Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 19 Verð áfram borgarstjóri þó ég verði þingmaður - segir Davíð Oddsson borgarstjóri - Hvern telur þú líklegan eftir- mann þinn þegar þú snýrð þér að öðrum störfum? „Það eru engar vangaveltur um það. Þetta er ekkert í umræðunni.“ - Er þá enginn arftaki þinn í sjón- máli? „Það var það heldur ekki 1978 þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins brást og Birgir ísleifur fór ann- að. Þá hefði engum dottið í hug að ég væri kandidat sem borgar- stjóri." - Er ekki eðlilegt að líta á annan mann á listanum, Magnús L. Sveinsson, sem arftaka á meðan annar er ekki í sjónmáli? „Nei, það er ekki eðhlegt að gera það. Það er engin umræða um þetta í okkar hópi.“ - Munt þú ekki taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar? „Ég hef ekki gert upp hug minn í þeim efnum. Eg hef alltaf sagt aö það kæmi til álita. Ýmsir menn, eins og til dæmis Bjarni Benedikts- son, hafa sagt að það sé ekki hægt að vera borgarstjóri í Reykjavik án þess að vera jafnframt þingmaður Reykvíkinga. Ég er reyndar ekki alveg sömu skoðunar. Þó það hafl verið rétt þá þarf það ekki að vera rétt núna.“ - Þar sem það kemur til áhta að þú farir á þing er eðlilegt að fólk vilji vita hver er borgarstjóraefni flokksins á eftir þér? „Þó ég fari á þing verð ég áfram borgarstjóri.“ - Þá verður þú þingmaður án þess að taka við ráðherradómi: „Já.“ - Munt þú þá verða borgarstjóri út komandi kjörtímabil? „Það veit Guð einn. Ég veit eins vel og þú að það ræður enginn sín- um næturstað. Ég veit hvað ég vil. Minn hugur stendur til að gegna þessu starfi út kjörtímabilið." - Hvaða tvær eða þrjár fram- kvæmdir vilt þú nefna sem for- gangsverkefni á næsta kjörtíma- bili? „Fyrsta framkvæmdin sem ég get nefnt eru holræsaframkvæmdirn- ar. Þetta er mál sem margir hafa talað um en það hefur vaxið mönn- um í augum, kannski fyrir það að þetta er ekki mjög áberandi fram- kvæmd þar sem mest af henni hverfur ofan í jörðina. Annað sem ég tel mjög brýnt er að leysa hjúk- runarvanda gamals fólks. Þetta er að vísu verkefni ríkisins en það hefur brugðist pg því verður borgin að grípa inn í. íbúðarvandi gamals fólks er nánast leystur en langlegu- rými fyrir aldraða er mikið vanda- mál. Á kjörtímabilinu munum við ná þeim árangri að öll börn á aldr- inum tveggja til fimm ára aldurs munu eiga kost á leikskólarými í borginni. Til að ná því þarf minna átak en við höfum staðið fyrir á þessu kjörtímabili en nú hafa verið opnuð fleiri dagvistunarheimili en á nokkru öðru kjörtímabili í sögu borgarinnar. Þessu vil ég halda áfram og jafnframt vil ég koma áfram því áhugamáli mínu að for- eldrar geti haft börn sín heima. Yfírheyrsla Gunnar Smári Egilsson Umræða um dagvistunarmál er orðin óskaplega þreytt. Ég er búinn að heyra sömu klisjuna frá þessum vinstri flokkum í áraraðir. í Skand- inavíu gengur öll umræðan í öfuga átt. Þar eru gerðar kröfur til þess að fólk geti veriö meira með börn- unum sínum en það þykir hvergi eftirsóknarvert af flölskyldum að koma börnunum fyrir á dagheimil- um.“ - Minnihlutaflokkarnir hafa oft nefnt dagvistunarmál í sömu svip- an og ráðhúsið. Hvað hefði mátt koma upp mörgum dagheimilum fyrir það fé sem fór í ráðhúsið? „Við verjum á annan milljarð á ári til dagvistunarmála sem er meira hlutfallslega á hverja mann- eskju en nokkrir aðrir gera. Ráð- hús byggir þú hins vegar aðeins einu sinni á tvö til þrjú hundruð árum. Dagvistunarmálin halda hins vegar áfram. Vinstrimennn tala um að þeir æth að byggja og byggja upp þessa félagslegu þjón- ustu eins og þeir kalla það. Ef þeir myndu gera það, sem þeir náttúr- lega gera aldrei eins og kom í ljós 1978 til 1982, þá kæmi í ljós að hverju heimili fylgir stórkostlegur rekstrarkostnaður. Það gerist ekki með ráðhúsið. Rekstrarkostnaður þess verður minni en kostnaður við rekstur borgarskrifstofunnar í dag því í dag erum við leigjendur. “ - Þú vilt ekki svara hversu mörg dagheimili hefði mátt koma á fót fyrir sama fé og ráðhúsið kostaði? „Nei. Ef þú vilt hafa svona reikn- ingsdæmi í blaðinu getur þú reikn- að það sjálfur. Ég tel það ekki hafa neitt upp á sig að bera þetta saman eins og ég hef skýrt.