Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 37 Sljómmál Næsti borgarstjórí í Reykjavík verður kona - Ef þið komist til valda má þá búast við miklum breytingum á fjármálastjórn borgarinnar? „Menn mega ekki gleyma því að Reykjavíkurborg er ríkasta sveit- arfélag landsins. Það má heldur ekki gleymast að hún hefur gífur- lega sterka tekjustofna. Þessi goð- sögn um að peningarnir spretti í höndum Davíðs Oddssonar er röng. Hann tók við skuldlausu búi eftir meirihlutastjórn vinstriílokkanna 1978 til 1982. Máhð snýst um það hvemig tekjunum verður varið. Hvort við eigum að veija þeim til sjálfsagðrar þjónustu við borg- arbúa, tryggja hér dagvistun, öld- runarþjónustu, öflugt húsnæði- skerfi og svona gæti ég haldið lengi áfram. Eða hvort eigi að verja þess- um peningum til hagsmunagæslu fyrir þessar fjórtán fjölskyldur sem eiga Reykjavíkurborg og í kosning- abaráttu Sjálfstæðisflokksins eins og gert er nú. Þar sjáum við hvern- ig þessi kolkrabbi liðast um allt samfélagið." - Hvað hyggist þið gera í dagvist- unarmálum? „Við viljum útrýma biðlistum eft- ir dagvist barna. Við viljum efla dagvist í Reykjavík eftir þörf hvers og eins, þannig að fólk eigi eðlilegt val á milli heilsdagsvistunar og leikskólavistunar. Því fer fjarri að þetta val sé til staðar núna. Hluti af okkar dagvistarúrræðum er hugmyndin um einsetin skóla. Ef sú hugmynd nær fram að ganga - segir Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi samhliða öflugri uppbyggingu í dagvistunarmálum þá þarf þetta ekki kosta eins mikið og borgar- stjórnarmeirihlutinn vdll vera láta. Anna K. Jónsdóttir sagði, við af- greiðslu á fjárhagsáætlun, að tillög- ur minnihlutans í dagvistunarmál- um væru bruðl. Við Spyrjum hvað er bruðl ef ekki allir þessir fjár- munir sem hafa farið í óþarfa fram- kvæmdir? Ráðhús sem hefur fariö þrefalt framúr áætlunum, veitinga- hús og fleira. Þetta eru óviðunandi áherslur og þessu ætlum vdö að breyta.“ - Öldrunarþjónusta. „Það á að auka valkosti í hús- næðis- og þjónustumöguleikum gamals fólks. Núna eru 1.350 gam- almenni á neyðarlistum félags- málastofnunar eftir úrræðum. Það er þörf fyrir 200 hjúkrunarrými núna. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að þörfm aukist um annað eins fram að aldamótum." - Umhyerfismálin eru ofarlega á baugi. í Reykjavík eru það skolp- og sorpmál sem mest er rætt um. „Hvað varðar skolplosun í borg- inni þá er það eins gott að sjálfstæð- ismenn sáu að sér og ákváðu að hreinsa strandlengjuna. Þetta er rándýrt fyrirtæki en það verður líka að segjast eins og er að það væri ekki svona dýrt ef þeir hefðu séð sóma sinn í því að gera það fyrr. Það var ekkert gert fyrr en allt stefndi í óefni. Hitt er annað mál að þetta er það brýnt forgangs- Yfirheyrsla Sigurjón M. Egilsson verkefni að við viljum hraða því. I stað þess að gera það á tíu árum viljum við ljúka því á fjórum árum.“ - Úrbætur í sorpmálum? „Sorpeyðingarstöðvar, sama hvaða nafni þær nefnast, eiga ekki að vera inni í íbúðarbyggð. Fyrst sorpböggunarstöðin gat ekki verið í Árbæjarhverfi því er þá hægt að hafa hana í Grafarvoginum." - Áburðarverskmiðjan. Á hún að vera eða fara? „Áburðarverksmiðjuna á að flytja burt eða loka henni. Mér þyk- ir sorglegt hvernig þetta mál hefur þróast. Sjálfstæðismenn ákváðu að flytja byggðina í Grafarvog og að Áburðarverksmiöjunni. Ekki nóg með það. Heldur var þeim kunnugt um að þarna er hættusvæði. Slökkviliðsstjórinn var búinn að benda á að þarna væri eiturefna- og sprengihætta. Þrátt fyrir það var byggðin færð upp að verksmiðj- unni. Ekki í 1200 metra fjarlægð eins og talað var um heldur í 800 metra fjarlægð. Síðan notar borg- arstjórinn þetta mál