Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
>-þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Autglýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990
Barn með
á sjúkrahús
. Daníel Sigmundsson, björgunar-
■^Batur Slysavarnafélagins á ísafiröi,
þurfti að sigla til Bolungarvíkur í
gærkvöldi til aö ná í veikt barn.
Ófært var um Óshlíðina vegna snjó-
flóða. Barnið þurfti að komast strax
á sjúkrahús og var því beðið um að-
stoð bátsins. Barnið var flutt á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á ísafiröi þegar bát-
urinn kom þar að bryggju.
Rafmagn fór þrisvar sinnum af á
ísafirði í nótt og er ástæðan talin
vera selta og ísing á rafmagnslínum
vegna óveðursskila sem gengu yfir
landið í nótt, að sögn Landsvirkjun-
ar. Rafmagnsleysið varaði í hálfa til
eina klukkustund í senn. Einnig varð
vart við rafmagnstruflanir á Norður-
og Norðvesturlandi og víðar. _ÓTT
'o
Trillukarl í
nauðum staddur
Síminn hjá Tilkynningaskyldunni
var rauðglóandi á laugardagskvöldið
þegar neyðarblysum var skotið á loft
frá litlum vélarvana báti sem var
staddur norður af Garðskaga á laug-
ardagskvöldið. Einn maður var í
bátnum og fór hann frá landi án þess
að hafa talstöð með sér. Neyðarblys-
• ír voru því hans eina hjálp.
Báturinn sendi tvö neyðarblys á
loft. Það fyrra klukkan 21.30 og byrj-
aði þá síminn að hringja hjá Tilkynn-
ingaskyldunni. í fyrstu vissu menn
harla lítið um hvað hér var á ferð-
inni. Þó var hægt að miða staðinn
nokkuð vel út þar sem fólk frá Sel-
tjarnarnesi og allt til Garðskaga gat
gefið staðsetningu. Annað blys sást
síðan klukkan 21.45.
Mikill fjöldi björgunarmanna var
síðan kvaddur út og var búið að ræsa
út áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar. Báturinn Már HF 70 frá Hafnar-
firði fann manninn skömmu síðar.
Kom þá í ljós að hann var talstöðvar-
laus og trilla hans vélarvana. Már
r dró trilluna síðan til hafnar í Hafnar-
^írði og tók lögregla þar skýrslu af
manninum. -ÓTT
Margeir og
Jón L unnu
Dolmatov, Polugajevsky, Seiraw-
an, DeFirmian, Rasúvaév og Helgi
Ólafsson eru efstir á Búnaðarbanka-
mótinu eftir 8 umferðir með 6 vinn-
inga.
Efstu menn gerðu flestir jafntefli í
gær. Helgi gerði jafntefli við Rasúva-
év, Margeir vann Tisdall, Jón L. vann
Guðmund Gíslason, Karl tapaði fyrir
Wojkiewich, Þröstur vann Ivanov og
.<4M»istján Guðmundsson vann Carst-
en Höi. -SMJ
LOKI
Hafnfirðingarnir hafa bara
verið að kanna ástand
hafsbotnsins!
Fimm piltar handteknir á Hallærisplaninu:
Réðust á ungan
mann með kyKum
Fimm sautján ára piltar voru
handteknir við Hallærisplaniö að-
faranótt sunnudagsins er þeir réð-
ust að ungum sjómanni frá Akur-
eyri og börðu hann i höfuðið með
kylfu. í fórum þeirra fundustfjórar
útlendar lögreglukylfur og ein
vegastika sem árásarmennimir
höföu stolið og tekiö með sér af
HeEisheiðinni. Maðurinn, sem
varö fyrir árásinni, var fluttur á
slysadeild og voru saumuð í hann
sex spor.
Lögreglumenn, sem voru á vakt
í miðbænum, horfðu á árásina og
gátu stöðvað leikínn áður en verr
fór. Piltarnir voru færðir til yfir-
heyrslu og þrír þeirra gistu fanga-
geymslur lögreglunnar. Engin
ástæða var gefin fyrir árásinni en
piltarnir, sem eru úr Árnessýslu,
virðast hafa komið í bæinn með það
eitt fyrir augum að ráðast á sak-
lausa borgara. Sjómaöurinn ungi
hafði aldrei séð árásarmennina
áður.
Að sögn lögreglu hefur lítiö verið
um slíkar árásir í miðbænum und-
anfarnar helgar og slæmt til þess
að vita að slíkir ribbaldar skuli
koma til borgarinnar með það eitt
í huga að ráðast á fólk. Máliö mun
veröa rannsakað betur og er það í
höndum rannsóknardefidar lög-
reglunnar í Reykjavík.
