Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1990, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91J27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Öryggi á sjó Óvanalega mörg sjóslys hafa átt sér stað að undan- fórnu. Hvað eftir annað hafa skip og bátar lent í brotsjó eða öðrum óhöppum og sokkið á svipstundu. Til allrar hamingju hefur oftast orðið mannbjörg, með nokkrum hörmulegum undantekningum. Samkvæmt frásögnum þeirra sem komast lífs af hefur lítið ráðrúm gefist til undankomu frá sökkvandi skipunum og gengur það nánast kraftaverki næst að allir þeir sjómenn, sem hafa mátt yfirgefa skip sín, skuli hafa komist af. Björgunar- bátar hafa orðið þeim til lífs og skjót viðbrögð áhafna nærstaddra skipa og sjóslysavarna í landi. Þegar menn eru heimtir úr helju á hafi úti er það mikil guðsblessun. Þjóðin öll fylgist með slíkum fréttum og frásögnum af björgun og þakkar fyrir hvern þann sem sleppur úr sjávarháska. Það verður aldrei nógsam- lega undirstrikað hyaða áhætta það er að stunda störf og fiskveiðar í rysjóttum veðrum, lengst úti á miðum og brotsjórinn gerir ekki boð á undan sér. Öflugustu skip eru eins og eldspýtustokkar í hafrótinu þegar veð- ur og vindar snúast upp í óveður og þá má enginn við duttlungum veðurguðanna og firnakrafti holskeflanna. En einmitt vegna þess að íslenska þjóðin býr í ná- býh við hafið og með það í huga að fiskveiðar eru líf okkar og afkoma þá vekur það jafnan undrun að enn sé verið að draga fæturna í slysavörnum. Enn á ofanverðri tuttugustu öldinni kemur í ljós van- búnaður í tækjum og öryggismálum. Sjómenn kvarta undan því að flotgallar beri virðisaukaskatt og stjórn- völd þráast við að gefa þann skatt eftir. í sjóslysinu, sem varð í fyrradag, þar sem fjórir menn komust naumlega yfir í annan bát, blés gúmbáturinn ekki upp og það var snarræði áhafnar annars skips að þakka að mennirnir björguðust. Þegar Vestmannaeyingarnir hröktust í gúmbát sínum fyrr í vikunni var bent á að nútíma radíó- bauja hefði tryggt það að báturinn hefði verið miðaður út á örskömmum tíma. Radíóbaujur eru ekki lögskyldar um borð í fiskiskip- um. Farmanna- og fiskimannasamband íslands hefur margsinnis skorað á stjórnvöld að lögskipa fuhkomnar radíóbaujur um borð, en fram til þessa hafa þær áskor- anir ekki borið árangur. Það á að vera hafið yfir allar umræður að tryggja öryggi sjómanna um borð í skipum sínum eins og frek- ast er kostur. Það sýnist svo sjálfsagt mál að allur drátt- ur á slíku er hneykslanlegur. Fiskveiðar eru aðalat- vinnuvegur íslendinga. Sjómenn leggja á sig mikið og erfitt starf, þar sem þeir eru stöðugt í lífshættu. Ef við viljum að ungir menn sæki áfram sjóinn og ef við viljum sýna sjómönnum virðingu og þakklæti fyrir störf þeirra er það auðvitað lágmarksskylda okkar landkrabbanna að búa svo um öryggi að þar sé allt gert til að bjarga mannslífum. Allir gera sér ljóst að sjórinn gefur og sjórinn tekur og aldrei verður unnt að afstýra sjóslysum og sjósköðum með öllu. En það er hægt að fækka slysunum og bjarga mörgum manninum með stöðugri endurnýjun og ár- vekni í öryggismálum. Látum það ekki um okkur spyij- ast að þessi fiskimannaþjóð láti undir höfuð leggjast að bjarga því sem bjargað verður. Björgun mannslífa verð- ur ekki mæld í krónum eða sköttum og hin tíðu sjóslys að undanförnu minna okkur enn og aftur á þá stað- reynd að lífið á sjónum er enginn dans á rósum. