Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990.
51
f
3
í
1
1
\
I
í
;
Afmæli
Hundrað ára
Guörún Sigríður Bergþórsdóttir,
Dvalarheimili aldraöra, Borgarnesi,
er hundraö ára í dag. Guðrún Sigríð-
ur er fædd á Brennistöðum í Borgar-
hreppi og ólst upp á Ölvaldsstöðum.
Hún var í námi í Alþýðuskólanum
á Hvítárbakka 1906-1907 og síðan í
húsmæðradeild Kvennaskóla
Reykjavíkur. Guðrún var einn
stofnanda og í stjórn Kvenfélags
Borgarness. Hún var í stjórn nefnd-
ar kvenfélagsins sem sá um fram-
gang Skallagrímsgarðs í Borgarnesi
og tók virkan þátt í stjórn hans.
Guörún er ern og við góða heilsu
og hefur búið heima í sínu eigin
húsi þangað til fyrir einu ári að hún
flutti á elliheimih Borgarness. Guð-
rún giftist 1911 Þorkatli Guðmunds-
syni, f. 26. nóvember 1874, kaup-
manni í Borgarnesi. Foreldrar Þor-
kels voru Guðmundur Auðunsson,
b. í Jafnaskarði í Stafholtstungum,
og kona hans, Guðrún Bjarnadóttir.
Dætur Guðrúnar og Þorkels eru
Guðrún Lilja, f. 26. júlí 1914, hjúk-
runarfræðingur í Rvík, gift Gunnari
Sigurðssyni, sonur þeirra er Gunn-
ar, f. 17. september 1949, sálfræðing-
ur, og Þórdís, f. 5. desember 1917,
íþróttakennari, gift Kristjáni
Fjeldsted, b. í Ferjukoti í Borgar-
firði. Synir þeirra eru Sigurður
Fjeldsted, f. 9. apríl 1941, Þorkell
Fjeldsted, f. 28. ágúst 1947, b. í Ferju-
koti, og Guörún Fjeldsted, f. 30. des-
ember 1952, reiðkennari. Guðrún
giftist 16. nóvember 1928 seinni
manni sínum, Jóhanni Magnússyni,
f. 5. maí 1874, d. 22. mars 1950, spari-
sjóðsstjóra í Borgarnesi. Foreldrar
Jóhanns voru Magnús Jónsson, b. í
Glerárskógum í Hvammssveit, og
kona hans, Guðbjörg Einarsdóttir.
Sonur Guðrúnar og Jóhanns var
Reiðar, f. 18. júní 1931, d. 1979, starfs-
maður Mjólkursamlags Borgarness,
kvæntur Hönnu Marinósdóttur.
Systkini Guörúnar: Bergþór, f. 13.
maí 1893, d. 17. nóvember 1967, b. á
Ölvaldsstöðum, kvæntur Ásgerði
Þorvarðardóttur; Halldóra, f. 27. fe-
brúar 1888, gift Niels Petersen,
veiðimanni í Vancouver; Sigurjón,
f. 21. febrúar 1886, d. 17. mars 1887,
ogGuðmundur, f. 7. júlí 1883, d. 17.
júlí 1883. Bróðir Guðrúnar, sam-
feðra, var Steinar, f. 1. desember
1896, d. 12. maí 1897.
Foreldrar Guðrúnar voru Bergþór
Bergþórsson, f. 14. mars 1854, d. 19.
desember 1941, b. á Ölvaldsstöðum,
og kona hans, Halldís Guðmunds-
dóttir, f. 26. febrúar 1855, d. 24. sept-
ember 1926. Bergþór var sonur
Bergþórs, b. og hafnsögumanns í
Straumfirði, Bergþórssonar, b. og
sjómanns á Lambastöðum í Álfta-
neshreppi, bróður Ármanns,
langafa Gauks Jörundssonar, um-
boðsmanns Alþingis. Annar bróðir
Bergþórs var Eyjólfur, langafl Hall-
dórs Reynissonar, prests í Hruna.
