Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990. Afmæli Gísli Helgason Gísli Helgason, Helgafelli í Fella- hreppi, Noröur-Múlasýslu, er fimm- tugur í dag. Gísli er fæddur á Helgafelli og þar ólst hann upp. Hann varö gagnfræö- ingurfrá Eiðum 1956, búfræöingur frá Hvanneyri 1958 og vann ýmis störf fram til 1962. Gísli keypti Helgafell 1962 af foreldrum sínum og var bóndi þar næstu 20 árin. Síö- ustu árin vann hann með búskapn- um í Trésmiöju Fljótsdalshéraðs. Hann hefur síðan unniö ýmis störf og síðasta árið hefur hann unnið hjá K. Auöunssyni í Reykjavík. Gisli var hreppstjóri Fellahrepps um 15 ára skeið. Gísli kvæntist í ágúst 1962 Krist- björgu Rafnsdóttur símastúiku, f. 17.8.1944, en þau skildu 1972. Börn Gisla og Kristbjargar eru: Heígi, f. 8.10.1962, skógfræðingur á Helgafelli, býr með Önnu Gunn- arsdótturhjúkrunarfræðingi og eiga þau eina dóttur. Rafn Óttarr, f. 1.4.1967. verkamað- ur í Reykjavík, býr með Andreu Maríu Heiðberg gjaldkera, og á hann eina dóttur auk þess sem Andreaáeinn son. Sambýliskona Gísla um nokkura ára skeið og barnsmóöir hans er Hjördis Hilmarsdóttir, f. 19.4.1951, fulltrúi í Reykjavík, og er dóttir þeirra Dagný Berglind, f. 27.1.1985. Synir Hjördísar eru: Hilmar, f. 20.4.1969, og er ulmusta hans Stef- anía Valdimarsdóttir; og Sæmund- ur I>ór, f. 9.9.1974. Systkini Gísla eru: Hóimfríður, f. 6.8.1938, húsfreyja á Setbergi i Fellahreppi, gift Braga Gunnlaugssyni, og eiga þau fjögur börn. Björn, f. 22.1.1946, byggingafræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Önnu Sigríði Árnadóttur bókasafnsfræð- ingi og eiga þau tvö börn. Foreldrar Gísla: Helgi Gíslason, f. 22.8.1910, fyrrv. rekstrarstjóri Vega- geröar ríkisins og oddviti Fella- hrepps, og Gróa Björnsdóttir, f. 30.8. 1906, d. 16.4.1989, húsmóðir á Helga- felli. Helgi er sonur Gísla, b. í Skógar- gerði, Helgasonar, b. i Skógargerði, Indriðasonar, b. og hreppstjóra í Seljateigi í Reyðarflrði, Ásmunds- sonar, b. á Borg og Hallbjarnarstöð- um í Skriödal, Indriðasonar, hrepp- stjóra á Borg í Skriðdal, Ásmunds- sonar. Móðir Ásmundar á Borg var Guð- rún Jónsdóttir frá Hlið. Móðir Ind- riöa á Seljateigi var Sigríður Finn- bogadóttir, Árnasonar, og Þuríðar Jónsdóttur frá Arnhólsstöðum. Móðir Helga Indriðasonar var Guölaug Gísiadóttir. Móðir Gísla í Skógargerði var Ólöf Helgadóttir, b. á Geirúlfsstöðum, Hallgrímsson- ar, b. á Stóra-Sandfelli, Ásmunds- sonar, b. í Hvalsnesi í Lóni, Helga- sonar. Móðir Hallgríms á Stóra-Sandfelli var Anna Þorsteinsdóttir. Móðir Helga var Bergþóra ísleifsdóttir, ráðsmanns á Ketilsstöðum, Finn- bogasonar, og Guðrúnar Sigurðar- dóttur frá Kóreksstaðagerði. Móðir Ólafar var Margrét Sigurðardóttir, b. á Mýrum í Skriðdal, Eiríkssonar, b. á Stórasteinsvaði, Hallssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sig- urðardóttir frá Víðivöllum. Móðir