Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. Kvikmyndir Kevin Costner leikstýrir sjálfum sér í Dances with Wolves Kevin Costner hefur hent frá sér hafnaboltakylfunni og tekið upp hanskann fyrir indíána í Banda- ríkjunum með því að framleiða, leikstýra og leika í Dances with Wolves sem nýlokið er tökum á. Myndin er fyrsta kvikmynd ný- stofnaðs fyrirtækis sem Oostner og félagi hans, Jim Wilson, settu á lag- gimar til að framleiða kvikmyndir og um leið fyrsta tilraun Kevins Costner til að leikstýra kvikmynd. Costner leikur John Dunbar hðs- foringa sem vann mikla hetjudáð í borgarastyrjöldinni í Bandaríkj- um. Hann var sendur á indíána- slóðir til aö viðhalda lögum og regl- um. Fljótlega snýst hann í lið með indíánum og verður harður bar- áttumaður fyrir tilvist þeirra og endar sem meðlimur í flokki Si- oux-indíánaættbálksins. Vestri með boðskap Dances with Wolves fehur kannski __________________- Kevin Costner í hlutverki liðsforingjans John Dunbar. einna helst undir vestra ef flokka ætti myndina. Handritshöfundur- inn, Michael Blake, segir þó að myndin sé frekar lýsing á lifnaðar- háttum indíána áður en hvíti mað- urinn náði að leggja undir sig slétt- umar miklu. Myndin á að gerast í Kansas en er tekin á sléttunum miklu í Suður-Dakota. Eitt af því sem gerir Dances with Wolves athyghsverða er að alUr indíánar tala eigin máUýsku, sem kallast lakoda, og verður tal þeirra textað á ensku. Síðustu fjórar kvikmyndir Ke- vins Costner, Field of Dreams, Bull Durham, The Untouchables og No Way Out, hafa halað inn rúmlega 200 milljónir dollara, svo það er ekki verra að hafa Kevin Costner innanhorðs. Með þetta í huga era aðstandendur myndarinnar fulUr bjartsýni að myndin muni ganga, þrátt fyrir að söguþráður og boð- skapur höfði ekki beint til fjöldans, en vitað er að fordómar gagnvart frambyggjum Bandaríkjanna era enn við lýði og indíánar hafa löng- um orðið fyrir aðkasti frá hvíta kynstofninum. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Kostnaðurinn við myndina var áætlaður sautján milljónir dollara sem er nokkuð mikið þegar sögu- þráðurinn er hafður í huga: „Ég heföi aldrei getaö fengið tryggingu fyrir þessum peningum ef Costner heföi ekki verið með í spilinu,“ seg- ir Jim WUson, sem er titlaður fram- leiðandi myndarinnar. Nú er aftur á móti ljóst að kostnaðurinn er töluvert hærri en áætlað var. „Það er langt síðan grunnur að handriti varð til fyrir Dances with Wolves en enginn vildi líta við kvikmynd þar sem indíánar töluðu sitt eigiö mál. Þegar ég var orðinn úrkula vonar um að geta komiö myndinni á framfæri einn færöi ég hugmyndina í tal við,Costner, sem hreifst strax af söguþræðinum. Fyrst var aöeins talað um að hann léki aöalhlutverkið en þegar á leiö hafði hann einnig áhuga á Hér er Kevin Costner að leiðtoetna nokkrum indíánum sem fara með hlutverk í Dances with Wolves. að leikstýra myndinni. Þegar ljóst varð að Kevin Costner myndi leika og leikstýra myndinni stóö ekki á stóru fyrirtækjunum að gera tilboð í dreifmgu hennar," segir Wilson. Wilson og Costner sömdu samt ekki við stóru félögin heldur við Orion sem tryggði þeim frjálsar hendur og að sögn þeirra félaga hafa menn á þeim bæ ekkert skipt sér af kvikmyndagerðinni sjálfri, aðeins fundið að kostnaðaraukan- um. Þijátíu daga fram úr áætlun Kevin Costner er eini þekkti leikar- inn sem leikur í Dances with Wol- ves. Aðalkvenhlutverkiö leikur Mary McDonnell sem vakti mikla athygh fyrir leik sinn í Matewan sem John Sayles leikstýrði. Kvik- myndatökumaður er Ástralíumað- urinn Dean Semler sem hefur til dæmis myndað allar Mad Max myndirnar. Töldu Costner og Wil- son hann bera skynbragð á að ná réttu andrúmslofti sem þarf þegar kvikmyndað er á jafn stórum slétt- um og gert er í Dances with Wol- wes. Eins