Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 39 i Stjómmál Endurreisn miðbæjarins og fyrirbyggjandi aðgerðir - segir Elin G. Ólafsdóttir, V-lista - Hver er borgarstjóraefni Kvennalistans? „Sérstakt borgarstjóraefni hefur aldrei komiö til umræöu innan Kvennalistans. Hins vegar mund- um við koma okkur saman um slíkt starf og væntanlega skipta því hlut- verki með okkur ef út í þaö færi.“ - Viljið þiö taka embættismanna- kerfi borgarinnar til athugunar komist þiö til áhrifa? „Ég tel fulla ástæðu til auglýsa alltaf allar stööur á vegum borgar- innar svo allir hafi möguleika á að sækja um. Þá má fækka ýmsum toppstöðum sem nú eru í borgar- kerfinu og eins kemur til álita aö endurskoöa ráöningartíma, sér- staklega þeirra sem eru í æöstu embættum hjá borginni." - Hver er stefna ykkar varöandi forgangsröð verkefna? „Kvennalistinn er fyrst og fremst að tala um að kjör kvenna verði bætt og störf þeirra endurmetin til launa. Þá leggjum við áherslu á heildarstefnu í heilsuvernd og and- legu, líkamlegu og félagslegu heil- brigði. Það þarf að framkvæma fyr- irbyggjandi aögerðir og að horfast í augu við þá staðreynd að fjöl- skyldur í borginni eiga að mörgu leyti erfltt uppdrátttar. Laun eru almennt frekar lág þannig að margt fólk verður að vinna mjög langan vinnudag. Stóra spurningin er síð- an hvernig borgin mætir þessum staðreyndum. Hvernig öryggi og umönnun fyrir börn undir skóla- aldri og í skóla er sinnt. Þessi mikil- vægu mál hafa ekki verið í for- gangsröð þar sem karlar skilja ekki þörfma á sama hátt og við konur.“ - Hvað finnst ykkur um forgangs- röð framkvæmda hjá borginni? „Mér finnst að of miklu fé hafi verið varið í að byggja hús yfir stjórnsýslu, veitingahús, umferð- armannvirki eins og bílageymslur og annað. Það hefði þurft að skoöa hvort það væri virkilega það sem okkur vantaði mest.“ - Hver er stefna ykkar í umhverf- ismálum og þá með tilliti til skólps og sorps? „Við höfum haldið að landið væri heilnæmara en það er í raun og höfum ekki hugsað nógu vel um hvað verður um það sem við hend- um frá okkur í neyslufárinu. Við teljum að möguleiki sé að setja á laggir sorpvinnslu sem skilar nán- ast öllu nothæfu sem í hana fer. Þannig þarf urðun ekki að vera nema sáralítil. Ég heföi helst viljað sjá þannig sorpvinnslu í stað bögg- unarstöðvar. í skólpmálum er gripið til ráðstaf- ana þegar í óefni er komið eins og nú. Þó er hægt að bæta um betur með því að hraða framkvæmdum." - Viljið þið flytja áburðarverk- smiðjuna i Gufunesi? „Ég krefst flutnings verksmiðj- unnar en það þarf náttúrlega að standa vel að þeim málum er snúa að starfsfólkinu." - Flugvöllurinn er í hjarta borgar- innar og skiptar skoðanir um hann. „Strax og við komum með fram- boð okkar 1982 settum við fram til- lögu um að flutningur flugvallarins yrði athugaður og í staðinn kæmi einhvers konar íbúðabyggð." - Eruð þið sammála þróuninni í skipulagsmálum? Yfírheyrsla Haukur L. Hauksson „Við viljum þéttingu byggðar eins og tillagan um flugvöllinn sýn- ir. Þegar teygt er úr byggðinni verða vegalengdir meiri fyrir fólk sem aftur kallar á meiri umferö og ýmsa óhagræðingu." - Hver er vilji ykkar í dagvistar- málum og málefnum aldraðra? „Kvennalistinn hefur alltaf sett dagvistir mjög ofarlega á blað. Það er ekki búið nógu vel að þeim mála- flokki í dag en meginmáli skiptir hvernig búið er að börnum meðan foreldrar eru í vinnu. Ef við lítum á gamalt fólk í heild vantar tilfinnanlega hjúkrunar- heimili fyrir þann hóp. Þar er mik- ill vandi á ferðum sem verður að leysa hið snarasta með byggingu hj úkrunarheimilis. Borgin verður að sjá til þess á hverjum tíma að gamalt fólk geti valið um leiöir í húsnæðismálum, hvort sem um leigu á húsnæði er að ræða, kaup á húsnæði að hluta eða að eiga sjálfur húsnæði. Það gamla fólk sem ekki á húsnæði á að hafa rétt til að ganga inn í leigu- húsnæði á viðunandi kjörum." - Hver er stefna ykkar í íþrótta- og æskulýðsmálum? „Við viljum styðja betur við bak- ið á hvers konar almenningsíþrótt- um. Æskulýðsmálin tengjast því for- varnarstarfi í heilbrigðismálum sem ég gat um áðan. Nú vaxa börn og unglingar úr grasi við meiri áreiti en fyrr þar sem eru auglýs- ingar, ótal tilboð, myndbönd, leik- tækjasalir og knattborðsstofur. Leiktækjsölunum vara ég beinlínis við. Því tel ég að efla beri frjáls fé- lagasamtök og uppbygingu aðstöðu með aðstoð barna og unghnga í hverfunum og á miðsvæðum þar sem börn úr fleiri hverfum geta hist.