Bergþór var sonur Bergþórs Þor-
valdssonar, b. í Þverholtum, Sig-
urðssonar og konu hans, Kristínar
Árnadóttur. Móðir Bergþórs á Öl-
valdsstöðum var Guðrún Sigurðar-
dóttir, b. á Langárfossi, Sigurðsson-
ar, og konu hans, Guðrúnar Odds-
dóttur, b. á Hvítsstöðum, Magnús-
sonar. Móðir Odds var Ragnheiður
Oddsdóttir, systir Margrétar,
langömmu Sveins Helgasonar á
Hvítsstöðum, afa Magnúsar Þor-
grímssonar, sálfræðings i Rvík.
Móðir Sigurðar var Hallfríður Jóns-
dóttir, b. á Hamraendum, Halldórs-
sonar, lögréttumanns á Smiðjuhóli,
Axelssonar, lögréttumanns á Hömr-
um í Grímsnesi, Jónssonar, sýslu-
manns á Reynisstað, Sigurðssonar,
lögmanns í Einarsnesi, Jónssonar.
Móðursystir Guðrúnar var Hali-
dóra, amma Axels Blöndal læknis,
fóður Hannesar Blöndal prófessors.
Halldís var dóttir Guðmundar, b. og
hreppstjóra í Hjörsey, Sigurðssonar,
bróður Jóns, langafa Guðjóns Frið-
rikssonar sagnfræðings. Móðir
Halldísar var Jóhanna, systir Höllu.
langömmu Jóns Oddssonar hrl. Jó-
hanna var dóttir Jóns, dbrm. og
hreppstjóra í Álftanesi, Sigurðsson-
Guðrún Sigriður Bergþórsdóttir.
ar, og konu hans, Ólafar Jónsdótt-
ur, útvegsb. í Háteigi á Akranesi,
bróður Þorsteins, langafa Bjarna
Þorsteinssonar, prests og tónskálds
á Siglufirði. Jón var sonur Einars,
prests í Vindási í Kjós, Torfasonar,
prófasts á Reynivöllum í Kjós, Hall-
dórssonar, bróður Jóns, prófasts og
fræðimanns í Hítardal, föður Finns,
biskups í Skálholti. Móðir Einars
var Sigríður Pálsdóttir, prófasts á
Gilsbakka, Gunnarssonar, og konu
hans, Helgu Eiríksdóttur, b. á Fitj-
um, Oddssonar, biskups í Skáiholti,
Einarssonar.
85 ára
Jón Jónsson,
Varmadal I, Kjalarnesi.
80 ára
Aðalheiður Loftsdóttir,
Völlum við Breiöholtsveg, Reykjav.
Anna G. Hallmundsdóttir,
Kúrlandi 8, Reykjavík.
75 ára
Þórður Bogason,
Rauðalæk 18, Reykjavík.
Jóna Guðrún Stefánsdóttir,
Maríubakka8, Reykjavík.
Ragna Stefánsdóttir,
Silfurbraut 6, Hofshreppi.
EsterLandmark,
Hafnargötu 10, Siglufirði.
60 ára
Þórarinn Þórarinsson,
Þórustíg 32, Njarðvík.
Engilbert Halldórsson,
Bröttugötu 12, Vestmannaeyjum.
50ára
Sigurjón Skúlason,
Lyngheiði 25, Hverageröi.
Erna Sampsted,
Stórholti 25, Reykjavík.
Fanney Haraldsdóttir,
Stafnesvegi 3, Miöneshreppi.
40 ára
Hjálmar Jónsson,
Lambastaðareykjum, Fljótahreppi.
Guðrún Gerður Sæmundsdóttir,
Hraunbæ 22, Reykjavík.
Hólmfríður Þóröardóttir,
Smáragrund 1, Sauðárkróki.
Steinunn Ámundadóttir,
yíðimel, Seyluhreppi.
Ásta Michaelsdóttir,
Fagrabergi 52, Hafnarfirði.
Anna Gunnlaug Jónsdóttir,
Asparfelli 2, Reykjavík.
Eyþór Borgþórsson,
Flúðaseli 14, Reykjavík.
HörðurÓlafsson,
Víðihlíö 12, Sauðárkróki.
Ólafía Þórðardóttir
Ólafía Þórðardóttir húsmóðir, sem
nú dvelur að Sólvangi í Hafnarfirði,
er níutíu og fimm ára í dag.
Ólafía fæddist í Gerðum í Landeyj-
um. Hún ólst upp frá tveggja ára
aldri hjá Þorsteini Thorarensen á
Móeiðarhvoli, og konu hans, Sól-
veigu Guðmundsdóttur. Hún fiutti
til Reykjavíkur og giftist þar 22.1.
