Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 26. MARS 1990. Útlönd dv Sovéskir hermenn taka byggingar herskildi segja forystumenn hins nýstofnaða lýðveldis Litháen Landsbergis, forseti Litháen, leggur að löndum sínum að sýna stillingu. Símamynd Reuler Forystumenn Litháen segja aö so- véskir hermenn og kommúnistar hliöhollir Moskvustjórninni hafi lagt undir sig tvær byggingar í eigu kommúnistaflokks hins nýstofnaða lýðveldis. Romualdas Ozolas, vara- forsætisráðherra Litháen og einn helsti forystumaður Sajudis-þjóðern- ishreyfmgarinnar, kvaðst í gær ótt- ast að hermenn kynnu einnig að taka á sitt vald byggingar þær sem hýsa þingið, sjónvarpsstöð lýðveldisins sem og aðrar mikilvægar byggingar. Sovéska skriðdreka og fallhlífar- hermenn má nú sjá á götum Vilníus, höfuðborgar Litháen en spenna milli leiðtoga lýðveldisins og Moskvu- stjórnarinnar hefur magnast mjög síðustu daga. Litháar segjast óttast að sovéski herinn sé að undirbúa valdbeitingu gegn Liháen og íbúum þess en Sovétstjórn hefur ítrekað sagt að til þess muni ekki koma. Forysta Litháen hefur fordæmt yfirtöku bygginganna og sagt hana ólöglega. Hún sakar sovésk stjórn- völd um að beita valdi til að grafa undan yfirlýsingu Litháen um full- veldi en þing lýðveldisins lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að það segði sig úr ríkjasambandi við Sovétríkin. í yflrlýsingunni sagði forysta Lithá- en að lýðveldið hefði endurheimt fullveldi það og sjálfstæði er það naut á árunum milli stríða. Öll Eystra- salstríkin þrjú, Litháen, Eistland og Lettland, voru sjálfstæö ríki á milli- stríðsárunum en voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940. Sovétforseti og þing Sovétríkjanna hafa lýst fullveld- isyfirlýsingu Litháa ómerka. „Gripið til gömlu ráðanna“ Forseti Litháen, Vytautas Lands- bergis, gagnrýndi mjög þá ákvörðun Sovétyfirvalda að taka á sitt vald byggingarnar og sagði þau hafa á ný gripið til gömlu ráðanna, að beita hernum og hervaldi. Forsetinn kvað Sovétríkin áður hafa sent „hernáms- lið“ til erlendra ríkja eins og Ung- verjalands og Tékkóslóvakíu. „Ef til vill er þetta það sem koma skal í Lit- háen,“ sagði Landsbergis. Sovét- stjórnin hefur takmarkað mjög ferðir blaðamanna og stjórnarerindreka í Litháen og vísað tveimur bandarísk- um stjórnarerindrekum á brott. Eftir að sovéski herinn tók á sitt vald umræddar byggingar í Vilníu fundaði Landsbergis með háttsettum sovéskum herforingjum. Hann kvaðst ekki hafa fengið fullvissu fyr- ir því að aðrar fasteignir, þar á með- al þinghúsið, yrðu ekki teknar her- skildi. Á fundi með blaðamönnum seint í gær sagði Landsbergis að so- véski herforinginn Valentín Varenn- ikov hefði sagt að vera skriðdreka og hermanna í Litháen væri efn- vörðungu í æfmgaskyni. Rúmlega eitt hundrað skriðdrekar og her- ílutningabifreiðar komu til Vilníus á laugardag. Ekki aftur snúið Landsbergis, sem var nýlega kjör- inn forseti Litháen, lagði að íbúum lýðveldisins að sýna stillingu og skjóta ekki að skriðdrekunum sem ekið hafa um götur Vilníus. Hann lýsti því einnig yflr að forysta Litháa myndi ekki draga til baka fullveldis- yfirlýsingu sína. „Þeir há sálfræðilegt stríð gegn okkur,“ sagði forsetinn í viðtali við vestur-þýska blaðið Bild og átti þar við stjórnvöld í Sovétríkjunum. „Moskva getur tortímt okkur, sett hér á laggirnar leppríki