Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 12
12
Spumingin
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990.
Hefuröu prófaö
dorgveiði?
Þór Ingi Hilmarsson sjómaður: Já,
og haft gaman af.
Sævar Björnsson bifvélavirki:Já, já,
á bryggjum og um borð í bátum.
Ásbjörn Ásgeirsson pökkunartækn-
ir: Já, á bryggjunni í sveitínni heima.
Kristinn Leifsson, 10 ára: Nei.
Helena Birgisdóttir, starfsstúlka á
barnaheimili: Sem krakki dorgaði ég
mikið á bryggjunum heima.
Helga Sigujrðardóttir, heimavinnandi
húsmóðir: Nei, aldrei.
Lesendur
Hverfisgatan og nágrenni:
Umferðarþröskuldur,
ekki umferðaræð
Hjörtur skrifar:
Hverfisgatan hér í Reykjavík hefur
lengi verið allmikil umferðaræð, en
oftast Ul yfirferðar og varasöm á köfl-
um. Þar hafa orðið mikil og afdrifa-
rík umferðarslys á hðnum árum.
Ekkert sérstakt hefur samt verið gert
fyrir þessa götu til að auðvelda um-
ferðina, gera hana greiðari. - Frekar
hið gagnstæða, að mínu mati.
Sennilega eru umferðarljósin, sem
sett voru upp á Hverfisgötúnni, tii
komin eftir síðustu slys á götunni.
Ég vil ekki segja að þessi umferðar-
ljós eigi ekki rétt á sér, vafalaust eru
þau tíl bóta að því leytí að þau
minnka ökuhraðann, a.m.k. við þau.
En þau hvorki bæta skilyrðin til að
aka þarna í austurátt né auka rýmið
á götunni eða við hana.
Hér er ég kominn að kjarna þess
er ég vildi aðallega ræða. Mér finnst
satt að segja Hverfisgatan ekki vera
gata nema fyrir eina akrein, líkt og
er á Laugaveginum. Þaö er í raun
stórhættulegt að aka austur Hverfis-
götuna með annan bíl við hliöina og
þó helst fram úr. Enginn vill aka
samsíða - allir vilja fram úr, svo vit-
urlegt sem það nú er við þessar að-
stæður!
Ekki hefur ástandið batnað á kafl-
anum rétt vestan Bjamaborgar. Þar
er nú komið heilmiidð og rammgert
grindverk úr járni sem girðir af
framkvæmdir norðan megin götunn-
ar. - Líka á þessum kafla vilja menn
hafa tvær akreinar og streitast við
að aka samsíða þótt þama sé í raun
aöeins rúm fyrir eina akrein. Þegar
ég er þama á ferð fyrstur bíla ek ég
einfaldlega á miðju götunnar svo að
enginn fari nú að keyra utan í bílinn
minn. - Það er ekkert rúm þarna
fyrir tvo bíla! Svo einfalt er það.
Og eitt enn. - Með því að tekin
voru í burtu bílastæði fyrir tugi ef
ekki á annað hundrað bíla þarna
norðan megin götunnar er Hverfis-
gatan orðin ein versta gata borgar-
innar að því er snertir bílastöður.
Bókstaflega er hvergi hægt að leggja
bílum þarna í kring. Þurfti að setja
þetta blindgrindverk svona þétt að
götunni? Mátti það ekki vera nokkr-
um metrum fjær til að skapa þarna
stæði fyrir þó ekki væri nema fyrir
10-15 bíla? Allt hefði hjálpað.
Mér finnst þessi uppsetning á
grindverkinu ekki vera fagmannlega
hugsuð. Mér finnst að gatnamál-
stjóri/borgarverkfræðingur eða þeir
sem þarna standa að verki ættu að
kanna þetta nánar og koma til móts
við þá sem þarna þurfa að leggja bíl-
um sínum stund og stund á hverjum
degi. - Hverfisgatan öll og nágrenni
hennar er svo mál sem taka verður
á, því svona er hún umferðarþrö-
skuldur en ekki umferðaræð.
Bann við lausa-
gangi búfjár
Björn Björnsson skrifar:
Væntanleg þjóðargjöf íslend-
/ inga tíl forseta Islands, bókin
Yrkja, er verðugt átak hugsandi
manna tíl að sporna við eyðingu
gróðurlendis landsins. En því
ekki að stíga skrefið til fulls, og
þaö með einu pennastriki?
Margir eru í erfiðri fiárhags-
legri stööu þessa dagana og telja
sig e.t.v. ekki geta veríð meö og
eru því með samviskubit, þar sem
þetta er málefni sem varðar alla
sem þetta land byggja.
Staðreyndin er þó sú að það er
hægt að breyta stefnu gróðureyð-
ingar úr vörn í sókn, án nokkurs
tílkostnaðar, nefnilega, minnkið
neyslu lambakjöts. Næst þegar
þið kaupið helgarsteikina kaupiö
þá allt annað en lambakjöt. Þar
með getur hver og eínn lagt sitt
af mörkum. - Auk þess er góð
svínasteik (t.d. bógur) töluvert
ódýrari en lambasteik þegar allt
er talið.
Þá sjaldan ég borða lambakjöt
fæ ég samviskubit þar sem ég
veit að með neyslu þess stuðla ég
að gróðureyðingu íslands. Hins
vegar yrði að sjálfsögöu besta
þjóðargjöfin til forsela lslands, til
Landgræöslunnar og til komandi
kynslóða setning laga um bann
við lausagangi búfiár (hross
þ.m.t.), og um algjöra lokun allra
viðkvæmra svæða landsins fyrir
ágangi þess.
