Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990.
Útlönd________________
Uppreisn í bresku fangelsi:
TóK fangar
sagðir
Hundruð fanga höföu snemma í
morgun á valdi sinu Strangeways-
fangelsið í Bretlandi en fyrir utan
hafðist óeirðalögregla við. Upp-
reisn fanganna í þessu fangelsi í
Manchester hófst við messugjörð í
gærmorgun og hafa fangarnir haft
mestallt fangelsið á sínu valdi frá
þvi í gærdag.
Að því er fangaverðir og nokkrir
fanga hafa skýrtfrá hafa uppreisn-
armennirnir myrt allt að tólf með-
fanga sinna. Hinir myrtu voru allt
dæmdir kynferðisafbrotamenn,
segja um fimm hundruð fangar
sem í morgun höfðu gefið sig á
vald lögreglu. Snemma í morgun
hafði ekki fengist staöfesting á
þessum ummælum þeirra. Aö
minnsta kosti fimmtíu manns, þar
af nokkrir fæigaverðir, særðust í
átökum sem fylgdu uppreisn fang-
anna.
Talið er að um sjö hundruð fang-
ar séu nú lausir innan veggja fang-
elsisins, fari frjálsir allra sinna
feröa milli hinna ýmsu deilda sem
alla jafna eru lokaðar af. Þá er tal-
ið að þeir hafi á sínu valdi níu bygg-
ingar fangelsisins. Þær eru alls tiu.
Mun fleiri fangar eru í Strangewa-
ys-fangelsinu en ætlast er til. Fang-
myrtir
elsiö, sem var byggt 1868, er hannaö
fyrir 970 fanga en þar dvelja alla
jafna sextán hundruð manns.
Uppreisn fanganna hófst við
bænagjörð í kapelfu fangelsins í
gærmorgun. Aö sögn séra Noels
Proctor greip einn fanganna hljóð-
nema og hvatti meðfanga sína til
að leggja undir sig fangelsíð. Fang-
arnir hrifsuðu lykla af fangavörð-
um og leystu að minnsta kosti eitt
þúsund fanga af sextán hundruð
föngum í Strangeways úr læstum
klefum sinum. Fangarnir fóru um
allt fangelsið, réðust að fangavörð-
um, lögðu eld að hiutum og kveiktu
meðal annars í leikfimisainum. Þar
logaði eldur klukkustundum sam-
an áður en slökkvilíðsmenn kom-
ust að honum og réðu niöurlögum
hans.
í gær stóðu margir fanganna á
þaki fangelsisins og grýttu þakflís-
um í fangaverði og lögreglumenn
sem stóðu fyrir neðan. Fyrir dögun
í morgun höföu þeir þó látið sig
hverfa á ný inn í fangelsið.
Lögreglu haföi snemma í morgun
ekki tekist að ná fangelsinu á sitt
vald en talsmenn hennar segjast
hafaumkringtþað. Reuter
Verðhrun
í Tokýo
Japanska Nikkei-veröbréfavísital-
an féll um 6,60 prósent í viðskiptum
í kauphöllum í Tokýo í dag eða sem
svarar til tæplega tvö þúsund stigum.
Þegar verðbréfamörkuðum í Tokýo
var lokaö snemma í morgun að ís-
lenskum tíma var Nikkei-vísitalan
skráð á 28.002,07 sem er fall um
1,978.38 stig. Þetta er annað mesta
verðfall í sögunni hvað varðar stiga-
hrun og það mesta síðan í verð-
hruninu mikla í október 1987. í pró-
sentustigum er hrunið í morgun það
áttunda mesta sem vitað er um.
Kaupahéðnar höfðu búið sig undir
erfiðan dag í morgun í kjölfar þess
að dagblað í Tokýo hafði spáö mikOli
sölu tryggingafélaga. í dag var fyrsti
viðskiptadagur nýs fjárlagaárs í Jap-
an. Reuter
V' ARSINS °
BUCHTAL
inni- og útiflísar.
Vestur-þýsk gæðavara.
50%
AFSLÁTTUR
MEÐAN
BIRGÐIR ENDAST
Litháen:
Málamiðlun
Óeirðimar í London:
Vopnaðir sovéskir hermenn innan veggja höfuðstöðva litháiska kommúni-
staflokksins. Simamynd Reuter
Málamiðlun möguleg?
Um helgina mátti greina hugsanleg
merki málamiðlunar og sagði einn
embættismaður í Litháen að til
greina kæmi að þingmenn tækju í
dag til endurskoðunar orðalag full-
veldisyfirlýsingarinnar. Annar emb-
ættismaður kvaðst þó efast um að
slíkt yrði gert þar sem fullveldisyfir-
lýsingin væri hið eina sem Litháar
hefðu í höndunum. Litháiski forset-
inn sjálfur, Landsbergis, ítrekaði að
ekki yrði aftur snúið með sjálfstæðis-
baráttu Litháa. Hann sagði að þing
Litháa hefði haft fullt umboð til yfir-
lýsingarinnar frá íbúunum.
