Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1990, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1990.
Spumingin
Finnst þér að eigi að
banna reykingar í milli-
landaflugi?
Eyþór Ólafsson framkvæmdastjóri:
Alveg tvímælalaust að banna þær.
Ætti aö vera hægt hér eins og i Amer-
íku.
Jóhann Árnason nemi:
Já, alveg hiklaust.
Anna Árnadóttir nemi:
Nei, ekki að banna þær alveg.
Hrafnhildur Þórarinsdóttir verslun-
armaður:
Já, mér finnst það nú svona frekar.
Ágústa Guðnadóttir nemi:
Já, hanna allar reykingar í ílugvél-
um.
Inga Stína Stefánsdóttir húsmóðir:
Alveg tvímælalaust að banna allar
reykingar í flugi.
————
Lesendur
Utanríkisráðherrann og neitunarvaldið:
Fyrst er hvæst,
síðan malað
að fljóta með í fyrirhuguðu útboði
um olíuviðskipti á Keflavíkurflug-
velli. Þaö má því segja um utanrík-
isráðherrann líkt og kettina, sem
taka til að hvæsa og gera sig til
alls líklega en fái þeir rétta með-
höndlun gerast þeir spakir og leggj-
ast að endingu og mala allt hvað
af tekur.
Nú hafa þeir verið að kljást koll-
egamir, utanríkisráðherrann okk-
ar og sá danski. Fróðlegt verður
að sjá hvort um kúvendingu verður
ekki að ræða í afstöðu íslenska ut-
anríkisráðherrans til málflutnings
hins danska starfsbróður, Uffe
Elleman- Jensens, sem hvetur okk-
ur íslendinga til að sækja umsvifa-
laust um aðild að Efnahagsbanda-
laginu. Utanríkisráðherra hefur
haft uppi stór orð í garð hins
danska starfsbróður. - Það skyldi
þó ekki sannast á utanríkisráð-
herra, að „það sem helst hann var-
ast vann, varð að koma yfir hann“!
Kannski verður biðin ekki mjög
löng.
Utanríkisráðherrarnir, Uffe Ellemann-Jensen og Jón Baldvin Hanni-
balsson á góðum degi, áður en þeir fóru að kljást opinberlega um
málefni EB.
Björn Halldórsson skrifar:
Er þaö ekki einkennilegt hvað
ráðherrar okkar eru ósamkvæmir
sjálfum sér og geta sárasjaldan
staðið á skoðunum sínum? Um
þetta eru mýmörg dæmi, ný og
gömul. - Öll munum við heitstreng-
ingar utanríkisráðherra um að tak-
marka umsvif Aðalverktaka. Þær
heitstrengingar fóru fyrir lítið, eins
og kunnugt er.
Þá eru það ummæli utanríkisráð-
herrans um Olíufélagið hf. sem
m.a. hefur starfsemi sína á Kefla-
víkurflugvelh. Ráðherrann hafði
hótað Olíufélaginu að ef það ekki
samþykkti að leigja öðrum olíufé-
lögum aöstöðu sína á Keflavíkur-
flugvelli, þegar og ef samið yrði við
önnur olíufélög, myndi hann sjá
um að útiloka Olíufélagið frá þátt-
töku í útboði á starfsemi um olíu-
sölu á vellinum.
Nú líður og bíður. Forstjóri Olíu-
félagsins brást hinn reiðasti við
ummælum utanríkisráðherra, tók
orð hans mjög óstinnt upp og neit-
aði að verða við tilmælum hans. -
í millitíðinni taka starfsmenn OUu-
félagsins, 34 að tölu, sig til og senda
forsætisráðherra bréf, bera sig
aumlega og skora á hann að lægja
rostann í utanríkisráðherra.
Þessi grátkór starfsmanna Olíu-
félagsins ásamt mUUgöngu forsæt-
isráðherra hefur nú orðið til þess
að utanríkisráðherrann hefur
dregið hótun sína til baka og tekið
þá ákvörðun að leyfa Olíufélaginu
Auðvitað kosið um persónur
Frá rannsókn á olíuleka við Keflavikurflugvöll. - „Fyrir hann kemur ný
vatsnveita fyrir Suðurnesin“, segir i bréfinu.
Jóhann Sigurðsson skrifar:
„Það er kosið um persónur, ekki
málefni í þessum kosningum," segir
Einar Ólafsson, formaður Starfs-
mannafélags ríkisstofnana, í blaða-
viðtali sl. fimmtudag. En þann dag
átti að kjósa nýja stjórn félagsins
(úrslit væntanlega komin í ljós þegar
þetta birtist). - Einar er einn þeirra
manna sem setið hefur farsæll ára-
tugum saman í stjórn fjölmenns
starfsmánnafélags og verið formaður
í um 20 ár. - Nú, eftir allan þennan
tíma kemur fram mótframboð frá
konu, sem er tilbúin að axla ábyrgð,
kannski í nokkur ár, kannsi mun
Einar Ólafsson. - „Hann hefur setið
faræll I stjórnar- og formannsstóli
SFR um áratuga skeið,“ segir m.a.
í bréfinu.
Þ. Br. skrifar:
Ég vil þakka konunni sem skrifaði
í dálk ykkar fyrir nokkrum dögum
um ófremdarástandið í sambandi við
slælegan snjómokstur á útidyra-
tröppum. Ég ber út póst og varð
sannarlega fyrir hremmingum fyrir
stuttu á tröppum húss. Ég missti fót-
anna ofarlega í tröppum sem hafa
áreiðanlega ekki verið hreinsaöar
svo vikum skiptir.
