Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990.
15
„Hvað segja fræði-
menn um fiskveiðar?
í ritgerð í Klemensarbók, sem
kom út fyrir nokkrum árum,
fór Jónas Haralz bankastjóri hörð-
um orðum um þann menntahroka,
sem gripið hefði marga hagfræð-
inga á fjórða áratug þessarar aldar.
Þeir smíðuðu líkan af hagkerfi,
svonefndum markaðssósíahsma,
og voru þess fullvissir, að það tæki
fram hinu sjálfsprottna og sjálf-
stýrða kerfi frjálsrar samkeppni og
séreignar. Þeir héldu, að örfáir
skraufþurrir pappírsbúkar inni í
stofnunum gætu betrumbætt
skipulag, sem hafði smám saman
vaxið upp og þróast og geymdi í sér
reynsluvit margra kynslóða.
Mér sýnist ekki betur en sumir
þeir íslensku hagfræðingar, sem
tekið hafa til máls um stjórn fisk-
veiða síðustu árin, séu haldnir
svipuðum hroka. Þeir telja, að þeir
geti gefið útgerðarmönnum og
stjórnmálamönnum fyrirskipanir
ofan úr Háskóla eða Seðlabanka
um það, hvernig haga beri fiskveið-
um á íslandsmiðum.
Skiptar skoðanir
Þegar þessir heiðursmenn krefj-
ast þess, að ríkið slái eign sinni á
fiskistofnana og selji síðan eða leigi
útgerðarmönnum aðgang að þeim,
tala þeir, eins og þeir hafi öll vísind-
in á bak við sig. En sannleikurinn
er sá, að skiptar skoðanir eru um
þetta mál, jafnvel á meðal háskóla-
kennara. Ég hef til dæmis sjálfur
lengi verið þeirrar skoðunar, að
heppilegast sé að betrumbæta nú-
verandi kerfi með því að auðvelda
frjálst framsal kvóta og hafa þá
ótímabundna, enda eigi núverandi
KjaJIarrnn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
sé ekki hagfræðingur. í stað þess
að segja við þá, að þeir séu með
sömu rökum ekki gjaldgengir í
umræðum um hinar heimspeki-
legu og stjórnmálalegu hhðar fisk-
veiða, þar eð þeir hafi ekki lokið
neinum prófum í stjómmálaheim-
speki, langar mig th að benda hér
á ummæh tveggja ágætra íslenskra
hagfræðinga, sem hníga í sömu átt
og skoðun mín.
Skoðun Jóns Sigurðssonar
Jón Sigurðsson, hagfræðingur og
iðnaðarráðherra, sem býr yfir mik-
illi hagnýtri þekkingu á sjávarút-
vegi, flutti erindi á ráðstefnu um
stjórn fiskveiða árið 1979, og var
það birt í sjómannablaðinu Ægi
sama ár. Þar kvað Jón fáar eða
engar atvinnugreinar henta jafn-
hla til ríkisrekstrar og fiskveiðar,
„Frumvarp það um stjórn fiskveiða,
sem nú liggur fyrir Alþingi, stuðlar að
mínum dómi í senn að hagkvæmni og
réttlæti.“
veiðimenn sögulegt tilkall til veiði-
réttarins. Frumvarp það um stjórn
fiskveiða, sem nú liggur fyrir Al-
þingi, stuðlar að mínum dómi í
senn að hagkvæmni og réttlæti.
Nú svara mestu hrokagikkirnir í
hagfræðingahópnum því vafalaust
th, að ég sé ekki gjaldgengur í
umræðum um hagstjórn, þar eð ég
með því að þær hvíldu að mestu
leyti á framtaki og sérþekkingu
einstaklinga. Hann taldi hag-
kvæmasta fyrirkomulag fiskveiða
að binda þær sérstökum leyfum,
sem fengju að ganga kaupum og
sölum.
Síðan sagði hann: „Með tilliti th
þeirrar hefðar, sem hér ríkir um
fijálsan aðgang að fiskveiðum,
finnst mér ófært að hrinda slíku
kerfi af stað með uppboðssölu á
leyfum frá ríkisvaldsins hálfu.
Eigna- og tekjuskiptingaráhrifin í
upphafi gætu reynst of hastarleg."
Jón hélt áfram: „Eðlilegast virðist
mér að úthluta leyfum í upphafi th
þeirra, sem veiðarnar hafa stundað
í atvinnuskyni, en takmarka síðan
aðgang að veiðunum. Leyfunum
mætti ef th vhl úthluta að ein-
hverju eða öhu leyti eftir afla á
undanfórnum árum.“ Ekki þarf að
fjölyrða um, að þessi háttur hefur
einmitt verið hafður á.
Skoðun Rögnvaldar
Hannessonar
Rögnvaldur Hannesson, sem er
einn fárra sérfræðinga okkar ís-
lendinga í fiskihagfræði (því að þar
eru margir kallaðir, en fáir útvald-
ir), flutti hér nokkra fyrirlestra um
fiskveiðar haustið 1985. Birtist einn
þeirra í Fjármálatíðindum 1986.