Landsbergis sagði einnig að hann
væri reiðubúinn aö ræða sjálfstæði
við fulltrúa Sovétstjórnarinnar að
fenginni heimild frá þjóð sinni.
Sendinefnd frá Litháen er í Moskvu
og er búist við að hún hafi samband
við Sovétstjórn fljótlega.
Reuter
i sjonmali?
Forseti Litháen, Vytautas Lands-
bergis, vísaði í morgun á bug kröfum
Gorbatsjovs Sovéforseta um að þing
Litháen falli frá fullveldisyfirlýsingu
sinni. Sagði litháiski forsetinn að for-
ysta lýðveldisins gæti það ekki, hún
hefði enga heimild til þess. Sovét-
forseti varaði við því um helgina að
falli Litháar ekki frá yfirlýsingu
sinni kunni það aö hafa „alvarlegar
afleiðingar" í för með sér. Forsetinn
sagði á laugardag að hann væri und-
ir vaxandi þrýstingi og er ljóst að
harðlínumenn innan forystu lands-
ins vilja að gripið verði til harðari
aðgerða gegn sjálfstæðissinnum Lit-
háen.
Þing Litháen kemur saman til
fundar í dag til að ræða hvert skuli
vera næsta skref þess í taugastríði
Litháen við stjórnvöld í Moskvu. Um
helgina jókst spennan mjög í þessu
lýðveldi sem í síðasta mánuði sleit
öll tengsl við Moskustjómina og lýsti
yfir fullveldi sínu og sjálfstæði.
Talsmaður litháiska þingsins sagði
seint í gærkvöldi að rólegt væri í
Vilníus, höfuðborg Litháen, þrátt
fyrir að um helgina hafi þeim sov-
ésku hermönnum, sem em í borg-
inni, bæst liðsauki. Hermenn Rauða
hersins haíý nú lagt undir sig nokkr-
ar opinberar byggingar í borginni,
þar á meðal höfuðstöðvar kommún-
istaflokks Litháen og skrifstofu ríkis-
saksóknara.
Thatcher fyrir-
skipar rannsókn
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, kenndi í gær öfga-
mönnum um óeirðirnar í London á
laugardaginn. Sýndi forsætisráð-
herrann þess engin merki aö hún
ætlaði að ganga að kröfum mótmæl-
enda og falla frá nefskattinum sem
tók gildi í Englandi og Wales í gær.
Thatcher hefur fyrirskipað opin-
bera rannsókn í kjölfar þess að yfir
fjögur hundruð manns slösuðust á
laugardaginn í viöamestu mótmæla-
aðgerðunum hingað til gegn hinum
nýja skatti sem leitt hefur til minnk-
andi vinsælda forsætisráðherrans.
Flestir hinna slösuöu eru lögreglu-
menn eða þrjú hundruð þrjátíu og
einn.
Yfir þrjú hundruð manns voru
handteknir á laugardaginn og koma
sextíu og átta þeirra fyrir rétt í dag.
Eru þeir sakaðir um gripdeildir, inn-
brot og árásir. Að sögn lögreglunnar
brutust átökin á laugardaginn út er
mótmælendur reyndu að komast
gegnum hlið að Downing Street þar
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, var i forystugrein-
um The Guardian og The Times í
morgun hvött til að endurskoða nef-
skattinn. Símamynd Reuter
sem bústaður forsætisráðherrans er.
Um þrjú þúsund manns fóru síðan
um West End í London og létu greip-
ar sópa í verslunum, kveiktu í bílum
og húsum, brutu rúður og gerðu ár-
ásir á veitingastaði.
Til ryskinga kom í gær milli mót-
mælenda og lögreglu þegar innanrík-
isráðherrann, David Waddington,
skoðaði skemmdirnar sem lögreglan
kennir öfgasinnum um. Um tvö
hundruö manns gripu fram í fyrir
ráðherranum og reyndu að stjaka við
honum er hann ræddi við frétta-
menn. Hrópaði mannfjöldinn ókvæð-
isorö aö Waddington er lögreglu-
menn sýndu honum vegsummerki.
Fjórir mótmælendur voru hand-
teknir í gær.
Að minnsta kosti tvö bresk dag-
blöð, The Guardian og The Times,
hvöttu til þess í forystugreinum í
morgun að nefskatturinn yrði endur-
Skoðaður. Reuter
I I ■ i ■ ■ i ■ ■ TTTTTTTTTh tf I I JIL J. . m ■ ■ j i i ■ I I ■ I J I l M I I p
MINOLTA
MYNDAVÉLAR
FRABÆR GÆÐI
n ■ ■ ■ ■ ■ i t i ■
&
LJOSMYNDA
HÚSIÐ
DALSHRAUN113 HAFNARFIROI SlMI: 91-53181