Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Dagvistun barna
Á undanfórnum árum hafa húsmæður í vaxandi
mæli leitað út á vinnumarkaðinn. Fullyrt er að áttatíu
prósent kvenna séu útivinnandi. Þessi þróun hefur óhjá-
kvæmilega leitt til þess að foreldrar þurfa á félagslegri
aðstoð að halda til að vista börn sín á dagheimilum,
leikskólum eða öðrum dagvistunarstofnunum. Vanda-
málið gerir líka vart við sig þegar skólaganga hefst og
námstíminn er slitinn sundur eða börnin hafa ekki við-
veru í skólanum nema hluta úr starfsdegi foreldra.
Af þessum sökum hafa kröfur um aukið dagvistunar-
rými verið háværar. Langir biðlistar hafa myndast og
sumt fólk sækir alls ekki um vegna þess hversu vonlít-
ið er að fá úrlausn sinna mála. Ný stétt, svokallaðra
dagmæðra, hefur orðið til.
Námsmenn og einstæðir foreldrar hafa haft forgang
í kerfmu og í Reykjavík hefur verið reynt að mæta þörf-
um þessara hópa þegar um er að ræða börn á aldrinum
þriggja til fimm ára. Mikið átak hefur verið gert í bygg-
ingu dagvistunarstofnana og alls munu vera um sjötíu
slíkar í höfuðborginni. í gær voru opnuð þrjú ný dagvist-
unarheimili svo að ekki hefur meirihlutinn setið aðgerð-
arlaus. Ennfremur hefur borgarsjóður komið til móts
við dagvistunargjöld forgangshópanna að því er dag-
mömmurnar varðar.
Engu að síður er ljóst að hér þarf að gera betur. Stjórn-
arandstaðan í Reykjavík hefur klifað á þessu máli, enda
koma dagvistunarmál barna við kaunin á annarri hverri
fjölskyldu og þá einkum ungu fólki. Sú gagnrýni hefur
áhrif í kosningabaráttu.
Fæðingarorlofið hefur hjálpað fólki fyrstu mánuðina
en þegar því lýkur byrja vandræðin. Koma þarf börnum
fyrir fram að þriggja ára aldri og sinna þarf þörfum
annarra þeirra sem ekki hafa forgang í kerfinu. Leik-
skólar koma að takmörkuðu gagni þegar fólk þarf að
hlaupa til og frá vinnu um miðjan dag, þegar leikskólun-
um er lokað.
Það er að mörgu leyti réttmæt gagnrýni þegar bent
er á að Reykjavíkurborg ráðstafar hundruðum milljóna
til byggingar veitingahúss og ráðhúss á sama tíma og
þörfin fyrir dagvistunarstofnanir er jafnbrýn og raun
ber vitni. Reykvískar íjölskyldur þurfa frekar á félags-
legri þjónustu að halda en veitingahöll sem snýst.
Enda þótt hér sé Reykjavík gerð að umtalsefni er langt
frá því að umrætt vandamál sé einskorðað við það sveit-
arfélag. Það er víða pottur brotinn í öðrum sveitarfélög-
um og ástandið kannske enn verra. En Reykjavík er
stöndugt bæjarfélag og Reykjavík hefur löngum verið í
forystu í félagslegum efnum og því eru gerðar meiri
kröfur til forráðamanna borgarinnar. Það er ástæðu-
laust að kveinka sér undan því.
Það er heilbrigt sjónarmið að börn eigi að alast sem
mest upp á sínu eigin heimili og af sínum eigin for-
eldrum. En sveitarfélögin ráða litlu í þeim efnum meðan
þjóðfélagsaðstæður eru með þeim hætti að báðir for-
eldrar neyðast til að vinna utan heimilis og sækjast eft-
ir því. Þá verða sveitarfélögin að bregðast við þeim að-
stæðum, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Nú á dögum verður ekki framhjá því litið að dagvist-
un barna er eitt mest aðkallandi verkefni stjórnvalda á
hverjum stað og það hlýtur að verða forgangsstefna á
allra næstu mánuðum og árum að skapa öllum for-
eldrum aðstöðu til dagvistunar fyrir börn sín allan dag-
inn. Allt frá því fæðingarorlofi lýkur og fram á grunn-
skólaaldur. Reykjavíkurborg er vel treystandi til þess.
Ellert B. Schram
„Þarf fyrirtæki sem hefur einkasölu á ákveðinni þjónustu að auglýsa sig svona rækilega?" spyr greinar-
höfundur. - í nýrri Bifreiðaskoðun íslands.
Auglýsingar: Frá
hinu opinbera
Þeir sem aldir eru upp við
„gamla gufuradíóið" fyrir einum
40 árum eða meir, muna eflaust
eftir því að einn ílokkur tilkynn-
inga var kallaöur: Frá hinu opin-
bera. í þeim flokki var ýmislegt
sem almenningur þurfti að vita,
ýmist allir landsmenn eða íbúar
afmarkaðra svæða. Þar var t.d. les-
iö hvenær framboðsfrestur til Al-
þingis eða sveitarstjórna væri útr-
unninn, hvar og hvenær manntals-
þing væru haldin, að tekið yrði af
rafmagn á ákveðnu tímabili hér
eöa þar o.s.frv.
Þetta var þjónusta við almenn-
ing, ekki neitt annað. Tilkynningar
um uppboð og þess háttar voru
ekki sölumennska heldur ýmist
lagaskylda eða þjónusta eða hvort
tveggja. Jafnvel Þjóðleikhúsiö var
oftast aðeins að láta menn vita
hvað væri á fjölunum en ekki svo
mjög að von væri um fleiri áhorf-
endur.
