Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Page 26
40
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990.
GvlnE
hátalarar
ONKYO
hljómtæki
HUHMillBR
S(mi (96) 23626 NO/Glerárgötu 32 • Akureyri
Þjónustumiðstöðin við Leiruveg.
DV-myndir gk
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Að mínu mati er þessi stöð hér við
Leiruveginn glæsilegasta þjónustu-
miðstöð þessarar tegundar á
landinu," segir Vilhelm Ágústsson
um þjónustumiðstöð Bílaleigu Akur-
eyrar og Höldurs við Leiruveg á
Ákureyri.
Þjónustumiðstöðin var byggð upp
þegar nýi vegurinn yfir leirurnar var
tekinn í notkun og gamli vegurinn
innan flugvallarins var lagður af.
Þar er rekin venjuleg þjónusta sem
er á svokölluðum „nestum“, bensín-
sala annars vegar og sala á ýmsum
varningi um lúgur hins vegar.
„Það sem við erum sérstaklega
ánægðir með hér viö Leiruveginn er
veitingastaðurinn Lindin sem er á
efri hæðinni. Þar höfum við innrétt-
að lítinn en ákaílega snotran veit-
ingastað og erum þar með góða þjón-
ustu. Ef veður er gott opnum við út
á þakiö þar sem fólk getur þá notið
matarins í góða veðrinu,“ segir Vil-
helm.
„Við erum einnig með skemmtilega
nýjung við Leiruveginn. Hún er sú
að hér höfum við hjólabáta til leigu
fyrir fólk en það er ákaflega
skemmtilegt aö fara í bát hér út með
Leiruveginum í góðu veðri. Þeir sem
vitja geta einnig keypt hjá okkur
veiðileyfi í bensínstöðinni og rennt
fyrir silung hér innan við veginn.
Við seljum allt í bensínstöðinni sem
þarf til þessa veiðiskapar,“ sagði Vil-
helm.
o Pústkerfið færðu hjá okkur \
o
Sendum í póstkröfu!
0
0 Gott verð ■ Gæðaþjónusta 0
0
Hjólabátarnir eru til taks og ekki amalegt að nota þá i góða veðrinu.
r\
ATH. Verslið hjá fagmanninum }
BílaY.örubúðin
FJOÐRIN
Skeifunni 2
82944
________J
Vilhelm Agústsson: „Glæsilegasta þjónustumiðstöðin."