Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 3 Fréttir Óveiddur fiskur hækkar í verði: Varanlegur aflakvóti á 125 krónur kflóið sala á aflakvóta fer vaxandi með hverjum mánuðinum sem líður Sá sem selur skip meö aflakvóta í dag fær 125 krónur fyrir kílóið af óveiddum fiski í sjónum. Þetta þýðir að trillukarl sem fær 40 lesta kvóta um næstu áramót, þegar trillurnar fá ákveðinn fastan kvóta eins og aðr- ir fiskibátar, getur fengið 5 milljónir tyrir kvótann og síðan fær hann verðið á trillunni eins og hún er metin. Komið hefur í ljós að þetta vita ekki allir og því hafa trillukarlar verið að selja trillur sínar eins og þær væru kvótalausar og hefur Lands- samband smábátaeigenda nú tekið í taumana. Smábátaeigendur hafa til þessa veitt úr einum sameiginlegum potti fyrir allar trillur landsins. Það breytist með nýjum kvótalögum um næstu áramót. Þetta verð, 125 krónur fyrir kílóið af óveiddum fiski, er svonefndur var- anlegur kvóti sem þýðir að útgerðar- maður kaupir bát, úreldir hann og notar aflakvóta hans fyrir bát sem hann á fyrir. Aftur á móti er verðið mun lægra ef keyptur er kvóti í eitt skipti. Þann- ig var verðið í fyrra hæst, um 30 krónur fyrir kílóið. Verðið er lægst fram yfir mitt ár, meðan allir eiga einhvern kvóta. Síðan fer það að hækka og nær hámarki á haustmán- uðum. Kvótasala mun aldrei hafa verið meiri en það sem af er þessu ári og því er spáð að hún eigi eftir aö stóraukast þegar líður á árið og verðið fari upp úr öllu valdi. Ástæö- an er fyrst og fremst sú að heildar- þorskkvótinn er ekki nema 300 þús- und lestir í ár á móti 340 þúsund lest- um í fyrra. Það er opinbert leyndarmál að er- lendir fiskkaupendur kaupa hér kvóta á haustin og fá báta sem búnir eru með kvóta sinn til að veiða fyrir sig fyrir fast verð. Þetta er eitt af þeim málum sem allir vita um en enginn getur fært sönnur á. Málið var reifað á þingum allra helstu sam- taka sjómanna í fyrra og jafnvel hafa menn gerst svo djafir að nefna dæmi án þess að hafa sannanir í höndun- um. Guöjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna - og fiskimannasam- bandsins, fullyrti í ræðu á þingi sam- bandsins í fyrra að þess yrði stutt að bíöa að japanskir fiskkaupendur keyptu upp megnið af aflakvóta ís- lensku fiskiskipanna. -S.dór Þótt vetrarvertíð, samkvæmt gömlu timatali, Ijúki 11. maí hefur kvótakerfið breytt öllu slíku og nú er veitt jafnt og þétt allt árið meðan kvóti endist, eins og þessi mynd frá Reykjavikurhöfn, sem tekin var í gær, sannar berlega. DV-mynd BG Vetrarvertíð er lokið: Botnfiskaflinn varð mun minni en í fyrra - slæm útkoma á Vestflörðum og í Breiðafirði en gott fyrir Suðurlandi Ef litið ér á vetrarvertíðina í heild, þá varö hún lélegri í ár en í fyrra. Heildar botnfiskaflinn var 231.773 lestir, fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tíma í fyrra var hann 255.086 lestir. í aprílmánuði einum var botn- fiskaflinn 39.275 lestir en á sama tíma í fyrra 51.522 lestir. Ýsu- karfa- og ufsaaflinn varð meiri í ár en í fyrra en þorskaflinn minni. Hér munar lang mestu að vetrar- vertíð brást að kalla bæði á útgerðar- stöðum á Vestfiörðum og Snæfells- nesi. Menn muna vart lélegri vetrar- vertið á þessum slóðum. Aftur á móti var útkoman góð, bæði í Vest- mannaeyjum og í Þorlákshöfn. Breiðafiarðarbátar fluttu sig suður fyrir land, þegar útséð var með að vetrarvertíð yrði lítil sem engin í Breiðafiði. Enda varð útkoman sú, að sjaldan eða aldrei hefur jafn mik- ill afli verið fluttur með bílum frá Þorlákshöfn til Snæfellsness og í vet- ur. Þá er að geta þess að grálúðuveiði hefur verið um helmingi minni það sem af er þessu ári en á samá tíma í fyrra, eða 6.238 lestir á móti rúm- lega 12 þúsund lestum í fyrra. Ein aðal ástæðan fyrir minni grálúðuafla er að hafís hefur þakið helstu grá- lúðumiðin fram undir þetta. Loðnuvertíðin eftir áramót var góð, en brást algerlega á haustvertíðinni eins og oft hefur komið fram í frétt- um . -S.dór Akureyri: Eigandinn þekkti stolnu fötin Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Sautján ára stúlka játaði um helgina þjófnað á fotum úr tveimur verslun- um á Akureyri, eftir að eigandi ann- arrar verslunarinnar hafði hitt stúlkuna í stolnum fotum á dansleik í bænum. Eigandi verslunarinnar Fínar lín- ur sá stúlkuna á skemmtistaðnum Bleika fílnum og sá samstundis að hún var klædd fötum sem stolið hafði verið úr verslun hans. Stúlkan var færð á lögreglustöðina þar sem hún játaði verknaðinn strax og einnig að hafa áður stolið úr umræddri versl- un og annarri tískuverslun í bænum. Framhjóladrifinn 5 manna fjölskyldubíll, fallegt útlit, frábærir aksturseigmleikar, spameytinn og á verði. Rúmgóður fjölskyldubíll með 1289 cc 63 hö vél, 5 gíra, 5 dyra. Verð kr. 469.900 ' ^ i\xZ7CÐLZ}QU‘LS Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga og flutninga, tvískipt niðurfellanlegt aftursæti 60/40 og framsætið er einnig hægt að leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl. Verð kr. 510.400 JÖFUR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Hafðu samband við söludeildina strax í dag. Söludeildin er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga kl. 13-17. Síminner 42600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.