1916 Böðvari Jónssyni, f. í Dagverð-
arnesi9.3.1894, en hann drukknaði
1920. Dóttir Ólafiu og Böðvars er
Ingunn Böðvarsdóttir, f. 10.7.1917.
Annar maður Ólafíu var Guð-
mundur Ólafsson, f. 13.2.1896, frá
Skuld í Reykjavík, en þau slitu sam-
vistumeftirsexár.
Börn Ólafiu og Guðmundar eru
Anna Guðmundsdóttir, f. 4.10.1921,
Hermann Ingólfur Guðmundsson,
f. 17.10.1925, d. 1989, og Helga Bryn-
dís Guðmundsdóttir, f. 9.11.1926.
Þriðji maður Ólafíu er Stefán
Hannesson, en þeirra dóttir var Jó-
hanna Rósa, f. 10.2.1931, d. 1965.
Auk þess ól Ólafía upp aö miklu
leyti elsta barnabarn sitt, Ólaf Böð-
var Erlingsson, f. 1.8.1934, en af-
komendur Ólafíu eru nú orðnir um
áttatíu tcdsins.
Auk húsmóðurstarfanna vann Ól-
afía i fískvinnu og stundaði hrein-
gerningar og þvotta. Hún hefur ætíð
verið söngelsk, söng lengi í kórum
og spilaði á orgel.
Ólafía er tvíburi en tvíburasystir
Ólafía Þórðardóttir.
hennar, Kristjana, lést 18.4.1964. Þá
átti hún alsystur, Soffíu að nafni, f.
24.7.1887. Auk þess átti svo Ólafía
þrjúhálfsystkini samfeðra, Kristj-
án, f. 2.6.1876, Helga, f. 30.9.1877 og
Hjört, f. 25.9.1883, en hálfsystir
hennar sammæðra var Ingunn
Bárðardóttir, f. 17.5.1880, d. 11.2.
1916.
Foreldrar Ólafíu voru Þórður
Þórðarson á Melum á Kjalarnesi, f.
28.9.1844, d. 20.3.1897, og Ingunn
Eiríksdóttir frá Litlagerði í Hvol-
hreppi, f. 30.7.1851, d. 21.9.1940.
Ingunn var dóttir Eiríks Berg-
steinssonar, b. á Árgilsstöðum í
Fljótshlíð, og Margrétar Snorradótt-
ur.
Meyvant Meyvantsson
Meyvant Meyvantsson leigubif-
reiðastjóri, Nesvegi50, Reykjavík,
er sextugurídag.
Meyvant fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp en hann hefur ætíð átt
þar heima. Hann hóf nám í bif-
vélavirkj un en hætti námi og fór
að aka vörubíl hjá Þrótti fyrir fóður
sinn, Meyvant Sigurðsson frá Eiði.
Mey vant vann síðan við akstur á
eigin bíl, ýmist viö vöru- eða fólks-
flutninga. Um tíu ára skeið var
Meyvant til sjós og þá sem mat-
sveinn eða vélstjóri. Frá 1970 hefur
Meyvant ekið eigin bíl hjá BSR.
Meyvánt gekk ungur í Sjálfstæð-
isflokkinn og hefur gegnt þar ýms-
um trúnaðarstörfum.
Meyvant kvæntist 26.12.1957
Huldu Harðardóttur, fóstru og hús-
móður, f. 15.2.1937, dóttur Harðar
Sigurjónssonar bifreiðastjóra, f.
2.8.1913, og Friðbjargar Hannes-
dóttur húsmóður, f. 27.1.1911, d.
8.9.1989, en þau Hörður og Frið-
björg störfuðu lengst af hjá Reykja-
lundi.
Börn Meyvants frá því fyrir
hjónaband: Anna M. Kervin, f. 18.3.
1950, húsmóðir í Texas í Bandaríkj-
unum, gift Butch Kervin, f. 16.1.
1940 en börn Önnu eru Aðalheiður,
f. 7.8.1970, og Halldór Jón, f. 15.9.
1968, en sonur hans er Jóel Daði,
f. 5.8.1987; Guðmundur, f. 23.10.
1955, í sambýli með Lindu Baldurs-
dóttur, f. 12.8.1963, en synir Guð-
mundar eru ívar, f. 1.2.1988, og
Guömundur, f. 2.8.1979; Stella, f.
