Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Side 13
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
13
Uppáhaldsmatur
Asta R. Jóhannesdóttir
Ljúffengur sjávar-
réttakabarett
- hjá útvarpsmanninum Ástu R. Jóhannesdóttur
„Ég verð að segja að mér finnst
fiskur besti matur sem ég smakka.
Helst vil ég hafa hann einfaldan og
láta bragðið njóta sín sem best.
Þegar meira stendur til bý ég til
finni sjávarrétti og ég ætla einmitt
að gefa ykkur uppskrift af einum
slíkum," sagði hinn gamalkunni
útvarpsmaður Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir er DV fór þess á
leit við hana að hún gæfi lesendum
uppskrift af eftirlætismat.
Asta R. er aftur farin að starfa
við dagskrárgerö hjá rás tvö eftir
nærri þriggja ára hlé frá útvarpi.
„Það var hringt í mig og mér boöið
aö vera með Jóhönnu Harðardótt-
ur í þætti. frá ellefu til tvö. Ég var
alveg tilbúin að fara í dagskrárgerö
aftur enda búin að taka mér gott
fri þó ég hafi veriö með nokkra
staka þætti. Útvarpsvinna er bakt-
ería eins og margt annað og þó
maður verði þreyttur eftir ákveð-
inn tíma langar mann alltaf aftur.
Mér þykir líka ágætt að hvíla sjáifa
mig og áheyrendur," sagöi Ásta.
Hún sagðist ennfremur hafa mjög
gaman af þættinum því margt bæri
á góma í honum og þá sérstaklega
í sambandi við þarfaþingið hennar
Jóhönnu. „Við fáum mikið af bréf-
um og fólk hringir í okkur af öllu
landinu með hin raargvíslegustu
málefni," segir Ásta.
Hún segist alltaf lesa uppskriftir
en sjaldnast fara eftir þeim. „Mér
þykir mjög gaman að lesa upp-
skriftir af hinu og þessu og nota
þær síðan seinna eftir minni og
bæti við eftir eigin smekk. Þessa
uppskrift sem ég gef ykkur hef ég
þróaö sjálf og þykir hún mjög góö.
Ég er líka óhrædd aö nota hin
margvíslegustu jurtakrydd. Oft
þegar ég er erlendis kaupi ég
kryddtegundir sem ég hef ekki séð
áður,“ segir Ásta sem hefur starfað
hjá Ferðamiðstöðinni undanfaríð
ár, m.a. sem fararstjóri. Síðastiiðið
haust fór hún með hundrað manna
hóp til Suður-Ameríku, Perú, Bras-
ílíu, Venesúela og fleíri staða. Auk
þess fór hún með eldri borgara tii
Benidorm. Ásta segir að þegar hún
komi heim úr slíkum langferðum
langi hana alltaf í góðan fiskrétt
og þá verði sjávarréttakabarettinn
oft fyrir valinu og það er einmitt
hann sem við fáum uppskrift af.
Hver og einn verður þó aö mæla
út magn eftir smekk.
Sjávarréttakabarett
Rauö og græn paprika
Nýir sveppir
Laukur (má sleppa)
Tvö hvítlauksrif
Skötuselur
Humar
Rækjur
Hörpuskelfiskur
eða aðrar fisktegundir
Rjómi og krydd, t.d. salt og pipar
Aðferðin
„Ég byrja á því að sneiða paprik-
urnar, sveppina og laukinn smátt
og léttsteiki á pönnu. Pressuð hvít-
lauksrifin eru sett út i Grænmetið
er aðeins látið bíða á meðan skötu-
selurinn er steiktur í smjöri en
áður er hann skorinn í smáa bita
og velt upp úr hveiti og sem krydd-
að hefur verið meö salti og pipar.
i lokin er humrinum, sem tekinn
hefur verið úr skelinni, rækjunum
og hörpuskelfiskinum skellt út í
ásamt grænmetinu og rjóma hellt
yfir. Suðan er látin koma upp og
rétturinn síðan borinn á borð. Með-
læti gæti veriö nýtt brauð, salat eða
soðnar kartöflur. Til hátíðarbrigða
er upplagt að drekka hvítvín eða
bjór meö. Þennan rétt má lika nota
í brauðkollur eða bútterdeigsbotn.
Þessi réttur er kannski dýr enda
splæsir maður honum ekki nema
eitthvað standi til,“ sagði Ásta R.
Jóhannesdóttir. -ELA
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Bifreiðageymslunnar hf. fer fram opinbert uppboð á athafna-
svæði Bifreiðageymslunnar hf. við Vatnagarða (fyrir ofan Miklagarð) laugar-
daginn 5. maí 1990 og hefst það kl. 15.30.
Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðir:
GL-869, Ö-11491, R-15848, R-43612, R-54708
Greiðsla við hamarshögg.
Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara eða gjald-
kera.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík
SAMVINNU
TRYGGINGAR
Aðalfundii*
Samviimutryggmga g.t. og Líftrygginga-
félagsins Andvöku verða lialdnir í
Árnnila 3, Reykjavík, föstudagimi
18. maínk. oghefjastkl. 13:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfmidarstörf.
Stjórnir félaganna.
GOLFSKOR
TILBOÐSVERÐ
Aðeins Póstsendum
.,1M- ÚTIUFÍ
Stærðir 36-45 Glæsibæ - sími 82922
hknkmmtmokeppm
r
l
samk væmisdönsum
haldin í iþróttamiðstöðinni Ásgardi, Garðabœ, laugar-
daginn 28. apríl og sunnudaginn 29. apríl. Setningarat-
höfn kl. 14.00 laugardaginn 28. apríl.
Miðasala frá kl. 9.00 á laugardag.
Aðgangseyrir kr. 500 fyrir fullorðna eða kr. 750
fyrir háða dagana og kr. 300 fyrir börn eða
kr. 400 fyrir báóa dagana.
0-
Spennandi keppni og góð skemmtun
fyrir alla fjölskylduna.
Dansráð Islands.