Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAQUR 26, MARS 1990. Afmæli Amdís Þorbjamardóttir Amdís Þorbjamardóttir húsmóðir, Víðivöllum 10, Selfossi, er áttatíu áraídag. Amdís er fædd á Bíldudal í Suður- fjarðahreppi í Amarfirði og þar ólst hún upp. Hún lauk burtfararprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1927 og dvaldi hjá prófessor J.R. Tolkien í Oxford 1929-30. Hún starf- aði hjá Fiskifélagi íslands við söfn- un aflaskýrslna og skýrslna um út- flutning sjávarafurða 1933^19 og við húsmóðurstörf í Reykjavík 1949-59, en eftir það á Selfossi. Arndís var formaður Æskulýðsráös á Selfossi frá stofnun þess 1960-68, formaður Kvenfélags Selfoss 1970-78 og sat í hreppsnefnd Selfosshrepps 1962-74. Einnig var hún forseti og stofnandi Inner Wheelá Selfossi og umdæmis- stjóri þess á íslandi stofnárið 1987-88. Amdís giftist þann 29.1.1949 Mar- teini Björnssyni, byggingaverk- fræðingi og byggingafulltrúa Suður- lands, f. 28.2.1913. Foreldrar hans voru Björn Eysteinsson, b. aö Orra- stöðum í Austur-Húnavatnssýslu, og Kristbjörg Pétursdóttir. Börn Arndísar og Marteins eru: Björn, f. 9.1.1950, verkfræðingur frá Háskóla íslands og arkitekt frá Lundi í Svíþjóð, nú deildarverk- fræðingur hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Guðrún, f. 8.1.1955, fiskifræðing- ur, M.S. frá Rutgers University í New Jersey í Bandaríkjunum, vinn- ur nú aö doktorsgráðu og starfar hjá Hafrannsóknastofnun, gift Kristbergi Kristbergssyni, f. 3.3. 1952, Ph.D. í matvælafræði frá Rut- gers University og dósent við Há- skóla íslands, og er barn þeirra Hlín, f.20.7.1980. Systkini Arndísar: Páll, f. 1906, d. 1975, skipstjóri og alþingismaöur í Vestmannaeyjum; Þórður, f. 1908, d. 1974, Ph.D. flskiðnfræðingur og forstjóri Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins; Sverrir, f. 1912, d. 1970, hagfræðingur og forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins; Guðrún, f. 1915, d. 1959, var gift Brodda Jó- hannessyni, dr. phil ogskólastjóra Kennaraskóla íslands; Björn, f. 1916, d. 1920; Björn, f. 1921, yfirlæknir við New York Hospital og prófessor við Cornell University Medical College í New York; ogKristín, f. 1923, gift Guðmundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni. Foreldrar Arndísar voru Þorbjörn Þórðarsonar, héraðslæknir á Bíldudal, f. 21.4.1874, d. 25.12.1961, og Guðrún Pálsdóttir, f. 25.1.1883, d. 3.7.1971. Þorbjörn var sonur Þórðar, b. og hreppstjóra á Neðra-Hálsi í Kjós, Guðmundssonar, b. í Laxámesi, Gíslasonar, b. og hreppstjóra í Hrísakoti, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar í Laxárnesi var Guðrún Þóroddsdóttir. Móðir Þórð- ar á Neðra-Hálsi var Kristín Þor- steinsdóttir, stúdents í Laxárnesi, Guðmundssonar, og Guðnýjar Jóns- dóttur. Móðir Þorbjarnar var Guðrún Guðmundsdóttir, vinnumanns á Bessastöðum, ísakssonar, í Akra- koti á Álftanesi, Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Loftsdóttir, formanns á Hliði á Álftanesi, Gunnlaugssonar. Guðrún, móðir Arndísar, var dótt- ir Páls, prófasts í Strandaprófasts- dæmi og alþingismanns Stranda- manna, Ólafssonar, prófasts og al- þingismanns, Pálssonar, prests í Ásum, Ólafssonar. Móðir Ólafs Pálssonar var Kristín