Hvers vegna menn innan þings
og utan eru að streitast á mótí
setningn slíkra laga er mér óskilj-
anlegt. - Getur það verið, aö
„framsóknarmenn" í öllum
flokkum hafi annarlegra hags-
muna að gæta? Það virðist ekki
skipta þá neinu þótt landsmenn
séu látnir éta útsæði sitt eða að
landið fiúki og renni á haf út.
Frá framkvæmdum við Hverfisgötuna austanverða.
nokkur bílastæði?
Járngrindverkið fast að götunni. - Hefði mátt útbúa þarna
Opið bréf til ritstjóra:
Ykkur í sjáKsvald sett
Hólmfríður Garðarsdóttir og Ingi-
björg Hafstað skrifa f.h. Kvenna gegn
klámi:
Ritstjóri DV, Ellert B. Schram.
Við í hópnum „Konur gegn klátni"
þökkum þér bréf og gleðjumst yfir
þeirri ákvörðun ritstjómar DV að
hætta að birta smáauglýsingar sem
auglýsa svokallaðar fullorðinsmynd-
ir eða klám. Það er út af fyrir sig
áfangasigur í baráttu okkar kvenna
fyrir því að klám verði óaðgengilegra
en nú er og viðleitni til að efna til
umræðu um klám og boðskap þess.
En okkur finnst ástæða til að taka
fram að það er klám og fylgifiskar
þess sem við konur erum að beijast
gegn en ekki mannréttindi homma
og lesbía, en þetta virðist eitthvað
hafa skolast til hjá ritstjórninni, ef
marka má leiðara blaðsins mánudag
12. mars sl. en þar stendur orðrétt:
„Hér er veriö að undirstrika þá skoð-
un og þá afstöðu blaösins, að það
styður þá baráttu kvenna og annarra
þess efnis að oíbeldisverk gegn kon-
um, afbrigðileg kynhneigð og öfug-
uggaháttur í samlífi eigi ekkert er-
indi til eins eða neins. Með sama
hætti hefur DV neitað að birta aug-
lýsingar frá samtökum samkyn-
hneigðra."
DV styður ekki baráttu kvenna
með því að ýta undir og styrkja for-
dóma gagnvart minnihlutahópum
sem eiga í vök að verjast. „Konur
gegn klámi“ eru nefnilega ekki að
fiargviðrast út í kynsystur sínar,
hvort heldur sam- eða gagnkyn-
hneigðar, með baráttu sinni, heldur
að sýna samstöðu með konum alls-
staðar þar sem þær eru niðurlægðar
og beittar ofbeldi, hvort heldur and-
legu eða líkamlegu.
Þér til upplýsingar má bæta hér
við að flest þau „fullorðinsmynd-
bönd“ sem blað þitt hefur stuðlað að
dreifingu á undanfarin misseri, not-
færa sér samkynhneigt fólk, sérstak-
lega konur, á þann hátt að við full-
yröum, að þau eru ekki til þess fallin
að stuöla að fordómaleysi eða skiln-
ingi gagnvart þessum hópi með-
systra okkar og bræðra. Þess vegna
teljum við ekki ólíklegt að samkyn-
hneigðir upp til hópa séu samheijar
okkar í baráttunni gegn klámi.
Það er að bera í bakkafullan lækinn
að reyna að veija vondan málstað
með öðrum, því ekki verður betur
séð en að. sjálfsvörn blaðsins yfir að
hafa stuðlað að dreifingu einhvers
harðasta og grófasta kláms sem fæst
hér á landi felist fyrst og fremst í að
ráðast að minnihlutahópum, sem eru
þeim ekki að skapi, með ofstæki og
fordómum og takmarka félagafrelsi
þeirra og málfrelsi.
Það má vel vera að ritstjóm blaðs-
ins finni sér einhveija réttlætingu
með slíkri málsmeðferð og það er
ykkur aö sjálfsögðu í sjálfsvald sett,
þótt torskilið sé. - En við getum ekki
unað því að það sé gert í orði kveðnu
til stuð'nings kvennabaráttu eða
kvenfrelsi.
Athugasemd ritstjóra
Frá Ellert B. Schram:
„Konur gegn klámi" telja sig þess
'umkomnar að saka aðra um ofstæki
og fordóma og eru að reyna að klína
klámstimpli á DV af því að þær pönt-
uðu sér fullorðinsmyndbönd í gegn-
um smáauglýsingamar en ekki rit-
stjórinn. - Þær em móðgaöar fyrir
hönd samkynhneigðra.
Af því tilefni skal áréttað, að rit-
stjóm DV hefur ekki bannað auglýs-
ingar um fullorðinsmyndbönd af til-
litssemi við „Konur gegn klámi“,
heldur af velsæmisástæðum.
Ritstjórn DV hefur bannað auglýs-
ingar um samkomur homma og les-
bía, án þess að spyija „Konur gegn
klámi“ um leyfi. Það bann hefur ver-
ið í gildi í mörg ár, enda þótt það
hafi veriö áréttað í téðum leiðara.
Með þessu opna bréfi sínu eru
„Konur gegn klámi" að lýsa sig and-
vígar klámi af því að í klámmyndun-
um, sem þær hafa séö, eru konur
„niðurlægðar og beittar oíbeldi". -
Flestir em væntanlega sammála um
að þar sé á ferðinni afbrigðileg kyn-
hneigð. Á sama tíma lýsa þær yfir
stuðningi við homma og lesbíur,
sjálfsagt vegna þess að þeim finnst
sú kynhneigð ekki afbrigðileg. - Það
er þeirra mál.
Ritstjórn DV amast ekki við sam-
kynhneigðum. Þeir mega eiga sinn
öfuguggahátt í friði, en það er þá
þeirra einkamál, og á ekki erindi inn
á síður DV frekar en klámmyndirnar
sem sumir hafa pantað sér en aðrir
ekki.