Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. 21 Ríkarður Örn Pálsson, Gylfi Baldursson og Valdimar Pálsson. íslendingar í Kontrapunkti: Fjórða sæti er betra en sextánda - segir Gylfi Baldursson „Áhugi fyrir keppninni er miklu meiri annars staðar á Norðurlöndum en hér, enda hefur hún gengið í nokk- ur ár við miklar vinsældir. Sem dæmi má nefna að rétt fyrir lokaþátt- inn vorum við Valdimar á labbi á Karl-Johan og höfðum vart við að taka á móti kveðjum vegfarenda. Fólk var að hvetja okkur til dáða, lýsa stuðningi við okkur og óska okkur velfarnaðar. Keppnin höfðaði svohtið til þjóðarstolts Norðmanna og væntanlega hafa flestir viljað að við ynnum Svíana í lokahrinunni til að Norðmenn yrðu efstir og það gekk eftir,“ segir Gylfi Baldursson, einn þremenninganna sem skipuðu lið ís- lands í norrænu tónlistarspurninga- keppninni, Kontrapunkti. Hinir voru Ríkarður Örn Pálsson og Valdimar Pálsson. Ríkarður er sá eini úr hópn- um sem er atvinnutónlistarmaður en Valdimar er menntaskólakennari og Gylfi er heyrnarfræðingur hjá Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Með tilliti til þessa þóttu íslensku keppendurnir standa sig mjög vel. Framkvæmd undankeppninnar hér heima var öðruvísi en í hinum löndunum og helgaðist það af því að reynslan var engin. Undankeppnin hér fór fram á rás 1 á haustmánuð- um. Á rás 1 er þáttur í gangi sem nefnist Tónelfur og eitt atriði hans er að hlustendur senda inn svar við lítilli tóndæmagetraun. Mörg svör berast við spurningunni og var leitaö til svarenda um þátttöku í útsláttar- keppni í þætti sem líka nefndist Kontrapunktur. Um það bil tíu manns tóku þátt í henni og að lokum stóðu félagarnir þrír efstir. Hráir og vitlausir Eins og áður sagði þóttu íslending- arnir standa sig vonum framar, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess að allir andstæðingarnir hafa at- vinnu af tónlist en þeir íslensku að meginstofni til áhugamenn. Dæmi eru til þess að sama fólkið hafl tekið þátt í keppninni oftar en einu sinni og viti því nákvæmlega hvernig best er að haga undirbúningnum. „Við komum alveg hráir og vitlaus- ir inn í þetta, eins og plebbar. Við vorum valdir í hðiö í lok desember og fórum út í byrjun janúar en þá voru fyrstu tíu þættirnir teknir upp,“ sagði Gylfl. „í raun erum við voða montnir af því hvað við stóðum okkur vel miðað við það hvernig staðið var að undirbúningi. í saman- burði við hin liðin vorum við óttaleg skoffín. Við fórum út skíthræddir um að við yrðum okkur til skammar en komum heim tiltölulega ánægðir með okkur þrátt fyrir að við lentum í fjórða sæti. En eins og ég sagði þá er fjórða sætið betra en það sext- ánda.“ Áður en félagarnir þrír fóru í loka- keppnina undirbjuggu þeir sig betur. Þeir skiptu með sér verkum, lásu og hlustuðu eins mikið og þeir komust yfir. Það kom sér vel á lokasprettin- um. „Ég tók að mér að stúdera norsk tónskáld meðal annars. í Norræna húsinu fann ég efni um einn sem ég las nokkuð vel. Það var því hálfgert glópalán að við fengum spumingu um hann sem við gátum svarað. Með slembilukku náðum við að hala inn stig og standa okkur,“ segir Gylfl. Margra ára saga -Kontrapunktur á sér margra ára sögu og hefur alla tíð verið vinsælt sjónvarpsefni á Norðurlöndum. Þrátt fyrir það voru þær raddir farn- ar að heyrast að leggja ætti hann niður. Norðmenn höfðu hins vegar lagt mikið upp úr þjálfun keppnisliðs og buðust til að halda keppnina. Að sögn Sigmundar Arnar Arn- grímssonar hjá Sjónvarpinu munu Islendingar væntanlega halda áfram þátttöku í j>essari keppni. Það sem helst gæti staðið í veginum er kostn- aður en hinar þjóðirnar báru megin- þungann af honum nú. Viðbrögð ís- lenskra áhorfenda voru mjög góð en helst þótti útsendingartíminn, það er síðdegis á sunnudegi, slæmur. Sig- mundur Örn sagði að í raun hefðu forráðamenn Sjónvarpsins rennt bhnt í sjóinn með þessari þátttöku og þótti því ekki vogandi að velja kvöldtíma. I Noregi var þátturinn sýndur á besta útsendingartíma að kveldi. Útlend tóndæmi Keppnishðin fá eingöngu tóndæmi úr verkum útlendinga en ekki úr verkum samlanda sinna. Hinir kepp- endurnir fengu því að spreyta sig á íslenskum dæmum. „Við fórum illa út úr einni viður- eign við Danina. Þá var leikið kór- verk eftir Svía nokkurn, August Söd- ermann að nafni, sem örugglega eng- inn hefur heyrt um utan Uppsala. Um þennan Södermann vissum við ekkert,“ segir Gylfi. „Hins vegar voru íslensku dæmin nokkuð snúin og við vorum ósköp fegnir að fá eng- in slík.“ Þegar upp var staðið hafnaði ís- lenska liðið í fjórða og neðsta sæti. Athygli vakti að aðeins eitt stig skildi að íslenska liðið og það danska sem hafnaði í þriðja sæti. Þar fyrir utan þóttu liðin mjög jöfn og fáum stigum munaði á því efsta og neðsta. Fyrst átti að útvega íslendingum túlk en þeir neituðu því og gripu til dönskukunnáttunnar. „Ríkarður og Valdimar eiga danska foreldra og hafa því ágæta kunnáttu í máhnu. Sjálfur er ég slarkfær í dönsku og við létum það duga. Það hefði verið hálfgert klúður að láta túlka fyrir okkur öll svörin." Gutla á píanó Gylíl hefur aldrei haft atvinnu af tóniist en hins vegar er mikið tónlist- arfólk í hans fjölskyldu. „Þó ég hlusti sjaldnast á tónhst að fyrra bragði hef ég mikla ánægju af henni. Tónhstar- þekking mín hefur síast inn í mig gegnum árin. Konan og börnin eru í tónlistinni af lífi og sál en ég gutla aðeins á píanó,“ segir Gylfi. „Við vorum allir sammála um að þetta hefði verið afar skemmtilegt og ég er alveg til í að gera þetta aftur. Það var smávegis kímni í þáttunum og stjórnandinn var alger snilhngur að gera andrúmsloftið afslappað. En auðvitað var keppni og taugatitring- ur á bak við þetta eins og gerist í öllumkeppnum.“ -JJ Þú þekkir ekki Braga fyrr en þú hefur prófað Santos-blönduna! Kaffibrennsla Akureyrar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.