Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 32
Veðrið á morgun: Dregur úr frosti Á raorgun verður hæg suðvest- læg eða breytileg átt og víðast bjart veður fyrri hluta dags en þykknar síðan upp með vaxandi sunnan- og suðaustanátt, fyrst vestan lands. Smám saman dreg- ur úr frosti. Ferjuflugvél í vandræðum Eins hreyfils ferjuflugvél, sem var að koma frá Nýfundnalandi, óskaði , ^ eftir aöstoð þegar hún var stödd vest- ur af íslandi á laugardagskvöldið. Flugvél Flugmálastjórnar flaug til móts við hana og þyrlur frá varnar- liðinu og Landhelgisgæslunni voru í viðbragðsstööu. Ferjuflugvélin var í 13 þúsund feta hæð þegar kallið kom frá flugmann- inum og hafði olíuþrýstingur falliö í mótor. Frostið var hátt í fjörutíu gráöur og fékk ílugmaður leyfi til að lækka sig niöur í sjö þúsund fet. Gangurinn í mótornum jafnaði sig síöan og fylgdi vél Flugmálastjórnar ferjuflugvélinni inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. -ÓTT _ Sjö grunaðir um ölvun Sjö ökumenn voru teknir í Kópa- vogi um helgina, grunaðir um ölvun undir stýri. Er þessi fjöldi þó aðeins í meðallagi. Einnig var bifreið stolið í Reykja- vík og fannst hún síðar mannlaus í Kópavogi. Sá er tók bifreiðina ófrjálsri hendi var ófundinn er síðast spurðist en verið var að vinna í mál- inu. -GHK Gabb og árekstur hjá slökkviliði Slökkviliðinu í Reykjavík var til- kynnt um eld í Hampiðjunni í gær- kvöldi og reyndist það vera gabb. Mjög eldfim efni eru í verksmiðjunni og var því talsverður viöbúnaður hafður þegar slökkvilið fór á staðinn. Símtalið var rakið að símaklefa í miðborginni en ekki náðist í söku- dólginn. í útkallinu lenti einn' slökkviliðs- bíll utan í kyrrstæðum bíl sem hafði verið lagt skáhallt við Njálsgötu. Skemmdir urðu þó ekki miklar. Að ^ sögn Erhngs Lúðvíkssonar, varð- stjóra hjá slökkviliðinu, hefur lítið verið um þess konar gabb á undan- fómum mánuðum. -ÓTT Nýtt afl á Nesinu Nýtt afl á Seltjarnarnesi hefur ákveðið prófkjör 6. og 7. apríl. Þrett- án gefa kost á sér. Þar á meðal er einn bæjarfulltrúi Alþýðubandalags-' ins, Guðrún Þorbergsdóttir. Aðrir frambjóðendur eru: Anna K. Jónsdóttir, Arnþór Helgason, Björn Hermannsson, Eggert Eggertsson, Einara S. Einarsdóttir, Hallgrímur Þ. Magnússon, Karl Ó. Hjaltason, Katrín Pálsdóttir, Páll Á. Jónsson, Siv Friðleifsdóttir, Sunneva Haf- steinsdóttir og Sverrir Ólafsson. -sme LOKI Framleiöa menn þá ekki bara kælt ál í álverinu? Akureyri: Á 126 km hraða á Drottningarbrautinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hann var að flýta sér, ökumaðurinn sem lögreglan á Akureyri tók um helgina en sá ók á 126 km hraða. Hugsanlega hefur þessi hraðakstur veitt einhverja ánægju en ekki lengi því að hann kostaði ökumanninn ökuskírteiniö sitt. Annar ökumaður var tekinn fyrir glæfralegan akstur á Þingvalla- stræti. Þá var ekið á 10 ára stúlku í Miðsíðu og mun hún hafa fóbrotnað. Að öðru leyti var helgin tíðindalítil hjá lögreglunni á Akureyri þótt eitt- hvað væri um ölvun og tilheyrandi vandræði. Viðar Gunnarsson og Kristinn Sigmundsson að lokinni sýningu á Don Gio- vani, þar sem Viðar sió svo eftirminnilega í gegn. DV-mynd Hjalti