Margrétar var Ólöf Sigurðardóttir, Sveinssonar, og Margrétar Jóns- dóttur pamfíls. Móðir Helga á Helgafelli var Dagný Pálsdóttir, b. á Fossi á Síðu, Þorsteinssonar, b. á Núpum í Fljóts- hverfi, Helgasonar. Móðir Dagnýjar var Margrét Ól- afsdóttir, b. á Steinsmýri, Olafsson- ar. Móðir Margrétar var Margrétar Gissurardóttur, b. í Rofabæ i Með- allandi, Jónssonar, og Sigríðar Bjarnadóttur. Gróa, móðir Gísla á Helgafelli, var dóttir Björns, hreppstjóra og al- þingismanns á Rangá, Hallssonar, b. á Litlasteinsvaöi og Rangá, Ein- arssonar, b. á Litlasteinsvaði, Sig- urðssonar. Móðir Halls var Hólmfríður Jóns- dóttir, b. á Ketilsstöðum í Hjalta- staðaþinghá, Vigfússonar, b. í Njarðvík, Ólafssonar. Móðir Jóns á Ketilsstöðum var Halldóra Þorgrímsdóttir, Jónssonar á Skjöldólfsstöðum. Móðir Hólm- fríðar var Þórunn Árnadóttir, b. í Höfn, Gíslasonar, og Þórunnar Ól- afsdóttur, lögréttumanns á Ketils- stööum, Péturssonar. Móðir Björns var Gróa Björns- dóttir, b. á Setbergi í Borgarfirði og í Brúnavík, Björnssonar, Skúlason- ar, ættföðurs Skúlaættarinnar, Sig- fússonar. Móðir Björns Skúlasonar var Svanhildur Sveinsdóttir, b. á Torfastöðum, Jónssonar. Móðir Björns á Setbergi var Guðrún Jóns- dóttir yfirsetukona, b. á Bóndastöð- um, Magnússonar, og Þuríðar Sveinsdóttur frá Torfastöðum. Móðir Gróu var Anna Jónsdóttir prests á Hjaltastað, Guðmundsson- Gisli Helgason. ar, Jónssonar, prests í Vogum, Þór- arinssonar, prests Jónssonar. Móðir Önnu var Margrét Stefánsdóttir eldri, prests á Sauðanesi, Einars- sonar, prests á Sauðanesi, Árnason- ar. Móðir Stefáns í Sauðanesi var Margrét Lárusdóttir, Scheving klausturhaldara Hannessonar, og Önnu Björnsdóttur, prófasts á Bergsstöðum, Magnússonar, Björnssonar, Pálssonar, Guð- brandssonar biskups. Móðir Margrétar eldri var Anna Halldórsdóttir, klausturhaldara á Reynistað, Bjamasonar, sýslu- manns í Húnavatnssýslu, Halldórs- sonar. Móðir Halldórs klaustur- haldara var Hólmfríður Pálsdóttir, lögmanns Vídahns. Gísli er staddur að Austurbergi 36 íReykjavíkídag. Til hamingju með afmælið 2. apríl 85 ára Halldóra Ingiríður Ólafsdóttir, Ytra-Felli, Fellsstrandarhreppi. 75ára Kristín Alexandersdóttir, Dalbraut 27, Reykjavik. Hún verð- uraðheimanídag. 60ára Einar Sigurjónsson, Norðurvangi 46, Hafnarfirði. Elsa Péturína Níelsdóttir, Skálagerði 3, Reykjavík. FinnurStephensen, Skeiðarvogi 95, Reykjavík. Gústaf Adolf Nj álsson, Þverholti 16, Akureyri. Haukur Kristjánsson, Illugagötu 69, Vestmannaeyjum. John J. Frantz, Gaukshólum 2, Reykjavik. 50ára Erla Jónsdóttir, Hvolsvegi28, HvoIsveUi. Guðríður Sva va Alfonsdóttir, Ólafsbraut 56, Ólafsvík. Rafn Sigurðsson, Lindarflöt 43, Garðabæ. Randý Sigurðardóttir, Dalseli 34, Reykjavik. 