Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 27
Íiíl I MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. 35 LífsstHl FERMINGARTILBOÐ Sterkari, létfariog þægilegri húsgögn! Borðar þú nógu góðan mat? Á síöasta ári samþykkti Alþingi þingsályktun um opinbera manneld- is- og neyslustefnu. Þessa dagana stendur yflr kynning á stefnunni í heilbrigöisstofnunum í þeim tilgangi aö fá fólk til samstarfs um aö ná fram þeim markmiöum sem þar eru sett. Jafnframt verður leitaö til fólks og það hvatt til aö taka þátt í svokölluö- um hugmyndabanka. Hugmynda- bankinn verður þannig starfræktur aö starfsfólk sendir inn tillögur og ábendingar um útfærslu manneldis- stefnunnar og er á þann hátt beðið aö taka virkan þátt í þessu verkefni. í tilefni þeirrar kynningarherferö- ar sem nú er farin hefur ráðuneytið gefiö út kynningarbækling sem ber heitið: Borðar þú nógu hollan mat? Rannsóknir á neysluvenjum frá 1979-80 sýndu að íslendingnar boröa of mikinn sykur og of mikla fitu. 41% orkunnar fékk þjóðin úr fitu en æski- legt er tahð þetta hlutfall fari ekki yfir 35%. íslendingar átu nær helm- ingi meiri sykur en æskilegt getur talist en þaðan kom 19% orkunnar en æskilegt er talið að hlutfallið sé um 10%. Nú er unnið að viðamikilli neyslu- könnun á vegum Manneldisráðs og ættu fyrstu niðurstöður hennar að Uggja fyrir í sumar. í áðumefndum bæklingi eru gefin ráð um hvemig velja skuh góðan mat: Hægt er að spara 35 grömm á Rétt samsetning fæðunnar er undirstaða heilbrigðs lifs. dag með því að smyrja þunnt á brauðsneiðarnar. í einu glasi af mjólk em tíu grömm af fitu en minna en eitt gramm í glasi af undanrennu. Algengur skammtur af kokktefisósu með hamborgara tvöfaldar hitein- ingafiölda máltíðarinnar. Fimmtíu grömm af súkkulaði gefa jafnmargar hitaeiningar og ein skál af popp- korni, eitt epli og ein brauðsneið. í einu vínarbrauði er jafnmikið af fitu og í átta hóflega smurðum brauð- sneiöum. í einni gosflösku er jafn- mikið af sykri og í átta sykurmolum. -Pá FÍLAKOSS Úrval annarra munstra LUKKUPOKAR Verðmæti kr. 5.000,- ' á aðeíns kr. 3.000,- POSTSENDUM. ^annprbaberðlunín Crla Snorrabraut 44. Simi 14290 Kaffisopinn ódýrastur í Blásteini Veitingastaðurinn Blásteinn, Hraunbæ 102, selur kaffibollann ódýrast, samkvæmt verðkönnun Verðlagsstofnunar sem nær til 80 veitingastaða með vínveitingaleyfi. í Blásteini kostar kaffi með ábót að- eins 60 krónur. Dýrast er .kaffi með ábót í Bjórhöllinni og Gullna Hanan- um í Reykjavík en þar kostar það 160 krónur eða nær þrefalt meira en þar sem það er ódýrast. Meðalverð á kaffi með ábót á stöð- unum 80 var 114 krónur samkvæmt könnuninni. Þar kemur einnig í ljós að kaffi á vínveitingastöðum hefur hækkaö að meðaltali um 10% frá því í október þrátt fyrir að innkaupsverð þess hafi ekkert hækkað. -Pá Tilboðsverð á stól og tölvuborði aðeins kr. 1 4.700,- - og með hliðarplötu kr. 16.200,- _ * \ iil T STEINAR Smiðjuvegi 2 • Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi S 91-46600 ■ Fax: 91-45200 Stólar tró kr. 6.500,-! Kaupmenn vilja bjór í matvöru- verslanir Aöalfundur Félags íslenskra mat- vörukaupmanna, sem haldinn var nýlega, beinir þeirri áskorun til fiár- málaráðherra að hann beiti sér fyrir því að bjór verði seldur í matvöru- verslunum eins og aðrar neysluvör- ur heimilanna. Jafnframt er því eindregið mót- mælt að vinverslunum hefur að und- anfórnu verið vahnn staöur í nánd við verslanir tveggja aðUa í smásölu- verslun þannig að nánast er um helmingsskiptareglu að ræða. í ályktun fundarins segir að slík hlut- drægni stjórnvalda sé ranglát og nánast óþolandi. -Pá Kaffisopinn þykir nokkuð dýr á ýms- um veitingastöðum. KATTARÁST Til fermingargjafa FÍLAÁST Hlý, mjúk teppi. Stæró: 150x200 cm. Veró kr. 3.750,- Baula: Flytur verksmiðjuna til Húsavíkur Gengið hefur verið frá samningum milli jógúrtgerðarinnar Baulu í Hafnarfirði og Kaupfélags Þingey- inga um samstarf. Fljótlega verður hafist handa um að taka niður véla- samstæðu Baulu h/f og fiytja hana norður á Húsavík þar sem verið er að innrétta húsnæði. Þar verður síð- an öll Baulujógúrt framleidd í fram- tíðinni þó kælilager, skrifstofur og dreifingarmiöstöð verði áfram í Hafnarfirði. Framleiðsla á Baulujóg- úrt fyrir norðan ætti að geta hafist um miðjan maí. „Ég tel að þarna höfum við eignast öflugan bandamann í baráttunni við mjólkurmafíuna," sagði Þórður Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Baulu, í samtali við DV. „Við höfum lengi barist fyrir því að fá að kaupa óunna mjólk frá Mjólkursamsölunni vegna þess að við gerilsneyðum alla okkar mjólk hvort sem er. Það hefur aldrei fengist.“ Baula mun áfram eiga vélarnar Neytendur sem framleiöa jógúrtina en Kaup- félag Þingeyinga leggur til mjólkina á mun hagstæðara verði en kostur hefur verið á hjá Mjólkursamsöl- unni. Ennfremur mun Baula taka í um- boðssölu allar mjólkurvörur sem framleiddar eru í Mjólkursamlagi KÞ og annast dreifingu þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. Það þýðir að sögn Þórðar að hin rómaöa Húsavíkurjóg- urt mun verða almennt fáanleg en fram til þessa hefur hún aðeins feng- ist í fáum verslunum í Reykjavík. Það sama gildir um allar kjötvörur sem framleiddar eru í kjötvinnslu Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Baula mun annast sölu og dreifingu á þeim á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta býður auk þess upp á mikla möguleika á aukinni framleiðslu. Hagræðingin eykst að miklum mun bæði hjá Baulu og Kaupfélagi Þing- eyinga. Vinnslan flyst heim í hérað og þetta er því raunveruleg byggða- stefna í framkvæmd," sagði Þórður Ásgeirsson. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.