Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Orkusala til Englands sifellt vænlegri kostur: Gætum nánast tvöfaldað landsframleiðslu okkar Ef íslendingum tækist að selja þá orku sem er „ódýrt“ að virkja hér á landi væri hægt að fá fyrir hana 143 milljarða króna á ári. Það er miðað viö samkeppnisverð frá orkuverum í Englandi en eins og sagt var frá í DV fyrir skömmu þá hafa aukist möguleikar á að selja orku héðan um sæstreng til Bretlands. Samkeppnis- staða orku frá íslandi virðist stöðugt vera að batna vegna þess að orku- verð frá orkuverum í Englandi og Skotlandi verður greinilega hærra en áöur var talið. í dag er búið aö virkja um 4.200 gígawött hér á landi en tahð er að virkjun orku á bilinu 4.200-28.000 gígawattstundir sé „ódýr“ virkjana- kostur miðað við núverandi forsend- ur. Ef miðað er viö þaö verð sem nú gæti fengist fyrir orkuna í Englandi, á bihnu 95-105 mill, þá væri hægt að fá 143 milljarða króna fyrir ódýru orkuna á ári. Virkjun orku á bilinu 4.200-45.000 gigawattsstundir er tahn „fjárhags- lega hagkvæm" en fyrir þá orku væri hægt að fá 245 milljarða króna. Ef hins vegar er reiknuð öll þau orka sem hægt er að nýta, á bilinu 4.200 upp í 64.000 G/Wst., þá ætti að fást fyrir hana 359 milljarða króna á ári. Það er nánast tvöfóldun á lands- framleiðslu okkar en samkvæmt nýj- ustu spá Þjóðhagsstofnunar þá verð- ur hún 335,4 milljarðar í ár. Fimmfalt hærra verð en til stóriðju Áður hefur veriö nefnt að þegar væri hægt að selja um afl upp á 500 megawött til Englands en fjárfesting vegna þess yrði um 100 milljarðar króna sem skiptist þannig að sæ- strengurinn var tahnn kosta um 40 milljarða króna en virkjanirnar um 60 mhljarða. Þetta sýnir hiutfahið við kostnaðinn en nærri lætur að sæ- strengurinn sé um 2/3 af virkjana- kostnaðinum. En þá hljóta að koma upp vanga- veltur um hvort ekki sé hagkvæmara að selja orkuna út heldur en til stór- iðju? Landsvirkjun fær nú sem svar- ar einni krónu fyrir kilówattsstund- ina en fengi fimmfalt hærra verð úti í Bretlandi eða um 5 krónur. Til sam- anburðar má nefna að heildsöluverð Landsvirkjunar til almennings- veitna er um 2 krónur þannig að önnur orkusala yrði þá loksins hærri sem er talsvert frábrugðið því sem hefur gilt um orkusöiu til stóriðju. Þess ber hins vegar að geta að samningar um orkuverð eru flóknir en þá verður að taka tilht th: „ . . . tímasetningu og stærð áfanga, kaupskyldu, afhendingar- spennu og öðrum söluskilmálum, verðbreytingarákvæðum, tímalengd samninga, endurskoðunarákvæðum og fleiri atriðum," svo vitnað sé th svars iðnaðarráðherra við fyrir- spurn á Alþingi. Það er hins vegar ljóst að þetta eru forvitnilegar vangaveltur sem sífellt fá meira vægi og er þess kannski ekki langt að bíða að orkuhndir ís- lands jafnist á við olíuauðhndir Saudi-Araba, svo vitnað sé til um- mæla í hinu virta tímariti Popular Science. Þá eru vangaveltur á meðal Þessi fallega fleyta er nýkomin á flot á ný, sómabáturinn Marianna NK-114, en í vetur lengdi Stefán Bjornsson bátinn um tvo metra. Hann er nú tæpir tíu metrar og er þaö mikil breyting til batnaðar, bæói hvað snertir sjóhæfni og burðargetu að sögn Stefáns. Hann er eigandi bátsins og fyrir miðju á myndinni. DV-mynd Hjörvar Sigurjóns- son, Neskaupstað. Landsvirkjunarmanna um að heim- til að vekja athygh á málinu enn frek- sókn bretadrottningar í sumar verði ar. -SMJ/gse Útflutningur orkuauðlinda 360 335 milljarðar mill- 115 i’o rr\ a y milljarðar, Jcu Ucu tæknilega virkjanlegt 100 milljarðar „hagkvæmar virkjanir" 145 milljarðar „ódýrar ■ virkjanir" Landsframleiðsla Orkusala til Bretlands 1990 100 mills kilóvatt í dag mælir Dagfari í anda einokunar Nú eru næstum sex ár liðin síöan Hafskip fór á hausinn, þökk sé þeim nornaveiðum sem þá fóru fram af hálfu stjórnmálamanna og þá einkum Ólafs Ragnars Gríms- sonar sem er sérstakur velunnari einokunarinnar á íslandi. Sam- keppnin, sem Hafskip veitti Eim- skip í