Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990, 11 Utlönd Eins flokks stjórnskipan ► í framtíðinni ^ Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, W kvaðst í gær hafa hlotið umboð þjóð- ar sinnar í nýafstöðnum þing- og for- setakosningum til að umbreyta stjórnarstefnu landsins og koma á eins flokks kerfi þó það yrði ekki strax. Forsetinn, sem hlaut mikinn meirihluta í kosningunum, sagði að stjórnarandstöðuflokkum yrði heim- ilað að starfa enn sem komið er. Mugabe hefur verið leiðtogi Zimbabwe frá því landið hlaut sjálf- stæði árið 1980. Hann hlaut alls 78,3 prósent í nýafstöðnum kosningum og flokkur hans, Zanu-Pf, hlaut 116 af 120 sætum á þingi í kosningunum. Flokkur keppinautar Mugabe, Sam- einingarhreyfmg Edgars Tekere, vann tvö sæti, eitt féll í skaut annars stjórnarandstöðuflokks en kosningu um það síðasta hefur verið frestað. L Forsetinn sagði úrslit kosninganna W jafngilda umboði til breytinga í stjórnskipan landsins og vísaði á bug ^ gagnrýni um að tæplega helmingur P kjósenda hefði haldið sig heima við á kjördag. Stjórnmálasérfræðingar segja forsetann halda til streitu tveimur mismunandi stefnum í einu, annars vegar að losa smám saman um miðslýringu í efnahagi Zimbab- we en hins vegar að auka miðstýr- ingu á sviði stjórnmálanna. Það hefur lengi verið draumur Mugabe að setja á laggirnar eins flokks kerfi í Zimbabwe en hann tel- ur fjolflokkakerfi ekki við hæfi í ríkj- um Afríku. Talið er að Sameiningar- hreyfingin haldi fram að forsetinn hafi ekki umboð meirihluta þjóðar- innar til breytinga. Reuter Allt í einni ferð Á morgun kl. 9 opnar Hagkaup MATVÖRUMARKAÐ í Hólagarði í Breiðholti HAGKAUP P I » I I Mikilvseg unclirslaða -felst í þessu litla hylki Ef líkama þinn vantar réttu bætiefnin er hætt við að ýmislegt fari úrskeiðis. Hvernig gengur að vakna á morgnana? Hvað með námsgetuna, þrekið, skapið, hárið, húðina og neglurnar? Þú getur tryggt líkamanum rétta undirstöðu með Magnamín bætiefnahylkjunum. Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum og vertu tilbúin í vorverkin. Magnamín með morgunmatnum - treystir undirstöðuna. HflU.NÚ AUGIÝ5INGASTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.