Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
Fréttir
íbúar að Engihjalla 25 senda kvörtunarbréf til lögreglunnar í Kópavogi:
Innbrot í bíla og
skemmdir á eignum
„Viö enim einungis aö fara fram á
það við lögregluna í Kópavogi að hún
fylgist með því sem hér er að gerast.
Okkur frnnst að lögreglan hafl ekki
sinnt umkvörtunum okkar eða gert
mikið til þess að upplýsa innbrot í
bíla og skemmdir sem hafa verið
unnar á póstkössum hér í blokk-
inni,“ sagði Krisján Magnússon, íbúi
í Engjahjalla 25.
Síöasthðinn fóstudag sendu íbúar
í blokkinni við Engjahjaila 25 lög-
reglunni í Kópavogi svohljóðandi
bréf. „Á umhðnu ári hefur verið
brotist inn í sex bfla og skemmdir
unnar á öðrum fjórum við Engihjaha
25 í Kópavogi. Einnig hafa póstkassar
í anddyri verið skemmdir og inni-
hald þeirra eyðflagt. Þá hefur verið
kveikt í rush við útidyr. Þessi vand-
alismi er óþolandi. Æskjum við und-
irrituð íbúar hússins eftir því að lög-
reglan í Kópavogi taki máhð fóstum
tökum því við teljum að unnt sé að
upplýsa málið.
Með von um skjót og góö viðbrögð
og fyrirfram þakklæti. Virðingar-
fyhst, íbúar við Engihjalla 25 í Kópa-
vogi.
„Við teljum að það sé ákveðinn
hópur unglinga sem safnast gjarnan
saman fyrir utan sjoppu hér í
grenndinni sem stendur fyrir þess-
um lögbrotum. Sjálfur hef ég orðið
fyrir allverulegum óþægindum af
hendi þessar unglinga. Eg er með
sendibíl og það var brotist reglulega
inn í hann tvisvar til þrisvar í viku
í allan síðstliðinn vetur og stohð úr
honum vörum og dóti. Ekki alls fyrir
löngu var svo stohð hér úr leigubíl
verðmætum fyrir um 140 þúsund
krónur.
Þetta er orðin alger plága sem er-
fitt er að búa við og okkur íbúunum
hér í blokkinni finnst að lögreglan
hafi ekki staðið sig sem skyldi til að
upplýsa þessi mál, því gripum við tfl
þess ráðs að rita þeim bréf,“ sagði
Krisján.
Að sögn Ásgeirs Péturssonar, bæj-
arfógeta í Kópavogi, verður kahað til
fundar með fulltrúum frá Félags-
málastofnum Kópavogs og lögregl-
unni í dag.
„Þetta er alvarlegt mál sem verður
tekið upp strax og reynt að meta
hvað þarna hafi komið fyrir,“ sagði
Ásgeir.
-J.Mar
Þjóðhátíöin í Reykjavík:
Fór fram með
mestu ágætum
Þijár kærur um líkamsmeiðingar
bárust lögreglu á þjóðhátíöardaginn,
17. júní. Ein þeirra var vegna þess
að manni var hrint í gegnum rúðu í
húsi við Veltusund. Maðurinn skarst
nokkuð. Hinar líkamsmeiðingarnar
voru minni háttar.
Færri gistu fangageymslur lögregl-
unnar en næstu tvær nætur á undan.
19 sváfu í Hverfisteini að lokinni
þjóðhátíð. Margt manna var í miðbæ
Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt.
Ölvun var ekki mjög mikil.
-sme
Iðnráðgjafi á
Vestfjörðum
Inga Dan, DV, Vestflörðum;
Stefnt er að því að iðnráðgjafi á
Vestfjörðum taki til starfa síðla sum-
ars eða í haust. Samkomulag hefur
tekist mihi Byggðastofnunar og
Fjórðungssambands Vestfirðinga
um að greiða í sameiningu kostnað
af starfi hans. Iðnráðgjafinn mun
hafa aðsetur í útibúi Byggðastofnun-
ar á ísafirði sem opnað verður í
stjómsýsluhúsinu í ágúst.
