Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1990.
Spumingin
Ferðu í sumarbúðir
í sumar?
Björn Ingi Björnsson, 15 ára: Nei, Og
hef aldrei farið slíkt
Hafþór Reynisson, 13 ára: Ég hef
aldrei farið svoleiöis.
Jóhann Gunnar Guðmundsson, 11
ára: Ekki í sumarbúðir en ég fer í
sveit að Moldnúpi undir Eyjaijöllum.
Einar Steinarsson, 11 ára: Ég held
ekki. Ég ætla að selja DV í sumar.
Kristján Hall Kristjánsson, 12 ára:
Ég ætla ekki í sumarbúðir.
Gunnar Andri Kristinsson, 3 ára: Ég
fer í sveitina í sumarbústað.
Lesendur
Sjónvarpsþættir um „hemám“:
Voru Bretar „illskárri?
með landgöngu Breta. - Íslenskir drengir meðal hóps landgönguliða.
Gunnar Valdimarsson skrifar:
Vildum við íslendingar kannski
ekkert hemám vinveittra þjóða við
ríkjandi aðstæður? Þessari hugsun
skaut upp í huga mér þegar ég
horfði á fyrsta þáttinn af sex um
hemám íslands árið 1940. Þessi
fyrsti þáttur var sýndur 10. maí og
guð má vita hvenær næsti þáttur
verður sýndur. Sennilega verða
margir búnir aö gleyma þeim
fyrsta þá. Það.er galh á svona þátta-
röðum, einkum þeim sem fólk hef-
ur nú kannski áhuga fyrir, að þeir
em sýndir alltof strjált og þessir
þættir eru þess eðlis að þá hefði
eiginlega átt að sýna hvern á eftir
öðrum eða annað hvert kvöld.
Mér fannst þessi fyrsti þáttur svo
sem ekki sýna mikið nýtt. Það er
búið að fjalla um þessi stríðsár of
mikið undanfarið til þess að þetta
sé nýnæmi. Mér finnst sex þættir
of mikið nema þá fram komi eitt-
hvað alveg nýtt efni sem ekki hefur
verið sýnt áður. Þarna voru að vísu
viðtöl við íslendinga sem sjálflr
voru í miðri atburðarásinni (nema
kannski á Akureyri þar sem mér
virtist ungur maður segja frá at-
burðum eftir aðfengnum heimild-
um). - Aðrir voru áheyrilegir þótt
þeir kæmu mestmegnis frá Fram-
sóknarflokki eða Alþýðubandalagi.
Þátturinn gekk m.a. mikið út á
það hversu mikil áþján þetta
„hernám" hefði verið fyrir íslend-
inga og reynt var að draga upp eins
vesæla mynd af breska setuliðinu
og frekast mátti. - Voru þeir ekki
illa klæddir? var spurt. Höföu þeir
ekki lélegan útbúnað? Voru þeir
ekki yfirleitt vanbúnir að mestu
Yngsta kynslóðin var hæstánægð
(Myndin líklega frá Seyðisfirði).
eða öllu leyti? Hefðu þeir getað veitt
nokkra mótspyrnu ef til hefði kom-
ið?
í þessum sjónvarpsþætti kom þar
sögunni að umsjónarmaður lét
þess getið að þegar menn hefðu
vaknað upp við þá vitneskju að hér
væri kominn breskur her en ekki
þýskur hefði mönnum að vísu létt
- því „illskárra" hefði verið að fá
hingað Breta en Þjóðverja! - Þess
vegna kom mér sú spurning í hug
sem ég setti fram hér í upphafi. Ég
held að við íslendingar eigum
ævinlega að vera þakklát forsjón-
inni fyrir að þetta land var hernu-
mið svo snemma sem raun ber
vitni. Bretar og Bandaríkjamenn
háðu mikinn hildarleik til að frelsa
aðrar þjóðir, þ.á m. okkur íslend-
inga frá því að hljóta sömu örlög
og frændþjóðir okkar í Noregi og
Danmörku. Það hefur bjargað okk-
ur til þessa dags.
íslenskir knapar prúðir reiðmenn
Trausti Þór Guðmundsson, formað-
ur Félags tamningamanna, skrifar:
Ástæða þess að ég tek mér penna
í hönd er forsíðufyrirsögn og grein
sem birtist í DV mánud. 7. maí. sl.
Er þar eindæma umfjöllun um grein
sem Erling Ó. Sigurðsson skrifaði í
nýútkomið blað Eiðfaxa.
I sinni grein fjallar Erling um
slæma meðferð eins knapa á hesti
sínum og leiðir getum að fleiri dæm-
um. - Greinin er fyrst og fremst skrif-
uð til þess að vara ungt og ómótað
hestafólk við því að apa slíkt fram-
ferði eftir og jafnframt til að undir-
strika að samband manns og hests
sem og árangur í keppni byggist á
Sigrún Hermannsdóttir hringdi:
Mig langar mjög til að koma á
framfæri nokkrum orðum um þá
þjónustu og veitingar sem veitinga-
húsið Kínahofið á Nýbýlavegi býður
gestum sínum upp á. Eg fór þarna í
mat og andrúmsloftið innandyra er
það þægilegasta sem ég hefi komið í
hér á landi, þarna fer allt fram „hægt
Á lesendasíðu DV þann 8. þ.m. birt-
ist bréf þar sem kvartað var yfir því
að bakarí væru ekki opnuð fyrr en
eftir kl. 8 á morgnana. - í lok bréfs-
ins var lofað að koma á framfæri
upplýsingum um bakarí sem opnuðu
fyrr ef einhver væru.
