Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 22
38 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Stjómmál Reykjavík er félags- málastofnun fyrirtækja - segir Ashildur Jónsdóttir, Flokki mannsins Hverju viO Flokkur mannsins breyta í íjármálastjórn Reykjavík- urborgar? „Þaö eru miklir fjármunir í borg- inni. Við viljum verja þeim til vel- feröar fólksins en ekki til fárra hagsmunaaðila. Borgin á aö vera fyrirmynd um manneskjulegra umhverfi, borg mannréttinda. Þeir sem stjórna velja þá sem fram- kvæma verkefni eftir því hverjir borga í kosningasjóð síns flokks. Við viljum verja þessum peningum til að greiða borgarstarfsmönnum betri laun, leysa dagvistunarvand- ann, til málefna aldraðra, til hús- næðismála þannig að borgin kaupi húsnæði til endursölu í formi kaupleigu eða leigi. Þetta er skýr forgangsröð. Þegar búið er að leysa öll þessi mál getum við spáð í hvort við ætlum að byggja hallir og falleg hús. Þegar ráðist er í stórar fram- kvæmdir, eins og til dæmis þegar ákveðið var aö byggja ráðhús, á að hafa bindandi skoðanakannanir um hvort íbúamir vilji það eða ekki.“ - Verður þaö ekki þungt í vöfum? „Á hveijum fjórum árum höfum við að minnsta kosti þrennar kosn- ingar. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að nota þær til að fá fram vilja fólks. Auk þess má hafa bind- andi skoðanakannanir á öðrum tímum. Við viljum meira lýðræði. Lýðræði kostar peninga en þeim peningum er vel varið. Það full- trúalýðræði sem við höfum í dag kostar okkur, hinn almenna borg- ara, mjög mikið.“ - Hvert er framtíðarbyggingar- iandið? „Það er mikiö rými og það eru margir möguleikar. Það er hægt að halda áfram að byggja á Vatn- senda. Þegar verður búið að loka Áburðarverksmiðjunni og sorp- haugunum er ekkert því til fyrir- stöðu að halda áfram að byggja í Grafarvogi. En svona mál viljum við aö almenningur verði með í að ákveða með bindandi skoðana- könnun." - Umferðarmál og lausnir þar á. „Það er mjög einföld leið til að leysa þann vanda. Það á að gera með bættum almenningssam- göngum. Ég vil að það verði ókeyp- is í strætó og ferðir verði örari og þéttari. Varðandi umferðarmál á að nýta þekkingu þeirra sem vinna í umferðinni. Ekki gera þetta bara út frá hagsmunaaðilum. Eitt dæmi. Það hefur verið sett mikið niður af umferðarljósum sem hafa ekki endilega aukið öryggiö. Þau eru meira sett niður vegna þess að það eru ákveðnir aðilar sem hagnast á því að selja umferðarljós.“ - Ert þú að segja að umferðarljós séu sett niður til að þjóna heildsöl- um? „Það er mjög greinilegt. Þeir sem flytja inn umferðarljós hafa ílutt inn túrbínur í allar virkjanir. Eins og við vitum hefur ekki verið virkj- að lengi og það þarf að finna handa þeim bisness á meðan. Þetta er skýrt dæmi um það að hagsmuna- Yfirheyrsla Sigurjón M. Egilsson aðilarnir, á bak við flokkana, eru þeir sem stjórna." - Umhveríismál og atvinnumál. „Við viljum hreina og fallega borg sem laðar fólk að sér. Bæði íslendinga og aðra. Til þess að það verði þurfum við að hreinsa allan skítinn og ófógnuð sem er hérna. Auk þess viljum við stemma stigu við þeirri auglýsingaskiltamengun sem tröllríður hér öllu. Borgin á að styðja við atvinnulíf en ekki vera í samkeppni við þá sem/yrir eru eins og til dæmis í veitinga- húsarekstri. Það má byggja upp ferðaiðnað og borgin getur komið þar til með kynningar og aðlaöandi umhverfi." - Áburðarverksmiðjan og stað- setning hennar? „Hún kom ekki hingað í gær. Það er eins og þeir sem sitja í borgar- stjórn hafi ekki vitað af henni. Það vissu allir af hættunni sem stafar af henni. Það sagði enginn orð og það var látið sem allt væri í lagi og íbúðarhverfi vex við hlið henn- ar. Það eru hagsmunaaðilar, sem tengjast inn í ríkisstjórnina, á ba- kvið þá sem eru í borgarstjóm. Þeir era látnir ráða en ekki farið eftir því sem fólkinu er fyrir bestu. Ég undanskil ekki Nýjan vettvang eða Kvennalistann. Kvennalistinn hefur sýnt vítavert ábyrgðarleysi. Þær vissu um hættuna en sögðu okkur ekki frá henni. Þær hafa ekki kjark eða vilja til að snúa þró- uninni við. Þær þora ekki að rísa upp og gera það sem gera þarf.