“ - Hvernig á að sporna við ofbeldi í miðbænum sem á stundum er tal- inn beinlínis hættulegur? „Það þarf einhverja raunveru- lega félagsaðstöðu fyrir börn og unglinga í miðbænum, sem þau hafa áhrif á. Eins og miðbærinn er núna er fyrst og fremst gengið út frá því fólki sem getur setið á pöbb- unum og matstofunum." - Hvernig miðbæ vilja kvenna- listakonur? „Við viljum endilega endurreisa gamla miðbæinn, þó ekki væri nema að hluta til. Ég vil jafnvel flytja eitthvað af gömlu húsunum, sem búið er að flytja upp í Árbæ, aftur niðureftir. Nauðsynlegt er að lífga miðbæinn við, laða fólk að svo það vilji búa þar. Það má gera með því að setja skilyrði, að ekki séu byggð hús nema sé gert ráð fyrir svo og svo mörgum íbúðum. Okkur óar við öllum þessum dauðu stofn- unum í miðbænum." - Hvað finnst ykkur um afskipti borgarinnar í atvinnumálum og þá sérstaklega hvað varðar veitinga- rekstur? „Það er út í hött að borgin skuli vera að blanda sér í veitingahúsa- rekstur eins og á Öskjuhlíð. Þaö er ekki hlutverk sveitarfélags aö byggja upp veitingahús fyrir einka- aðila til rekstrar. Varðandi Glym sýnist mér að þegar til kastanna kemur sé staðurinn óhentugur til félaga- og æskulýðsstarfsemi. Ég var hlynnt því að komið yrði í veg fyrir að Hótel Borg yrði enn ein dauð stofnun í miðbænum en hins vegar orka kaupin sem slík tvímæl- is.“ - Nú þurfa Reykvíkingar að sækja verslun í nágrannabyggðarlögum seinnihluta helga. „Það er ýmislegt til í þessu en ég vil taka fram að mér finnst nauð- synlegt aö vernda sunnudaga fyrir ijölskyldur. Það er svo mikiö af konum sem vinna í verslunum að ef þær væru opnar alla helgina værum við endanlega að ganga af fjölskyldulífi dauðu í borginni. Hins vegar má hugsa sér einhvers konar hverfaskiptingu á þessari þjónustu." - Af hverju ætti fólk að kjósa Kvennalistann? „Við komum fram til þess að breyta þjóðfélaginu og viö gerum það með sjónarmið okkar kvenna að leiðarljósi. Við konur vitum best hvað brennur mest á konum og heimilum borgarinnar." - Hafið þið áorkað einhverju síð- an þið komuð fram á sjónarsviðið? „Já, alveg örugglega. Það er nóg að heyra umræðuna núna þar sem allir tala um dagvistir, einsetinn skóla og að bæta þurfi kjör fólks. Það er þessi kvennasýn sem við viljum tryggja með því að vera í borgarpólitík." -hlh Framboðslisti Samtaka um kvennalista: 1. Elín G. Ólafsdóttir borgaifulltrúi. 2. GuðrúnÖgmundsdóttir félagsráögjafi. 3. IngibjörgHafstað skrifstofust. 4. Elín Vigdís Ólafsdóttir, kennslukona og húsmóðir. 5. Margrét Sæmundsdóttir, fóstra oghúsmóöh'. 6. HólmfríðurGarðarsdóttir framkvæmdastýra. 7. Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona. 8. HelgaTulinius j arðeðlisfræðingur. 9. KristínÁ.Árnadóttir. 10. ína Gissurardóttir deildarstýra. 11, Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfi. 12. Bryndís Brandsdóttir jarðeölisfræðingur. 13. Elín Guðmundsdóttir húsmóðir. 14. StellaHauksdóttir fiskiðnarkona. 15. GuðrúnAgnarsdóttirlæknir. 16. HólmfríðurÁrnadóttir framkvæmdastjóri. 17. Krístín Jónsdóttir íslenskufræðingur. 18. GuðnýGuðbjörnsdóttirdósent. 19. MaríaJóhahnaLárusdóttir íslenskukennari. 20. Málhildur Sigurbjörnsdóttir fiskverkakona. 21. SigrúnSigurðardóttir dagskrárgerðarkona. 22. Sigrún Ágústsdóttir kennari. 23. HelgaThorbergleikkona. 24. SigríðurLillýBaldursdóttir eöhsfræðingur. 25. Borghildur Maack bjúkrunarkona. 26. MagdalenaSchramblaðakona. 27. SigríðurDúnaKristmunds- dóttir mannfræðingur. 28. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur. 29. LafeyJakobsdóttir.ammaí Grjótaþorpi. 30. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir blaðakona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.