Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAÖUR 26.' IVÍARS 1990.
35 ^
LífsstHI
750 milljónir
í fermingar
- tekjuhæsti presturinn fær 876 þúsund
Prestar fá í sinn hlut 16,3 milljónir fyrir 1990 árganginn af fermingarbörnum.
Árið 1976 fæddist 4.291 bam á ís-
landi sem mun samkvæmt venju eiga
að fermast á þessu ári. Miðað við að
meðalkostnaður einnar fjölskyldu
við fermingu eins barns sé 125 þús-
und krónur verður heildarkostnaö-
urinn 536 milljónir króna. Þá er ekki
tekið tillit til gjafa annarra en fjöl-
skyldunnar til barnsins en miðað við
að hvert fermingarbarn fái andvirði
50 þúsund króna í gjöfum og pening-
um frá öðrum bætast 214 milljónir
við þessa upphæð sem alls nemur
þá um 750 milljónum króna.
Fermingar eru eðli málsins sam-
kvæmt misdýrar en trúlega er erfitt
að komast niður fyrir 100 þúsund
nema með sparnaði og hófsemi. 125
þúsund króna talan er fengin með
því að reikna með fermingargjöf fyr-
ir 40 þúsund, 40 manna veislu fyrir
50 þúsund og 35 þúsund krónum í fót
og annan kostnað, s.s. gjald til prests
og fleira.
Með ýtrustu hófsemi er síðan hægt
að reikna með heimatilbúinni kaffi-
veislu fyrir 15 þúsund, 10 þúsund
króna tölvuúri í fermingargjöf og 25
þúsund krónum í fatakostnað o.fl.
og koma þannig heildarkostnaði nið-
ur í 50 þúsund.
Efri mörkin geta síðan legið hvar
sem er. Það er hægt að haldá veglega
100 manna matarveislu fyrir 250 þús-
und og kaupa ættbókarfærðan reið-
hest með reiðtygjum fyrir 450 þús-
und. Sæmileg einkatölva gæti kostað
um 100 þúsund, varlega áætlað,
þannig að auðvelt er að eyða 500-750
þúsund krónum í eina fermingu.
Prestar fá rúmar
lómilljónir
Fermingartollur, en það er það
gjald sem prestinum er greitt fyrir
uppfræðslu fermingarbarnsins, er
samkvæmt gjaldskrá Prestafélags
íslands 3.810 krónur. Við það bætist
síðan 5-600 króna kyrtlagjald sem
rennur til viðhaids og hreinunar á
fermingakyrtlum sem eru eign kirkj-
unnar.
Miðað við að öll börn í árganginum
fermist renna 16,3 milljónir til presta
í fermingartollum. 120 prestar þjóna
alls 114 prestaköllum og eru því með-
altekjur á hvem prest rúmar 136
þúsund krónur.
Flest börn fermast í Seljasókn í
Breiðholti á þessu ári, eða 230, og því
fær sóknarpresturinn þar 876 þús-
und krónur í fermingartollum.
-Pá
Pálmaolía í neytendaumbúðum
Kriskol pálmaolía fæst nú í neyt-
endapakkningum, 0,5 lítra og 2,5 lítra
brúsum. Verð á minni brúsanum er
um 130 krónur út úr búð en um 500
krónur á þeim stærri.
Hér er um 100% pálmaolíu að ræða
og hentar hún því vel til djúpsteik-
ingar því hún þolir vel háan hita.
Réttur djúpsteikingarhiti er 180°C en
nái olían að hitna 10 gráður yfir
markið styttir það notkunartíma
hennar um helming. Sé hitinn of hár
verður það sem steikt er brennt og
þurrt en sé hann of lágur drekkur
það sem steikt er of mikla olíu í sig.
Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast
Neytendur
grannt með hitastiginu og tryggja
réttan hita með sérstökum hitastilli.
Kryddið ekki matinn fyrir djúp-
steikingu og ekki meðan steikt er.
