Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990. 15 Bifreiðamál borgar- stjórans I Reykjavík Þaö er staðreynd aö þegar völd safnast á fáar hendur eykst hættan á því aö þau séu misnotuð. Þannig er það með Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Löng valdaseta hans hefur leitt til þess aö borgarstjórinn telur sig geta vaðið yfir íbúa heilla borgarhverfa án þess að taka tillit ti skoðana þeirra í málefnum sem varða íbúana miklu. Þetta kom berlega fram þegar borgarstjóri reyndi að troða sorp- böggunarstöðinni upp á íbúa Ár- bæjarhverfis. Og sagan endurtek- ur sig nú gagnvart íbúum Grafar- vogs. Öruggur sigur sjálfstæðis- manna Því miður benda skoðanakann- anir til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn haldi meirihluta sínum í Reykjavík mjög örugglega. í ljósi þess hefur aldrei verið þýðingar- meira að flokkurinn fái raunveru- legt aðhald frá minnihlutaflokkun- um. í lýðræðisþjóðfélagi er hlutverk Kjallariim Alfreð Þorsteinsson skipar 2. sæti á B-lista við borgarstjórnarkosningar minnihlutans ekki síður mikilvægt en meirihlutans. Ef enginn er til að vekja athygli á óeðlilegum vinnubrögðum valdhafanna ganga þeir á lagið, eins og dæmin sanna. Siðareglur nauðsynlegar Eitt af stefnumálum Framsókn- arílokksins fyrir þessar borgar- stjórnarkosningar er að borgarfull- trúum og embættismönnum veröi settar siðareglur til að starfa eftir. Akureyrarbær hefur sett sínum embættismönnum siðareglur, en hér í Reykjavík sýnist ekki vanþörf á að þær siðareglur gildi jafnframt um kjörna fulltrúa. Skákar ráðherrum í bílamál- um Ástæðan er sú aö einn af borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins er bendlaður við lóðabrask. Jafnframt hagar borgarstjóri sér mjög frjáls- lega, þegar bifreiðamál borgar- stjóraembættisins eru annars veg- ar, án þess að spyrja kóng eða prest. Þannig er núverandi borgarstjóri eini borgarstjórinn í sögu Reykja- víkur sem notar tvær vandaðar embættisbifreiðar. Þetta er meira en ráðherrar í ríkisstjórn leyfa sér að gera. Sitja þeir þó undir stöðugu ámæli vegns bifreiðahlunninda. Hver gaf skipan um bíla- kaupin? Þegar borgarstjóri er spurður út í þessi bifreiðamál þá bregst hann þannig við að hann kannast varla við að hafa nokkrar bifreiðar frá Reykjavíkurborg til afnota. Vísar á Vélamiðstöð borgarinnar og segir að sú stofnun eigi þessar bifreiðar og borgarstjóraembættið fái þær einungis lánaðar frá þessari borg- arstofnun. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað hvernig í ósköpunum for- stöðumanni Vélamiðstöðvar datt í hug upp úr þurru að kaupa Ca- dillac og Pajero-jeppa, sem eyrna- merktir eru borgarstjóraembætt- inu. - Einhvern tíma heföu menn verið reknir fyrir minna, nema skipun um þessi bifreiðakaup hafi komið aö ofan. Víst er um það að borgarráð hef- ur ekki fjallað um bifreiðamál borgarstjórans, enda telur borgar- stjóri sig ekki þurfa að bera sbk smámál undir æðstu stjórn borgar- innar. Vilja Reykvíkingar svona stjórn- arhætti? Alfreð Þorsteinsson ,,Eitt af stefnumálum Framsóknar- flokksins fyrir þessar borgarstjórnar- kosningar er aö borgarfulltrúum og embættismönnum veröi settar siöa- reglur til að starfa eftir.“ íbúasamtök og hverfahús: Aukið vald og ábyrgð Um allan heim eru menn að vakna til meðvitundar um mikil- vægi þess að rækta og bæta um- hverfi sitt. Hér í þéttbýlinu finnum við fyrir áhyggjum manna af bif- reiðamengun, hávaðamengun, verksmiðjumengun og skolpmeng- un og áhuga þeirra á að finna leið- ir tU úrbóta. Við finnum sívaxandi áhuga fólks á nánasta umhverfi sínu, umferð- inni í hverfinu og hættum henni samfara, hvernig leik- og útivistar- svæðum er fyrir komið og ýmissi hverfaþjónustu svo dæmi séu nefnd. Við finnum víða fyrir áhuga fólks á því að hafa áhrif á málefni síns hverfis og áhuga á þvi að styrkja þar samkennd og samtakamátt enda nauðsynlegt til þess aö létta og bæta mannlífið. Ein leið til þess að auðvelda fólki í