Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Deilan í álverinu
Kjaradeilan í álverinu viö Straumsvík er komin á
alvarlegt stig. Verkfall er skolliö á og veröa tvær næstu
vikurnar notaðar til að hægja á framleiðslunni og vélun-
um og álbræðslunni verður lokað eftir hálfan mánuð.
Það mun taka að minnsta kosti þrjá mánuði að koma
rekstrinum í fullan gang að nýju ef til þessarar lokunar
kemur. Forstjóri ísal segir að hægagangur í hálfan
mánuð muni kosta fyrirtækið um þrjú hundruð milljón-
ir króna og allt upp í níu hundruð milljónir króna ef
til fullrar stöðvunar kemur. Það sjá því allir að hér er
ekkert smámál á ferðinni.
Þetta er þriðja kjaradeilan í álverinu á tveim árum.
Endurteknar vinnudeilur í álverinu vekja athygh og sér
í lagi koma þær á óvart nú, eftir að almennnt samkomu-
lag náðist á vinnumarkaðnum um hófsama kjarasamn-
inga. Var þá búist við að verkfóllum væri afstýrt og
allsherjarskilningur væri fyrir hendi um að enginn ein
stétt fengi meir en önnur.
Sú deila sem nú er risin fjallar ekki um grunnlaunin
enda hefur ekki verið gerður ágreiningur meðal starfs-
manna álbræðslunnar um allsherjarsamningana. Deil-
an snýst um svokallaða eingreiðslu eða bónus, sem
greiddur var á síðasta ári, samtals krónur fjörutíu og
fimm þúsund, til hvers starfsmanns, sem var umbun
fyrirtækisins í kjölfarið á miklum hagnaði það árið. Er
fuhyrt af forstjóranum að sú greiðsla hafi verið umfram
samninga, einhliða ákvörðun fyrirtækisins og án
skyldu.
Starfsmenn vilja halda í þessa greiðslu hver svo sem
afkoma álversins verður og segjast ekki geta fallist á
launalækkun með því að hún sé tekin í burtu. Þar stend-
ur hnífurinn í kúnni.
Kjaradeilur eru viðkvæmar og flóknar og ekki fyrir
utanaðkomandi að setja sig inn í þær eða segja til um
lausn þeirra. Hinu verður ekki neitað að stakar bónus-
greiðslur sem vinnuveitandi eða launagreiðandi ákveð-
ur frá einu ári til annars með hliðsjón af afkomu fyrir-
tækisins flokkast ekki undir almenna kjarasamninga
en eru eins og nafnið bendir til, bónus eða ábætir ofan
á laun. Almennt hlytur það að vera eftirsóknarvert fyr-
irkomulag fyrir launþega að vinnuveitendur leyfi starfs-
mönnum sínum að njóta góðs af góðum rekstri og hagn-
aði og mættu fleiri taka sér slíkt til fyrirmyndar. Fyrir
vikið verður það kappsmál beggja að skila arði eftir
árið og það verður beggja hagur að vinna að því mark-
miði.
Ef afleiðingin af þessum umframgreiðslum þegar vel
árar verður sú að starfsmenn krefjist launauppbótar
undir öhum kringumstæðum og líka þegar reksturinn
gengur miður, hljóta vinnuveitendur að kippa að sér
höndum og hætta bónusgreiðslum af ótta við að á þær
verði htið sem fóst laun og ófrávíkjanleg útgjöld. Sú
afstaða er neikvæð fyrir launafólk og stríðir gegn hags-
munum þess. Tengslin milh afkomunnar og launa rofna
með öhu og launahvetjandi kjör verða úr sögunni.
í álverinu er tekist á um þetta. ísal áskilur sér ein-
hhða rétt til að greiða bónusa. Starfsmennirnir krefjast
þess aftur á móti að eingreiðslur verði fastar greiðslur.
Þeir vilja að bónus verði greiddur án tillits til afkomu.
Ef álverið situr uppi með bónusgreiðsluna sem fasta
launagreiðslu munu önnur fyrirtæki draga af því lærdóm
og vera þeim víti til varnaðar. Launafólk mun skaðast á
þeim afleiðingum þegar til lengri tíma er htið. Krafan
um bónusinn er þess vegna sótt á hæpnum forsendum.
Ehert B. Schram
Frá upphafi hafa verið til menn á
íslandi, sem hafa reynt að neyða
upp á okkur útlendum hugmynd-
um. Síðustu vikur og mánuði hafa
þeir Gylfi Þ. Gíslason og Þorvaldur
Gylfason farið hamfórum gegn því,
aö veiðimenn á íslandsmiðum ööl-
ist varanleg og framseljanleg veiði-
réttindi, eins og er hagkvæmt og
réttlátt og gert ráð fyrir í hinu nýja
kvótafrumvarpi Halldórs Ásgríms-
sonar.
Þeir Gylfi og Þorvaldur vilja ekki,
að myndaður sé einkaeignarréttur,
heldur skuli ríkið slá eign sinni á
fiskistofna og innheimta síðan
veiðigjöld af veiðimönnum. Ég hef
leyft mér að kalla þetta sósíalisma,
enda veit ég ekki, hvað sósíalismi
merkir, ef það er ekki ríkiseign á
mikilvægustu náttúruauðlindum.
Þaö hefur hins vegar villt sumum
sýn, að þeir Gylfi og Þorvaldur gera
jafnframt ráð fyrir frjálsum mark-
aöi með kvóta. Þeir eru hlynntir
eins konar markaðssósíalisma í
sjávarútvegi, sem er auðvitaö betri
en miðstýrður sósíalismi, en engu
að síður sömu ættar.
