Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Page 12
26 Akureyri MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. I>V „í Sjallanum er alltaf góö stemning," segir Sigurður Thorarensen. DV-myndirgk Framkvæmdastjóri Sjallans: Hótaði að fara ekki til Akureyrar á næstunni - segir Sigurður Thorarensen dansstaöur, hér eiga að vera ýmsar uppákomur og við fórum því að huga að því í vetur að setja hér upp „show“. Niðurstaðan varð að setja upp sýningu með Pálma Gunnars- syni söngvara sem við kölluðum „Staðan í hálileik“ og það er skemmst frá því að segja að sú sýn- ing gekk mjög vel fram á vor.“ - Hvemig hefur þér líkað að búa á Akureyri? „Mér hefur líkað það mjög vel, enda er þægilegt og rólegt að búa á A'iureyri og mjög afslappað. Það er stutt í allar áttir og maður tekur ekki bensín nema einu sinni í mánuði miðað við fjórum sinnum fyrir sunn- an. Hér er mjög gott að vera með börn og ég er ekki frá því að á stað eins og Akureyri gefi maður sér meiri tíma með þeim en væri maður búsettur fyrir sunnan." - En eru Akureyringar jafn„lokaðir“ og erfiðir að kynnast og stundum er sagt? „Þetta hefur verið sagt, en það hlýt- ur að hafa breyst og ég hef alls ekki fundið fyrir því. Mig langar hins veg- ar að koma því að að hér í Sjallanum vinnur mikið af ungu fólki um tví- tugt, og mér fmnst eins og ungt fólk hér á Akureyri hafi til að bera meiri ábyrgðartilfinningu en jafnaldrar þess fyrir sunnan." - Er þessi landsfræga „Sjallastemn- ing“ sem stundum er talað um, til staðar? „Ég veit ekki hvort hægt er að tala um einhverja sérstaka Sjallastemn- ingu. Hitt er ljóst að í Sjallanum er jafnan mjög góð stemning og fólk sem kemur hingað til bæjarins fer helst Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: „Þegar Ólafur Laufdal bauð mér að fara norður á Akureyri og taka við rekstri Sjallans kom það mjög óvænt upp á. Ég hafði verið á ferð- inni á Akureyri nokkrum mánuðum áður í skíðaferð og varð veðurteppt- ur þar í nokkra daga og þegar ég komst loksins suður hótaði ég því á flugvellinum fyrir norðan að fara ekki til Akureyrar á næstunni. En þegar þetta kom upp ráðfærði ég mig við fjölskylduna og það varð úr að við drifum okkur norður," segir Sig- urður Thorarensen, framkvæmda- stjóri Sjallans. Sigurður er 32 ára viðskiptafræð- ingur. Hann hafði unnið við heild- verslun í eigin fyrirtæki áður en hann hóf störf hjá Ólafi Laufdal á útvarpsstöðinni Stjörnunni nokkr- um mánuðum áður en sú útvarps- stöð sameinaðist Bylgjunni. Sigurður segir að þegar hann kom norður sl. sumar hafl „ferðamanna- vertíðin“ verið í hámarki og nóg að gera í Sjallanum. „Ég byrjaði á að kynna mér reksturinn sem ég hafði ekki unnið við áður og í framhaldi af því að gera samninga við hljóm- sveitir og skemmtikrafta. Eitt af fyrstu verkunum var líka að fara í breytingar á húsinu og færa það nær hinum „gamla Sjalla“ ef ég má orða það svo. Mér fannst hönnun hússins eftir brunann undarleg eins og það að setja sviðið inn í miðjan sal. Það var fært á sinn stað aftur, allt málað og teppalagt og húsið gert skemmtilegra í alla staði. Sjallinn á að vera meira en bara Kaupmaðurinn á hominu: Vil vera minn eigin herra - segir Hermann Traustason Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég hef aldrei unnið við verslun áður. Hins vegar hlossaði hjá mér upp áhugi á því að vinna eitthvað fyrir sjálfan mig, vera minn eigin herra, og það ætla ég að gera í fram- tíðinni," segir Hermann Trausta- son, kaupmaður í versluninni Esju við Norðurgötu, en Hermann rekur verslunina ásam' konu sinni, Geröi Þorvaldsdóttur. Hermann segist hafa unnið við eitt og annað um dagana. M.a. vann hann í Noregi í fjögur ár og á síð- asta ári vann hann við bílaryðvörn í Reykjavík eða þar til í desember að hann tók við rekstri Esju. „Það er gott að vera kaupmaður- inn á horninu hér á Eyrinni. Það voru þó ekki allir bjartsýnir á að þetta myndi ganga vel og ég var varaður við. En með mikilli vinnu gengur þetta upp og ég er ánægður með starfið. Verslunin hefur líka aukist mik- ið. Ég versla með kjöt, mjólk, brauð og nýlenduvörur og fólk virðist kunna vel við að geta gengið að þessum vörum hér langt fram á kvöld. Ég hef mína föstu viðskipta- vini og þeir eru á öllum aldri. Þetta er mjög gott og ég hef ekki áhuga á að fara aftur að vinna hjá öðr- um,“ sagði Hermann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.