fragtflutningum, var eitur í beinum einokunarsinna og það var mikill akkur fyrir Eimskipafélags- menuað eignast jafn góðan banda- mann og Ólaf Ragnar, sérstaklega eftir að vegur hans sjálfs jókst í póhtíkinni í samræmi við fram- kvæmd hugsjónanna. Það sakar ekki að geta þess aö eftir að Haf- skip iagði upp laupana var Útvegs- bankinn lagöur niður og Eimskip keypti leifarnar af Hafskip fyrir shkk. Nú eru velunnarar einokunar- innar aftur farnir að kætast, vegna þess að Arnarflug berst fyrir lífi sínu og margt bendir til að félagið syngi sitt síðasta ef ekki tekst að koma lánardrottnum og stjórn- völdum í skilning um að það sé samkeppninni fyrir bestu að flugfé- lagið lifi. Flugleiðamenn munu sjálfsagt bíða þess í ofvæni að þau gleðitíðindi berist þeim aö búið sé að loka sjoppunni hjá Arnarflugi, en- mestur hlýtur þó fognuðurinn að vera hjá Óiafi Ragnari sem nú er orðinn fjármálaráðherra og hef- ur gengið vasklega fram í því ætl- unarverki sinu að koma Arnarflugi fyrir kattarnef. Á sínum tíma hafði Arnarflug fest kaup á ágætri flugvél, sem keypt var með rikisábyrgð og í þeirri góðu trú, að íslensk stjórn- völd mundu sjá til þess að flugfé- iagið fengi að annast mhlhandaflug í samræmi viö þá stefnu stjórn- • valda að hér skyldu tvö flugfélög annast samgöngur til og frá landinu. En af einhverjum dular- fullum ástæðum þótti ríkisvaldinu og pólitíkusunum það undarleg árátta hjá Arnarflugi að fara fram á flugréttarleyfi til útlanda og hafa sennilega haldið það nóg að félagið ætti flugvéi sem ekki kæmist í loft- ið. Enda fór þaö svo aö fjármálaráö- herra lagði hald á þessa vél þegar Arnarflug stóð ekki í skilum við ríkissjóð vegna skorts á flugleiðum sem þetta sama ríkisvald neitaði félaginu um. Þegar véhn hafði staðið nokkra mánuði aðgerðarlaus úti á flug- brautarenda var hún boðin th kaups og tveir aðilar buðu. Annars vegar Amarflug og svo hins vegar prívatmaöur úti í bæ sem sagðist vilja hefja leiguflug úti i heimi. Fjármálaráðherra seldi prívat- manninum vélina og sagði það gert vegna þess að prívatmaðurinn gat staðgreitt fimm hundruð milljónir króna. Þaö er líka óþarfi að selja Arnarflugi flugvél, meðan það hef- ur ekki flugleyfl, sem ríkisvaldið var búið að lofa því sem ekki vhl að flugfélag hafi vél ef það hefur ekki leyfi. Og fær ekki leýfi af því að það hefur ekki vél. Nú hefur verið upplýst að prívat- maðurinn hefur aldrei borgað krónu í staðgreiðslunni og eru þó liðnir margir mánuðir frá því Arn- arflugsvélin var kyrrsett úti á brautarenda, í hefndarskyni gagn- vart þeim Arnarflugsmönnum sem vilja borga ríkinu fyrir ábyrgðina sem það veitti. Ekki hefur ráðherrann verið aö þjóna hagsmunum ríkissjóðs með þessu ráðslagi og ekki hefur hann verið aö þjóna Arnarflugi og þá er næst aö halda að hér sé veriö að þjóna þeim hugsjónamönnum sem berjast fyrir því að einokun komist aftur á í fluginu. Það er náttúrlega munur þegar einokunarsinnarnir hafa sérskipaðan ráöherra á sínum snærum í ríkisstjóminni til að standa vörð um einokunina. Það er afar mikill misskilningur hjá mönnum aö leggja út í sam- keppni i samgöngumálum. Sam- keppni er ekki vel liðin hjá þeim sem hafa hag af einokuninni og hún er ennþá verr hðin af ríkis- vaidi og ráðherrum sem hafa það í nendi sinni að ákveða líf og dauða þ'eirra fyrirtækja sem hafa ekki gert annað af sér en vera th. Hvort Arnarflug verður til í þessu iandi er ekki undir farþegum eða landsmönnum eða flugyélaeign komið. Það er komið undir ráð- herra sem notar vald sitt th að selja vélar undan flugfélaginu af því það getur ekki haldið uppi áætlunar- ferðum vegna ráðherra sem selur vélarnar fyrir peninga sem ekki eru greiddir. Fjármálaráðherra hlýtur að gleðjast mjög um þessar mundir yflr þeim árangri sem hann hefur náð í herferð sinni gegn Arnar- flugi. Einokunarhugsjónin er aö verða að veruleika. Dagfari .<iiiili 141 í íÁiÍtUÍiíii L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.