Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Side 36
52
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Jarðarfarir
Liney Helgadóttir, Hrafnagilsstræti
38, Akureyri, sem lést 7. maí, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30.
Oddný Margrét Halldórsdóttir, Erlu-
hrauni 4, Hafnarfirði, sem lést á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi 8. maí
sí, verður jarðsungin frá Víðistaða-
kirkju fostudaginn 18. maí kl. 13.30.
Útfor Helga Eiríkssonar, bónda,
Fossi á Síðu, fer fram frá Prest-
bakkakirkju fóstudaginn 18. maí kl.
14.
Siguijón Þórðarson, Æsufelli 6,
Reykjavík, sem lést þann 9. maí sl.,
verður jarðsunginn frá Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 17. maí kl.
13.30.
Sigríður Ása Gísladóttir, Breiðagerði
6, sem lést fimmtudaginn 10. maí,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík, fóstudaginn 18. maí kl. 15.
Klara Margrét Arnarsdóttir, Grjóta-
seh 10, sem andaðist 10. maí sl., verð-
ur jarðsungin frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30.
Petrea Ingimarsdóttir Hoffmann, Ei-
ríksgötu 31, Reykjavík, sem lést
þriðjudaginn 8. maí sl., verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni á morgun,
fimmtudaginn 17. mai kl. 13.30.
Magnús Björnsson símamaður lést
9. maí. Hann fæddist 24. júní 1914 á
Þorbergsstöðum. Magnús lauk prófi
sem búfræðingur frá Bændaskólan-
úm á Hvanneyri. Hann starfaði
lengst af við skeytasendingu hjá Rit-
símanum í Reykjavík. Eftirlifandi
eiginkona hans er Inger Ester Niku-
lásdóttir. Þau hjónin eignuðust sex
börn. Útför Magnúsar verður gerð
frá Neskirkju í dag kl. 15.
Tónleikar
Síðustu áskriftartónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar
Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníu-
iiljómsveitar íslands á þessu vori verða
í Háskólabíói nk. fimmtudagskvöld kl.
20.30. Á efnisskrá verða eingöngu verk
eftir Beethoven: Forleikur úr Leonara
nr. 3, aríur úr Fídelio og að lokum sinfón-
ía nr. 9. Einsöngvarar verða Ingrid Hau-
bolt, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar
Cortes og Guðjón Óskarsson auk söng-
sveitarinnar Fílharmóníu. Kórstjóri er
Úlrik Ólafsson en hljómsveitarstjóri
Petri Sakari. Sinfóníuhljómsveitin hefur
flutt alla sína starfsemi í Háskólabíó og
fer miðasala þar iram frá kl. 13-17 dag-
lega.
Tapað fimdið
Seðlaveski tapaðist
Svart seðlaveski með lyklum, visakorti
og peningum tapaðist i gær, líklegast á
jLækjartorgi. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 84707.
Fimdir
Sálarrannsóknarfélag íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn
fimmtudaginn 17. maí kl. 20.30 að Soga-
vegi 69. Fundarefni: 1. venjuleg aðalfund-
arstörf, 2. Guðmundur Einarsson flytur
erindi.
Kvenfélag Kópavogs
heldur gestafund fimmtudaginn 17. maí
kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Skemmtiat-
riði, happdrætti og veitingar. Konur í
Kópavogi velkomnar.
ITC deildin Gerður
Fundir ITC deildarinnar Gerðar verður
haldinn í dag, 16. maí, kl. 19.30 í Viðey.
Stef fundarins er: Alltaf má fá annað skip
og annað fóruneyti. Á dagskrá er m.a.
kynning á hjúkrunarstörfum og innsetn-
ing nýrrar stjómar. Upplýsingar veita
Bjamey í s. 641298 og Dagmar s. 45934.
Foreldrafélag misþroska
barna heldurfund
Nú er 3. starfsári Foreldrafélags mis-
þroska barna að ljúka. Síðasti fundur
vetrarins verður haldinn í dag, 16. maí,
kl. 20.30 í Æfingadeild Kennaraháskólans
á mótum Bólstaðarhlíðar og Háteigsveg-
ar. Fundarefni verður: Réttindi barna til
aðstoðar í skólakerfmu og hjá Trygginga-
stofnun. Arthur Morthens verður gestur
ásamt Þór Þórarinssyni frá-Svæðisstjórn
Reykjaness. Foreldrar og aðrir em hvatt-
ir til að koma, ræða málin og kynna sér
þaö sem er að gerast.