Þar varaði Rögnvaldur við oftrú á
getu og vhja stjórnmálamanna th
þess að stjóma atvinnulífinu skyn-
samlega. Hann leiddi rök að því,
að hagkvæmasta fyrirkomulag
fiskveiða væri, að kvótar eða afla-
heimildir væru varanlegar og selj-
anlegar. Með sama hætti og bænd-
ur ættu jarðir sínar, væri heppheg-
ast, að veiðimenn ættu veiðirétt-
indi sín.
„Hvaða leið farin yrði í þessum
efnum,“ sagði Rögnvaldur, „er að
vemlegu leyti hugmyndafræðileg
spurning: frjálshyggjumenn
myndu væntanlega mæla með, að
einstaklingum og fyrirtækjum yrði
afhent eignaraðhd að veiðikvótum,
en félagshyggjumenn, að ríkið ætti
og hagnýtti þá sjálft eða leigði út.“
Rögnvaldur sagði síðan, að einka-
eignarkvótar væru líklega hag-
kvæmastir, en taka mætti tillit th
sjónarmiða félagshyggjufólks með
sérstakri skattlagningu á útgerðar-
menn eftir úthlutun slíkra kvóta
th þeirra. (Þar eð ég sé htla ástæðu
th að taka tillit til sjónarmiða fé-
lagshyggjufólks, hafna ég síðari
ályktun Rögnvaldar, en tek undir
hina fyrri.)
Sósíalismi í sjávarútvegi
Hinir hrokafullu hagfræðingar í
Háskólanum og Seðlabankanum,
sem krefjast þess, að ríkið slái eign
sinni á fiskistofnana og selji síðan
eða leigi útgerðarmönnum aðgang
að þeim, taka andköf af reiði, þegar
ég bendi þeim á, að þetta sé ekkert
annað en krafa um sósíalisma í
sjávarútvegi. En ég geri ekki annað
en nota orðið „sósíahsmi“ í hefð-
bundinni merkingu orðsins: ríkis-
eign á helstu framleiðslutækjum.
Ef ríkið selur síðan áðganginn,
þá rennur stórfé í ríkissjóð í stað
þess að renna í vasa margra dug-
mikilla einstakhnga. Ef ríkið leigir
hins vegar aðganginn, þá breytast
útgerðarmenn í leiguhða. Ég veit,
að ég er ekki einn um þá skoðun
eftir hrun sósíalismans í Austur-
Evrópu að vhja kapítahsma, frjálsa
samkeppni og fuha séreign, frekar
en sósíahsma í sjávarútvegi.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Sjávarþorp til sölu
Fyrir nokkrum mánuðum varð
tiltölulega sakleysisleg útvarps-
auglýsing frá Happdrætti Háskóla
íslands th þess að vekja upp mikla
reiði vestur á fjörðum. Auglýsingin
var í þá veru að spurt var: „Hvað
myndir þú gera ef þú ynnir 25 mhlj-
ónir í Happdrætti Háskóla ís-
lands?“
Svörin voru á ýmsa lund en eitt
var í þá veru að viðkomandi vhdi
eignast sjávarþorp á Vestfjörðum.
Þessi frasi varð til að hleypa ihu
blóði í marga sem töldu að með
þessu væri verið að misbjóða Vest-
firðingum og vestfirskri byggð.
Skipt um nafn
og fiktað við vigt
Þetta eru að sjálfsögðu skiljanleg
viðbrögð fólks sem ber taugar til
sinnar heimabyggðar en samtímis
vaknar sú spurning hvort mögu-
legt sé að framtíðin beri í skauti sér
shka söluvöru. Svariö við þeirri
spurningu er einfalt. Ef kvótakerfi
Hahdórs Ásgrímssonar, sem felur
í sér hreint framseljanlegt afla-
mark, verður að veruleika um
næstu áramót þá munu mörg
byggðarlög við sjávarsíðuna verða
fól hæstbjóðanda.
Jafnframt er viðbúiö að kaupend-
ur verði fáir eftir aö veiðiheimild-
irnar eru farnar, af þeirri einföldu
ástæðu að lénsherrar framtíðar-
innar, sægreifarnir, munu ekki
hirða um að halda uppi byggð eða
atvinnu í landinu.
Þeir munu í krafti eignarhalds
síns á fiskistofnunum haga sinni
útgerð samkvæmt beinhörðum
peningasjónarmiðum. Þeir munu
KjáUarinn
Reynir Traustason
stýrimaður, Flateyri
hafa að engu þjóðarhag sem fólginn
er í skynsamlegri nýtingu þess afla,
sem að landi berst, og þokkalegri
umgengni um fiskimiðin.
Ef einhverjir hafa efasemdir um
að þessi framtíðarsýn standist þá
ættu þeir að líta til reynslunnar af
því kerfi sem hefur verið við lýði
undanfarin 6 ár. í fyrsta lagi kallar
kerfið á alls konar svindl og svín-
arí.
