Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 32
48
MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Fataskápar frá 9.990.
Líttu á okkar verð fyrst.
• Nr. 303, h. 197, br. 150, d. 52 cm,
kr. 19.408. »Nr. 304, h. 197, br. 100,
d. 52 cm, kr. 17.351. Yfir 20 gerðir,
ýmsir litir. Nýborg, Skútuvogi 4, sími
91-82470.
Kokkajakkar, buxur, svuntur og húfur.
Mjög hagstætt verð. Komið og kynnið
ykkur nýja bæklinginn. Merkjum
kokkajakka. Burstafell, Bíldshöfða
14, sími 38840.
Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar
gerðir af kerrum og vögnum. Original
(I.S.Ó.) staðall dráttarbeisli á allar
teg. bíla. Áratuga reynsia. Allir hlutir
í kerrur og vagna. Hásingar 500 kg
20 tonn, með eða án bremsa. Ódýrar
hestakerrur og sturtuvagnar á lager.
Veljum íslenskt. Víkurvagnar, Dal-
brekku, símar 91-43911, 45270.
Hornsófar, sérsmiðaðir eftir máli. Sófa-
sett og stakir sófar. Bjóðum upp á
marga gæðaflokka í Ieðri. Leðurlux
og áklæði. íslensk framleiðsla.
GB-húsgögn, Bíldshöfða 8, sími 91-
686675.
Nýtt: Skóskápurinn Maxi leysir vandann.
Engir skór lengur út um öll gólf.
Nauðsynleg nýjung fyrir öll heimili.
Nýborg hf., Skútuvogi 4, Ármúla 23,
sími 82470.
■ Vagnar
16 feta hjólhýsi, glænýtt, aldrei verið
notað, árg. 1989, er mjög vel einangr-
að, með tvöföldu gleri. Gas/rafísskáp-
ur og allur annar hugsanlegur búnað-
ur, fortjald getur fylgt.
Hagstætt verð. Uppl. í síma 91-17678
milli kl. 17 og 21.
Húsgögn
Speglar, speglar! Langir, mjóir, stuttir,
breiðir, stórir, litlir, kringlóttir, kant-
aðir o.s.frv. í brúnum, gylltum og rósa-
máluðum trérömmum. Ca 40 teg.
Einnig standspeglar. Nýja Bólstur-
gerðin, Garðshorni, sími 91-16541.
■ Bátar
Útgeróamenn - skipstjórar - sport-
veiðimenn. Nokkrum 4 5 manna
vinnu- eða sportbátum frá Sillinger
óráðstafað. Bátarnir eru í rauðum
endurskinslit. 10 ára ábyrgð framleið-
anda á litheldni. Hafið samband og
fáið nánari uppl. I'ris hf., sími 91-76050.
■ Varáhlutir
Benzfelgur til sölu, 14" original Benz-
felgur, verð aðeins 6 þús. stykkið.
Uppl. í síma 91-44107.
Bflar tfl sölu
GMC pallbíll, vinnu- og ferðabill með
6,2 1 dísilvél og 4ra hjóla drifi, árg.
’83, ekinn 77 þús., eins og nýr, með
vökvaknúinni snjótönn og Camper-
húsi, sem er lágt á keyrslu en hátt í
notkun. 4 svefnpokapláss, eidhús m/ís-
skáp og hiti. Selst saman eða sitt í
hvoru lagi. S. 91-17678m. kl. 17 og 21.
BMW 520ÍA ’88 til sölu, ekinn 26 þús.
km, demantssvartur, sjálfskiptur, sól-
lúga, sumar- og vetrardekk, álfeglur,
útvarp/segulband o.fl. Uppl. í símum
91-621122 á daginn, og 91-13569 á kv.
Sumarbústaðir
Seljum norsk hellsárshús. Stærðir 24
fm, 31 fm, 45 fm, 52 fm, 57 fm, 72 fm,
v 102 fm. Verð frá kr. 1.280.000. R.C. &
Co hf., sími 670470.