Neytendafélag Borgarfjarðar
efnir til fundar í Félagsbæ, húsi Verka-
lýðsfélags Borgamess, í kvöld, 16. maí,
kl. 20.30. Á fundinum verður þallað um
eftirfarandi efni: Opin svæði - einkagarö-
ar, samspil manns og náttúm. Landslags-
arkitektamir Kolbrún Þóra Oddsdóttir
og Ragnar Frank Kristjánsson flytja er-
indi og útskýra teikningar. Sædís Guð-
laugsdóttir garðyrkjufræðingur fjallar
um vorverk í görðum. Fundurinn er öll-
um opinn. Neytendafélag Borgarfjarðar
hefur á undanfórnum ámm efnt til
margra fræðslufunda og hafa þeir verið
vel sóttir.
Tilkyimingar
Sögusnældur - ævintýri
ffyrir börn
Hörpuútgáfan hefur gefið út í nýrri út-
gáfu átta ævintýrasnældur. Hér er um
að ræða gullkorn úr barnabókmenntum:
Þekktustu ævintýri H. C. Andersen, æv-
intýri úr þjóðsögum Jóns Árnasonar,
ævintýri eftir Zacharías Topehus og fleiri
gömul og góð ævintýri. Barnasögur á
snældum njóta stöðugt vaxandi vinsælda
og em kærkomin hvíld frá sjónvarpinu.
Sögumaður ævintýranna er Ileiðdís
Norðúörð sem er löngu kunn fyrir vand-
aðan flutning á bamaefni í bamatímum
ríkisútvarpsins. Snældumar em unnar í
Hljóðrita í Hafnarfiröi. Kápugerö og
teikningar em eftir Brian Pilkington.
Litgreint og prentað í Prentsmiðjunni
Odda hf. Auk framantalinna sögusnælda
hefur Hörpuútgáfan á boöstólum snæld-
ur með sögum og ævintýrum eftir Heiö-
dísi Norðfjörð, sögur fyrir svefninn og
jólasögur, alls sextán sögusnældur.
Ferðafélag íslands
Miðvikudagur 16. maí kl. 20.
Sólarganga við Slunkariki og Lónakot.
Mætum vel í fyrstu kvöldgöngu vorsins.
Verð 500 kr., frítt f. börn m. fullorðnum.
Brottfor frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. Allir velkomnir. Munið þriðja
áfanga í afmælisgöngunni kl. 10.30 og 13
sunnudaginn 20. mai.
Jakkafatadagar í herra-
fataverslun Birgis
Dagana 16.-20. maí hyggst Herrafata-
verslun Birgis standa fyrir svokölluðum
, jakkafatadögum" í versluninni að Fáka-
feni 11. Á jakkafatadögunum verður
bryddað upp á mörgum nýjungum sem
koma ættu áhugafólki um karlmanna-
tísku skemmtilega á óvart. Meðal annars
verður kynnt sumartískan frá ýmsum
tískumerkjufti. Boðið verður upp á sér-
pantanaþjónustu á jakkafótum. Að auki
veitir Herrafataverslun Birgis 15% af-
slátt af öllum jakkafotum í búðinni með-
an á jakkafatadögunum stendur. Há-
punktur daganna verður á Hótel íslandi
að kvöldi 19. maí þar sem Icelandic Mod-
els sýna það helsta í herrafatatískunni.
Herrafataverslun Birgis áformar að
standa fyrir ýmsum öðrum „fatadögum"
í framtíðinni, þar sem boðnar veröa vör-
ur, verð og þjónusta sem ekki eru á boð-
stólum dagsdaglega.
Hjartans þakkir til allra er sjndu mér vinarhug með heimsókn-
um, höfðinglegum gjöfum og skeytum á 8j ára afrnœli mínu þann
12. maísíðastliðinn.