Þorvaldsdóttir, prests í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar. Móðir Páls alþingismanns Strandamanna var Guðrún Ólafsdóttir, Stephensen sekretéra í Viðey, Magnússonar Stephensen dómstjóra, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stefánsson- ar, ættfóður Stephensenættarinnar. Móðir Guörúnar var Sigríður Stef- ánsdóttir, amtmanns á Hvítárvöll- um, Stephensen, Ólafssonar, dóm- stjóra, stiftamtmanns í Viðey, Stef- Arndis Þorbjarnardóttir. ánssonar. Sigríður Stefánsdóttir Stephensen og Ólafur Magnússon Stephensen voru bræörabörn. Móðir Guðrúnar Pálsdóttur var Arndís Pétursdóttir, Eggerz versl- unarstjóra á Borðeyri og síðar b. í Akureyjum, Friðrikssonar Eggerz, prests í Akureyjum, Eggertssonar. Móðir Péturs Eggerz var Arndís Pétursdóttir, prests í Statholti, Pét- urssonar. Móðir Arndísar, dóttur Péturs Eggerz, var Jakobína Jó- hanna Sigríður Pálsdóttir, Melsteð amtmanns í Vesturamti, Þórðarson- ar. Móðir Jakobínu var Anna Sig- ríður Stefánsdóttir, amtmanns Þór- arinssonar. Til hamingju með afmælið 26. mars 70 ára 50 ára Arnór Benediktsson, Borgartúni, Ljósavatnshreppi. Magnea Aldis Davíðsdóttir, Ljárskógum 26, Reykjavík. Baldvin Jónsson, Stórhóli25, Húsavík. Guðrún Jónsdóttir, Hálsaseli 37, Reykjavík. Pétur Bolli Björnsson, HólaverH afi Sniiftárlrróln 60 ára Grétar Brynjólfsson, Skipalæk, Fellahreppi. Guðríður Þórhallsdóttir, Hringbraut73, Reykjavík. Pétur Þorvaldsson, Bakkavegi 5, ísafirði. Unnur Lárusdóttir, Uppsalavegi 4, Sandgerði. 40 ára Amgrnnur Baldursson, Melum, Svarfaðardalshreppi. Kristín Alfreðsdóttir, Langholtí 2, Þórshöfn. Sigursveinn Magnússon, Melabraut 2, Seltjarnarnesi. Stefanía Júliusdóttir, Sporðagrunni 4, Reykjavík. Þórður Grétar Árnason, Reykhaga 15, Selfossi. Skúli Jónsson Skúli Jónsson framkvæmdastjóri, Brautarási 7, Reykjavík, er fertugur ídag. SkúU er fæddur í Reykjavík og þar ólst hann upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1970 og varð cand. ocean. frá Háskóla íslands 1976, þjóöhags- kjarna. Hann starfaði sem við- skiptafræðingur hjá Þjóðhagsstofn- un 1976-79, hjá Vinnuveitendasam- bandi íslands 1979-84 og var fram- kvæmdastjóri Hamars hf. 1984-1986 en hann varð framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar hf. við sameiningu Hamars og Stálsmiðjunnar. Skúli var stundakennari í Menntaskólan- um í Reykjavík 1971-73 og í Tækni- skóla íslands 1977-82. Hann sat í stjórn Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta 1970-72, þar af for- maður 1971-72, og í stjórn Félags viðskiptafræðinema og formaður AIESEC1973-74. Skúli var kosinn í útgerðarráð Reykjavíkur 1982. Hann hefur setið í stjóm Félags málmiðnaðarfyrirtækjafrá 1984, þar af formaður frá 1989, í stjórn Sambands málm- og skipasmiða frá 1985, formaður frá 1989, í stjórn Fé- lags dráttarbrauta og skipasmiðja frá 1989 og einnig hefur SkúU verið varaforseti Landssambands iðnað- armannafrál989. Skúli kvæntist þann 17.11.1974 Sigríöi Björgu Einarsdóttur, um- sjónarmanni eftirlaunasjóös Slátur- félags Suðurlands, f. 21.3.1952. Hún er dóttir Einars Péturssonar bygg- ingarmeistara og Sigríðar Karls- dóttur, fyrrv. kaupkonu í Kópavogi. Börn Skúla og Sigríðar eru: Inga Rós, f. 27.2.1976, og Jón Pétur, f. 1.7. 