40ára GuðnýBeck, Kötlufelli 5, Reykjavík. Halldór Kristinsson, Heiðargerði 42, Reykjavík. Hreinn Sigurðsson, Faxastíg 33, Vestmannaeyjum. Hugrún Hraunfjörð, Rauðalæk 42, Reykjavík. Jón Guðmar Jónsson, Bárugranda 11, Reykjavík. Páll Marisson, Dalbraut 20, Reykjavík. Steinunn H. Gunnarsdóttir, Efstalundi 8, Garöabæ. Einar Sig- urjónsson Einar Sigurjónsson skipstjóri, nú verkstjóri hjá ísal, Norðurvangi 46, Hafnarfirði, er sextugur í dag. Eiginkona Einars er Jóhanna Bryruólfsdóttir og eiga þau tvö böm. Einar mun taka á móti gestum í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði í Reykjavík milli kl. 17 og20ídag. Einar Sigurjónsson. HARGREIDSLUSTOFAN «»««. KLAPPARSTÍG SIMI 13010 Lýsingarefnið sem ekki skaðar hárið. Strípulitanir. RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG SIMI 12725 Elín Auðunsdóttir Elín Auðunsdóttir húsmóðir, Digranesvegi 32, Kópavogi, er sjötíu ogfimm áraídag. Elín er fædd á Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd og þar ólst hún upp. Elín giftist þann 30.1.1943 Frið- geiri Hólm Eyjólfssyni skipstjóra, f. 18.10.1918. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðbrandsson, skipstjóri í Reykjavík, og Steinunn Sigurgeirs- dóttirhúsmóðir. Börn Elínar og Friðgeirs eru: Halldór, f. 20.6.1943, verkfræðing- ur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Gunnhildi Valdimarsdóttur, f. 9.12. 1943, hjúkrunarfræðingi, ogeru börn þeirra: Elín, f. 29.9.1969; Rakel, f. 22.5.1972; Auður, f. 22.10.1974; Halldór Gunnar, f. 3.5.1977; og Valdimar Geir, f. 7.5.1980. Eyjólfur, f. 19.11.1944, fiskifræð- ingur, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Bergþóru Einarsdóttur, f. 21.3. 1944, og eru börn þeirra: Páll, f. 5.10. 1967; Friðgeir, f. 3.10.1969; Ragn- heiður, f. 24.5.1973; og Bergþóra, f. 19.8.1976. En auk þess á Eyjólfur dótturina Þóreyju Elísabetu, f. 7.12. 1964,ogáhúnþrjúbörn. AuðurVilhelmína.f. 12.1.1946, búsett í Bandaríkjunum, gift Victor Kugajewsky, f. 5.10.1939, doktor í stjómmálafræöi og rekstrarráð- gjafa, og eru börn þeirra: Alexand- er, f. 6.1.1970, Adrian Friðgeir, f. 20.8.1975, Andrew Halldór, f. 4.3. 1979, og Adam Steinar, f. 6.2.1982. Geir, f. 18.8.1947, læknir, búsettur á Akureyri, kvæntur Kolbrúnu Þor- móðsdóttur, f. 11.1.1952, og eru börn þeirra: Steinunn, f. 4.3.1971, Nanna, f. 23.1.1975, Auður, f. 24.3.1976, og Þormóður, f. 11.9.1979. Steinar, f. 18.8.1947, rafmagns- verkfræðingur, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Önnu Valgerði Odds- dóttur, f. 22.9.1947, kennara, og eru börn þeirra: Oddur, f. 11.5.1973, og AuðurÝr.f. 27.12.1979. Edda, f. 22.5.1951, viðskiptafræö- ingur, búsett í Reykjavík, gift Hin- riki Jónassyni, f. 24.11.1960, og eru börn þeirra: Gunnar Geir, f. 29.5. 1987, og Andri Geir, f. 20.3.1989. Systkini Elínar: Ólafía Kristín, f. 9.4.1914, d. 8.2.1981, húsfreyja í Reykjavík; Kristín, f. 29.6.1916, hús- freyja í Reykjavík; Sæmundur, f. 4.10.1917, skipstjóriogfram- kvæmdastjóri í Reykjavík; Þor- steinn, f. 22.2.1920, skipstjóri í Reykjavík; Gunnar, f. 8.6.1921, skip- stjóri á Seltjarnarnesi; Halldór, f. 7.8.1922, d. 26.4.1943; Gísli, f. 18.1. 