Ég skall aftur fyrir mig og rann á
bakinu eins og eftir rennibraut niður
allar tröppurnar. Þetta gerðist fyrir
u.þ.b. mánuði og þótt ég sé á fótum
er ég alls ekki búin að ná mér aö
fullu.
' Það er athyglisvert að ástandið er
langverst i þessum tví- og þríbýlis-
húsum. Þetta er eiginlega lýsandi
dæmi um sambýlisvandamálin í
þessum húsum, þar sem hugsunar-
hátturinn „þetta er ekki mitt mál“
lengur.
Þegar menn sem hafa setið í stjórn-
um lengi og ávallt fengið kosningu
eins og nótt fylgir degi, þá fmnst oft
þeim hinum sömu það vera eins kon-
ar árás ef einhver annar kemur til
álita í hans starf, jafnvel þótt sá hinn
sami hafi gegnt farsællega sínu hlut-
verki og engin sérstök gagnrýni hafi
verið höfð í frammi.
í félögum jafnt og í fyrirtækjum er
ekki alltaf spurt um afköst eða verk-
stjórn, heldur persónur, og sá eða sú
sem ekki er tilbúin(n) að víkja, þegar
þess eru augljós merki að nöfn ann-
arra eru komin i gang, á hann eða
hún að sýna slíkan þroska að ekki
þurfi að koma til leiðinda eða sér-
stakrar baráttu til að fá þann er fyr-
ir sat til að víkja. - í íslensku þjóð-
félagi er alltof mikið návígi á hvaða
sviði sem er og því verður að ætlast
til þess að hver og einn finni það hjá
sér og sjái hvenær tíminn er kominn,
ekki síst þegar um er að ræða vett-
vang þar sem afl atkvæða ræöur
úrslitum.
Ég sendi þessar línur nú, áður en
úrslit verða kynnt í kjöri stjórnar
SFR og vona að í formannssætið velj-
ist sá besti. Það er rétt hjá núverandi
formanni SFR að kosningin snýst
eingöngu um persónur sem eiga síð-
an að glíma við málefnin. - Ég óska
svo nýkjörnum formanni til ham-
ingju með kjörið.
er allsráðandi. - Hinir eiga að gera
hlutina!
Ég held að löngu sé tímabært að
hætta byggingu slíkra húsa og halda
sig við blokkirnar þar sem þó gilda
ákveðnar umgengnisreglur sem yfir-
gangsmenn verða að fara eftir. Eða
þá við einbýlishúsin. íslendingar
virða hvort eð er ekki neinar reglur
í sambýli í þessum tveggja- og þriggja
íbúða húsum. Það kemur vel í ljós í
sambandi við viðhald og þrifnað á
lóðum slíkra húsa.
Það sem er þó verst er að fólk er
alveg varnarlaust í svona samkrulli
því að um húsfundi er sjaldnast að
ræða í tví- eða þríbýli og í mörgum
tilfellum talast fólk ekki einu sinni
við. í enn öðrum tilvikum aðeins í
gegnum lögfræðinga og geta þá allir
ímyndað sér hversu mannbætandi
andrúmsloftiö er í þessum húsum. -
Hér þarf breyting á að verða.
Allir á
Þórður Björnsson skrifar:
Hér í eina tíð var það talin van-
virða aö þiggja af hinu opinbera.
Fólk til sveita var t.d. mjög varfærið
í því að taka við greiðslum af sveitar-
félaginu, jafnvel þótt aðþrengt væri,
þaö var sagt að slíkt fólk „væri á
hreppnum". Það fólk átti í raun ekki
viðreisnar von í byggðarlaginu.
Síðar tekur við tímabilið frá því í
kringum 1965 til þessa dags, þegar
fólk krefst þess eiginlega að hið opin-
bera greiði fyrir það sem allra mest.
Margir eru þeir sem víla ekki fyrir
sér að láta falsa reikninga, láta skrá
sig veika, jafnvel lamaða og fatlaða
eða óvinnufæra að einhverju leyti,
rétt til þess að eiga þess kost að láta
hið opinbera sjá fyrir sér eða létta
undir daglega lífsframfæslu.
Og nú er þessu tímabili senn að
ljúka og einmitt þessa mánuðina,
vegna þeirrar einfoldu ástæðu, að
hinn sameiginlegi sjóður, ríkiskass-
inn, stendur ekki lengur undir þess-
um fölsku greiðslum.
En ekki er fyrr farið að sjá fyrir
endann á hinum taumlausu kröfum
herinn
til ríkisins en upphefst almennur
kórsöngur um að herinn, hið banda-
ríska varnarlið sem hér hefur dvalið
allt frá fyrstu árunum eftir heims-
styrjöldina síðari, geti greitt það sem
á milli beri í það og það skiptið. -
Og skiptin hafa verið mörg og ólík.
Mikið er um að mengun sé til-
nefnd. Eitt sinn var það olíumengun
af flugvellinum syðra. Fýrir hana
kemur ný vatnsveita fyrir Suðurnes-
in. Ódýr biti það! - Síðan er það
kindakjötsfjallið sem heldur betur
rýrnar með skyldukaupum varnar-
liðsins á íslensku lambakjöti. Og nú
síðast er það áætluð „PCB“-mengun
sem sögð mun menga miðin fyrir
Austurlandi. Fyrir það veröur að
sjálfsögðu krafist skaðabóta.
Það verður ekki amalegt að hafa
þess konar mengun, og aðrar álíka
uppi í erminni, þegar útséð er um
að álver verði reist við Reyðarfjörð.
Þá er gott að geta gripið til svo sem
hundrað milljóna eða meir fyrir
grunnvatnsmengun á loðnumiðun-
um við Austurland. Já, miklir spek-
úlantar erum við, íslendingar!
Sambýli og snjómokstur