Skoðun Einars Þveræings
En deilur ríkisforsjársinna og
frelsismanna hófust ekki á síðasta
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. ráðherra, og Þorvaldur Gylfason prófessor. -
....hafa farið hamförum gegn því, að veiðimenn á íslandsmiðum öðl-
ist varanleg og framseljanleg veiðiréttindi...“ segir greinarhöfundur
meðal annars.
Fordæmi Einars
Þveræings og
Jóns Loftssonar
ári. Svipir stíga upp af gulnuöum
blööum íslandssögunnar. Fyrir
meira en níu hundruð árum mælti
íslenskur maður að nafni Þórarinn
Nefjólfsson fyrir því, að viö skyld-
um gefa Ólafi digra Noregskóngi
Grímsey, en hann veita á móti vin-
áttu sína.
,Þá var Einar Þveræingur kallað-
ur til, og mælti hann hin fleygu
orö: „En þótt konungur sá sé góöur
maður, sem ég trúi vel, að sé, þá
mun það fara héðan frá sem hingað
til, þá er konungaskipti verða, að
þeir eru ójafnir, sumir góðir, en
sumir illir. En ef landsmenn vilja
halda frelsi sínu, því er þeir hafa
haft, síðan er land þetta byggðist,
þá mun sá til vera að ljá konungi
einskis fangstaðar á, hvorki um
landaeign hér né um það að gjalda
héöan ákveðnar skuldir, þær eru
til lýðskyldu mega metast.“
Hér mættust ekki aöeins tveir
íslendingar, heldur og tvær skoð-
anir. Annar maðurinn hafði gengið
á hönd útlendri stofnun og útlendri
skoðun. Hinn skírskotaði til arf-
helgra réttinda íslendinga, hugs-
unarháttar og venju. Einar Þveræ-
ingur minnti á, að við getum aldrei
sett allt okkar traust á valdsmenn,
því að þeir eru ójafnir, sumir góðir
og aðrir ekki. Þeir eru stundum
vandinn fremur en lausnin.
Hitt er betra að játast ekki undir
neina nýja skatta og skyldur og ljá
valdsmönnum einskis fangstaðar
um eignir og náttúrugæði, þar á
meðal veiðiréttindi. Menn eins og
Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson eru því miður undan-
tekning í íslenskum stjómmálum,
menn eins og Stefán Valgeirsson
og Ólafur Grímsson reglan.
Skoðun Jóns Loftssonar
Liðu nú aldir. Fyrir um sjö
hundruð árum settist nýr biskup í
Skálholt, Þorlákur Þórhallsson, og
ætlaði í nafni útlends embættis og
útlendrar skoöunar aö leggja undir
sig jarðir kirkjubænda, en þær
gegndu þá svipuðu hlutverki í at-
vinnulífi landsmanna og fiskistofn-
ar gera nú. Þegar biskup kom í
KjaUarinn
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
Odda til Jóns Loftssonar, fékk
hann skýr svör um tilkall hans til
þessara auðlinda. „Heyrt hef ég
erkibiskups boðskap,“ sagöi Jón
Loftsson, „en ráðinn er ég í að
halda hann að engu, og eigi hygg
ég, að hann vilji betur né viti en
mínir foreldrar, Sæmundur hinn
fróði og synir hans.“ Enn mættust
ekki aðeins tveir íslendingar, held-
ur og tvær skoðanir, önnur útlend
og hin íslensk.
Biskupi mistókst að vísu í þetta
skipti að leggja undir sig jarðir, en
eftirmönnum hans gekk betur.
Raskaðist við þaö stórkostlega
valdajafnvægi í landinu: Einn aðili
fékk ráð á geipilegum eignum. í
höndum kirkjunnar safnaðist sam-
an víðtækt hagvald, sem áður hafði
dreifst á marga stórbændur. Ein-
hverjir kunna að vísu að segja, að
jarðirnar hafi verið betur komnar
í höndum kirkjunnar en stór-
bænda. Hún hafi notað afgjöld af
þeim í þágu snauðra manna.
En tvennu er til að svara. í fyrsta
lagi runnu afgjöldin aðallega til
kirkjunnar manna, en ekki til
snauöra. í öðru lagi skulum við
muna, hvað varð að lokum um auð
kirkjunnar: Honum var ekki dreift
aftur til þjóðarinnar, heldur sló
Danakóngur eign sinni á hann við
siðskiptin.
Margir ólíkir aðilar
hafi eignarhald
Gylfi Þ. Gíslason og Þorvaldur
Gylfason halda nú fram svipuöum
skoöunum og Þorlákur biskup Þór-
hallsson og Þórarinn Nefjólfsson
forðum. Þeir vilja, eins og Þorlákur
biskup, að ein stofnun - nú ríkiö,
en þá kirkjan - eigi helstu auðlind-
ir. Þeir setja traust sitt á góða
valdsmenn, eins og Þórarinn. En
við hin viljum hafa sama hátt á og
forfeður okkar, sem slógu eign
sinni hver á sína jörð og stofnuðu
allsherjarríki eignarrétti sínum til
staðfestingar. Og við viljum ekki
setja allt okkar traust á misvitra
valdsmenn. Betra er, aö margir
ólíkir aöilar hafi eignarhald á auö-
lindum og myndi mótvægi hver við
annan en að einn aðili, ríkið, ráð-
stafi auölindum beint eða óbeint.
Ef síöari kosturinn er valinn, tekur
þá Evrópubandalagið að lokum við
slíkum auðlindum úr höndum rík-
isins eins og Danakóngur hreppti
kirkjujarðir viö siðskipti?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Betra er, að margir ólíkir aðilar hafi
eignarhald á auðlindum og myndi mót-
vægi hver við annan en að einn aðili,
ríkið, ráðstafi auðlindum beint eða
óbeint.“