Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 53 Skák Þessi staöa kom upp á svæðismótinu í Lyon á dögunum, i skák Meulders og Miralles, sem hafði svart og átti leik. Hann hefur unnið peð og nú gerði hann skemmtilega út um tafliö: 8 7 6 5 4 3 2 1 20. - Rbl! 21. Hc2 Ef 21. Rxbl fellur hrók- urinn á a2 og 21. Hxa8 er vitaskuld svar- að með millileiknum 21. Rxd2 með skák. 21. - Rxc3 22. Hxa8 Hxa8 23. bxc3 Hal + 24. Rel Ba4! Lokahnykkurinn. Eftir 25. Hb2 Bxc3 er öllu lokið. Hvítur gafst upp. Frakkinn Lautier, yngsti stór- meistari heims, sigraði örugglega á mótinu og ávann sér þátttökurétt á millisvæðamótinu sem hefst í Baguio á Filippseyjum í lok júní. Tveir ís- lendingar, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson verða þar meðal 64 keppenda. I 1 # k i. lii k A k k % S A aiá&á ABCDEFGH Bridge Austurlandsmót í sveitakeppni fór ný- lega fram og þar kom þetta spil fyrir. Með spil NS voru Bjami Sveinsson og Magnús Ásgrímsson úr sigursveitinm, en AV voru bræðumir Kári Ásgrimsson og Helgi Ásgrímsson. Það voru þvi þrír bræður sem öttu kappi þama við borðið. Magnús og Bjami spila afbrigði af sterku laufakerfi sem byggir á Neopolitan, og er eins laufs opnunin sterk og spyr jafn- framt um kontról. Sagnir gengu þannig fyrir sig, suður gaf: * D953 V 1087 ♦ 643 + KG8 * 10864 V 932 ♦ ÁK75 + 97 * G V G65 ♦ D10982 + 10632 * ÁK72 ¥ ÁKD4 ♦ G + ÁD54 Suður Vestur Norður Austur 1+ pass lt pass 1 G pass 2 G pass 3» pass 3* pass 4+ 64 pass p/h 4¥ pass Eitt hjarta sagði frá 6 eða fleiri punktum og 0-2 kontrólum. Síðan era sagnir eðli- legar nema 4 lauf sem spurðu um ná- kvæman fjöldá kontróla, en fjögur hjörtu sögðu frá einu kontróli. Sagnhafi ákvað að taka áhættuna af að félagi væri með laufkóng en ekki tígulkóng og stökk í slemmuna. Nú lítim hún mjög vel út og stendur í flestum tilfellum þar sem suður er hálfneyddur til að fmna trompleguna. En litum á hvemig spilamennskan gekk fyrir sig. Austur hóf vömina með tígli út sem Helgi átti á kóng. Hami sá nú fyr- ir sér hvað gerast myndi með rólegri vöm og ákvað að reyna að leiða sagnhafa á villigötur. Hann spilaöi í öðrum slag spaðaáttu! Sagnhafi gat ekki stillt sig um að setja níuna, til þess að ráða við GlOxx hjá austri ef legan væri slæm. Þar með var vörninni tryggður óvæntur tromp- slagur og spilið fór einn niður. Falleg til- þrif. Krossgáta Lárétt: 1 tæpast, 5 nakin, 8 svelgur, 9 stráði, 10 steintegund, 11 bardagi, 12 fæddi, 13 fugla, 15 hróp, 17 smáfískur, 18 stöngin, 20 guð, 21 fundur, 22 nudda. Lóðrétt: 1 greind, 2 þátttakendur, 3 ósanngjöm, 4 glata, 5 braml, 6 ellegar, 7 skráðar, 12 keyrðum, 14 söngflokka, 16 mjúk, 19 strax. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 und, 4 kært, 8 Lárus, 9 ýr, 10 trónir, 12 agn, 13 auö, 14 munir, 16 MA, 17 sparkar, 19 sagnir. Lóðrétt: 1 ultum, 2 ná, 3 dróg, 4 kunn, 5 æsi, 6 rýru, 7 troða, 11 raupa, 13 arki, 15 nag, 16 mar, 17 ss, 18 ró. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkviliö sími 3300, brana- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótek- anna í Reykjavík 11. maí - 17. maí er í Árbæjarapóteki og Laugarnesapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22 aö kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en til kl. 22 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreíðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgjdögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11166, Hafnar- fjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. HeimsólCTiartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítaians: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. ■ Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Vísir fyrir 50 árum 16. maí: Ein milljón manna berst við Sedan Skotdrunurnarfrá Belgíu heyrastalla leið til Englands. Spakmæli Sá sem hefur ekki skapgerð er ekki maður- hann er hlutur. Sebaastian Chamfort. