Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Útlönd
Amnesty Intemational:
Hundruð tekin af lífi
eftir blóðbaðið í Peking
Einn kinversku andófsmannanna sem handtekinn var í júní í fyrra.
Simamynd Reuter
Mannréttíndasamtökin Amnesty
International sökuöu í gær kínversk
yflrvöld um aö hafa tekið hundruð
manna af lífi á laun í Peking í kjölfar
mótmælanna þar í fyrra. Kröföust
samtökin þess að yflrvöld í Peking
geröu grein fyrir örlögum tugþús-
unda sem sagðar eru hafa verið
handteknar.
Mannréttíndasamtökin segjast
hafa undir höndum nöfn sex hundr-
uð og fimmtíu fanga. Fullyrða sam-
tökin að tugir þúsunda hafi verið
handteknir eftir blóðbaðið á Torgi
hins himneska friðar í júníbyrjun í
fyrra.
Amnesty Intemational hefur skrif-
að Li Peng, forsætisráðherra Kína,
og beðið hann um skýringu.
í síðustu viku kváðust kínversk
yfirvöld hafa leyst úr haldi tvö
hundmð og ellefu manns. Þau hafa
aldrei greint frá því opinberlega
hversu margir voru handteknir í
herferðinni gegn lýðræðissinnum
sem fylgdi í kjölfar blóðbaðsins í júní
í fyrra.
Samtökin Amnesty International
segjast hafa þaö eftir embættísmönn-
um í Peking að um sé aö ræða innan-
ríkismálefni og að aðeins sex þúsund
hafi verið handteknir.
Reuter
Umhverfismálaráðstefnan í Bergen:
Árangurslaus næturfundur
Umhverfismálaráðherrar þrjátíu
og fiögurra þjóða, sem sitja ráðstefnu
í Bergen í Noregi, urðu í nótt að ljúka
fundi sínum án þess að hafa tekist
að koma sér saman um sameiginlega
yfirlýsingu. Ráðherrarnir settust aft-
ur að fundarborði í morgun en ráð-
stefnunni lýkur í dag.
Seint í gærkvöldi fóru viðræður
embættísmanna út um þúfur.
Ágreiningsefnið var aukin aðstoð við
mengunarvarnir í þróunarlöndum.
Kanada, Svíþjóð, Evrópubandalagið
og fleiri lönd neituðu að verða við
ósk Bandaríkjanna um að þetta atriði
yrði ekki of bindandi. A sérfundi
Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu-
bandalagsins tókst ekki heldur að ná
samkomulagi um aðgerðir til að
sporna við mengun af völdum koltví-
sýrings.
Þar sem viðræður embættísmann-
anna sigldu í strand urðu ráðherr-
arnir að taka við. Fundur þeirra
hófst á miðnættí að norskum tíma
og hafði hver þeirra einn sérfræðing
sér við hliö. Fundi ráðherranna lauk
síðan klukkan tvö i nótt án þess að
árangur hefði náðst.
í gærkvöldi söfnuðust hundruð
mótmælenda saman í Bergen. Um-
kringdu þeir langferðabifreið sem
kom með ráðherrana á hótel þeirra
og eftir að ráðherrunum hafði tekist
að ryðja sér braut gegnum mann-
fiöldann reyndu herskáustu mótmæ-
lendurnir aö rífa niður girðingar
lögreglunnar umhverfis hótehð tíl
að komast að innganginum. Eftir
klukkustund hafði lögreglunni tekist
að dreifa mannfiöldanum.
NTB
Bandarísk nefnd um Lockerbie-slysið:
Gagnrýnir öryggiseftiriit
Bandarísk nefnd, sem rannsakað
hefur flugslysiö yfir Lockerbie í
Skotlandi árið 1988, leggur tíl að
Bandaríkjamenn beití hervaldi í bar-
áttunni við hryðjuverkamenn. Þá
gagnrýnir nefndin einnig flugmála-
stofnunina í Bandaríkjunum fyrir
lélegt öryggiseftirlit. Tvö hundruð og
sjötíu létust þegar sprengja grandaði
flugvél bandaríska flugfélagsins Pan
Am yfir Lockerbie síðla árs 1982.
