Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
25
____________________Vísnaþáttur
Svo var röddin
draugadimm
Páll Vídalín Jónsson, 1667-1721,
var prestssonur úr Víðidalstungu,
lærður í Skálholti og Kaupmanna-
hafnarskóla. Skálholtsrektor og
síðar sýslumaður í Dalasýslu og
varalögmaður. Hann starfaði og
með Arna Magnússyni við að
kanna hagi landsins. Hann andað-
ist í tjaldi sínu á Þingvöllum, ein-
hver mesti virðingamaður landsins
á sinni tíð. Hann var eitt af virt-
ustu skáldum sinnar tíðar. Hér
koma nokkrar tækifærisvísur
hans:
Næsta skyggir nú í ál
og norðan yfir.
Hræðslan styggir hvergi Pál,
því herrann lifir.
Mun vísan ort á ferðum hans o;
Árna Magnússonar á yfirreið un
landið. Þá voru allar stóraár óbrú
aðar og hættulegar yfirferðai.
Margt þótti þeim félögum að-
finnsluvert hjá almenningi og emb-
ættismönnum. Sýslumaður
ónefndur fékk þessa einkunn:
Kúgaðu fé af kotungi,
svo kveini undan þér almúgi.
Þú hefnir þess í héraði,
sem hallaðist á alþingi.
Um tvo höfðingja orti hann:
Arngrímur geymir illan mann,
enginn trú’ég það rengi.
Þeir eru vinir Þórður og hann,
en það verður ekki lengi.
Ferðauggur
Hrópa skal ég herrann á,
hans þverr aldrei kraftur.
Hvað mun dagurinn heita sá,
að hingað kem ég aftur.
Sá sem fyrir veröld var
verndi oss frá grandi.
Sígur Vigur í saltan mar,
senn er komið að landi.
Af mér dregur, ellin þó
æskuna týnda sýnir.
Vísnaþáttur
Fyrri hef ég farið á sjá,
förunautar mínir.
Fyrir þreyttum ferðasegg
folskvast ljósin brúna.
Ráði guð fyrir oddi og egg,
ekki rata ég núna.
Draugar
Dimmt þér þótti dals við á,
dró af gaman að hálfu
að mér sóttu þrjótar þá
þrír af Satans álfu.
Um Hagann draugar svipa sér
svo sem eldibrandar.
Þykir gaman að þessu mér,
það eru danskir fjandar.
Svo var röddin draugadimm,
sem dunur í íjallaskarði.
Nú hef ég heyrt þá hljóða fimm
í Hólakirkjugarði.
Mannlýsingar
Þetta er mikið þrælalið,
þyrpist hópum saman.
hvað gekk til þess himnasmið
að hafa þá svona í framan?
EUistaka
Athuga þú hvað ellin sé,
ungdóms týndum fjöðrum.
Falls er von af fornu tré,
fara mun þér sem öðrum.
Kveðja
Nú er ég orðinn frí og frjáls,
fyrir mér dvelur engi.
Leggi þér Kristur hönd urc háls,
hann sé vin þinn lengi.
Aldarháttur
Listir fækka, letin eykst,
land er fátækt, rúið,
agann vantar, illskan leikst,
er við háska búið.
Þó vín sé gott er annað betra:
Ekki smakkast vörum vín,
vísitasían aldrei dvín.
Hugurinn flýgur heim til þín,
hjartans allra kærastan mín.
Ekki var alltaf eindrægni með Páli
og konu hans. Fræg er þessi vísa:
Þótt þú lofir fögru fljóð,
fer það sem er vani:
Sættin verður á svenskra móð,
sem þeir gera við Dani.
Um reynslu sína af fortölum:
Vilji einhver segja þeim satt,
svara þeir á annan veg:
Faðir minn sæli, sé honum glatt,
sá hafði það eins og ég.
Um prest
Ef að ég skal ansa þér
eftir spuming þinni:
Lítið var en lokið er
latínunni minni.
Veröldin söm við sig.
Mikið er veröldin völt og flá,
var hef ég þessa orðiö.
Hún mér vildi hrekja frá
og hrinda mér undir borðið.
Síðasta visa Páls
Best er að láta brekum af
og bera vel raunir harðar.
Nú er ei nema hálfsótt haf
heim til sælujarðar.
Jón úr Vör
StoraTeatern Göteborgsöker
• Balettchef •
fran í juli Í99Í
Vi fáster stor vikt vid de konstnárliga erfarenheterna och förmágan, eftersom detta ár
grunden för sávál konstartens som balettens och varje enskild dansares utveckling.
Som balettchcf blir du áven ansvarig för balettens administration, ekonomi och
personal.
Ár Du intresserad och vill veta mer, sá ár Du válkommen att kontakta Sven Olof
Eliasson, konstnárlig chef, eller Personalavdelningen, pá telefon 031-174745.
Ansökan med meritfórteckning vill viJa senast den 13 maj 1990
till Göteborgs Musikteater AB, Personalavdelningen, Box 53116,
S-400 15 Göteborg.
Göteborgs Musikteater
Urvalið og gœðin hafa aldrei verið meiri
m
Camp'letfjfsiand °g
wírtS-detí>’
CAMP-LET '90 TJALDVA6NARNIR ERU KOMNIR!
Það er næsta fullvíst að Camp-let hefur fallið íslendingum best allra
tjaldvagna, enda er frágangur þeirra rómaður og telja eigendur
þeirra þá best fallna fyrir íslenskar aðstæður. í ár kynnum við nýja
Royal tjaldvagninn sem er örugglega glæsilegastur allra tjaldvagna!
Kynntu þér kosti keppinautanna og þá sérðu að það er
ekki um aðra kosti að ræða en Camp-let.
sa
rrtest
seldi í EvróPu!
. Gisli
jó'nsson
& Có.
Sundaborg ll Sími 91-686644