-ELA
- ■ — * - ■
.
' - \ ■> ' ' ' '
Skemmdir á hafnfirska togaranum Sjóla frá Hafnarfirði, sem hér sést á strandstað við Alftanes i gær, urðu minni
en óttast var í fyrstu. Tvö botnstykki fyrir dýptarmæli og aflanema skemmdust. Sjóli hélt á veiðar í gærkvöldi en
ekki er gert ráð fyrir að viðgerð fari fram á botni togarans fyrr en í sumar. DV-mynd S
Rúta með 43 farþegum fauk út af
„Þaö var ofsarok, allur snjór var
farinn af veginum og við áttum
aðeins eftir að fara yfir einn hálku-
blett þegar óhappið varð. Þegar við
vorum á honum kom sterk vind-
hviða. Viö það fauk bíllinn af vegin-
um. Þetta gerðist frekar rólega og
bíllinn lenti mjúklega. Það var
snjór undir honum og það gerði
lendinguna mjúka. Ef steinar eða
annað hart heföi verið þar sem bíll-
inn kom niður hefði getað farið
verr,“ sagði Karl Jóhannsson frá
Ólafsvík. Karl var farþegi í rútu frá
Sérleyfisbílum Helga Péturssonar
sem fauk út af veginum um Heydal
í gærkvöldi. Fiörutíu og þrir far-
þegar voru í bílnum.
Einn farþeganna var fluttur á
sjúkrahús. Hann er ekki talinn al-
varlega slasaður. Rútan skemmdist
lítið. I nótt tókst að koma henni á
veginn á ný.
„Það voru margir sofandi þegar
þetta gerðist. Ég var hálfdottandi
en vaknaði þegar bíllinn var að
fara út af. Þetta gerðist rétt hjá
sveitabæ. Það komu jeppar til að
ferja okkur. Annars var best að
vera inni í rútunni þar sem rokið
var svo mikið. Fyrst kom mikil lykt
í bílinn og þá var brotin rúða til
að hleypa inn fersku lofti. Þegar
við yfirgáfum bílinn urðum við að
fara út um loftlúguna eða aftur-
gluggann þar sem bíllinn lá á hægri
hliðinni.
Nokkru áður hafði bílstjórinn
tekið keðjurnar af. Við vorum búin
að fara í gegnum nokkra skafla og
þar sem ekki var reiknaö með meiri
snjó tók hann keðjurnar af. Þetta
var síðasti hálkubletturinn á leið-
inni. Það var önnur rúta á undan
okkur en hún slapp áfaEalaust til
Reykjavíkur," sagði Karl Jóhanns-
son.
-sme
Víða rafmagns-
truflanir
Talsverðar truflanir urðu á línu-
kerfi Landsvirkjunar í nótt og morg-
un vegna seltu og ísingar. Spennu-
fall og truflanir urðu víða vegna
þessa.
„Þetta hefur aðallega verið fyrir
noröan Hvalfjörð og austur um að
Kröflu,“ sagði Guðmundur Helgason
hjá Landsvirkjun í samtah við DV.
Illfært er viða á vegum eftir veðrið
í nótt. Verið er að moka Holtavörðu-
heiði og Snæfellsnes en Vegagerðin
varð frá að hverfa á Öxnadalsheiði,
Vatnsskarði og Siglufjarðarleið
vegna vonskuveðurs. Reynt verður
að opna þessa fjallvegi í dag ef veður
leyfir. Fært er frá Reykjavík austur
til Víkur. Víðast hvar er hálka og
klammi á vegum og erfitt að komast
leiðar sinnar. .pá
Ólafsfjörður:
Sex snjóflóð
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
„Ég sé hér út um gluggann að það
hafa fallið sex snjóflóö vestan megin
í firðinum, ekki langt frá flugvellin-
um, og þessi viðvörun var send út
fyrst og fremst til að vara snjósleða-
menn við að vera ekki að keyra um
í fjallinu," sagði Guðni Aðalsteins-
son, lögreglumaður á Ólafsfirði. Við-
vörun um snjóflóð var send út í gær.
Guðni sagði að hætta á snjóflóðum
hefði ekki veriö þeim megin fjarðar-
ins sem kaupstaðurinn stendur.
Ólafsfjarðarmúli var enn lokaður i
morgun. Færð á öðrum vegum norð-
anlands var einnig mjög slæm.
Veðrið á morgun:
Frost um
allt land
Á morgun verður hvöss vestan-
átt, 4-6 vindstig. É1 um vestan-
vert landið en þurrt og víða létt-
skýjað á Norðaustur- og Austur-
landi. Frost verður alls staðar á
landinu, 2-7 stig.
NYJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00