Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 28. APRlL 1990. 9 Morðið á leigubílstjóranum Bíll Gunnars Sigurðar Tryggvasonar eins og hann stóð á morðstaðnum Smith&Wesson byssan í hanskahólfinu á bílnum þar sem hún fannst. á Laugalæk er að var komið. Morð eru fátíð hér landi, sem betur fer, og að meðaltali eru framin tæp tvö á ári. Á síðasta ári var ekkert morð framiö en fimm árið 1988, tvö árið 1987, eitt árið 1986 og tvö árið 1985. Öll þessi mál eru upplýst. Almenningur er sleginn óhug þegar slík tíðindi berast og þá sérstaklega núna þegar maður er myrtur vegna fiármuna. Mörg erfið morðmál hafa komið á borð rannsóknarlögreglunnar en yfir- leitt upplýsast þau á endanum. Eitt mál hefur aldrei tekist að upplýsa til fuiinustu en það er morðið á Gunnari Tryggvasyni, leigubílstjóra í Reykjavík. Einn maður var ákærður í því máli en sýknaður af morðinu. Hvellhettan fannst Gunnar fannst myrtur í bíl sín- um á Laugalæk klukkan rúmlega sjö að morgni þann 18. janúar 1968. Gunnar hafði verið skotinn í höfuðið og við rannsókn kom í ljós að hann hafði látist sam- stundis. Morðtíminn var áætlað- ur milli kl. 5 og 6 að morgni. Skot- hylki lá í bílnum og í höföi hins myrta fannst kúlan. Við rann- sókn á kúlunni kom í ljós að hún var úr byssu af gerðinni Smith- &Wesson, hlaupvídd 35. Hvell- hettan var merkt með stafnum U. Skot í byssuna voru framleidd á árunum 1913 til 1940 en eftir 1925 var hætt að framleiða hvell- hetturnar með stafnum U. Ekki var vitað um nema eina byssu með þessari hiaupvídd hérlendis og skot af þessari stærð sjaldgæf. En þegar til átti að taka var hún horfin frá eigandanum en hjá honum fundust skot sem pös- suðu. Haustið 1965 hafði eigandinn sagt logreglumanni frá því að byssunni hefði verið stohð. Hann tilkynnti ekki þjófnaðinn en bað viðkomandi lögreglumann að hafa augun hjá sér. Nú hafði ýmislegt rekiö á fiörur rannsókn- armanna en byssan sjálf fannst hvergi. Sama dag hringdi bílstjórinn í lögreglumanninn, semfyrsturvissi um byssuhvarfið, og bað hann að fmna sig. Sagðist hann hafa fundið byssuna á gólfinu í bílnum í janúar sama ár, það er ári eftir morðið, sett hana í klút og ákveðið að geyma. Ekki sagðist hann vita hver ætti hana og ætlaði aö vera klókur og bíða eftir því að um byssuna yrði spurt. Bílstjórinn var færður til yfirheyrslu og þar sagðist hann meðal annars hafa kannast við hana sem byssu fyrrum vinnuveit- enda síns. Þetta kom allt heim og saman við það sem vitað var um eiganda byssunnar. Hann neitaði hins vegar alfarið að vera viðriðinn morðið á nokkurn hátt. Hafói lykil að heimili eigandans Við húsrannsókn á heimili hans fundust tvö skammbyssuskot í læstum peningaskáp, annað 9 mm en hitt var 35 mm Smith&Wesson skot. Sömuleiðis kom í ljós að hann hafði í fórum sinum lykil að heim- ili fyrrum vinnuveitanda síns. Þetta atriðið kom mjög flatt upp á vinnuveitandann og einnig bíl- stjórann sem ekki taldi sig vita að hann hefði haft lykilinn að heimil- inu allan þennan tíma. Rannsóknarlögreglan fékk bílinn lánaðan og kannaði meðal annars hve lengi skammbyssa lægi kyrr, þar sem bílstjórinn taldi sig hafa fundið hana, og ætla mætti að far- þegar og ökumaður yrðu hennar ekki varir. Það reyndust vera tíu mínútur. Framburði breytt í júnímánuði 1969 breytti bílstjór- inn framburði sínum og sagðist hafa stolið byssunni snemma árs 1965 frá fyrrum vinnuveitenda sín- um. Tilganginn sagði hann vera aö hagnast á sölu hennar. Byssuna geymdi hann heima hjá sér