Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 26. MARS 1990. Meiming_______________________________________ dv DV-könnun: Óperuupptökur á myndböndum Nokkur óperumyndbönd sem á boðstólum eru á íslenskum markaði. Eins og alllr vita er ekki tekið út með sældinni að vera óperuunnandi á íslandi. Óperuílutningur er hér allt of sjaldgæfur, og fer ekki alltaf fram við bestu skilyrði. Hér má að vísu finna gott úrval geisladiska með óperutónlist í nokkrum verslunum, og mynddiskar með frægum óperuupptökum eru að hefja innreið sína á íslenskan mark- að. En hvorugt kemur í staðinn fyrir lifandi óperuflutning úrvals lista- manna. Það gera myndbönd með óperu- upptökum að vísu ekki heldur, en þau brúa bilið, gera manni lífið bæri- legra. Vandinn er sá að slík myndbönd eru hér líka af skornum skammti sem er undarlegt í ljósi þess stóra hóps sem sækir sýningar íslensku óperunnar að staðaldri. Fyrir nokkrum árum var hér við lýði vídeóleiga með því mikilfenglega nafni Tröllavideó, þar sem langt leiddir óperuunnendur gátu fengið að láni nokkrar helstu óperur söng- bókmenntanna. Síðan týndust tröllin og óperumar tvístmðust um bæinn, óperufólki til sárrar skapraunar. Allar götur síðan hefur þetta sama fólk lifað á hálfgerðum óperusnöpum á vídeóleigum borgarinnar, en þang- að hafa aðeins ratað mjög vinsælar eða óvenjulegar óperuupptökur þekktra leikstjóra úr kvikmynda- heiminum, til dæmis útgáfa Franco ZefSrellis á La Traviata eðá Don Gio- vanni í meðforum Josephs Losey. Hvalreki í Mjóddinni í seinni tíð hefur rofað eilítið til í þessum efnum. í myndbandaverslun RÚV að Laugavegi 176 hafa um skeið verið til sölu myndbönd með þeim óperum sem sjónvarpið hefur sýnt á undanfómum áram, auk annarra ópera. En þar er úrvalið ekki ýkja mikið, um 20 óperutitlar, aðallega upptökur frá Glyndebourne, Verona og La Scala. Einnig er verð þeirra, 2950 kr., ekki nógu hagstætt, ekki síst þegar hægt er að fá sömu ópemr leigðar í Gerðu- bergi og Bókasafni Kópavogs. í útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi er að finna um 50 óperu- og baUetttitla á myndböndum, en þetta tvennt er gjaman sett undir sama hatt í bókasöfnum. í Bókasafni Kópavogs er um aö ræða rúmlega 30 myndbandstitla með þessu efni. í báðum tilfellum kostar tveggja sólarhringa leiga 100 krónur á spólu. En sérstakur hvalreki er það fyrir óperuunnendur, að Myndbandaleiga Steinars að Álfabakka 14 (Mjóddinni) ætlar nú að gera tilraun til að vera með gott úrval óperamyndbanda í útleigu á niðursettu verði, kr. 200 á sólarhring. Telst mér til að þar sé að finna um 40 óperatitla á myndböndum, fyrir utan myndbönd með upptökum frá tónleikum stórstjarna á borð við Domingo, Pavarotti, Janet Baker o.fl. Doninn í þremur útgáfum Hér er að hluta til um að ræða upptökur frá sömu óperuhúsum og aörir eru með, La Scala, Glyndebo- urne og Verona. En þar að auki hefur myndbandaleigan komist yfir nokkr- ar upptökur frá öðrum óperuhúsum, frá Dronningholm, Bolshoi, Ensku þjóðaróperunni og Lyric Theatre í Chicago. Því getur áhorfandinn hæglega borið saman tvær eða fleiri upptökur af sömu óperum, til dæmis kvik- myndaútsetningu Loseys af Don Gio- vanni, þar sem Ruggiero Raimondi er Doninn, Glyndeboume upptökuna af sama verki þar sem Benjamin Luxon syngur sama hlutverk og loks upptöku frá Dronningholm meö Há- koni Hagegaard. Allar eru þessar upptökur gjörólík- ar, en hver þeirra hefur sér til ágæt- is nokkuð. Dronningholm útgáfan hefur til að bera stemningu gamla óperuhússins, og Hagegaard er ljúfur túlkandi