Japanskur pallbill, Isuzu ’82, ekinn 80
þús. km, dísil, með mæli, drif á öllum
hjólum, góð dekk, burðargeta 1,2 tonn,
hentugur fyrir útgerð o.fl. Húsið er
hægt að taka af. Verð 390 þús. Uppl.
í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21.
Daihatsu Charade ’88 til sölu. Vel með
farinn dekurbíll í topp standi. Aðeins
staðgreiðsla kemur til greina. Uppl. í
síma 34035.
Ford 80 pallbill með tvöföidu húsi, ný
dísilvél, 2ja tonna, tvöföld dekk að
aftan. Bifreiðasala fslands, Bíldshöfða
8, sími 675200.
Til sölu MMC L300 4x4, árg. ’88, ekinn
39.000 km, tvílitur.Uppl. í síma
92-12410.
Þessi glæsilega Porsche 911 bifreið er
til sölu. Allar nánari uppl. veitir Bíla-
miðstöðin í sftna 678008.
Toyota Hilux árg. ’85, ekinn 76 þús.,
bensín 2,2, 36” dekk, loftdæia, rörstuð-
ari, stólar, Ranco fjaðrir og demparar,
lækkuð drif. V. 1200 þús, skipti koma
til greina á mótorhjóli og bíl. Bílasala
Ragnars Bjarnasonar, s. 673434.
Audi Quattro 100, árg. ’85, 4x4, 5 gíra,
sóilúga, centrallæsingar o.fl. Toppbíll,
skipti á ódýrari möguleg. Uppl. í sima
15883 eða 77154 e.kl. 18.
▼
■ Ymislegt
Akryl pottar, með og án nudds, verð frá
75.142.-, sýningarpottur á staðnum,
allir fylgihiutir fáanlegir. Hönnun,
sala, þjónusta. K. Auðunsson hf,
Grensásvegi 8, sími 91-686088.
Mjög sterk gróðurhús til sölu, stærðir
frá 6,8-40 fm, með 4,2 mm gleri. Hafa
staðið af sér öll veður í vetur. Tilvalið
yfir hitapotta. Fáanleg í litum. Garð-
skálar hf., Lindarflöt 43, s. 657737.
Menning
Sígilt og nýmóðins
- ný finnsk tónlist á diskum
Þar sem finnsk tónlist hefur verið mjög fyrirferðar-
mikil í íslensku tónlistarlífi undanfarin misseri, ekki
síst fyrir tilstilli Sinfóníuhljómsveitar íslands og
stjórnanda hennar, Petri Sakari, er ekki úr vegi að
fara hér nokkrum orðum um nýja geisladiska frá Finl-
andia útgáfufyrirtækinu.
Þetta fyrirtæki hefur áður verið til umræðu í þessum
dálkum, og ekki að ófyrirsynju, því á undanfórnum
árum hefur það kappkostað að gefa út helstu perlur
finnskrar tónlistar með aöstoð bestu tónlistarmanna,
finnskra sem annarra, og nýjustu upptökutækni.
Segja má að fyrirtækið hafi beinhnis stuðlað að því
að breyta ímynd finnskrar tónhstar í hugum æði
margra tónlistarunnenda utan Finnlands, einkum í
enskumælandi löndum. Áður settu menn sjálfkrafa
samansemmerki milh finnskrar tónlistar og Síbelíus-
ar, en nú vita þeir að minnsta kosti af öðrum finnskum
tónskáldum, bæði módernistum eins og Merikanto,
Englund og Madetoja, og nútímatónskáldum eins og
Kokkonen og Sallinen, þökk sé Finlandia útgáfunni.
Um leið hefur hún innt af hendi mikilsverða land-
kynningu.
