Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 29
37
S'
MÁNXJDAGUR 2. APRÍL 1990.
Skák
Jón L. Árnason
Garrí Kasparov og Curt Hansen háðu
tveggja skáka sjónvarpseinvígi á Fjóni í
mars. Fóru leikar svo að Kasparov vann
fyrri skákina auðveldlega en þeirri seinni
lauk með jafntefli. Þar hafði Curt betri
stöðu en var viö það aö falla á tima svo
að hann tók til bragðs að bjóða jafntefli
sem Kasparov þáði með þökkum.
Þessi staða kom upp í fyrri skákinni.
Kasparov hafði hvitt og átti leik:
8
7
6
5
4
3
2
1
ABCDEFGH
26. Bb3! Bd5
Ekki 26. - Rxe6? 27. Bxe6 + og vinn-
ur drottninguna og 26. - Kh8 er svar-
aö sterklega með 27. Hd6! o.s.frv. 27.
Hxa6 Dc7 28. Re4 Hcl+ 29. Ka2 Bc40g
féll á tíma um leið. Eftir 30. Hxcl
vinnur hvitur auðveldlega.
I
& m i i 1 i
A 1 1
i [> t>
Sl * a A
Bridge
ísak Sigurðsson
í undanúrslitum Vanderbilt sveita-
keppninnar í Bandaríkjunum á dögunum
náði Michael Becker frá New Jersey fall-
egri vöm á austurhöndina gegn fjögurra
spaða samningi suöurs. Sagnir gengu
þannig, austur gefur, enginn á hættu:
♦ 652
V 9
♦ D1084
+ D10853
♦ G1084
V ÁKD4
♦ 93
+ K94
♦ ÁKD93
V 53
♦ ÁG5
+ ÁG7
* 7
V G108762
♦ K762
Austur Suður Vestur Norður
IV Dobl 4V Pass
Pass 44 p/h
Sagnir enduðu í fjórum spööum sem er
góöur samningur. Útspil vesturs var
hjartagosi og Becker, sem sat í austur,
ytirdrap gosa félaga síns. Nú virðist sem
tigull sé eðhlegasta framhaldið en þaö
leyfir suðri aö prófa tígulsvíningu þar
sem laufsvíningin er þá til vara ef tígul-
svinmgin mistekst. Becker leist þess
vegna ekkert á að spila tigh til baka held-
ur spUaði laufi. Sagnhafi varö hræddur
um laufstungu og fór upp með ás. Hann
ætlaði síðan að trompa hjarta, taka
trompin, en varð að gefa einn slag í hverj-
um Ut og fara einn niður. Auðvitað átti
hann að hleypa laufinu þar sem lauf-
stungan banar ekki samningnum. Auk
þess, ef trompin lágu illa, gat verið að
laufstunga, ef hún hefði verið tU staðar,
rændi vömina trompslag sem þegar væri
fyrir hendi. Sagnhafi gerði greinUega
mistök en hversu margir gera ekki ein-
mitt þessi sömu mistök?
Krossgáta
?— 2 n 1
8 1
\ 1 "
/A 7^ I
)* ir 1 ir-
h n
l<n □ A
Lárétt: 1 skepna, 4 hlaða, 8 dögg, 9
svik, 10 tjarga, 11 bor, 12 djarfur, 14
sytru, 16 eldstæði, 17 högg, 18 gröm,
19 borðaði, 20 skáru.
Lóðrétt: 1 rot, 2 gárar, 3 kveikur, 4
ákæröi, 5 bárur, 6 slæpist, 7 berkla,
10 rúm, 13 sáðland, 15 kyn, 17 leit,
18 þröng.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 horfur, 8 æpir, 9 sól, 10 fíf-
il, 12 óm, 13 ask, 15 last, 17 stældi,
19 erna, 20 úri, 21 kauni, 22 út.
Lóðrétt: 1 hæfa, 2 op, 3 rif, 4 frillan,
5 usla, 6 ró, 7 ólm, 11 ístra, 12 ósir,
14 kænu, 16 teit, 17 sek, 18 dúi.
s
© Er mamma þín tilbúin til að fara heim?