sjálfum sér til framdráttar. Það hefur verið illa staðið að almannavörnum í borg- inni. Þeim hefur verið lítið sinnt. Almannavarnanefnd Reykjavíkur hefur unnið ómarkvisst. Nú þegar öllum er Ijóst hvaða vá stafar af Áburðarverks niðjunni þá á hún aö fara. “ - Á borgarstjcrn að hafa bein af- skipti af atvinnumálum? „Borgin á að sjálfsögðu að beita sér fyrir að auka atvinnu og atvinn- möguleika í borginni. Það er ekki rétt að atvinnmál hér séu í góðu horfl. Það hefur verið vaxandi at- vinnuleysi á íslandi. Borgin á að sjálfsögðu að hafa áhyggjur af því og hafa áhrif á gang mála þar. Til dæmis með því að auka sína þjón- ustu og bæta kjör borgarstarfs- manna. Við erum í vandræðum með að manna dagsvistunarstörf og ýmis þjónustustörf vegna lágra launa. Ef borgin sæi sóma sinn í að greiða þessu fólki sómasamleg laun þá væri þegar búið að leysa hluta þess vanda sem við er að eiga. - Æskulýðsmál „Það er ákjósanlegt að unglingar í borginni eigi athvarf í skólunum, félagsmiðstöðvum og geti lifað og leikið sér jneð því fólki sem þeir þekkja úr sínu daglega lífi. Það er ekki æskilegt að unglingar þyrpist niður í miðbæ. Varðandi fíkniefna- notkun og ofbeldi unglinga þá held ég að það sé nokkuð seint í rassinn gripið að taka á þeim málum þegar börn eru komin á unglingsaldur. Það þarf að hugsa um börn frá því þau fæðast. Börn í dag, sem ganga um með lykil um hálsinn, hvernig eiga þau að geta tekið við þessu þjóðfélagi þegar það sinnir þeim ekki. Það þarf að hlúa aö æskunni strax frá vöggu og styðja við bakið á henni út í lífið.“ Miðbærinn hefur orö á sér fyrir að vera líflaus eða hættulegur. „Davíð Oddsson getur státað sig af því að hafa drepið miðbæinn í Reykjavík með því að beina allri þjónustu í nýja miðbæinn. Það þarf að efla smáatvinnustarfsemi og þjónustu í miðbænum. Ein hug- myndin er sú að lækka aðstöðu- gjöld á eignum í miðbænum." - Borgarstjóraefni Nýs vettvangs? „Kosningabarátta okkar á Nýjum vettvangi snýst um málefni en ekki manneskjur. Við erum einhuga um þau verk sem þarf að vinna í Reykjavíkurborg og það verður okkar borgarstjóri líka. Vegna þess að við erum í þeirri stöðu aö þurfa að taka saman höndum við fleiri flokka við myndun meirihluta, hvort sem það verður í vor eða næstu kosningar, er það hlutur sem þessir flokkar verða að koma sér saman um. í okkar röðum er nóg af hæfu fólki. Mér þykir ekki ólíklegt, ef þetta kæmi upp núna eftir þessar kosningar, að þá verði næsti borgarstjóri í Reykjavík kona.“ A Framboðslisti Nýs vettvangs 7. GísliHelgasontónlistarmaður. 14. Reynirlngibjartsson 21. HalldóraJónsdóttir 27. Ragnheiður Davíðsdóttir 1. Ólína Þorvarðardóttir 8. Aðalsteinn Hallsson framkvæmdastjóri. menntaskólanemi. ritstjóri. bókmenntafræðingur. fulltrúi. 15. HelgiBjörnssonleikari. 22. Kristin B. Jóhannsdóttir 28. MagnúsH.Magnússon 2. Kristín Á. Ólafsdóttir 9. PálmiGestssonleikari. 16. Árnilndriðasonkennari. fóstrunemi. fyrrverandi ráöherra. borgarfulltrúi. 10. Kristín Dýrfjörð fóstra. 17. AöalheiðurFransdóttir 23. HaraldurFinnssonskólasfjóri. 29. MagnúsTorfiÓlafsson, 3. BjarniP.Magnússon 11. Sigurður R. Magnússon verkakona. 24. VilhjálmurÁrnason fyrrverandi ráðherra. borgarfulltrúi. hafnarverkamaður. 18. BjömEínarssonerindreki. heimspekingur. 30. Guðrún Jónsdóttir 4. Guðrún Jónsdóttir arkitekt. 12. Ásbjörn Morthens 19. Kristrún Guðmundsdóttir 25. Skjöldur Þorgrímsson félagsráðgjafi. 5. HrafnJökulssonrithöfundur. tónlistarmaður. bankastarfsmaður. sjóraaður. 6. ÁsgeirHannesEiríksson 13. RutL.Magnúsdóttir 20. GunnarH.Gunnarsson 26. Guðrún Ómarsdóttir alþingismaður. tónlistarmaður. verkfræðingur. hjúkrunarfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.