10.12.1955, en sonur hennar er Sig-
urður Þórarinsson, f. 27.12.1976.
Sonur Meyvants og Huldu er Sig-
urður Frímann, f. 1.12.1969.
Systkini Meyvants: Sigurbjörn
Frímann, f. 26.6.1913, d. 31.1.1951;
Þórunn Jónína, f. 2.8.1914, d. 11.8.
1981; Valdís, f. 4.1.1916; Sverrir
Guðmundur, f. 6.10.1919; Sigriður
Rósa, f. 2.6.1918; Ríkarður, f. 20.1.
1922, d. 7.1.1983; Þórólfur, f. 23.8.
1923, ogElísabet, f. 24.5.1927.
Foreldrar Meyvants: Meyvant
Sigurðsson, f. 5.4.1894, bifreiða-
stjóri í Reykjavík, og kona hans,
Björg María Elísabet Jónsdóttir, f.
26.12.1891, d. 13.1.1974.
Meyvant, faðir afmælisbarnsins,
er sonur Sigurðar Frímanns Guð-
mundssonar, sjómanns í Guðnabæ
í Selvogi, og Sigurbjargar Sigurðar-
dóttur. Bróöir Siguröar í Guðnabæ
var Ólafur, afi ívars Jónssonar,
skrifstofustjóraÞjóðleikhússins.
Sigurður í Guðnabæ var sonur
Guðmundar, b. í Sogni í Ölfusi,
Ólafssonar, b. í Hvammi í Ölfusi,
Ásbjarnarsonar, b. á Hvoli, Snorra-
sonar, bróður Jóns, afa Valgerðar,
seinni konu Jóns Sæmundssonar,
ættföður Húsatóftaættarinnar.
Móðir Guðmundar var Inghildur,
systir Jóns, langafa Halldórs Lax-
ness. Annar bróðir Inghildar var
Einar, langafi Vals leikara, föður
Vals bankastjóra og Garðars, föður
Guömundaralþingismanns. Systir
Inghildar var Solveig, langamma
Arinbjarnar Kolbeinssonar læknis.
Inghildur var dóttir Þórðar, b. á
Vötnum, Jónssonar og konu hans,
Ingveldar, systur Gísla, langafa
Vilborgar, ömmu Vigdísar Finn-
bogadóttur. Bróðir Ingveldar var '
Guðmundur, langafi ðlafs, afa Ól-
afs Ólafssonar landlæknis. Guð-
mundur var einnig langafi Lilju,
ömmu Karls Kvaran listmálara.
Annar bróðir Guömundar var Jón,
langafi Konráðs, langafa Júlíusar
Hafstein borgarfulltrúa. Ingveldur
var dóttir Guðna, b. í Reykjakoti,
Jónssonar, ættfööur Reykjakots-
ættarinnar.
Móðir Siguröar var Þóranna
Rósa Ólafsdóttir, smiðs á Vatns-
enda í Vesturhópi, Ásmundssonar,
b. á Halldórsstöðum í Laxárdal,
Sölvasonar. Móðir Þórönnu var
Vatnsenda-Rósa skáld, systir Sig-
ríðar, langömmu Sigurðar Nordal
og Jónasar Kristjánssonar læknis,
afa Jónasar Kristjánssonar rit-
stjóra.
Elísabet, móðir afmælisbarnsins,
var dóttir Jóns, frá Dölum í Fá-
skrúðsfirði, Bjarnasonar, b. þar,
bróður Þorbjargar, móður Jóns
Ólafssonar, ritstjóra, skálds og al-
þingismanns, föður Sigríðar, móð-
ur Hákonar skógræktarstjóra og
Jóns Ólafs verkfræðings, föður
Halldórs, forstjóra Steypustöðvar-
innar. Kona Bjarna í Dölum var
Elísabet Þórólfsdóttir.
MóðirElísabetarvarÞórunn <
Bjarnadóttir. Móðir Þórunnar var
Málfríður Jónsdóttir frá Núpstaða-
hjáleigu, systir Lísbetar, föð-
urömmu Ríkarðs myndhöggvara
og Finns listmálara Jónssona.
Meyvant tekur á móti gestum á
Hótel íslandi í dag, klukkan
16-19:00.