Donsins, kannski einum of. Glyndebourne útsetningin er borin uppi af meiri hörku og djöfulmóð. Kvikmynd Loseys slær sér síðan upp á kostum kvikmyndarinnar, víðáttu- tökum, landslagi o.fl. Hetjulegur söngur Við getum líka valið á milli tveggja útgáfna á Aidu, Scala útgáfunnar þar sem Pavarotti (með einvalaliði eins og Dimitrovu, Ghiaurov, Burchulad- ze og Chiara) syngur eins og hetja, þótt ekki sé hann hetjulegur útlits, útblásinn af spiki, og Verona útgáf- unnar, þar sem Nicola Martinucci er býsna reffilegur Radames að sjá, en syngur ekki í samræmi við útlitið. Ég var hka ósköp feginn að sjá þarna í Mjóddinni nokkrar óperur sem ekki eru alls staðar á boðstólum, til dæmis Ritorno d^Jlisse in patria eftir Monteverdi, Rusalka eftir Dvor- ak í meðförum Ensku þjóðarópe- runnar, eða afburða skemmtilega útgáfu af FalstafMtir Verdi, enda er leikstjórn og sviðshönnun í höndum Jean-Pierre Ponnelle, þess sem stjórnað hefur skemmtilegustu upp- færslu af Brúðkaupi Fígarós sem til er (Dieskau, Prey, Scotto, Ewing o.fl.). Sérstakur fengur er að þeim upp- tökum frá Virgin útgáfunni, svo- nefndum Virgin Classics Opera, sem Steinar hefur komist yfir, en í þeim flokki eru nokkrar sjaldgæfar óper- ur. Stóri kosturinn við Virgin útgáf- urnar er að söngtexti á frummálinu og ensku fylgir hverri spólu. -ai Nýlistasafnið á sinn gamla stað? Fyrir ári var sú merka stofnun Nýlistasafnið tilneydd að rýma salarkynni við Vatnsstíg, sem það hafði haft upp á náð og mis- kunn Alþýðubankans við Lauga- veg, þar sem bankinn taldi sig hafa not fyrir húsplássið. Var öllu hafurtaski safnsins pakkað niður í kassa og fóru að- standendur þess að litast um eftir nýju húsnæði, með litlum ár- angri. Var ekki laust við að sumir færu að örvænta um þessa stofn- un sem hlúð hefur að nýlistum landsins um tíu ára skeið og er þekktari érlendis en nokkurt annað safn á íslandi. Síðan hófst sameining bank- anna með tilheyrandi aðhaldi og kom þá í ljós að nýr íslandsbanki þurfti ekki á húsnæði Nýlista- safnsins að halda. Eru nú miklar líkur á því að opinberir aðilar festi kaup á þessu húsnæði fyrir Nýlistasaf- nið, og fylgi með í kaupunum gamalt trésmíðaverkstæði í sama porti, en á efri hæð þess var Gall- erí SÚM forðum daga. Þrír norrænir styrkir til íslendinga Norræni menningarmálasjóð- urinn hefur nú lokið úthlutun styrkja fyrir þetta ár. Þrír styrkir komu í hlut íslend- inga. Samtök íslenskra handa- vinnukennara fengu tæpar 400.000 krónur til að halda nám- skeið fyrir norræna veflistar- kennara, bókasafn Háskólans á Akureyri fékk um 280.000 krónur til að bjóða þremur norrænum sérfræðingum í bókasafnsfræð- um til fyrirlestrahalds og Gísli Pálsson við Félagsvísindadeild Háskóla íslands hlaut tæpar 400.000 krónur til að halda al- þjóðlega ráðstefnu „Fra saga til samfund". Ljón norðursins sýnir með Júggum Leó Árnason frá Víkum, betur þekktur sem Ljón norðursins, sýndi nýverið 21 mynd eftir sig í Slóveníuhéraði í Júgóslavíu. Myndefni hans er „einfaldleik- inn og sigur hins góða yflr hinu illa“, að því er heimildir herma. Allar myndir Leós urðu eftir í Júgóslavíu, eina keypti bygginga- meistari er hreifst af frásögninni af því er Leó reisti hús á Islandi á átján dögum, önnur fór í kirkju- safn nálægt Zagreb, en hinar nítj- án gaf Leó safni kirkju nokkurrar nálægt Ljubljana. Nýstárlegar kennslubækur Hjá Námsgagnastofnun eru nú komnar út tvær nýstárlegar bæk- ur um ísland, ætlaöar bömum á aldrinum 10-12 ára. Þær heita Land og líf og Landshorna á milli og eru eftir Torfa