Fiskar skipta hiklaust um nafn
eftir að þeir eru innbyrtir. Algeng-
ast er það að þorskur verði að ýsu.
Þá er algengt að fiktað sé við vigt
í anda gömlu einokunarverslunar-
innar. Eini munurinn er sá að upp-
gefin vigt er lægri en raunverulega
vigtin, í stað þess að Daninn hafði
þetta öfugt.
Kerfið og forstjórinn
Fiski er af skiljanlegum ástæðum
fleygt ef gæði hans eru af einhverj-
um ástæðum slök. Almennt er talið
töff að svindla á þessu kerfi, kerfi
sem virðist hafa þann tilgang einan
að ræna fólk í sjávarþorpunum af-
komumöguleika sínum. Þetta er
gert með því að verðleggja og
markaðssetja leyfið til að sækja sjó
og veiða fisk frá verstöðvum sem
hafa engan annan möguleika til
lífsbjargar.
Ráðuneyti sjávarútvegsmála
stendur agndofa og ráðalítið gagn-
vart sukkinu, ákærir einhverja en
nær ekki að sanna neitt, samanber
Skúla Alexandersson sem hengja
átti opinberlega öðrum til viðvör-
unar.
Þessu vandamáh á þó að bjarga
við með því að stórauka eftirlit að
sovéskri fyrirmynd þar sem upp-
ljóstrarar verða á hverju strái. Það
má hugsa sér að slatti útkjálka-
manna fái atvinnu við þetta eftirht
á sama hátt og umhverfismálaráð-
herra hefur opinberlega látið upp-
skátt um þann draum sinn að
kvótalausir bændur verði land-
verðir.
Kvótakerfi í 6 ár hefur engan veg-
inn orðið til friðunar eins og sjá
má af því áliti „Hafró" að þorsk-
stofninn sé nánast á hættumörk-
um. Tölur Fiskifélags íslands sýna
að meðalþyngd þorsks hefur falhð
mikið undanfarin ár.
Þögn og samþykki ýmissa hags-
munaaðila er í þessu ljósi stórund-
arleg og er ekki sjáanleg önnur
skýring en sú að menn láti heil-
brigð sjónarmið víkja fyrir stund-
arhagsmunum. Sem dæmi má
nefna smábátaeigendur sem láta
blekkjast af þeirri tálsýn að kvóta-
kerfið muni gera syni þeirra ríka.
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands hefur aftur á móti ein-
róma tekið þá heilbrigðu afstöðu
að hafna þessu kerfi sægreifanna
til framtíöar. Sama má segja um
Vestfirðinga; þeir hafa komið fram
sem ein heild og hafnað kerfinu.
Forstjóri „Hafró“ hefur þrátt fyrir
staðhæfmgar stofnunar hans um
hnignum fiskistofnanna komið
fram sem einn af varðhundum
kerfisins og verið á kafi í póhtísku
þrasi sem verður að teljast í meira
lagi undarlegt af embættismanni
sem á að gæta hlutleysis.
Samleið Hannesar
og Halldórs
Það er hverjum manni ljóst að sú
stefna, sem uppi hefur verið í land-
búnaði, hefur oriðið til þess að vest-
firskar sveitir eru að miklu leyti
komnar í eyði, þrátt fyrir þá stað-
reynd að vandamál vegna ofbeitar
eru ekki til staðar á Vestfjörðum.
Á sama hátt mun kvótastefnan í
sjávarútvegi verða til þess aö grafa
enn frekar undan byggð á Vest-
fjörðum. Þar verður ekki spurt um
hagkvæmni, svo sem að hafa leið
milh veiða og vinnslu sem stysta.
Samleið Hannesar Hólmsteins og
Halldórs Ásgrímssonar hlýtur að
vekja óhug hjá einhverjum lands-
byggðarmönnum og öðru rétthugs-
andi fólki. Báðir eru þeir ákafir
aðdáendur kvótastefnunnar og
þeirrar blóðugu hagræðingar sem
henni fylgir. - Annar kennir sig þó
við byggðastefnu á meðan hinn
aðhylhst frjálshyggju.
Menn hljóta að meta stöðuna sem
svo að annar hvor hafi rangt við.
Það er vandséð að kvótastefnan
falli að byggðastefnunni en hún
fehur örugglega að þeirri stefnu
sem Hannes Hólmsteinn boðar.
Það er áríðandi nú, þegar máhð
er komið til kasta Alþingis, að þeir
þingmenn, sem gera sér grein fyrir
þeirri hættu sem fólgin er í hinu
sjúka kerfi, bregðist hart við og
stöðvi þessa svívirðu áður en það
er of seint. Það er alveg ljóst að ef
frumvarpið fer óbreytt í gegn þar
sem lögin eru ótímabundin verður
ekki snúið til baka á næstu árum.
Reynir Traustason
„Það er áríðandi nú, þegar málið er
komið til kasta Alþingis, að þeir þing-
menn, sem gera sér grein fyrir þeirri
hættu sem fólgin er 1 hinu sjúka kerfi,
bregðist hart við..