Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 9
MðHÍiaMSXVBE2er»MM71I^«
9 3
Utlönd
Armenar við útför eins fórnarlamba árása Azera fyrr á þessu ári. Mann-
fall varð í átökum Armena og Azera um helgina. Símamynd Reuter
Mannfall í átökum
Azera og Armena
Að minnsta kosti niu manns, þar
á meðal fimm manna fjölskylda, biðu
bana í árásum herskárra Armena í
sovéska lýðveldinu Azerbajdzhan á
laugardaginn, aö því er kom fram í
frétt Tass-fréttastofunnar sovésku í
gær. í Armeníu létust tveir menn í
árás Azera á fimmtudaginn. Hundr-
uð Azera og Armena hafa látist í
átökum á undanfórnum tveimur
árum vegna deilna um yfirráð í hér-
aðinu Nagomo-Karabakh. Héraðið
er í Azerbajdzhan og eru Armenar
þar í meirihluta.
Tass-fréttastofan greindi frá því að
árásirnar hefðu átt sér stað í þremur
þorpum og hefðu Armenar skotið á
þorpsbúa með sjálfvirkum vopnum.
Fimm manna fjölskylda brann inni
á heimili sínu og lögreglumaöur lét
lífið i árás og annar særðist.
Reuter
' .-jj
Nissan Sunny 1500 SLX 4x4, árg. Subaru E-10 4x4, árg. 1987, sem 1988, ekinn aðeins 21.000 km, 5 nýr, ekinn 60.000 km, 5 gíra, útvarp, gíra, vökvast., sumar-/vetrardekk, hvítur, skipti koma til greina á ódýr- gullsans., skemmtil. fjórhjóladr. ari bil, ennfremur bein sala, góð fjölskbíll, engin skipti, aðeins bein greiðslukjör. Verð 540.000. sala. Verð 820.000. Dodge Aries LE, árg. 1988, ekinn aðeins 9.000 mílur, sjálfsk., vökvst., sumar-/vetrardekk, útvarp, blár, framhjóladr., skipti koma til greina á Volvo 245 st., árg. 1980-’82. Verð 850.000.
'j»ir
Mazda 929 GLX, árg. 1987, ekinn aðeins 36.000 km, sjálfsk., vökvst., útv./segulb., vetrardekk, dökkblár lúxusbifreið sem fæst á góðum kjörum. Verð 970.000. Goif Sky, árg. 1988, ekinn aðeins 14.000 km, 5 gíra, GTi, grillspoiler, útv./segulb., vetrardekk, svartur skipti á ódýrari bíl koma til greina Verð 850.000. Subaru,1800 turbo 4x4, station, árg. 1986, ekinn aðeins 53.000 km, sjálfsk., vökvast., digitalmælaborð, útvarp/segulband, vetrardekk, dráttarkúla, silfurl., skipti á ódýrari
bíl koma til greina. Verð 920.000.
HÖFUM KAUPENDUR AÐ
Suzuki Fox 413, lengri gerð, Rocky dísil, árg. 1985, Lan-
cer 1500 GLX super, sjálfsk. 1989, Subaru Justy J-12
4x4, árg. 1983, Subaru turbo station, 1988-’89.
BORGARBILASALAN
GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 83085 OG 83180 - SÆVARHÖFOA 2, SÍMI 874848
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna. Simamynd Reuter
Gorbatsjov
styrkir
stöðu sína
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, styrkti um helgina stöðu
sína í embætti er hann útnefndi þrjá
menn til setu í hinni nýju forseta-
nefnd en það er sú nefnd sem markar
stefnuna í stjórn landsins. í fréttum
Tass, hinnar opinberu fréttastofu
Sovétríkjanna, um helgina var í
fyrstu skýrt frá því að fimm menn
hefðu verið tilnefndir til nefndarsetu
en í gær var sú frétt leiðrétt.
Fyrirhugað er að forsetanefndin
taki við störfum stjórnmálaráðs
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og
verði þar með hluti nýrrar áætlunar
um stefnu Sovétforsetans í stjórn
landsins. Sú áætlun felur í sér að rík-
isstjórnin fái aukin völd á kostnað
flokksins. Stuðningsmenn breyttrar
stjómarstefnu segja að slíkt sé nauð-
syn í ljósi erfiðleika sem við blasa,
þar á meðal slæmrar stöðu efnahags
landsins og aukinnar þjóðernis-
kenndar íbúa Eystrasaltsríkjanna.
í forsetanefndinni eiga sæti tíu
manns. Meðal þeirra sem þegar hafa
verið nefndir til setu í henni eru
Vadim Bakatin innanríkisráðherra
og Valery Boldin, en hann á sæti í
miðstjórn kommúnistaílokksins. Þá
á forsætisráðherra Sovétríkjanna,
Nikolai Ryzhkov, einnig sæti í nefnd-
inni. Tveir helstu stuðningsmenn
forsetans, Edúard Sévardnadze utan-
ríkisráðherra og Alexander
Yakovlev, en hann er í forystuliði
miðstjórnarinnar, eiga þar einnig
vísan stað. Þá hafa formaður verk-
amlýðsamtakanna, Venyamin Jarin,
• og ýalentín Rasputin, sovéskur rit-
höfundur, einnig verið útnefndir til
setu í nefndinni en þeir eru taldir til
íhaldsmanna. Segja fréttaskýrendur
þá ákvöröun vera hliðrun af hendi
Gorbatsjovs til íhaldsmanna.
MICTOWtilLiiNm-lil} ny.TO,!'
Með magninnkaupum náðum við frábærum samningi við Samsung um sendingu á
Samsung RE-576D örbylgjuofnum. Með hagræðingu, sem af magnsendingum hlýst, svo og við alla
afgreiðslu, getum við að auki lækkað kostnað.
Þvi getum við boðið Samsung RE-576D örbylgjuofninn á þessu frábæra verði.
Samsung RE-576D er prýddur öllum þeim kostum sem góður og handhægur fjölskylduofn er gæddur.
Nú er komið að þér að gera góð kaup.
egSAMSUIMG RE-576D
* 600 vött * 60 minútna klukka * snúníngsdískur * 5 hitastillíngar * 17 litra
* Utanmál B/H/D 485x297x325 * íslenskur leiðarvisir.
JAPIS3 'fa*
BRAUTARHOLTI 2, KRINGLUNNI, AKUREYRI
Málningarþjónustan hf., Akranesi - Kaupfélag Borgfiröinga, Borgarnesi - Verslun Óttars Sveinbjörnssonar, Hellissandi - Bjarnabúð, Tálknafirði -
Verslun Einars Guöfínnssonar, Bolungarvík - Póllinn, ísafirði - Rafsjá, Sauðárkróki - Bókaverslun Þórarinns Stefánssonar, Húsavík - Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum -
Kaupfélag Héraðsbúa, Seyðisfirði - Tónspil, Neskaupstað - Hátiðni, Höfn, Hornafirði - Mosfell, Hellu - Brimnes, Vestmannaeyjum - Vöruhús KÁ, Selfossi - Studeo, Keflavík.
Reuter