“ - Framkvæmdir liðinna ára. Eruð þið sátt við þær? „Það má segja að Reykjavíkur- borg hafl verið félagsmálastofnun fyrirtækja.“ - Dæmi um það? „Reykjavík keypti Broadway, Hótel Borg, hús Álmennra trygg- inga og það hafa farið miklir pen- ingar í ráðhús og Hitaveitan byggir veitingahús. Þarna eru miklir fjár- munir sem hefði verið hægt að nota til að borga borgarstarfs- mönnum betri laun og gera mann- eskjulegra umhverfl." - Lausnir í dagvistunarmálum? „íslendingar eru að verða ein af fáum þjóðum þar sem fólksfjölgun á sér enn stað. Ef ekkert breytist hættir fólk að eiga börn. Það er skökk hugsun að leggja ekki áherslu á framtíðina. Við síðustu borgarstjórnarkosningar lögðum við til að borgin greiddi þeim for- eldrum sem vildu vera heima jafn- mikið og borgin greiðir með hverju barni á dagheimili. Það er ánægju- legt að borgarstjórinn tók þessa til- lögu upp á kjörtímabilinu." - Hvernig á að lífga upp á mið- bæinn? „Ef við viljum hafa líf, annað en drukkið fólk um helgar, þá verðum við að gera eitthvað til að fólk búi í miðbænum. Mikið af skrifstofu- húsnæði í miðbænum var áður íbúðarhúsnæði og þessu er hægt að breyta aftur. Það getur borgin gert. Keypt og selt aftur með kaup- leiguformi." - 1986 fenguð þið lítið fylgi. Er ein- hver tilgangur með framoði ykkar? „í þýska sjónvarpinu var þáttur um OECD-skýrsluna og þar var sagt að efnahagsvandi íslendingar væri vegna slæmrar stjórnunar. Það var líka sagt að á íslandi væri húmanistaflokkur með lítið fylgi en þessi flokkur væri eini flokkur- inn sem gæti snúið þróuninni við dg hann ætti eftir að ná langt. Að sjálfsögðu er það Flokkur manns- ins.“ - Hverterborgarstjóraefniykkar? „Ég vil sjá borgarstjóra sem er fulltrúi fólksins í borginni. Ekki fulltrúi örfárra hagsmunaaðila. Borgarstjórinn í dag er málpípa þeirra sem hagnast á verkefnum borgarinnar. Hann er bara leik- brúða fyrir fáeina aðila sem stjórna öllu íjármagninu." - Erfyrstasætiðborgarstjórasæti? „Þó ég sé mjög bjartsýn þá trúi ég því ekki að við náum meirihluta í borgarstjórn. En ég treysti mér mjög vel til að vera borgarstjóri. Ég yrði þá borgarstjóri fólksins en ekki hagsmunaaðila.“ Framboðslisti Flokks mannsins: 1. ÁshildurJónsdóttir markaðsstjóri. 2. SigríðurHuldaRichards verslunarmaður. 3. Halldóra Pálsdóttir sölumaður. 4. FriðrikValgeirGuðmundsson málmiðnaðarmaður. 5. EinarLeoErlingssonnemi. 6. Siguröur Sveinsson leigubílstjóri. 7. GuðmundurGaröar Guðmundsson verkamaður. 8. SvanhiIdurÓskarsdóttirfóstra. 9. Guðmundur Sigurðsson bréfberi. 10, Áslaug Ó. Harðardóttir kennari. 11, Steinunn Pétursdóttir húsmóðir. 12. SigrúnÁsaÁsmundsdóttir Fiskverkakona. 13. BrynjarÁgústssonnuddari. 14. Ásbjöm Sveinbjömsson bókagerðarmaöur. 15. Guðmundínalngadóttir verslunarstjóri. 16. Margrét Gunnlaugsdóttir húsmóðir. 17. EIisabetRósenkarsdóttir húsmóðir. 18. TryggviKristinsson framkvæmdastjóri. 19. SigrúnBaldvinsdóttir skrifstofumaður. 20. JóhannaEyþórsdóttirfóstra. 21. SigurbergurM.Ólafsson bókagerðarmaður. 22. Freydís Jóna Freysteinsdóttir neml 23. JóhannaDöggPétursdóttir nemi. 24. Hrannar Jónsson verslunarmaður, 25. SigurbjörgÁsaÓskarsdóttir. 26. Anton Jóhannesson afgreíðslumaður. 27. ÁsvaldurKristjánssonrafvirki. 28. SkúliPálssonmælingamaður. 29. Elin Þórhallsdóttir skósmiður. 30. ErlingSt.Huldarsson málarameistari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.