GuÖ blessijkkur öll
Alexander Guðjónsson
Kvikmyndir___________________________
Laugarásbíó - Pabbi ***
Þrjár kynslóðir þumbara
Hér er karldýr tegundarinnar
homo sapiens tekið fyrir og rann-
sakað á dálítið sérstakan hátt.
Karlmenn eru lokaðir og bældir
tilfinningalega og verða fyrir vikið
iöulega afskiptir þegar hin mýkri
gæði lífsins eru annars vegar. Eina
leiðin fyrir þá til að breyta þessu
er að koma út úr skelinni, eða
jakkafötunum, og leyfa sér að
skæla þegar það á við og hlæja eins
og fávitar, eða yfirleitt gera það
sem rödd hjartans segir þeim
hverju sinni.
Jack Tremont er kvaddur heim
þegar móðir hans er lögð inn á
sjúkrahús vegna hjartaáfalls. Hann
kemst að því að í langri fjarveru
hans hefur faðir hans hrörnað og
elst mikið og er orðinn hálfgert
skar sem viljasterk móðirin stjóm-
ar eins og leikbrúðu í smæstu atrið-
um. Hann nær að lífga föður sinn
talsvert við og kemur hans eigin
sonur nokkuð þar við sögu en sá
er hændari að afa sínum en föður.
Atburðarásin í myndinni er
nokkuð margþætt og koma margar
skrautlegar persónur við sögu.
Leikstjórinn Goldberg sem einnig
skrifaði handritið eftir sögu Will-
iam Wharton hefur hér unnið mjög
frambærilegt verk. Þrátt fyrir upp-
runa sinn er myndin furðu lítið
væmin og tekst oft að sýna erfið
og viðkvæm samskipti í raunsæju
Jack Lemmon er bráðskemmtileg-
ur og dregur upp sannfærandi
mynd af gamla manninum.
ljósi og draga upp skýra mynd af
fjölskyldu sem er aðeins samstæð
á yfirborðinu en líður fyrir skort á
nánum samskiptum. Þetta er auð-
vitað aðeins hægt með góðum lei-
kurum.
Ted Danson sem er í miklu dá-
læti vestra um þessar mundir leik-
ur Jack og ferst það nokkuð vel úr
hendi. Þó ber hann það með sér að
hlutverk af þessu tagi eru ekki
beinlínis sniðin fyrir hann. í
nokkrum atriðum ræður hann ekki
við verkefniö. Jack gamli Lemmon
er eins og fiskur í vatni í sínu hlut-
verki. Hann leikur af miklu öryggi
og dregur upp bráðskemmtilega og
sannfærandi mynd af manninum
sem á hverjum morgni í 40 ár
mætti í vinnuna sem hann hataði
og telur sig því eiga rétt á gleði á
sínum síðustu dögum.
Ethan Hawke leikur Billy sonar-
son. Stráksi er flinkur leikari þó
ungur sé og minnast áhorfendur
eflaust glæsilegrar frammistöðu
hans í Dead Poets Society. Hawke
sýnir þarna að hann er leikari sem
vert er að gefa gaum í framtíð-
inni. Hér er á ferðinni mynd sem
eflaust höföar ekki sérstaklega til
þess unga og áhyggjulausa fólks
sem einu nafni nefnast bíógestir og
hefur trúlega ekki eirð í sér til að
sitja undir þessari „tilflnninga-
vellu“. Hinir sem hafa gaman af
góðum leik og dálítið alvarlegri
kvikmyndagerð geta alveg séð af
einni kvöldstund í félagsskap
Tremont fjölskyldunnar.
Dad - amerisk - Laugarásbíó. Aöal-
hlutverk: Ted Danson, Jack Lemmon,
Olympia Dukakis og Ethan Hawke.
Páll Ásgeirsson
Merming
Norrænir útvarpsdjassdagar: 8
Norræna stórsveitin
í Borgarleikhúsinu
Sá sem þetta ritar var svo óheppinn að missa af fyrri
hluta tónleika á sunnudagskvöldið vegna auglýsingar
er kynnti að þeir hæfust kl. 22.00 í stað 21.00. Því er
lítið hægt að segja frá upphafi tónleikanna. Ég heyri
þó, akkúrat núna þegar þetta er ritað, lokatónana í
verki Stefáns S. Stefánssonar, „Vindhviður“, af seg-
ulbandi. Heyra má rokk- og latinsveiflu og ekki fer
milli mála að Stefáni lætur vel að skrifa fyrir stór-
sveit, eins og hann sýndi og sannaði, er hann var feng-
inn til að skrifa fyrir stórsveit danska útvarpsins í
hittifyrra, en það verk hlaut mjög góðar viðtökur ytra.