1982. Systir Skúla er Helga Jónsdóttir, f. 21.9.1954, starfsmaður Liðsauka, búsett í Reykjavík, gift Stefáni Sig- urðssyni verkfræðingi og eiga þau tværdætur. Foreldrar Skúla eru Jón Anton Skúlason, f. 22.8.1916, fyrrv. póst- og símamálastjóri, og Inga Gröndal, f. 28.8.1925, húsmóöir í Reykjavík. Skúli verður með móttöku í sam- komusal Stálsmiðjunnar við Mýrar- götu milli kl. 17 og 19 í dag, mánu- daginn26. mars. Jóhann Rúnar Guðbergsson Jóhann Rúnar Guðbergsson járn- smiöur, HjaUabraut 23, Hafnarfirði, ersextugurídag. Rúnar fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann hóf sinn starfsferil fimmtán ára sem lærhngur í renni- smíði hjá Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði áriö 1945 en sveinsprófi lauk-hann 1951. Rúnar hefurlengst af starfað við þá iðn síðan en hann vinnur nú á járnsmíðaverkstæðinu hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli. Rúnar kvæntist 23.3.1951 Kristj- önu Sveinsdóttur verkakonu, f. 2.7. 1932, dóttur Sveins Sigurðssonar og Rósamundu Eyjólfsdóttur sem bæði voru verkafólk á Siglufirði en þau eru látin. Böm Jóhanns og Kristjönu eru Guðbergur Rúnarsson, f. 11.7.1951, verkfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Önnu K. Þorsteinsdóttur kenn- ara og eiga þau þrjú böm; Sveinn Rúnarsson, f. 19.8.1954, vélstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Sólveigu Ól- afsdóttur og eiga þau einn son auk þess sem Sveinn á tvö böm frá fyrra hjónabandi; Örn Rúnarsson, f. 15.6. 1958, verkamaður í Hafnarfirði, kvæntur Vilborgu H. Kristjánsdótt- ur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Rósamunda Rúnarsdóttir, f. 11.7. 1952, skrifstofukona í Reykjavík, gift Sigurði Sigurðssyni og eiga þau einn son auk þess sem Rósamunda á tvo syni frá fyrra hjónabandi; Kristín Rúnarsdóttir, f. 9.8.1960, húsmóðir á Flateyri, gift Hafliða Karlssyni sjó- manni og eiga þau tvo syni, og Mar- ía Rúnarsdóttir, f. 11.12.1971, í for- eldrahúsum. Systkini Rúnars em Guðný Guð- bergsdóttir, f. 30.3.1922, verkakona í Reykjavík, gift Óla B. Jónssyni skrifstofumanni og eiga þau þrjú böm; Guðbjörn Guðbergsson, f. 19.3. 1923, húsasmiður í Lubeck í Vestur- Þýskalandi, var kvæntur Juttu Guðbergsson listmálara sem er látin og eignuðust þau tvær dætur; Guð- mundur Guðbergsson, f. 21.8.1937, húsgagnasmiður og nú þingvörður, kvæntur Sveinbjörgu Karlsdóttur húsmóður og eiga þau þrjá syni og eina dóttur. Foreldrar Rúnars vom Guðbergur Jóhannsson, f. 18.8.1893, d. 30.9. 1976, sjómaður í Hafnarfirði, og kona hans, María Guðnadóttir, f. 28.3.1896, d. 29.9.1973, húsmóðir. Guðbergur var sonur Jóhanns, sjómanns og verkamanns í Hafnar- firði Björnssonar, b. á Þúfu í Ölfusi, bróður Kristínar, ömmu Helga Pét- urssonar, tónlistarmanns og dags- skrárgerðarmanns á Stöð 2. Bjöm var sonur Jóhanns, b. á Lambastöð- um og í Kotferju, bróður Einars, spítalahaldara í Kaldaðarnesi, langalangafa Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Annar bróðir Jó- hanns var Jón, afi Halldóm, langömmu Svanhildar, móður Sig- urgeirs biskups, fóður Péturs bisk- ups. Jóhann var sonur Hannesar, spítalahaldara og lögréttumanns í Kaldaöarnesi, ættfóður Kaldaöar- nesættarinnar Jónssonar, langafa