurð. Arto Noras lék hann með fíngerðum en tjáning-
arríkum og ijóörænum tón. Ofurvald hans á hljóð-
færinu kom strax í ljós í fyrsta þættinum og á þar einna
mestan þátt frábær bogatækni hans. í upphafi annars
þáttar beitti hann boganum þannig að hljómaði nán-
ast eins og leikið væri með dempara en það var sama
hversu veikt hann lék, allt heyrðist. Óvenjuhratt leik-
inn lokaþátturinn gaf verkinu sérkennilegt yfirbragð
og í heild var verkið nokkuð rómantískt litað.
Tónlist
Áskell Másson
Hljómsveitin lék hér mjög vel undir stjórn Petri Sak-
ari en leiðararnir Guöný Guðmundsdóttir og Malgorz
ata Kuziemska-Slawek áttu einnig sinn þátt í því hve
vel tókst til.
Dansar
Kammermúsík III op. 58 sem finnska tónskáldið
Aulis Sallinen kallar einnig „Næturdansar Don Juan-
quixote" er e.k. dansasvita fyrir einleiksselló og
strengjasveit.
Verkið virkar eins og saklaus leikur, það ristir ekki
djúpt, en er vel skrifað og áferðarfallegt. Hin nánast
ótrúlega bogatækni Arto Noras naut sín hér til fulln-
ustu enda var verkið reyndar sérstaklega skrifað fyrir
hann. Dúettar konsertmeistara og einleikara undir lok
verksins voru sérlega fallega af hendi leystir.
Verkið Rapsodie Espagnole eftir Maurice Ravel er
byggt á spænskum dönsum. Það er eins og önnur
hljómsveitarverk Ravels meistaralega skrifað fyrir
hijómsveitina, fullt fíngerðra blæbrigða og litríks
hljóðfalls.
Allt þetta komst einkar vel til skila í vönduðum flutn-
ingi Petri Sakari og Sinfóníuhljómsveitarinnar á verk-
inu.
Hátíðartónleikar
Félag íslenskra tónlistarmanna hélt upp á 50 ára
afmæh sitt með tónleikum laugardaginn 17. mars.
Mjög var vandað til dagskrárinnar og komu fram á
tónleikunum nokkrir af okkar ágætustu tónhstar-
mönnum.
Þegar FÍT var stofnað fyrir 50 árum voru í því bæði
hljóðfæraleikarar og tónhöfundar, en það breyttist síð-
ar þegar þeir síðarnefndu stofnuðu Tónskáldafélag
íslands og FÍT varð fyrst og fremst félag einleikara
og annarra hámenntaðra tónlistarflytjenda.
Félagið hefur beitt sér fyrir mörgum þurftarmálum
fagurtónlistariðkunar hér á landi. Nefna má kynning-
ar í skólum og á vinnustöðum, tónlistarflutning og
kynningar úti á landsbyggðinni, skipulegar tónleikar-
aðir í Reykjavík, stofnun atvinnustrengjakvartetts og
byggingu tónleikahúss, svo eitthvað sé nefnt.
í efnisskrá tónleikanna komu þau ánægjulegu tíð-
indi fram að borgarráö hafi ákveðið að standa að stofn-
un atvinnu strengjakvartetts og muni ráða hljóð-
færaleikara í hálft starf til starfa í honum.
Tónleikahús
FÍT lagði áherslu á byggingu tónleikahúss í borginni
með því að gefa aðgangseyri og greiöslur Ríkisútvarps
fyrir tónlistarflutning á þessum hátíðartónleikum til
Samtakanna um byggingu tónlistarhúss.
Gott tónleikahús er tvímælalaust ein brýnasta nauð-
syn öflugu tónlistarlífi borgarinnar, en nefna má að í
þessum mánuði einum eru haldnir yfir 60 tónleikar í
Reykjavík og nágrenni og að svipað er uppi á teningn-
um í næsta mánuði.
Tekið er innilega undir þá ósk íslensks tónlistarfólks
að við getum hist í dísarhöll í Reykjavík fyrir næstu
aldamót.