en þeir geta ekki kæft frelsislöngun okkar,“ sagði forsetinn. Hann sagði að sovésk stjórnvöld hefðu ekki bara sent skriðdreka til Vilníus heldur stæðu þau einnig fyrir handtökum á ungum mönnum sem neituðu að gegna her- þjónustu í sovéska hernum. Hann sagði ekki hversu margir hefðu verið handteknir. Vara Moskvu við Bandaríkin hafa varað Sovétríkin við að valdbeiting í Litháen myndi hafa „verulega neikvæð" áhrif á samskipti stórveldanna. Það var varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Dick Cheney, sem sagði þetta í sjónvarpi í Bandaríkjunum í gær. En Cheney vildi ekki tjá sig um hvort Bush Bandaríkjaforseti myndi aflýsa fyrirhuguðum leiðtogafundi sínum með Gorbatsjov Sovétforseta en áætlað er að leiðtogarnir hittist í Bandaríkjunum í sumar. Varnarmálaráðherrann vildi held- ur ekki tjá sig um hvernig Banda- ríkjastjórn myndi bregðast við ef Sovétstjórnin beitti vopnavaldi í Lit- háen. Bandarísk stjórnvöld hafa þeg- ar látið í ljósi áhyggjur sínar vegna liðsflutninga Sovétmanna í Litháen og varaöi Bandaríkjaforseti við því að valdbeiting myndi hafa þveröfug áhrif. Reuter Kommúnistar í Eistlandi slíta tengslin við Moskvu Eistlenskir kommúnistar greiddu í gær atkvæði með því að slíta tengsl- in við sovéska kommúnistaflokkinn og mynda eigin flokk. Á þetta að ger- ast á sex mánaða tímabili og taka kommúnistar í Eistlandi þar með til- lit til yflrvalda í Kreml um leið og þeir fara aö dæmi Litháa. Lög sovéska kommúnistaflokksins munu því gilda á þessu hálfa ári á meðan allir eistneskir kommúnistar gera það upp við sig hvort þeir vilji vera í sjálfstæðum flokki eða vera áfram í sovéska kommúnistaflokkn- um. Eistlenskir kommúnistar reyna á þennan hátt að komast hjá því ástandi sem skapaðist í sambandi viö sams konar ákvörðun Litháa um jólaleytið. Þá ályktaði miðstjórn so- véska kommúnistaflokksins að ákvörðun Litháa væri ólögmæt. Eistlendingar eru hlynntir því að semja við yfirvöld í Moskvu um sjálf- stæði og forðast því allar yfirlýsing- ar. Samþykkt var á flokksþingi kommúnista í Eistlandi að lagalegur réttur til sjálfstæðis væri ekki nóg. Eistlendingar þurfi að koma undir sig fótunum efnahagslega og félags- lega áður en sjálfstæðið getur orðið raunverulegt. Þrátt fyrir að baráttuaðferðir eist- lenskra kommúnista séu frábrugðn- ar aðferðum Litháa var samþykkt á flokksþinginu að senda Litháum stuðningsyfirlýsingu. Þegar lesa átti skeytið fyrir þingheim tókst það ekki vegna framíkalla þingfulltrúa sem ekki voru eistneskir. Fregnir, sem bárust til Moskvu, herma að heitar umræður hafi átt sér stað og að mik- il spenna ríki í Tallinn. Af 690 fulltrúum, sem viðstaddir voru á flokksþingi kommúnista, greiddu 432 atkvæði með úrsögn úr sovéska kommúnistaflokknum, 3 greiddu atkvæði gegn tillögunni og sex sátu hjá. Aörir, sem margir eru af rússneskum uppruna, neituðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Búist er við að þeir verði áfram í sovéska kommúnistaflokknum. Reuter og FNB Kommúnistar í Eistlandi hafa farið að dæmi kommúnista í Litháen og sagt skilið við sovéska kommúnistaflokkinn. SOVÉTRÍKIN EISTLAND LETTLAND LITHÁEN HVÍTA - RÚSSLAND mesta úrval af keramSkvörnm Stór lager og góð, fagleg þjónusta er okkar stolt. Ustasmidjau, ISíorðurbraut 41, IlaiiiarilrtM, $ímí 052105

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.