Bjama Sæmundssonar fiskifræð- ings og Margrétar, ömmu Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Móðir Jóhanns í Kotferiu var Guð- björg Oddsdóttir, b. á Þúfu, Björns- sonar, hreppstjóra á Þúfu, Oddsson- ar. Móðir Guðbjargar var Jórunn Magnúsdóttir, útvegsb., skipasmiös og hreppstjóra í Þorlákshöfn, Bein- teinssonar, b. í Þorlákshöfn, Ingi- mundarsonar, b. í Holti og síðar á Jóhann Rúnar Guóbergsson. Hólum, Bergssonar, hreppstjóra í Brattsholti, ættfóður Bergsættar- innar, Sturlaugssonar. Móðir Guðbergs sjómanns var Guðrún Þorbjörnsdóttir, b. í Aust- urholtshjáleigu, Sigurðssonar, b. þar Steindórssonar. María var dótir Guðna, b. í Nýjabæ á Álftanesi, Jónssonar, b. á Þorgrímsstöðum í Ölfusi, Jónsson- ar. Móðir Maríu var Hólmfríður Þórðardóttir, b. í Króki í Arnarbæl- ishverfi í Ölfusi, Jónssonar, b. á Sogni, Ásbjörnssonar, b. á Hvoli í Ölfusi, Snorrasonar. Móðir Þórðar var Sólveig Þórðardóttir, „sterka", hreppstjóra í Bakkarholti, Jónsson- ar. Móðir Hólmfríðar var Guðný Helgadóttir. Móðir Guönýjar var Ólöf Sigurðardóttir, b. á Hrauni í Ölfusi, Þorgrímssonar, b. í Rana- koti, Bergssonar, hreppstjóra í Brattsholti, ættfoður Bergsættar- innar, Sturlaugssonar. Guðbjörg Óskarsdóttir Guðbjörg Óskarsdóttir húsmóðir, Furugrund 81, Kópavogi, er sjötug í dag. Guöbjörg er fædd á Skerðingsstöð- um í Reykhólasveit og alin upp á Eyri í Gufudalssveit. Hún gekk í framhaldsskóla 1937-38 oglauk prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1940. Á árunum 1940-43 var hún ljósmóðir í Gufudalssveit og sam- hliða um skeið í Geiradalsumdæmi. Guðbjörg starfaði við hjúkrunar- störf á Hrafnistu DAS í Reykjavík 1972, var uppeldisfulltrúi á Upp- tökuheimili ríkisins í Kópavogi 1973-76 og vann við sjúkraliðastörf á Vistheimilinu á Vífilsstöðum 1976-81. Einnig vann hún við ræst- ingar á skólahúsnæði í Kópavogi 1965-74. Guðbjörg giftist þann 16.8.1947 Valdemar G. Kristinssyni leigubíl- stjóra, f. 6.10.1921, d. 30.9.1984. For- eldrar hans voru Kristinn Indriða- son og Sigrún Jóhannesdóttir frá Höfða í Höfðahverfi. Börn Guðbjargar og Valdemars eru: Sigrún Jóhanna, f. 14.3.1947, og á hún fjögur börn; Ragna, f. 12.12. 1948, og á hún fimm börn; Guðrún Sigríður, f. 2.4.1951, og á hún fjögur börn; Kristinn, f. 19.12.1952, og á hann fjögur böm; Óskar Sumarliði, f. 18.5.1954, og á hann fjögur börn; Valdemar Héðinn, f. 31.7.1955, og á hann fimm börn; Jóhannes, f. 3.12. 1956, og á hann þijú börn; og Auður Elísabet, f. 10.3.1964, og á hún tvö Guðbjörg Óskarsdóttir. börn. Langömmubörn Guðbjargar eru orðin þrjú. Guðbjörg eignaðist sjö systkini, þijú eru látin, tvö komust til fullorð- insára, en eitt dó í fæðingu. Foreldrar Guðbjargar voru Sum- arliði Óskar Arinbjörnsson, f. 14.12. 1889, d. 25.6.1934, b. á Sveinungseyri í Gufudalssveit, og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 1.4.1888, d. 16.1. 1981. Foreldrar Óskars voru Arinbjörn Jónsson, húsmaður í Reykhóla- og Geiradalshreppum, og Guðrún Jónsdóttir frá Arnkötludal í Tungu- sveit. Foreldrar Guðrúnar Jóhönnu voru Guðmundur Sæmundsson, b. í Arnkötludal, og Gubjörg Magnús- dóttir frá Vonarholti. Guðbjörg verður að heiman í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.