Sigtið olíuna alltaf eftir að hún hefur
verið notuð. Setjið ávallt lok yfir ol-
íuna svo hún súmi ekki í geymslu.
Skiptið um olíu þegar notkunartími
hennar er búinn en bætið ekki nýrri
út í. Ef olían freyðir eða maturinn
verður fitugur þarf að skipta um olíu.
Sumir framleiðendur ráðleggja neyt-
endum að nota aldrei olíu nema til
einnar steikingar.
s -Pá
Neytendafélag Suðumesja:
600 nýir félagar
Mjög margir litu inn í opið hús Neytendafélags Suðurnesja, þar á meðal
formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, Magnús Gíslason, sem af-
henti Drífu Sigfúsdóttur, formanni NSn, framlag VS, 100 þúsnd krónur. Aðrir
á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Kristján Gunnars-
son og Hólmfríður Ólafsdóttir. DV-mynd Ægir Már
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Sex hundruð manns eru gengin í
Neytendafélag Suðurnesja sem var
stofnað 7. júní 1989 og er orðið aðili
að Neytendasamtökunum," sagði
Guðbjörg Ásgeirsdóttir, starfsmaður
félagsins, þegar DV ræddi við hana
í „opnu húsi“ fyrir skömmu, „og allt-
af eru nýir félagar að bætast við.
Undirtektir hafa því veriö mjög góð-
ar.“
Aðaltekjustofn félagsins er árs-
gjöld félagsmanna sem eru 1.400
krónur á ári á mann. Félagið sendir
frá sér vandað tímarit um ýmis neyt-
endamál og félagsmenn geta leitað
til skrifstofunnar og fengið þar upp-
lýsingar og fyrirgreiðslu.
Félagið annast verðkannanir á
svæðinu, m.a. fyrir nokkur stéttarfé-
lög og bæjar- og sveitarfélög á Suður-
nesjum en þessir aðilar veita samtök-
unum fjárhagslegan styrk til verk-
efnisins.
BLAÐ
i i
j> i BURÐARFÓLK
Í f
i i
i i
i i
i i
i eýfvlt&óins /w&vjjb
Nesbala
Lindarbraut
Miðbraut
Unnarbraut
i
i i
i $
i f
i f
f i
i i
i i f i
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
i i i i
SIMI 27022
Bílasala Guðfinns
Vatnsmýrarvegi 24
Opið alla daga 10-19,
lokað sunnudaga
Seljum allt...
Range Rover, árg. '82, gulur, fjórar
opnanlegar dyr.
Toyota Hilux, árg. '80, blár, ek.
144.000, 38" dekk, no spin læsingar
að framan og aftan, vökvast., einn
m/öllu. Eignist fjallabíl.
BMW 735i, árg. '80, dökkblár, einn Chevy pickup, árg. '77, staðgreitt,
100.000.
Subaru 1800 st. 4x4, árg. '87, Ijósbl., Benz 307D árg. '79, hvítur, 6 manna,
ekinn 37.000, gerast ekki minna góðurfyrir vinnuflokka, allur nýyfir-
keyrðir. farinn.
Ford E350, árg. '85, extralangur Fordgrafa, árg. '75. Mokið innkeysl-
Cargo, 6,9 I, disil, ssk., 2 tankar, una sjálf.
vélin nýuppt., og endurb. af fag-
manni, góður og lítið slitinn bíll en
þarfnast málningar, verð 1.180.000.
Lada station '83, rauður, allur ný-
, uppgerður. Skapið ykkur atvinnu-
I tækifæri!
M. Benz 809D, árg. '78, grænn, 8
kara bíll, góður í útgerðina.
Ford E350 árg. '86, 6,91, dísil, ssk.,
2 tankar, góður og vel útlitandi bill,
gott verð, 1.220.000.
M. Benz 406D, árg. '78, blár, stór-
gott eintak. Farið í útilegu á eigin
vegum.