“ - Miðbær Reykjavíkur hefur sett niður á undanfórnum árum. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera til að rétta hlut hans? „Miðbærinn hefur sett niður um áratugi. Kannski er það þessi ást á gamla bænum, sem menn flagga alltaf, sem hefur gert það að verk- um að aldrei hefur mátt gera eitt eða neitt án þess að allir verði vit- lausir. Við komum loks í gegn skipulagi fyrir nokkrum árum eftir að um það höfðu staðið deilur í áraraðir. Skipulag er forsenda þess að nokkuð sé hægt að gera. Það sem hefur verið að gerast í íjörutíu ár er bara tjasl.“ - Hvers konar miðbær kemur út úr þessum framkvæmdum? „Ef menn eru að tala um þennan pínulitla reit, Kvosina, þá er það svæði sem hefur verið að breytast í það sem heitir á erlendum málum „city“. En verslunarþungi mið- bæjarins hefur færst upp á Lauga- veginn." - Kemur til greina að byggja yflr Laugaveginn? „Það kemur vel til greina. Kaup- menn eru að fara af stað með til- raun sem þeim líkar og ef hún tekst vel kemur vel til greina að við kom- um inn í þaö verk. “ - Minnihlutaflokkarnir hafa sakað ykkur um spillingu í embættis- mannakerflnu í kjölfar langs valdatíma: „Ég held aö það sé vitleysa hjá minnihlutaflokkunum að það séu okkar menn í öllum stöðum. Ég held að þeir bara viti það ekki. Það er hins vegar eðlilegt að gera ráð fyrir því að um 55 prósent af starfs- mönnum borgarinnar séu stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins eins og er í borginni í heild. í lok kjör- tímabilsins 1982 ákváðu vinstri flokkarnir aö þeir hefðu ekki verið svona slappir eins og raun varð á heldur hefðu embættismennirnir eyðilagt allt fyrir þeim. Það var nú ekki stórmannlegt. Ég man líka að fyrir kosningarnar 1978 sagði Sva: var Gestsson aö þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefði verið við völd í fimmtíu ár hlyti að vera, hann orð- aði þetta svona smekklega, þá hlyti að vera alveg gríðarleg spilling. Það væri því nauðsynlegt að koma vinstri flokkunum að þó ekki væri nema einu sinni til að fletta ofan af þessari spillingu. Hann varð svo óheppinn þessi maður að vinstri flokkarnir komust að en hann fann bara enga spillingu." - Ef litið er til kosninga. Munt þú líta á það sem ósigur ef þið náið ekki inn tólf eða þrettán mönnum í bqrgarstjórn? „Ég myndi líta á það sem sigur að halda meirihlutanum. Allt ann- að er þægileg viðbót.“ Framboðslisti Sjálfstæðisflokks: 1. DavíðOddssonborgarstjóri. 2. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmanna- félagsReykjavíkur. 3. KatrínFjeldstedlæknir. 4. VilhjálmurÞ. Vilhjálmsson lögfræðingur. 5. AnnaK. Jónsdóttir lyfjafræðingur. 6. ÁrniSigfússon framkvæmdastjóri. 7. JúlíusHafstein framkvæmdastjóri. 8. Páll Gíslason læknir. 9. GuðrúnZoegaverkfræðingur. 10. Sveinn Andri Sveinsson laganemi. 11. JónaGróaSigurðardóttir framkvæmdastjóri. 12. HilmarGuðlaugssonmúrari. 13. Hulda Valtýsdóttir blaðamaður. 14. GuömundurHallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur. 15. MargrétTheodórsdóttir skólastjóri. 16. HaraldurBlöndal hæstaréttarlögmaður. 17. Ólafur F, Magnússon læknir, 18. Sigríður Sigurðardóttir fóstra. 19. KatrinGunnarsdóttir 27. Þórir Stephensen, framkvæmdastjóri. staðarhaldariíViöey. 20. Ingólfur Sveinsson læknir. 28. Jónas Bjamason 21. RagnarJúlíussonskólastjóri. efnafræöingur. 22. IngaDóraSigfúsdóttirnemi. 29. IngibjörgJ.Rafhar 23. Haraldur Andri Haraldsson héraðsdómslögmaður. nemi. 30. Geir Hallgrímsson 24. HelgaBachmannleikari. seðlabankastjóri. 25. PéturHannessondeildarstjóri. 26. ÁslaugFriörLksdóttir, fyrrverandi skólastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.