Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 24
ff
cterkar Þun9
..«uaey,nslUL^ fram'eiös
[UPerstorp
Sterkar plastlagdar bordplötur
med ávölum kanti
Blaðagrindur
Hjólaskápar
sem tryggja 85%-90% nýtingu1
i skjalageymslum
og eru þægilegir í notkun
HF.OFNASMIÐJAN
Ódýrar hillur fyrir heimili, geymslur
og vinnustadi. Innlend framleiðsla
vwanxl
Innkaupagrindur 'f
& _
Afgreiðsluborð
og sýningaskápar úr álprófilum.
HF.OFNASMIDJAN
Háteigsvegi 7. s 21220. 105 Revkjavik
Sviðsljós
John Thaw var kjörinn besti sjónvarpsleikarinn. Sést hann hér með Ang-
elu Lansbury sem afhenti honum verölaunin. Simamynd Reuter
Breski
„óskarinn"
afhentur
I kvöld verða óskarsverðlaunin af-
hent í Los Angeles og eins og venju-
lega er mikið um dýrðir og munu
hundruð milljóna manna fylgjast
með í beinni útsendingu. Ekki erum
við íslendingar aðnjótandi þessarar
beinu útsendingar, nema þeir sem
búa við gervihnattasjónvarp, en Sky
Pauline Collins var kjörin besta leik-
konan fyrir leik sinn í Shirley Valent-
ine. Símamynd Reuter
Movies sendir alla athöfnina beint út.
Ekki vekur breski „óskarinn" jafn-
mikla athygb og sá ameríski en hann
var veittur um síðustu helgi. Þau sem
hlutu helsu verðlaunin koma öll viö
sögu við óskarsverðlaunaafhending-
una í kvöld. Besta kvikmynd að mati
breskra er Dead Poets Society. Dani-
el Day Lewis hlaut verðlaunin sem
besti leikari fyrir My Left Foot og
Pauline Collins sem besta leikkona
fyrir Shirley Valentine. Kenneth
Brannagh var valinn besti leikstjór-
inn fyrir leikstjórn sína á Hinriki
fimmta en hann leikur einnig aðal-
hlutverkið í þeirri mynd. Allir þessir
listamenn verða í sviðsljósinu í kvöld
þegar óskarinn verður afhentur.
Bretar afhenda einnig sjónvarps-
verðlaun á þessari hátíö og má nefna
að John Thaw var valinn besti leik-
arinn í sjónvarpi en íslenskir áhorf-
endur kannast vel við hann úr tveim-
ur sjónvarpsmyndaflokkum. í Heim
í hreiörið leikur hann fóður. Er sá
sjónvarpsþáttur einmitt sýndur
þessa dagana. Þá er hann ekki síður
vinsæll fyrir túlkun sína á Inspector
Morse.
Gestir á frumsýningardaginn voru hátt á annað hundrað. Sjást hér nokkrir
þeirra. í bakgrunni eru málverk Birgittu Jónsdóttur.
Eftir að hafa verið búinn að þvælast
um hálfan heiminn á hljómleika-
ferðalagi lét David Bowie staðar
numið á heimaslóðum og hélt i síð-
ustu viku tónleika í Birmingham þar
sem þessi mynd var tekin. Hann
hefur látið svo mælt að þetta verði
í siðasta skiptið sem hann flytji
gömlu þekktu lögin sin. Nýtt tímabil
í lífi hans mun taka við.
11 l l )'jm ''■■."er 'i i . . . ] ..in. i ■
Luciano Pavarotti, sem er nú orðinr
svo grannur að aðdáendur hans
þekkja hann varla, er nú í London
þar sem hann syngur aðalhlutverk-
ið, Nemorino, í óperunni L’Elisir d’A-
more í Royal Opera House við mikla
hrifningu áhorfenda. Meðal þeirra
sem heilsuðu upp á hann eftir frum-
sýningu var drottningarmóðirin sjálf.
Hann er hér á myndinni ásamt
óperusöngkonunni Danielu Maz-
zucato sem syngur hlutverk Adinu.
Söngvarar á faraldsfæti
Bandarískir skemmtikraftar og söngvarar eru iðnir við að koma fram á
skemmtunum sem haldnar eru til styrktar eyðnirannsóknmum. Ein slík var
haldin á dögunum i New York, nánar tiltekið í því fræga húsi Radio City
Music Hall. Komu þar fram margar þekktar stjörnur, meðal annars þau
Barry Manilow og Dionna Warwick sem sungu saman That’s What Friends
Are for sem er einmitt styrktarlag fyrir eyðnisjúk|inga.
Fjölmargir dagskrárgerðarmenn unnu við útvarpsstöðina. Hér eru þeir
Þórir Jóhannsson og Árni S. Róbertsson við stjórnvölinn. DV-mynd Kristján
Kátir dagar á Selfossi
Kristján Einaisson, DV, Selfossi:
Fjölbrautaskólinn á Selfossi efnir
árlega til mikils fagnaðar sem nefnist
Kátir dagar. Alls konar uppákomur
eru þá í gangi, félög og klúbbar innan
skólans mjög virk og bjóða upp á fjöl-
breytta dagskrá.
Eitt er það sem vekur alltaf mikla
Fólk á
sýningu
í Listamannahúsinu við Hverfis-
götu stendur nú yfir málverkasýning
ungrar listakonu, Birgittu Jónsdótt-
ur. Nefnist sýningin Hugmyndir en
Birgitta segir að myndmál hennar sé
sprottið beint úr djúpum undirmeð-
vitundarinnar fremur en frá beinum
upplifunum.
Þegar sýningin var opnuð var efnt
til gleðidagskrár þar sem fram komu
ýmsir listamenn sem fléttuðu saman
ólíklegustu listform. Lesin voru ljóð
og ungir höfundar lásu úr bókum
sinum og einnig var söngur við gítar-
undirleik.
athygli, útvarp skólans, Þrymir FM
105,2. Sendingar útvarpsins nást víða
á láglendingu hér sunnanlands og
flestir hafa stillt á útvarpsstöðina þá
daga sem sent er út.
Kátir dagar hafa nú runnið sitt
skeið að þessu sinni og prófin eru á
næsta leiti.
Birgitta Jónsdóttir, myndlistarmaður
og skáldkona, ásamt Charles Agli
Hirt, útgefanda og ritstjóra tímarits-
ins Róms, sem kom út sama dag
og sýningin var opnuð og var kynnt
á gleðidagskránni.