1924, skipstjóri og síðar fulltrúi hjá Siglingamálastofnun í Reykjavík; Auðun, f. 25.4.1925, skipstjóri í Reykjavík; Pétur Guðjón, f. 1.10. 1928, d. 13.7.1949; Guörún Petrea, f. 24.9.1931, húsfreyja á Seyðisfirði; og Steinunn Jenný, f. 16.5.1933, sjúkraliði og húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Elínar voru Auðun Sæ- mundsson, f. 12.4.1889, d. 23.3.1976, útvegsbóndi á Minni-Vatnsleysu, og Vilhelmína Sigríður Þorsteinsdótt- ir, f. 18.5.1889, d. 9.2.1939, húsmóðir. Auðun var sonur Sæmundar, út- vegsbónda á Minni-Vatnsleysu, Jónssonar, b. í Narfakoti, Sæ- mundssonar, b. í Narfakoti, Klem- enzsonar, b. í Skildinganesi, Bjarna- sonar. Móðir Jóns í Narfakoti var Ingi- björg Sæmundsdóttir frá Mýrdal í Mosfellssveit. Móðir Sæmundar á Minni-Vatnsleysu var Elín Auðuns- dóttir, b. á Læk í Melasveit, Guð- mundssonar, b. á Höfn í Melasveit, Magnússonar. Móðir Elínar var Guðrún Pétursdóttir, hreppstjóra í Bygggarði á Seltjarnarnesi, Guð- mundssonar. Móðir Auðuns Sæmundssonar var Guðrún Lísbet Ólafsdóttir, sjálfseignarbónda á Minni-Vatns- leysu, Pálssonar, gullsmiðs i Suður- koti í Vogum, Loftssonar, prests á Krossi í Landeyjum, Rafnkelssonar. Móðir Ólafs var Guðrún Erlends- dóttir. Móðir Guðrúnar Lísbetar var Kristín Pétursdóttir, á Ytra-Hólmi við Akranes, Magnússonar, og Helgu Ólafsdóttur. Vilhelmína Sigríður, móðir Elín- ar, var dóttir Þorsteins, útgerðar- manns á Meiðastöðum í Garði, Elin Auöunsdóttir. Gíslasonar, b. á Uppsölum í Hálsa- sveit og á Augastöðum, Jakobsson- ar, Blom, b. á Húsafelli, Snorrason- ar, prests á Húsafelli, Björnssonar, ættföður Húsafellsættarinnar. Móðir Gísla var Kristín Guö- mundsdóttir, klæðalitara í Leir- vogstungu í Mosfellssveit, Sæ- mundssonar. Móðir Þorsteins var Halldóra Hannesdóttir, b. í Norð- tungu, Hofstööum og síðar í Stóra- ási, Sigurðssonar, og Sigríðar Jóns- dóttur. Móðir Vilhelmínu Sigríðar var Kristín Þorláksdóttir, b. á Hofi á Kjalarnesi, Runólfssonar, b. á Hofi, Runólfssonar, b. á Ketilsstöðum, Magnússonar, b. á Bakka á Kjalar- nesi, Hallgrímssonar, b. á Bakka, Þorleifssonar, b. á Þorláksstöðum, Jónssonar. Kona Þorleifs Jónssonar á Þor- láksstöðum var Guðrún Eyjólfs- dóttir, b. á Ferstiklu á Hvalfjarðar- strönd, Hallgrímssonar, prests og sálmaskálds í Saurbæ, Péturssonar. Móöir Kristínar var Hólmfríður Jónsdóttir, b. í Eyvakoti á Eyrar- bakka, Einarssonar, b. í Eyvakoti, Bjarnasonar, b. á Litlu-Háeyri, Bergssonar, b. og hreppstjóra í Sölvakoti í Flóa, Gíslasonar. Móðir Hólmfríðar var Ingveldur Jónsdótt- ir, b. i Tungu í Grafningi, Ásbjöms- sonar. HUGSUM FRAM A VEGINN yu^FEUOAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.