Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 10
24
MIÐVIKUDAGUR13: JÚNÍ'199D.
Akureyri
,/Kemur fyrir aö við hreyfum
ekki bíl á næturvaktinni"
SIEMENS
heimilistæki í sérflokki.
Samræmt útlit. Sanngjarnt verð.
SÍR HF.
Reynishúsinu, Furuvöllum 1,
Akureyri, sími 27788.
Hyundai framleiðir mikið úrval af tölvum til að henta
þörfum hvers og eins. Til dæmis gerð SUPER 286 E:
• 1 Mb vinnsluminni
• 40 Mb harður diskur
• Raðtengi og hliðartengi
• VGAIitaskjár
og að auki fylgir SAMRAÐS hugbúnaðarpakki með
ritvinnslu, gagnagrunni, töflureikni, samskiptahug-
búnaði og dagatali.
Með öllu þessu kostar SUPER 286 E gerðin aðeins
kr. 204.753 eða kr. 184.278 staðgreitt!
TÆKNIVAL
- segir Garðar Aðalsteinsson, formaöur leigubifreiðastjóra
Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri:
Það eru ekki mörg ár síðan ferða-
menn, sem komu til Akureyrar,
höfðu á orði að aldur leigubifreiða-
stjóra í bænum væri furðulega hár,
og akstursmátinn samkvæmt því.
Aðkomumenn höfðu jafnvel á orði
að svo hægt væri ekið stundum að
ekki væri mikið seinlegra að fara
gangandi en með leigubifreið!
„Það er rétt að á tímabili var aldur
margra leigubifreiðastjóranna hér
nokkuð hár, þetta var visst tímabil
sem við komumst yfir og það hafa
margir hætt störfum á síðustu tveim-
ur árum, menn sem höfðu keyrt lengi
og voru orðnir gamhr í hettunni,"
segir Garðar Aöalsteinsson sem er í
forustu félags bifreiðastjóra hjá Bif-
reiðastöð Oddeyrar eins og leigubif-
reiðastöðin heitir á Akureyri.
„Það eru 27 bílar á stöðinni hjá
okkur,“ segir Garðar. „Þetta er leyfi-
legur fjöldi en okkur finnst þetta
vera mjög rýmilegt. Vinna virka
daga hefur dregist saman með auk-
inni bílaeign almennings, en við veit-
um þjónustu sem bærinn getur ekki
verið án.
Við höfum líka aukið þessa þjón-
ustu frá því sem áður var. Fyrir um
tveimur árum fórum við að hafa hér
vaktir á nætumar í miðri viku sem
ekki var áður, og það eru alltaf tveir
menn á þeirri vakt. Ef þeir þurfa
báðir út í einu er símsvari á stöðinni
sem tekur við beiðnum um akstur.
Við skiptum þessum vöktum á milli
okkar, og satt að segja er oft mjög
lítið að gera. Það kemur fyrir að við
hreyfum ekki bíl á næturvaktinni og
launin era því ekki til að hrópa húrra
fyrir. Við htum hins vegar á þetta
sem þjónustu við bæjarbúa, alveg
eins og þá þjónustu okkar að selja
bensín og halda hér opinni verslun
frá klukkan 7 á morgnana og fram
til klukkan 2 á næturnar og ahan
sólarhringinn um helgar. Það er dýrt
fyrir okkur að veita þessa þjónustu
en við geram það samt sem áður.“
Starfsbræður ykkar í Reykjavík hafa
í auknum mæli orðið fyrir hkamsá-
rásum í starfi sínu á undanfórnum
árum, hefur eitthvað borið á shku á
Akureyíi?
„Nei, við höfum sem betur fer alveg
sloppið við það, og okkar viðskipta-
vinir eru upp til hópa mjög gott og
þægilegt fólk við að eiga. Við keyrum
auðvitað drukkna menn, sérstáklega
um helgar, og það er eins og gengur
og gerist en ekkert til að hafa orð
á,“ sagði Garðar.
Hvað gera menn þá á nóttunni þeg-
ar ekkert er að gera í akstrinum?
„Við reynum að halla okkur, einnig
gerum við hreint á stöðinni, og svo
grípa menn í spil annað slagiö. Við
reynum einhvern veginn að láta tím-
ann líða,“ sagði Garðar.
Garðar Aðalsteinsson við bíi sinn: „Veitum þjónustu sem bærinn getur ekki verið án.
DV-mynd gk
Búnaðarbanki íslands
60 ára - Traustur banki