Hjartarson. Bjöm Rúriksson tók flestar ljós- myndir. Landi og lífi er ætlað að draga upp einfalda mynd af landinu í heild, sýna samhengi og vekja skilning barnanna, en Lands- horna á milli gerir skil einstökum landshlutum, lýsir staðháttum, helstu kennileitum, byggð og at- vinnulífl. í bókinni er landinu skipt í níu hluta og er sagt frá hverjum hluta í þremur opnum. í hverjum hluta segja börn frá heimabyggð sinni og ýmsu sem þar drífur á daga, auk þess sem birtar eru endursagnir þjóðsagna og upplýsingar um lífshætti á fyrri tímum. Er þetta án efa vænleg leið til að vekja áhuga og skilning barna. Lifandi hversdagsijóð Árósabúinn Peter Laugesen er aíkastamikið skáld, frá árinu 1967 að telja hefur hann sent frá sér eitthvað á fjórða tug fmmsaminna bóka, auk flmm þýðinga. Mest eru þetta ljóðabækur, en einnig vinsæl leikrit. Nú í vetur hafa birst tvær þykkar ljóðabækur eftir Laugesen hjá Borgen, Natur og Indianer Joes vandskál. í þeim ber mest á löngum ljóðum sem lýsa kringumstæðum og hugarástandi augnabliks - sem er ekkert sérstætt. Ástæðan til að skáldið reynir samt að grípa það virðist helst vera að þetta er hans skynjun, hans heim- ur, hér og nú. Þótt þetta virðist mæta-hvers- dagslegt er það þó ekki flöldaframleitt hugar- ástand eins og í BT og Ekstrabladet. Þessi löngu ljóð eru af tagi „opinna ljóða“, en draga ekki fram lágkúru heldur eru oft þrungin einhverj- um dularfullum hugblæ. Grípum niður í eitt langt ljóð Natur, þar sem mælandi situr við skrifborð hjá glugga: Stov pá brevvægten Stopur krystalkugle yalelás pibelighter hy- ben motrikker Guitarstemmefloj te sten og lyser ed uld- kylling her í et glas vand af alle skikkelser glitende krystaller í chopins snehvide hár tre oloplukkere og en stemmegaffel tre enkroner og tutten til en cykelventil alt muligt... Draslið á borðinu lýsir vel hugðarefnum mæl- anda og venjum, og það, að hann skuli telja það upp, sýnir líka rólyndan mann sem dvelur við ásýnd hlutanna, gagntekinn af augnablikinu. Og þessu langa ljóði lýkur á einskonar ályktun, með glundroðakenndri mynd af tilveru fólksins: vi.. .kan í det hele taget kun det vi ikke ved og er som storre lyser morkner og skifter glidende í skygger og pletter af jævndogn í huden forsvundne nætter og dage der altid er... Stundum bregður Laugesen fyrir sig kunnug- legra formi, einskonar revíuvísum, rímuðum með reglubundinni hrynjandi og gáskafullum ýkjum. Það er þá einkum þjóðfélagsádeila. Fra Santos til Columbia der sejlede en bád, pissefuld af mumier der lo og drak og ád. Stranden var forsvundet og himlen var blæst væk, men der var ol og brændevin sá det raged dem et kvæk... Laugesen ræðst Iðulega á neyslugræðgi, drykkjuskap og hugmyndaleysi landa sinna, en einkum er honum uppsigað við hugleysið, und- irrót alls ills, eigingirni, rasisma og fasisma. Þetta hugarfar er oft kallað „den indre svine- hund“ í dönskum blöðum. Það orðalag virðist liggja til gmndvallar löngu ljóði í síðustu ljóða- bókinni, sem við grípum niður í, þar segir frá hundi sem situr 1 sófa framan við sjónvarp og hugsar. hvomár kommer foreren med hundekiks. Sá skriver den et læserbref til BT, tager det ubrugte arbejdstoj af og iforer sig pyjamas med roterende soltegn. Peter Laugesen. Bókmenntir Örn Ólafsson Endnu en nat. Men i morgen - bjæffer det i dens hjerne - máske kommer hann í morgen. Vi trænger til en stor hund, der kan sætte tingene pá plads, sparke de fremmede ud og forbyde taxakersel til socialkontoret.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.