Verk meistarans
Sem þýðir ekki að Finlandia forsómi sjálfan Síbelíus
heldur gefur það reglulega út nýjar túlkanir á verkum
meistarans. Nýverið kom til dæmis út geisladiskur
(FACD 360) með nokkrum vinsælustu tónverkum Sí-
belíusar, fiðlukonsertinum fræga, sem nú er til í að
minnsta kosti þrettán útgáfum bara á geisladiskum,
og Finlandia og Karelía svítunum.
í þetta sinn er það tiltölulega lítt þekktur fiðluleik-
ari frá ísrael, Miriam Fried, sem fer með aðalhlutverk-
ið. Og gerir það stórvel, nær fram miklum syngjandi
í leik sínum, teygir auk þess úr hæga kaflanum (adagio
di molto) uns hann virkar hæfilega angurvær. Fíl-
harmóníuhljómsveitin í Helsinki undir stjórn Okko
Kamu gerir svítunum síðan bestu skil.
Frönsk áhrif
Einn af módernistunum sem nefndur var hér áðan,
Leevi Madetoja, á tvær sinfóníur á öðrum geisladiski
(FACD 011). Madetoja (1887-1947) var einrænn og
þunglyndur persónuleiki sem fór nokkuð aðrar leiðir
í tónsmíðum en ílestir samtímamenn hans í Finn-
landi. Þeir sóttu sér gjaman menntun og innblástur
til Þýskalands, en Madetoja ggkk í smiðju til franskra
tónskálda af impressjóníska skólanum, Ravel, Roussel
og Saint-Sans. Ahrifa þeirra, svo og Síbelíusar, gætir
í sinfóníunum á þeim diski sem hér er til umræðu, nr.
2 & 3, sem eru með ljóðrænu sniði, en þó þrungin óróa
og spennu. Hvort tveggja era áhrifamikil verk sem
vert væri að kynna hér á tónleikum. Fílharmóníu-
hljómsveitin í Tampere leikur fyrri sinfóníuna undir
stjóm Paavo Rautio en Helsinki filharmónían þá
seinni, stjómandi þar er Jorma Pahula.
Finnska tónskáldið Leevi Madetoja.
Tórdist
Aðalsteinn Ingólfsson
Kammerverk
Avanti kammersveitin var stofnuð af nokkrum ung-
um finnskum hljómsveitarstjórum, þar á meðal
Jukka-Pekka Saraste og Esa-Pekka Saíonen, sem báðir
era vel þekktir hér á landi. Þessi kammersveit hefur
á stefnuskrá sinni að leika og kynna lítt þekkt kam-
merverk finnskra tónskálda. Á fyrstageisladiski sveit-
arinnar (FACD 365) eru verk eftir Aare Merikanto
(1893-1958), lærisvein hans, Paavo Heininen (f. 1938)
og Magnus Lindberg (f. 1958), sem nam hjá Heininen.
Merikanto var einn af frumkvöðlum nútímatónlistar
í Finnlandi og mætti miklum andbyr meðan hann hfði.
Þaö var svo upp úr 1970 að farið var að endurmeta
tónhst hans, og full ástæða th, ef marka má „10 hljóm-
sveitarkafla“ hans á umræddum diski.
Hljómsveitarkaflamir eru í anda Debussy, í senn
lagrænir og með innbyggðu expressjónísku áreiti, og
er hver og einn lítið meistaraverk. Verk Heininens
hefur sérkennilega hljóðfæraskipan: klarínett/saxó-
fónn, fiauta, harpa, fiðla, selló og slagverk, og þróast
í ýmsar áttir, mestmegnis í blæbrigðaleit, er þó þægi-
lega ljóðrænt.
Yngsta tónskáldið, Lindberg, á síðan það verk sem
er erfiðast áheyrnar „Ritratto" (portrett) fyrir 18 hljóö-
fáeri. Þetta er tónverk með tilraunasniði, ýmiss konar
tóneffektar era prófaðir en ekki leiddir til lykta.