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega ki. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga ki. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi. Uppl. í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á iaugard. frá 1.5-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 11-17. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard. og sunnud. kl. 14-17 og þriðjudagskvöld kl. 20-22. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 14.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14-18 og eftir nánara samkomulagi í síma 52502. J. Hinriksson, Marltime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriöjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugardaga og sunnudaga, kl. 11-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 686230. Akureyri, sími 24414. Keflavík, sími 15200. Hafnaríjörður, sími 51336. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópa- vogur, sími 27311, Seltjarnarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík og Sel- tjarnarnes, sími 621180, Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarijörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, * sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis o'g á helgidögum ^ er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Líflínan. Ef þú hefur ghyggjur eða vandamál þá er til lausn. Hringdu í síma 62-37-00. Líflinan allan sólarhringinn. x. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 17. mai Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Sýndu klæki til að ná settu marki í dag. Þú mátt búast við ýmsu óvæntu sem þú ættir að notfæra þér. Þaö verður i mörgu að snúast en rólegra i kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú getur veriö ánægður með úrlausnir í dag. Sérstaklega hvað þig varðar persónulega. Æstu þig ekki út af smáatrið- Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þaö gæti orðið mikill hamagangur í kring um þig til að fá þig til að styðja eitthvað sem þú ert á móti. Fylgdu innsæi þínu. Happatölur era 12, 21 og 25. Nautið (20. april-20. maí): Reyndu að hafa stjórn á ákafa þínum í dag. Láttu það ekki á þig fá þó það reynist erfitt fyrir þig að fá upplýsingar. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þótt hlutirnir gangi ekki eins og þú óskaðir fyrri hluta dagsins, þaö rætist úr er líöa tekur á. Þér gengur vel í viöskiptum í dag. Krabbinn (22. júní-22. júli): Skap þitt einkennist af óákveðni. Þú flögtar á milli og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Veldu þér hvetjandi sam- starfsaöila. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Láttu ekki ákafa þinn leiöa þig á villigötur. Skipuleggðu verkefni þitt áður en þú byrjar. Stundaðu heimavinnu þína vel. Happatölur eru 2, 14 og 26. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú verður að reikna meö að það hafi ekki allir sömu orku og úthald og þú. Breytingar á áætlun heima fyrir geta vald- ið vandræöum. Vogin (23. sept.-23. okt.): Varastu að vera of tilfinninganæmur gagnvart gagnrýni, spáðu heldur í hvað betur megi fara. Sýndu einhverjum ánægjulegt viðmót. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú ert ævintýragjarn í meira lagi í dag og hegðar þér í sam- ræmi við það. Þrátt fyrir allt nærðu góðum árangri. Varastu allan kjaftagang. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú hefur í mörg horn að líta í dag. Gættu sérstaklega að þér í verkefnum sem þú framkvæmir með öðrum. Vertu viö- búinn ruglingi eða misskilningi yfir smáatriðum. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Ef þú hefur einhverjar breytingar í huga skaltu framkvæma þær núna. Farðu þér hægt þvi að það er ekki víst að þú hafir stjórn á öllum hlutum í dag. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.