og áður er minnst á fór kostnaður fram úr áætlun, aöallega vegna þess að kvikmyndatakan fór þrjátíu dögum fram úr áætlun. Þegar svona fréttir berast til Hollywood eru illar tungur ekki lengi að grípa tækifærið og níða framtakiö. Hefur myndin þar geng- ið undir hinu illkvittnislega nafni Kevin’s Gate. Og er vísað til hinnar óhemju dýru Heaven’s Gate, sem Michael Cimino leikstýrði, sem frægt er orðið. Er sú kvikmynd að sögn dýrustu mistök sem gerð hafa verið í Holly wood og fór langt fram úr öllum kostnaðaráætlunum. Kevin Costner mætti gagnrýni og áhyggjum fjármálamannanna meö staðfestu og sagðist skyldu sjálfur borga allan mismun. Hann vildi frekar að myndin færi fram úr áætlun en að farið væri að skera niður á kostnað atriöa sem gætu reynst ómissandi þegar endanleg útgáfa af myndinni væri komin í höfn. Áætlað er aö myndin komi á markaðinn í ágúst. -HK SYLVESTER STALLONE - semgerirlitiðannaðþessadag- ana en aö niða niður persónur sem hann hefur skapað á hvíta tjaldinu - hefur lengi átt sér draum: aö leika Edgar Allan Poe. Hefur hann sjálfur skrifað hand- rit að my ndinni. Það má minna þá á sem búnir era að gleyma að Stallone skrifaði handritið að fy rstu Rocky-myndinni og hiaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrír. Stallone ætlar nú aö láta þennan draum sinn rætast. Hann segist loks hafa fundið rétta leik- stjórann efrir langa leit. Hann er enginn annar en sjálfur Roger Corman sem leikstýrði nokkrum rayndum, byggðum á sögum Poe, á sjöunda áratugnum. Hann hef- ur nú nýverið snúiö sér aftur að leikstjórn og bíða merrn spenntir eftir Frankenstein Unbound sem verður fljótlega ff umsýnd. ★ ★★ OG ÞAR SEM minnst var á Roger Corman og Edgar Ailan Poe: Ein þekktasta kvikmynd Cormans er gerð efrir frægasta kvæði Edgars AUan Poe, Hrafninum. Corman gerði myndlna 1963. Sú mynd er komin i hóp klassiskra hryllings- mynda. Þar leiddu saman hesta sína stjörnur hryllingsmynda fyrri ára, Vincent Price, Boris Karloff og Peter Lor re ásamt óþekktum stráklingi, Jack Nic- holson.Núerveríðað endurgera þessa kvikmynd með Donald Ple- sence og Jennifer O’Neill í aðal- hlutverkum og verður myndin frumsýnd í sumar. Á NÝAFSTAÐINNI kvikmynda- hátið var opnunarmyndin Kvennamál í leikstjórn Claude Chabrol. Aðalhlutverkið lék Isa- belle Hubert. Þær fréttir berast nú frá Frakklandi að Chabrol og Hubert ætli aö vinna aftur saman í sumar aö kvikmynd og er það hin rómaöa skáldsaga Gustavs Flaubert, Madame Bovary, sem verðurviðfangsefniþeirra. Chab- rol mun einnig skrifa handritið. PRIZZI’S FAMILY verður nafhið á framhaldi af hinni frábæru kvikmynd Johns Huston, Prizzi’s Honor. Ekki er veriö að búa til neitt út í loftiö því til er skáldsaga eftir Richard Condon sem heitir þessu nafni. Ekki er um beint framhald að ræða því Prizzi’s Family gerist áður en Jack Nic- holson hitti Kathleen Turner. Þar sem persónumar verða á þrítugs- aldrinum verða nýir leikarar í aöalhlutverkunum. Það sem vek- ur kannski mesta athygli er að leikstjóri verður Anjelica Hust- on, dóttir Johns Huston, en hún fékk einmitt óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Prizzi’s Honor. Verður þetta í fyrsta skipti sem hún leik- stýrirkvikmynd. ★ ★★ DIANE KEATON á tvær vinkon- ur sem einnig era leikkonur, en ekki eins frægar, Kathryn Grody og Carol Kane. Þær munu þó standa jafnfætis Keaton i kvik- myndinni The Lemraon Sister. Þar leika þessar þrjár vinkonur sy stur sem reyna fyrir sér sem söngtríó í Atlanta 1981. Það er áður en Donald Tramp geröi inn- reið sína í borgina. Eins og gefur að skilja lenda stúlkurnar eimiig í ástarævintýrum og helstu karl- hlutverk í myndinni leikaRuben Blades, Aidan Quinn og EUiott Gould. Leikstjóri er Joyce Chopra. -íiliíki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.