Skýrsla nefndarinnar er mjög
harðorð í garð flugfélagsins sem og
bandarískra yfirvalda og segir að
hægt heföi verið að afstýra slysinu í
Lockerbie. Pan Am flugfélagið er
harðlega gagnrýnt fyrir að hlaða far-
angri, sem ekki tilheyrði farþegum,
í vélina. Þá segir í skýrslunni að
bandarísk yfirvöld eigi að ganga
harðar fram í baráttunni gegn
hryðjuverkum, þar á meðal að nota
hervald, viðhafa harðari aðgerðir
gegn þjóðum sem hylma yfir meö
hryðjuverkamönnum og endurskoða
flugöryggiseftirlit sitt.
Starfsmenn bandarísku flugmála-
stofnunarinnar viðurkenna að mis-
tök hafi átt sér stað varðandi flug Pan
Am þennan desemberdag. En fulltrú-
ar Pan Am gagnrýndu skýrsluna og
segja of snemmt að gagnrýna örygg-
iskerfi áður en rannsókn málsins
hafi veriö lokið.
Reuter
Bandarísk nefnd, sem rannsakað hefur flugslysið yfir Lockerbie í Skotlandi
árið 1988, gagnrýnir harðlega öryggiseftirlit i Bandarikjunum og segir að
hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið. Myndin var tekin á slysstað, í
desember 1988. Simamynd Reuter
Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstudaginn 18. maí ’90 kl. 11.00. Bakkatún 28, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóður. Krókatún 26A, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóðm’. Reynigrund 20, þingl. eigandi Guð- laugur Þórðarson, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 18. maí ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendm- em Lögmanns- stofan Kirkjubraut 11, Vátryggingafé- lag íslands hf. og Landsbanki Islands.
Bakkatún 28A, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- Bæjarfógetinn á Akranesi
þróunarsjóður. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum Æðaroddi 22, hesthús, þingl. eigandi Jakob Benediktsson, fer fram á eign- inni sjálfri föstudaginn 18. maí ’90 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Einar Gautur Steingrímsson hdl. og Ævar Guðmundsson hdl.
Krókatún 22, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóður. Bakkatún 30, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóður.
Bæjarfógetiim á Akranesi Bakkatún 32, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðendur eru Iðnþróunarsjóður, Gjaldskil sf. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Furugmnd 29, þingl. eigandi Daníel Daníelsson, fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 18. maí ’90 kl. 14.00. Upp- boðsbeiðendur eru Akraneskaupstað- ur og Innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á .Akranesi
Nauðungaruppboð annað og siðara, á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstudaginn 18. maí ’90 kl. 11.00.
Krókatún 24, þingl. eigandi Þorgeu' og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóður.
Háteigur 3, efri hæð, þingl. eigandi Jóhann Öm Matthíasson, fer fram á eigninni sjálfri, fóstudaginn 18. maí ’90 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofhun ríkisins, Akranes- kaupstaður, Landsbanki íslands, Ut- vegsbanki íslands, Veðdeild Lands- banka íslands, Guðjón Ármann Jóns- son hdl., Ólafúi’ Sigurgeirsson hdl. og Lögmannsstofan Kirkjubraut 11.
Krókatún 24A, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóður.
Bakkatún 26, 26A, 26B, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðnþróunarsjóður. Krókatún 26, þingl. eigandi Þorgeir og Ellert hf. Uppboðsbeiðandi er Iðn- þróunarsjóður.
11
/ Bifhjólamenn \
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
Bifreiðasala íslands Bíldshöfða 8
S. 675200
gjHl
Toyota Dyna ’85, 5 g., rauð, ek. 136.000, v. 1.150.000.
Mazda 626 1600 ’87, 5 g., 4 d., hvít- ur, v. 580.000.
Lancer GLX st. 1500 ’86, 5 g., 5 d., hvitur, ek. 64,000, v. 580.000.
Fiat Uno 45.s ’87, 5 g., 5 d., hvitur, ek. 30.000, v. 370.000. Fiat Uno 45.s ’84, ek. 50.000, v. 220.000.
Audi 80 1800 ’88, 5 g., 4 d., rauður, ek. 42.000, v. 1.380.000, vökvast., topplúga, ABS bremsur.
Honda Prelude 1800 ’85, sjálfs., 2ja d., rauður, topplúga, v. 670.000.
Vegna mikillar sölu vantar bíla á skrá og á staðinn,
gott inni- og útisvæði.