Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Qupperneq 28
Akureyri
„Helenu
stokk-
- urinn"
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990.
Helena meö stokkinn landsfræga sem var skírður í höfuðið á henni.
DV-mynd gk
Einnig mikið úrval af bikurum
og öðrum verðlaunagripum.
Pantið tímanlega.
GULLSMIÐIR
Sigtryggur & Pétur
Brekkugötu 5 - Akureyri.
Sími: 96-23524.
VERÐLAUNAPENINGAR
stærð 42 mm.
KYNNTU ÞER
glæsilegu,
mjúku heimilistækjalínuna frá
Verð 220 kr. stk
með áletrun
Öll heimilistækin í samræmdu
útliti á hagstæöu veröi
Við liðsinnum þér af þekkingu
VALSMÍÐI sf., Frostagötu 6c,
Akureyri, sími 96-23003
-------------' L^tÍU’---
Einar Farestveit&Co.hf
DORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆOI
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Helena Eyjólfsdóttir er söngkona
sem ekki þarf aö kynna, svo lengi
hefur hún staðið á sviðinu og sungið
fyrir landsmenn. Það vita hins vegar
e.t.v. færri að hijóðfæri nokkurt hef-
ur verið skírt í höfuðið á henni, og
heitir það Helenustokkur.
t „Já, það er nú það. Við keyptum
^ svona hljóðfæri fyrir mjög mörgum
árum í Reykjavík og viö köllum þaö
alltaf „djækaló". Þaö fór ekki aö
heita Helenustokkur fyrr en Egill
Ólafsson Stuðmaöur mætti með
svona hljóðfæri í sjónvarpinu fyrir
nokkrum árum og sagði að það héti
Helenustokkur. Ég man það bara að
ég sótroðnaði fyrir framan sjón-
varpið," segir Helena þegar hún er
spurð um Helenustokkinn.
„Ég hafði aldrei heyrt þetta orð
fyrr en það hefur fest viö hljóðfærið
og er meira að segja komið inn í
slangurorðabók sem var gefin út. Það
er bara gaman að eitt hljóðfæri skuli
vera kennt við mig.“
Þú notar þetta hljóðfæri mikið?
„ Já, ég notaði þetta mjög mikið með
hljómsveit Ingimars í gamla daga, í
spænskum lögum t.d. og nota það
reyndar mikið enn í minni hljóm-
sveit í dag sem er hljómsveit manns-
ins míns, Finns Eydal.“
Helena segir að hinn eini og sanni
Helenustokkur hafi orðið fyrir slysi
í Húsafelh einu sinni. „Það datt úr
honum botninn í einu laginu og eir-
flögur, sem voru inni í honum,
hrundu niður á hljómsveitarpallinn
og niður um rifur á honum. Friðrik
Bjamason, málari hér á Akureyri,
tók stokkinn, mattaði hann allan upp
og bætti inn í hann eirflögum. Síðan
kom hann með stokkinn til mín til
að prófa hann en það vantaði fleiri
eirflögur í hann til að fá rétta hljóð-
ið. Þegar bætt hafði verið í hann eir-
flögum var svo allt límt vandlega
saman, málað og lakkað svo hann
var mjög fallegur eftir þessa viðgerð.
Það má eiginlega segja að það hafi
verið dekrað heilmikið við þennan
stokk og að hann hafi farið í andlits-
lyftingu."