Ég skal hringja í hraðþjónustuna.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvflið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvUið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnaríjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavik: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek-
anna í Reykjavík 30. mars - 5. aprU er í
Háaleitisapóteki og Vesturbæjarapóteki.
Það apótek sem fyrr er nefnt annast
eitt vörsluna frá kl. 22 að kvöldi tU kl.
9 að morgni virka daga en til kl. 22 á
sunnudögum. Upplýsingar um læknis-
og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opiö virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-f2.
Apótek Garðabæjar: Opið manudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19,Jíaugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opiðföstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl.-10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
.tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað iaugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiöslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes, sími 11166, Hafnar-
fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri,
sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til 'hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er i síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í sima 22445.
Heimsóknartírni
Landakotsspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Ki. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15.30-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtalj og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-iaug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
Mánudagur2. apríl
Bretar óttast að afskipti Vatikanríkisins
á Balkanskaga verði Þjóðverjum og
ítölum í hag.
Spakmæli
Frelsiðereingöngu undirfólkinu
komið.
Thomas Jefferson
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið sunnudaga, þriðjudaga, flmmtudaga
og laugardaga kl. 13A0-16.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi.
Uppl. í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 2^155.
Borgarbókasafniö í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriöjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 11-17.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-17.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið laugard. og sunnud.
kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 14.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn fslands er opið laugar-
dag? og sunnudaga kl. 14-18 og eftir
nánara samkomulagi í síma 52502.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud.,
fimmtud., laugardaga og sunnudaga, kl.
11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjarnarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, simi 15200.
Hafnarfjörður, sími 51336.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa-
vogur, sími 27311,
Seltjarnarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel-
tjamarnes, sími 621180,
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, simi 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, simar 11322.
Hafnarijörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekiö er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Líflínan. Ef þú hefur áhyggjur eða
vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma
62-37-00. Liflínan allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 3. april
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú ættir að ræða málin í dag við alla mögulega og ómögu-
lega. Nýjar hugmyndir nýtast þér á ótrúlegan hátt. Láttu það
vera að vera í samvinnu við aðra í dag.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Dagurinn líður í sérstöku andrúmslofti þar sem þú bæði
gefur og þyggur. Þú tekur jafnvel sjálfan þig til meðferðar
og verðlaunar þig með stuttri ferð.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
Það eru líkur á samskiptum við annað fólk og sennilegt að
þú hittir fólk sem þú ert ekki í reglulegu sambandi við.
Mundu eftir börnunum. Happatölur eru 6, 22 og 35.
Nautið (20. april-20. maí):
Þú ert með hugann mjög við vikuna framundan. Þú eyðir
meiri tíma en venjulega með ijölskyldu og heimih. Mundu
að hvíla þig á kvöldin.
Tvíburarnir (21. maí-21. júni):
Þú færð fréttir sem leiða hugann að þvi hvort þú hafir gætt
hagsmuna þinna nógu vel. Þú og félagar þínir rifja upp
ýmis gleðileg atvik úr fortíðinni.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Þú ert upptekinn og getur ekki sinnt öllu sem þú vonaðist
til. Láttu það ekki á þig fá og einbeittu þér aö því sem þú ert
aö gera núna.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Heppni ræður nokkru um gang mála þjá þér í dag. Gættu
þess að sýna ekki kæruleysi. Happatölur eru 7, 13 og 25.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Nú er rétti tíminn til viðræðna um mikilvæg mál. Þú hefur
næga orku en mundu að taka tillit til annarra.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Þér gengur vel í samanburði við aðra og starfið veitir þér
ánægju. Aðgerðir einhvers annars leiðir til þess að þú þarft
aö endurskoða málin.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú kemst að því að álit einhvers annars leiðir til rangra
hugmynda sem koma þér illa. Láttu það ekki hafa áhrif á
þig og leiðréttu allan misskilning.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú lendir í minnihluta eða jafnvel einn á móti öðrum þegar
ræddar eru ákvarðanir dagsins. Þú kemst litið áfram með
þrasi svo að heppilegast er að láta aðra um sín mál.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú getur orðiö fyrir töfum sem skapa nokkurn vanda, annað
hvort í ferðalögum eða vegna þess að fólk er óstundvist.
Þetta leiðir til þess að þú kemur ekki miklu í verk.
I.