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 26, MARS' 199'0. „Jafnvel farið að bera viurnar i efnilega stráka í yngri flokkunum. - Þetta er afar slæm þróun,“ segir m.a. í greininni. Jákvæð starfsemi Drengurinn minn afhenti mér bréf þegar hann kom af fótboltaæf- ingunni í morgun. Þar var veriö aö tilkynna um hækkun æfinga- gjalda til íþróttafélagsins sem sér um æfingar fyrir strákana. Bréfiö var vel sett upp og bent á aö þrátt fyrir þessa hækkun æfingagjalda þá væru æfingarnar samt ekki dýr- ar. Ég gat fallist á réttmæti þeirrar staöhæfingar. í framhaldi af lestri þessa bréfs fór ég aö íhuga hversu gífurlegt æskulýösstarf og uppeldisstarf væri unnið á vegum íþróttafélag- anna. Þetta starf er verulega van- metið. Ef ekki kæmu til frjáls íþróttafélög, sem byggjast verulega á áhugastarfi mikils fiölda fólks, væri ekki hægt að bjóða upp á þessa þjónustu. í borgarsamfélagi eins og okkar skiptir því miklu aö kostur sé á hollri uppbyggingar- og æskulýös- starfsemi í borginni. Ég veit fátt betra en þá starfsemi sem íþróttafé- lögin bjóða upp á. Miklu skiptir að foreldrar taki virkan þátt í þessu starfi með börnum sínum og mér til mikillar ánægju hef ég tekið eft- ir því að áhugi foreldra á þessum málum hefur farið ört vaxandi á undanfomum árum. Ég man þá tíð þegar ég stóð á hliðarlínunni þegar eldri drengur- inn minn var að slíta sínum fyrstu knattspymuskóm. Þá vom sjaldan nema örfáir foreldrar til staðar. Nú, þegar ég stend allmörgum ámm síöar á sömu hliðarlínum til að fylgjast með því þegar yngri drengurinn minn slítur sínum fyrstu fótboltaskóm, þá er jafnan erfitt að fá gott pláss á hliðarlín- unni vegna þess hve mikill fiöldi foreldra er til staðar til að fýlgjast með og hvetja sína menn. Mér finnst þetta með ánægju- legustu breytingum sem ég hef tek- iö eftir í þessu fámenna en skemmtiiega manniega samfélagi okkar. Þegar vel er að verki staðið Þegar góðir leiðbeinendur standa að æskulýðsstarfi hjá íþróttafélög- unum lætur árangurinn ekki á sér standa. Ég hef getaö fylgst með miklum fiölda drengja á íþrótta- mótum þar sem þeir eru flarri heimilum sínum. Eftirtektarvert er hversu góður andi er ríkjandi með- al þeirra og hvað þeir láta vel að stjóm svona yfirleitt. Það er gaman að fylgjast með því þegar það jákvæða er laðað fram í einstaklingunum. Mér finnst þaö vera jákvætt að laða fram keppnis- anda, skilning á samvinnu til að ná settu marki, tillitssemi við félag- ana og skilning á því að maður þarf að leggja hart að sér til að ná settu marki. í þjóðfélagi okkar, þar sem slapp- leikinn er of mikið ráðandi, eru þessi viöhorf mjög mikilvægt vega- nesti áður en haldið er út í sjálfa KjáUarinn Jón Magnússon hrl. lífsbaráttuna. Lífsbaráttan er í sjálfu sér líka ákveðin keppni. Til að ná árangri í henni verða menn að vera reiðubúnir að leggja hart að sér og vinna saman að settu marki. Mér finnast íþróttafélögin almennt standa vel að verki í upp- byggingarstarfi fyrir æskuna og skila með því miklu framlagi til þjóðfélagsins. Afreksmenn og viö hinir Nú er nýlokið heimsmeistara- keppni í handknattleik. Við náöum ekíti þeim árangri sem bjartsýni sú sem gjarnan einkennir þessa þjóð stóð til. Mér