En hvers konar sölumennska og
þar með auglýsingar hafa marg-
faldast á síöustu 40 árum. Þörfln
fyrir að koma sér og sínu á fram-
færi virðist vaxandi og auglýsinga-
skrumið er smitandi tískufyrir-
bæri. En er verið að eyða stórfé í
að auglýsa út í loftið án nokkurrar
sýnilegra ástæðu né mælanlegs ár-
angurs?
Ásóknin í eyri ekkjunnar
Einu sinni fyrir nokkrum áratug-
um var almenningi gefinn kostur á
því að leggja sparifé sitt í verðbréf
sem kölluöust Happdrættislán rík-
issjóðs. Þetta var gert heyrum
kunnugt með tilkynningu frá hinu
opinbera og hægt og hljótt nmnu
þessi verðbréf út eins og heitar
lummur.
Þetta reyndist vel til fjáröflunar
fyrst í stað en smám saman fór að
verða erfiöara að bæta úr hinum
sívaxandi eyðslufjárskorti ríkis-
sjóðs meö þessu móti. Og þá var
gripið til auglýsingaskrumsins.
Auglýsingarnar urðu æ íburðar-
meiri, dýrari, meira uppáþrengj-
andi, lofandi, lokkandi, jafnvel hót-
andi, lýsandi ógæfu þeirra sem
ekki kaupa ríkisskuldabréf. -
Hvergi hefur birst heildarúttekt á
kostnaöi né mat á árangri. Svo er
önnur spurning: Er sparifé lands-
manna vel varið til þess að auglýsa
eftir meira sparifé án þess að vita
hvort það ber árangur eða ekki?
Þegar „Útvarp Reykjavík“
lenti í lífsbaráttu
Löngu fyrir daga byggðastefn-
unnar hlustuðu landsmenn til sjáv-
KjáUarinn
Björn Dagbjartsson
matvælaverkfræðingur
ar og sveita á Útvarp Reykjavík og
létu sér þaö 'vel líka. Þar var líka
hægt að fá lesnar auglýsingar, ef
menn komu með þær vel skrifaðir
á skrifstofutíma, ekki mínútu eftir
það og borguðu það sem upp var
sett út í hönd.
Fyrir nokkrum árum vöknuðu
útvarpsmenn upp við það að aug-
lýsendur höfðu um aðra kosti að
velja til að ná eyrum landsmanna.
Auglýsingatekjur urðu ekki lengur
teknar á þurru landi með lág-
marksþjónustu og það virtist ekki
sjálfgefið að þær bærust fyrirhafn-
arlaust. Nú voru góð ráð dýr og í
örvæntingu samkeppninnar varð
Útvarpiö sjálft auglýsingaiðnaðin-
um heldur betur að bráð.
Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð
var hamast á landslýð með sím-
hringingum, skoðanakönnunum
og svokölluðum fréttum af „áhorfi"
og „hlustun". Og svo dundu á fólki.
auglýsingar um yfirburði ríkisfjöl-
miðlanna. Og þetta var ekki bara
skrum í eigin útsendingum, heldur
líka heilar litarsíður í dýrustu blöð-
um og tímaritum.
Enginn virðist vita hvaö þetta
umstang hefur kostað allt saman
né heldur hvort það hefur haft
nokkur áhrif. Ef nauðsynlegt er aö
hafa vit fyrir auglýsendum um það
hvar best sé fyrir þá að koma sér
á framfæri þurfum við hin 95%
hlustenda og áhorfenda þá endilega
að sitja undir þeim áróðri líka dag
og nótt?
Er afnotagjöldunum okkar vel
varið í skoðanakannanir og blaða-
auglýsingar? Afnotagjöldin virðast
ekki lækka. Og ekki segja okkur
að það kosti ekki neitt að auglýsa
í eigin fjölmiðli ef við skyldum ein-
hvern tímann fá að vita hvað mikið
af afnotagjöldunum okkar hefur
runnið til auglýsingastofa og blaða
í þessu skyni.
Þarf að auglýsa
einokunarverslun?
Fyrir skömmu var forseti íslands
þess heiðurs aðnjótandi að fá að
opna fínasta og dýrasta bílaverk-
stæði landsins: Bifreiðaskoðun ís-
lands hf. Þetta fyrirtæki hefur
einkarétt á því að skoða og dæma
ökuhæfni allra bíla á íslandi og
verðleggur þessa þjónustu eftir því
sem þörf krefur.
Skylduskoðun bíla er ekkert nýtt
fyrirbæri á íslandi og fyrirkomu-
lagið nú mjög lítið frábrugðið því
sem tíðkast hefur. Skylduskoðun
er þó engan veginn algild alheims-
regla og víðast er talið að sáralítið
brot umferðaróhappa stafi af ólagi
ökutækja, en það er önnur saga.
En hvers vegna þarf einokunar-
fyrirtæki eins og Bifreiðaskoðun
hf. að ráöst í rándýra auglýsinga-
herferö með það að aðalmarkmiði
aö láta vita að fyrirtækiö sé til orð-
ið og hafi þennan eipkarétt? Heföi
ekki stuttorð tilkynning með gamla
laginu: „Frá hinu opinbera. Komið
með bílana í skoðun þennan og
þennan mánuð eða þið hafi verra
afi‘, haft sömu áhrif eða meiri held-
ur en dýrustu skemmtikraftar
landsins á skjánum?
Er mögulegt að sýna fram á það
að skoðunargjaldinu fyrir bílana
okkar sé vel varið í sjónvarpsgrín?
Þarf fyrirtæki sem hefur einkasölu
á ákveðinni þjónustu að auglýsa sig
svona rækilega?
Björn Dagbjartsson
„Er sparifé landsmanna vel variö til
þess aö auglýsa eftir meira sparifé, án
þess að vita hvort það ber árangur eöa
ekki?“