Daginn eftir hringdu ekki færri en
fjórir bakarameistarar sem sögðu að
hjá þeim væri opnað snemma morg-
uns, ýmist kl. 7 eöa 7.30. - Þetta voru
gagnkvæmri vináttu og trausti. - Það
skal tekið hér fram að knapi þessi
er ekki, og hefur ekki verið félags-
maður í Félagi tamningamanna.
Hestaíþróttin á stöðugt vaxandi
fylgi aö fagna og er stunduð af fleir-
um með hverju ári sem líður. Fram-
farirnar, sem orðið hafa í reið-
mennsku og allri meðferð á hestin-
um okkar á undanfórnum árum,
leynast engum - nema hugsanlega
þeim sem alltaf eru að leita að ein-
hverju til að gagnrýna og rífa niður.
„íslenskir knapar í keppni mis-
þyrma hestum til að fá fram ótta-
vilja“. Svona lítur fyrirsögnin á for-
síðu DV út. Dragi svo hver sína álykt-
og hljótt" eins og víðast hvar á kín-
verskum veitingastöðum. - Þjónust-
an er frábær.
En ekki nóg með það, veitingarnar
eru ekki af verri endanum og verðiö
frábært. Þarna fær maður fisk- og
kjötrétti á verði sem er talsvert innan
við eitt þúsund krónur - og því á
maöur ekki að venjast hér, svona
Bjömsbakarí við Vallarstræti í miö-
borginni, sem er opnað um eða kl. 7
á morgnana, og Bakaríið í Suður-
veri, Borgarbakarí við Grensásveg
og Laugarásbakarí sem öll eru opnuð
kl. 7.30.
Helgi Friðriksson í Björnsbakaríi
sagðist hafa opnað svona snemma
árum saman og oft biðu viðskipta-
vinirnir fyrir utan þegar opnað væri.
í Grensásbakaríi sagðist eigandinn
un. En það er sama hvar borið er
niður, það er ávallt misjafn sauður í
mörgu fé. En er ekki svolítið hæpin
meðferð sem grein Erlings fær hjá
DV?
Með þessari fyrirsögn á forsíðu
blaðsins setur blaðamaðurinn alla
keppnishestamenn undir sama hatt.
Ég er ansi smeykur um að hestamót-
in væru ekki eins vinsælar samkom-
ur og þær eru, væri þessu svona
háttað.
Á meistaramótinu í hestaíþróttum,
sem haldið var í Danmörku sl. haust,
var um talaö hve prúðir reiðmenn
íslensku keppendurnir voru og hve
öll þeirra framkoma og reiömennska
almennt talað.
Það er í raun engu líkara en að
maður sé á veitingahúsi erlendis,
hvað verð og þjónustu snertir er
maður situr þarna að snæðingi. - Ég
hefi ekki lengi farið á veitingastað
sem býður af sér eins góðan þokka
og þjónustu og þessi umræddi staður.
hafa opnað kl. 7.30 síðustu 5 árin alla
daga vikunnar nema sunnudaga,
þegar hann opnar kl. 8, og Jóhannes
í Laugarásbakaríi sagðist hafa opnað
kl. 7.30 frá sl. áramótum. - Þar með
ættu einhverjir árrisulir að geta
gengið að sínum viðskiptum að því
er varðar kaffimeölæti í bítiö á
morgnana.
væri til fyrirmyndar. DV sá ekki
ástæðu til að semja feitletraða fyrir-
sögn um það, hefur líklega heldur
viljað bíða eftir einhverju bitastæð-
ara.
Þeir sem til þekkja og fylgjast með
hestamótum hér á landi vita að for-
síðufyrirsögn DV fjallaði um undan-
tekninguna en ekki regluna. Hinir
lesa hana eins og hún er skrifuö og
verða að sjálfsögðu undrandi og reið-
ir. Ég held að þú, lesandi góður, hljót-
ir að vera sammála mér ef ég umorða
fyrirsögn DV og segi: íslenskir knap-
ar í keppni eru prúðir reiðmenn og
fara vel með hesta sína.
Söngkeppni
framhald-
skólanna
MR-ingur skrifar:
í DV þann 20. aprfl sá ég klausu
sem tilkomin er vegna hringingar
frá Halldóri nokkrum. Ég er að
miklu leyti sammála honum,
sérstaklegá' hvað varðar Pál
Óskar Hjálmtýsson sem ég heföi
sett í annaö sæti.
Annað er uppi á teningnum ef
álit okkar á Móeiði Júníusdóttur,
keppanda Mennskólans í Reykja-
vík, er borið saman. Túlkun
hennar á þessu yndíslega lagi var
slík að ég efast um að nokkur
komist nær fullkomnun.
Samt skil ég sjónarmið Hall-
dórs, sem eflaust er íhaldsdurgur,
á móti allri nýbreytni og hefur
e.tv. misskilið tilgang söng-
keppni framhaldsskólanna. Hann
felst ekki í því hver geti „stælt"
best upphaflega flytjendur, held-
ur hver sé bosti söngvarinn. - Ég
tek svo undir þá ósk Halldórs að
framhald verði á keppninni og
nýjar stjömur komi fram.
Kræsingar í Kínahofi
í bítið í bakaríin