fannst strákamir okk- ar standa sig með afbrigöum vel. í flestum leikjum þeirra munaði ekki nema örlitlu að þeir næðu að sigra. En það munaði því. Sumir hafa ailt á hornum sér ef íslenskt landslið nær ekki á verð- launapall. Slíkt er afar óraunsætt. Við emm ekki fleiri en við eram og miðað við fámennið eru strák- arnir okkar hvort heldur er í fót- bolta eða handbolta aö gera meira hvað eftir annað en hægt er með réttu að ætlast til af þeim. Ég skil vel að afreksmenn og sigr- ar í alþjóðlegum keppnum hafi mikið gildi. Það þarfnast hins vegar skoðunar hvort ekki er of miklum fiármunum eytt í þennan þátt mið- að við ýmislegt annað. Hjá íþróttafélögunum er meist- araflokkurinn jafnan það sem mest er horft til. Gífurlegu fé er eytt til að þjálfun meistaraflokksins sé góð og miklu fé er eytt til hans að öðru leyti. Á síðari árum hefur það síðan gerst, að félagsmenn í einu liði eru með beinum eða óbeinum hætti keyptir til annars. Þá er jafnvel farið að bera víurnar í efnilega stráka í yngri flokkunum. Þetta er afar slæm þróun. Það skiptir máli að félög fái að vera í friði með sína leikmenn. Það skiptir líka máli fyr- ir leikmennina. Innan liðs myndast venjulega sérstök vinátta og félags- andi. Kaupskapurinn hefur í mörg- um tilvikum eyðilagt góðan liðs- anda. Nú er mér ljóst að ekki er hægt að útiloka slíkt í frjálsu landi. Mér er samt nær aö halda aö þau félög, sem mest hafa stundað það að kaupa meö beinum eða óbeinum hætti leikmenn annarra félaga, standi eftir slík ævintýri ekki allt of vel fiárhagslega. Einingarnar hjá okkur era nefnilega svo smáar að þær leyfa ekki mikinn umfram- kostnað. Ég minnist á þetta eingöngu vegna þess að ég tel nauðsynlegt að írþóttafélögin taki upp ákveðnar samskiptareglur í þessu sambandi. Slíkar reglur eru nauðsynlegar vegna þess að sá kaupskapur, sem hér um ræöir, er í raun öllum félög- unum um megn og hann bitnar alltaf á öðrum þáttum félagsstarfs- ins og hvaða þáttum þá? Jú, liggur það ekki ljóst fyrir að það bitnar á þeim yngstu sem fá minna en ella hefði verið hægt að veita þeim. Þaöer verkaö vinna Þátttakendur í uppbyggingar- starfi íþróttafélaga eru í verulegum mæli foreldrar sem vilja vinna að uppbyggingu svo aö börnin þeirra njóti góðs af. Ég hef heyrt ýmsa sem lagt hafa af mörkum mikið og óeig- ingjarnt starf kvarta yfir því að vinna þeirra hafi í raun farið í allt annað, það er fiársöfnun fyrir meistaraflokkinn, en það sem þeir ætiuðu að vinna að hafi aldrei kom- ist á dagskrá. Þetta er slæmt því þaö skiptir máli að geta virkjað sem flesta til starfa á þessum vettvangi til að það hreinlega geti gengið. Þegar ég stend og horfi á strákana mína spila og fylgist með því hvernig félags-, keppnisandinn, baráttan og leikgleðin eru í fyrir- rúmi þá þakka ég fyrir að félagið mitt skuli leggja jafnmikla rækt við æskulýðsstarfið og gert er. Það skilar sér. Þeir sem græöa mest á því eru strákarnir sjálfir og að sjálfsögðu foreldrar þeirra. Eg vona að sá andi verði í þessu þjóðfélagi þegar þeir vaxa úr grasi að meira verði metið að vera góður félagi en að láta kaupa sig. Jón Magnússon „Mér finnast íþróttafélögin almennt standa vel að verki 1 uppbyggingar- starfi fyrir æskuna og skila með því miklu framlagi til þjóðfélagsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.