en á- kvað nokkru síðar að sýna sam- starfsmanni sínum hana en sá var áhugamaður um byssur. Þeir hitt- ust ekki þann dag og því setti hann byssuna í hanskahólfið í bíl sam- starfsmanns síns. Þaðan hefði henni verið stolið, sagði hann, en af því að hún var illa fengin gat hann ekki tilkynnt stuldinn. Við yfirheyrslur kom fram að sonur bílstjórans og vinur hans höfðu komist yfir aðra byssu á heiinili bílstjórans og reynt að skjóta úr henni með litlum árangri. Leik- félagar sonarins sögðu að strákur hefði sagt að pabbi sinn ætti miklu finni byssu heima. Þessa fullyrð- ingu bar sonurinn til baka. Ferðir kannaðar Við könnun á ferðum bílstjórans morðnóttina kom fram að hann hafði farið í sinn síðasta túr af stöð- inni kl. 20.15 kvöldið fyrir morðið. Ekki rak eiginkonu hans minni til annars en að hann hefði verið heima alla nóttina. Það ber að taka fram að liðnir voru fimmtán mán- uðir þegar hér var komiö við sögu. Hún bar við yfirheyrslurnar að vegna morðsins hefði hún hugsað sem svo að gott væri að hann hefði verið heima því hver sem er hefði getað orðið fyrir ódæðismannin- um. Aðrir heimilismenn báru að hann hefði verið heima þá nóttina. Samstarfsmaður hans sagði hins vegar að hann hefði hitt hann á stöðinni um sjöleytið þennan morgun. Eftir þessar og ýmsar aðr- ar rannsóknir var bílstjórinn ákærður. Sýkn saka Hér verður ekki rakið meira en í dómsforsendu Sakadóms segir: „Þegar metin eru í heild atriði þau, sem nú hafa verið talin, verður að vísu að telja, að verulegar líkur hafi verið leiddar að því, að ákæröi hafi orðið Gunnari Sigurði Tryggvasyni að bana, en þó var- hugavert að telja í refsimáli, að það sé sannað með fullnægjandi hætti.“ Dómurinn féll á þá lund að bílstjór- inn var sýknaður af morðinu en dæmdur fyrir þjófnað á skamm- byssunni. Málið fór sína leið til Hæstaréttar og þar var dómur Sakadóms stað- festur. Samkvæmt niðurstöðu meirihluta dómara er morðingi Gunnars Sigurðar Tryggvasonar enn ófundinn. Aðeins byssan er vís. Þessi frásögn er mikið stytt úr bók Sigurðar Hreiðars Hreiðarssonar, Náttfari. -JJ Engin sjáanleg ástæða Rannsókn á högum hins myrta leiddi ekkert í ljós. Hann hafði í alla staði gott orð á sér, heiðarleg- ur og hjálpsamur. Hann var ein- rænn og hafði lítil samskipti við fólk utan vinnu sinnar sem hann stundaði mest á nóttinni. Allar sögusagnir um ránmorð voru úr lausu lofti gripnar, svo og sagnir um að hann hefði stundað okurl- án. Vitni, þar á meðal nokkrir leigubílstjórar, höfðu séð bílinn á þeim stað sem hann fannst en enginn tekið eftir neinu óeðlilegu. Greinileg fingrafór fundust ekki í bílnum og ekkert sem vísað gat á slóðina. Byssan finnst Þann 6. mars 1969 fannst byssan í læstu-hanskahólfi leigubíls. Bíll þessi var í eigu hjóna í Reykjavík sem leigðu hann og leyfið til ann- ars manns vegna veikinda eig- andans. Frúin haíöi tekið af leigutakanum bíhnn vegna va- nefnda varðandi greiðslur og hirt allt dót úr honum, meðal annars byssuna. Bílstjórinn, sem hafði bíhnn á leigu, falaðist eftir dótinu degi síðar og spurði meðal annars um byssuna. Eigendur bílsins höfðu komið henni í geymslu annars staðar og gátu því ekki afhent hana. Frúin spurði þá hvernig á því stæði aö byssan hefði verið í bílnum. Svarið var að hún hefði verið skihn eftir í bílnum og hann hefði ætlað að eigandi hennar myndi sækja hana, þó síðar yrði. ^____________I_ SÝNUM MIKIÐ ÚRVALAF HJÓNA-, EINSTAKLINGS- OG VATNSRÚMUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.