Einleikarar hjá Stefáni núna voru hinir frábæru
Finnar Markku Johanson á flygilhorn og trommarinn
Jartsa Karonen. Stjórnandi var Jukka Linkola „For-
spil til en dansk folkesang" eftir Ole Koch Hansen var
næst á dagskrá. Ljúf melódía með þjóðlegum blæ og
rokkaður sólókafli. En það er vont mál að fjalla um
tónleika eftir segulbandsupptöku og best að hætta
slíku strax.
Við náðum að heyra þrjá kafla af fimm úr hinni
ágætu „Jazz Ballroom“ svítu Gugge Hedreniusar sem
hann stjórnaði sjálfur og dansaði gjarnan um sviðið
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
samkvæmt mottói sínu, að hollt sé að dansa og fólk
skuli láta sálina í sér dansa hafi fæturnir ekki pláss.
Eftir hlé tók svo Jukka Linkola aftur við sem stjórn-
andi sveitarinnar, er hún flutti verk hans „Malaria",
„Syrena“, „The Game is Over“, „Ice“ (frekar en
,,Eyes“?), fallegt og dulúðugt verk, og að síðustu „Fri-
ends“, þar sem skandínavísku trommararnir þrír léku
m.a. listir sínar. Jukka er svaka fínn útsetjari og þetta
var hátíðlegur endir á Norrænu útvarpsdjassdögunum
í Reykjavík. Hljómsveitin í smóking, hljómaði vel og
einleikarar stóöu sig með prýði eins og við var að
búast.
Þá er víst ekki annað eftir en að þakka fyrir sig. Sem
ég geri hér með og eflaust fyrir hönd íjölmargra
ánægðra gesta sem sóttu þessa ágætu músíkhátíð.
Fjölmiðlar DV
Að láta kvömina mala
Það var ánægjulegt að setjast í
sófann í gærkvöld, halla sér aftur
og hlusta á útvarpsleikrít, eitt af
þessum gömlu góðu. Leikritiö hét
Þegar tunglið ris og er eftir ein-
hverja lafði Gregory.
Þetta var upptaka írá 1963 og þar
var að heyra gamalkunnar leikara-
raddir. Leikritið ijallaði í stuttu
máli um leit lögrelgumanna að
fanga sem sloppið haföi úr fangelsi
á írlandi. Atburöarásin átti sér staö
að kvöldi til við höfnina þar sem
lögregluforingi nokkur sat fyrir
þrjótnum. Sá sem leitað er að kem-
ur að höfninni í gervi farandsöngv-
ara. Eftir nokkra söngva og sam-
ræöur við lögregluforingjann hefur
hann á kænlegan hátt fengið yfir-
valdiö til að setja skyldur sínar til
hliðar, þó svo að eitt hundrað pund
væru í veði, og leyfa sér aö komast
í bát sem væntanlegur var til að
sækja hann.
Þannig fór sú saga. Þetta leikrit
var ekki yfirmáta merkílegt en
nógu vel gert til að standast tímans
tönn, Það sem hins vegar vakti
mann sérstaklega til umhugsunar
var hversu sjaldan maður gefur sér
tíma til að hlusta á útvarpsleikrit
núorðið. Það er synd. Maður nán-
ast gleymir því hve gaman er að
þurfa að ímynda sér sögusviðið og
persónumar, útlit og þeirra hegð-
an. Hugsið ykkur hve gaman það
er að nota ímyndunaraflið, láta
kvörnina mala. Kannski er einmitt
þaö orðið of erfitt fyrir sjóvarps-
fíkilinn. Hann er mataður bæði um
eyru og augu og litíð verður eftir
fýrir ítnyndunaraflið. Leikrit vik-
unnar var nánast helgistund á
flestum heimilum hér óður, synd
að svo skulí ekki vera lengur.
Haukur Lórus Hauksson