Guðrún Guðmundsdottir
Guðrún Guðmundsdóttir, fyrrv.
húsfreyja í Fagrahvammi við ísa-
fjörð, nú til heimilis að Stórholti 9
á ísafirði, er áttræð í dag.
Guðrún fæddist að Brekku á Ingj
aldssandi og bjó þar sina bernsku-
daga. Hún bjó í Hveragerði sem
húsfreyja frá 1934-48 og var síðan
bóndakona í Fagrahvammi við ísa-
íjörö frá 1949-86. Þá flutti hún úr
Fagrahvammi í Stórholt 9.
Auk þess að stjórna stóru sveita-
heimili tók hún að sér börn, bæði
til sumardvalar og heilsársdvalar.
Eru þau börn ótalin sem þau hjón-
in í Fagrahvammi hafa hjálpað til
manns á þennan hátt.
Guðrún hefur tekið virkan þátt í
störfum Kvennfélagsins Óskar og
verið í mörg ár í sóknarnefnd ísa-
íjarðarprestakalls.
Guðrún giftist 1932 fyrri manni
sínum, Guðmundi Einari Kristins-
syni, f. 18.3.1911, d. i október 1948.
Foreldrar hans voru Kristinn Guð-
laugsson, hreppstjóri og b. að Þóru-
stöðum í Ölfusi, og kona hans,
Guðrún Snorradóttir ljósmóðir.
Hún giftist 1950 seinni manni sín-
um, Hirti Sturlaugssyni bónda, f.
7.4.1905, d. í júlí 1986. Foreldrar
hans voru Sturlaugur Einarsson,
b. að Snartartungu í Bitrufirði, og
kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja.
Börn Guðrúnar og Einars: Svav-
ar Einarsson, f. 23.6.1934, vélstjóri
og starfsmaður hjá Rafmagnsveitu
ríkisins, kvæntur Margréti Þórar-
insdóttur og eiga þau fjögur börn:
Kristján Einarsson, f. 14.1.1940,
starfar hjá Pósti og síma, kvæntur
Matthildi Björnsdóttur húsfreyju
og eiga þau fimm börn; Guðmund-
ur Einarsson, f. 7.5.1943, vélstjóri
og kennari við MÍ, kvæntur Ólöfu
B. Veturliðadóttur kaupmanni og
eiga þau fjögur börn.
Börn Guðrúnar og Hjartar eru
Arndís Hjartardóttir, f. 16.11.1950,
skrifstofumaður, gift Finnboga
Bernódussyni framkvæmdastjóra
og eiga þau fimm börn; Einar Hjart-
arson, f. 18.5.1953, framkvæmda-
stjóri, kvæntur Elínóru Rafnsdótt-
ur meinatækni og eiga þau eitt
barn, og Guðbjörg Hjartardóttir, f.
29.3.1955, húsfreyja, gift Magnúsi
Halldórssyni verktaka og eiga þau
þrjú börn.
Stjúpbörn Guðrúnar: Sverrir
Hjartarson, f. 16.5.1931, starfsmað-
ur Braathens-flugfélagsins í Stav-
anger, kvæntur Sólveigu Hjartar-
dóttur og eiga þau fjögur börn;
Bernharö Hjartarson, f. 10.5.1932,
búfræðingur, var kvæntur Guð-
rúnu Jensdóttur og eiga þau fjögur
börn; Anna Hjartardóttir, f. 26.5.
1935, starfsmaður Fjórðungs-
sjúkrahússins á ísafiröi, var gift
Sigurði Guðmundssyni málara-
meistara sem lést í desember 1984
og eignuðust þau þrjú börn; Hjör-
dís Hjartardóttir, f. 26.5.1939, skrif-
stofumaður, gift Pétri Sigurðssyni,
forseta ASV, og eiga þau tvö börn.
Fósturbörn Guðrúnar og Hjartar
eru Gísli Steindór Guðnason; Jón
Magnússon; Gunnlaugur Valtýs-
sonogJón Hafijörð.
Foreldrar Guðrúnar voru Guð-
mundur Einarsson, b. og refaskytta
á Brekku á Ingjaldssandi, og Guð-
rún Magnúsdóttir húsfreyja.
Guðrún tekur á móti gestum í
Sigurðarbúð, húsi Slysavarnafé-
lags íslands, á afmælisdaginn eftir
klukkan 18.