Jón Sveinsson Hafí.r þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskritt - Dreifing: Sími 27022 Frjalst, ohaö dagblað MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. Ljósavatn, S-Þing.: 60 veiðimenn mættu og 33 fiskar veiddust - Dorgveiðifélag íslands stofnað innan tíðar „Dorgveiðikeppnin tókst feikna- lega vel og það veiddust 33 fiskar, hann var um eitt og hálft pund sá stærsti," sagði Bjöm Sigurðsson á Akureyri en þeir norðamenn héldu dorgveiðikeppni á Ljósavatni á laug- ardaginn. „Það mættu um 60 dorgar- ar á öllum aldri og veiddu, feiknalega gaman. Þetta voru veiðimenn frá Akureyri, Húsavík og Reykjavík sem mættu. Það var ferðaskrifstofan Nonni sem gaf öll verðlaunin og við ætlum að halda dorgveiðikeppni hérna árlega eins og þið fyrir sunn- an,“ sagði Björn ennfremur. DV hefur góðar heimildir fyrir því að innan fárra daga verði stofnað Dorgveiðifélag íslands, með dorgur- um af öllu landinu. -G.Bender SKIITUIBIUUt 25050 SENDIBILASTOÐIN Hf opið um kvöld og helgar BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 Islendingar stálu sen unni í Don Giovanni Jóhaitna Sjgþórsdóttir, DV, V-Þýskalandi: Viðar Gunnarsson bassasöngvari hefur fengiö atvinnutilboð frá óperunni í Wiesbaden í Vestur- Þýskalandi. Þetta gerðist síðastlið- ið fóstudagskvöld í kiölfar sýningar á óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Þar fór Viðar með stórt hlutverk, en aðalhlutverkið söng Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari. Það voru því íslenskir söngvarar sem stálu senunni í þess orðs fyllstu merkingu í Wiesbaden á fostudagskvöldið. Að sýningu lokinni kom óperustjórinn að máli við Viðar og kvaðst hafa ákveðið að gera honum tilboð. Hvort Viðar tekur því og ræður sig.til Wies- baden mun skýrast á næstu dögum. Það var fyrir tilvifiun að íslensku söngvararnir fengu tækifæri til að syngja saman á fjölunum í Wies- baden. Viðar hafði áður sungið í Töfraflautunni, í Vín, en þar sem ráðningarsamningur hans var út- runninn þar ákvað hann að leita fyrir sér annars staðar erlendis. Kristinn hafði frétt af ferðum hans og hafði saraband við hann og stakk upp á því að hann reyndi fyrir sér í Wiesbaden. Svo vel vildi til aö það var áheyrnardagur í ópe- runni og spreyttu sig þar einir tíu söngvarar. Viðar slóst í hópinn á síðustu stundu og vakti söngur hans það mikla hrifníngu að ákveð- ið var nánast með engum fyrirvara að hann tæki að sér hlutverk i ópe- rumú Don Giovanni þetta eina kvöld Áheyrendabekkirnir voru þétt setnir og var þeim Viðari og Kristni fagnað sérstaklega aö sýningu lok- inni. Kristinn Sigmundsson er sem kunnugt er fastráðhm við óperuna í Wiesbaden og spannar ráðningar- samnmgur hans tvö ár. Viðar, sem nú er staddur heima, sagði í stuttu spjalli viö DV að það hefði verið gaman að stökkva inn í þetta hlutverk aftur með Kristni Sigmundssyni en þeir hefðu sungið í Don Giovanni í íslensku óperunni sömu lúutverkin fyrir þremur árum. Hvort hann réði sig til ópe- runnar í Wíesbaden kæmi í ljós eftir að hann væri búinn að fá meiri upplýsingar, en hann ætti von á þeim fijótiega. -jss/HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.