Strengleikar
Þau Laufey Sigurðardóttir og PáU Eyjólfsson þöndu
strengi sína í anddyri íslensku óperunnar áöur en
sjálfir tónleikarnir hófust eftir ávarp Kolbeins Bjarna
Tónlist
Áskell Másson
sonar, formanns FÍT, og menntamálaráðherra, Sva-
vars Gestssonar. Það var Kór Öldutúnsskóla sem söng
undir stjórn Egils Friðleifssonar þrjú kórlög eftir Sall-
inen, Kodály og Mállnes. Helga Ingólfsdóttir lék úr
Tónafórninni eftir Bach og Pétur Jónasson flutti tón-
list eftir Manuel de Falla. Tríó op. 49 í d-moll eftir
Mendelssohn hljómaði í flutningi Tríós Reykjavíkur
og Blásarakvintett Reykjavikur flutti paródíu á 5. sin-
fóníu Beethovens.
Guðni Franzson lék á klarinett tvær bagatellur eftir
Atla Ingólfsson og þær Anna Júlíana Sveinsdóttir og
Lára Rafnsdóttir fluttu Hvíta trúðinn eftir Jónas Tóm-
asson við texta Nínu Bjarkar Árnadóttur. Þá flutti
Kammersveit Reykjavíkur þátt úr Píanókvintett í f-
moll eftir Cesar Franck og að lokum flutti Hamrahlíð-
arkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur Zigeun-
erlieder eftir Brahms.
Þessi fjölbreytta dagskrá gekk hratt og snurðulaust
fyrir sig og var tónlistarflutningur allur í háum gæða-
flokki svo sem við mátti búast.
Félagi íslenskra tónhstarmanna er óskað til ham-
ingju með stórafmæli sitt.
Fjöliniðlar
Loksins, loksins
Loksins, loksins, segja án efa marg-
ir handknattleiksaðdáendur en í gær-
kvöldi sýndi Ríkissjónvarpið mynd
um Geir Hallsteinsson handknatt-
leikskappa. Hafa án efa margir verið
orðnir langey gðir eftir þætti sem
þessum, enda hefur verið tekið viðtal
í sjónvarpi af minna tilefni.
Það hittir reyndar hálfóheppilega
á núna þvi að þjóöin er líklega búin
að fá sig fullsadda af handknattleik.
Það var kannski ekki hægt að sjá
fyrir, enda þátturinn tekinn upp
fyrir ferðalagið fræga til Tékkósló-
vakíu.
Þaö er hins vegar álitamál hvort
hér sé um heimildarmynd að ræða
- nær væri að tala um svipmynd eða
spjall. Það er greinilegt að Hilmar
Oddsson hefur hvorki fengið mik-
inn tíma né fjármagn til að gera
myndina. Honum vinnstþó þægi-
lega úr efninu og stillir sig betur en
margir þeir sem taka viðtöl fyrir
sjónvarpið. Hann er alla vega ekki-
að troða persónu sinni fram í sífellu
einsogalltofofttiðkast.
Það var fengur í viðtalinu og þá
var sérstaklega gaman að sjá mynd-
brot úr gömlum landsleikjum. Helst
að maður hefði viljað fá að sjá meíra
af mörgum þessara landsleikja og
þá auövitað framlagi Geirs.
Hvað varðar aöra dagskrárliði í
gærkvöldi þá verður það að segjast
eins og er aö það hlýtur að teljast
undarleg ráðstöfun að setja forvitni-
lega uppfærslu á Hamskiptum
Kafka á dagskrá kl. 22.30 á sunnu-
dagskvöldi. Þá eru flestir orðnir
þreyttir á sjónvarpsglápi og þar að
auki komnir með mánudaginn í
magann.
Ríkissjónvarpið slapp sæmilega
frá kvikmyndum helgarinnar -
tvær af þrem var hægt að horfa á.
Það ætti þó að vera metnaðarmál
sjónvarpsins að hafa alla vega eina
mynd sem stendur upp úr um
hverja helgi en meðalmennskan var
allsráöandinú.
Sigurður M. Jónsson