einstökum hverfum að sinna mál- efnum viðkomandi hverfis og efla samhug er að koma á fót aðstöðu í hverfinu þar sem íbúasamtök hverfisins geta átt samastað og fólk getur hist. Þar gæti verið aðstaða fyrir ýmis konar námskeiðahald og klúbbstarfsemi. Lítil kaffistofa er ómissandi á slíkum stað þar sem hægt er að setjast niður og ræða mál líðandi stundar. Á kaffistofunni þyrftu t.d. aö liggja frammi dagblöð og ýmsar upplýsingar sem gagnlegar væru fyrir fólkið í hverfinu. Bókabíllinn þyrfti að hafa viðkomu á staðnum, þarna ætti að vera hægt að fá leigð- ar góðar videomyndir og hljómlist- arupptökur. Á þessum stað gætu veriö að störfum t.d. 2-3 konur eða karlar úr hverfinu t.d. ellilífeyris- þegar, sem sinntu og töluðu við börn, unglinga og aðra sem að garði bæri í hverfishúsinu. Þarna gæti KjaHarinn Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Er í 4. sæti framboðs- lista Nýs vettvangs í Reykjavík verið vinnumiðlun aldraðra, að- göngumiðasala og jafnvel inn- kaupaþjónusta fyrir þá sem þess þyrftu með. Stuðning við ibúasamtök Svona aðstaða tekur á vissan hátt við hlutverki á þessu sviöi, sem kaupmaðurinn á horninu hafði áð- ur. Eins og allir vita sinnti kaup- maðurinn á horninu veigamiklu félagslegu hlutverki í hverfinu, þar hittust menn svo að segja daglega og fréttu af því sem var aö gerast og hvernig fólki í nágrenninu liði, hvort Sigga væri komin af spítalan- um eða hvort Jói hefði fengið vinnu og síöast en ekki síst gátu menn greint frá eigin högum. Nú eru hins vegar breyttir tímar, verslunin hefur flust út úr íbúðar- hverfunum að miklum hluta og eft- ir stendur víða á hornum ónotaö verslunarhúsnæði. Hvernig væri að nýta eitthvaö af slíku húsnæði fyrir slíka hverfisaðstöðu? Víða í nágrannalöndunum er starfrækt hverfisaðstaða við góðan orðstír. Þetta hefur verið hverfun- um lyftistöng i víðtækum skilningi og starfsemin hefur dregið úr ein- semd fólks, sem oft er mikil og auðveldað því að fylgjast með gangi mála í þjóðlífinu og njóta einhvers af því sem samfélagið hefur upp á að bjóða. í öllum hverfum borgarinnar er auöveldlega hægt að finna hús- næði, sem hentað gæti fyrir starf- semina. Til slíks þyrfti að koma fjárveiting úr borgarsjóði, en sam- tökin ættu að annast framkvæmdir og rekstur samkvæmt tilteknum almennum reglum sem borgar- stjórn setti. íbúarnir vita best hvar skórinn kreppir, þegar um er að ræða næsta umhverfi þeirra. Við þurfum öll á stuðningi og hjálp að „Við finnum víða fyrir áhuga fólks á því að hafa áhrif á málefni síns hverfis og áhuga á því að styrkja þar samkennd og samtakamátt.“ ,,.. .i þéttbýlinu tinnum við fyrir áhyggjum manna af bifreiðamengun, hávaðamengun, verksmiðjumengun og skolpmengun og áhuga þeirra á að finna leiðir til úrbóta,“ segir greinarhöfundur. halda einhvern tíma á ævinni. Öflug starfsemi íbúasamtaka og aðstaða eins og hér hefur verið drepið á gæti orðið til þess að hjálp- in bærist frá réttum aðilum á rétt- um tíma. Aðstaða sem þessi gæti líka orðið til þess eins og áður segir að rjúfa einsemd og fólk fyndi fyrir því, þótt það væri orðið aldrað og ætti ekki bíl, en það ætti enn möguleika á því að spjalla við fólk, fylgjast með og vera jafnvel öðrum til að- stoðar, m.ö.o. vera virkir þátttak- endur í daglegu lífi. - Hvernig til tekst væri undir íbúum sjálfum komið og þeirra samtökum.. Hér er ekki um stofnun að ræða heldur lifandi starfsemi, þar sem ekki er spurt um á hvaða aldri þú sért, heldur hvort þú sért tilbúinn til að gefa eitthvað af sjálfum þér til þess að gera tilveruna bjartari og hverfið þitt betra til búsetu. Þetta gæti veriö einn liðurinn í því að auka þátttöku almennings í stjórn eigin mála, auka valddreif- ingu og þar með lýðræði í borg- inni. M.ö.o. innleiða hér nútima- legri stjórnunarhætti. Útgjöld við þetta fyrirkomulag þyrftu ekki aö nema miklum fjárhæðum, en ávinningurinn gæti orðið ótvíræð- ur. Guðrún Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.