■ - ■
. .■ •
Eftir gróðursetninguna voru veitingar á boðstólum; harðfiskur, flatkökur með hangiketi, hvannarótarbrennivín og
íslenskur bjór. DV-mynd Hanna.
Þingvellir:
Sendiherrar gróðursettu
Þrír sækja
um yfirlæknis-
stöðuna
Hlynur Þór Magnúsaon, DV, Isafiröi:
Umsóknarfrestur um stöðu yfir-
læknis við Fjórðungssjúkrahúsið á
ísafirði rann út 1. júní. Þrír sóttu um:
Einar Jóhannesson í Svíþjóð, Bjöm
Þór Sigurbjömsson í Hafnarfirði og
Þorsteinn Jóhannesson í Reykjavík.
„Þetta er táknrænn stuðningur við
landgræðsluskógaátakiö og land-
græðslu hér á landi. Þessi gróður-
setning tókst vel og er hvatning til
allra sem að þessum málum standa,"
sagði Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri.
Um það bil 40 sendiherrar og starfs-
menn sendiráða hér á landi hófu á
laugardaginn gróðursetningu birki-
plantna í landi Kárastaða hjá Þing-
völlum í tilefni af landgræðslu-
skógaátaki 1990. Sendiherramir
höföu hver um sig forgöngu um aö
þeirra þjóöir styrktu átakiö með fjár-
framlögum til tijákaupa.
Um 300 birkiplöntur voru gróður-
settar á laugardaginn en siefnt er aö
gróðursetningu um 10 þúsund
plantna til viðbótar. Landslagsarki-
tekt ríkisins hefur skipulagt svæðið
og er ætlunin að þarna verði í fram-
tíðinni góður útivistarlundur.
-BÓl
Þorskganga frá Grænlandi á næstu vetrarvertíð:
Gæti orðið hundrað þúsund tonn
„Menn hafa verið að giska á aö
þetta geti orðið um hundrað þúsund
tonna stofnstærð af þorski sem hing-
að gengur frá Grænlandi á næsta ári
en allar slíkar tölur verður að taka
með varúð og auðvitaö fer þetta m.a.
eftir því hve mikið verður veitt við
Grænland á næstunni,“ sagði Ólafur
Karvel Pálsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, er DV spurö-
ist fyrir um það hvaða áhrif Græn-
landsþorskurinn gæti haft á íslenska
þorskstofninn á næsta ári. Þorsk-
kvótinn er nú um þijú hundmð tutt-
ugu og fimm þúsund tonn.
Þaö era einkum sjávarstraumar
sem valda því að stundum berst tölu-
verður fiöldi íslenskra þorskseiða til
Grænlands þar sem fiskurinn vex
upp. Þessi fiskur snýr aftur á íslands-
mið til hryggningar og getur þá haft
umtalsverð áhrif á þorkstofninn hér
við land. Síöast fór mikið af seiðum
til Grænlands 1984 sem var góður
árgangur.
„Smái fiskurinn, sem hefur verið
að veiðast við Suðvesturland að und-
anfómu, er hringormalítill og hefur
fieiri einkenni sem benda til þess að
hann sé frá Grænlandi. Aö vísu hafa
ekki ennþá fundist grænlensk merki
í fiskinum en reynslan hefur sýnt að
seiði, sem berast til Grænlands, snúa
aftur hingað sjö til átta ára. Ennþá
er þetta ekki mikið magn en við erum
aö vonast til að seiðin frá 1984 skili
sér á næsta ári og þvi þamæsta,"
sagöi Ólafur.
Olafur gat þess að um þessar
mundir væri verið að vinna aö
ástandsskýrslu um aflahorfur á
næsta ári en þar verða settar fram
tillögur Hafrannsóknastofnunar um
kvótanæstaárs. -KGK
Ríkisábyrgð á launum:
Wibii tr m
milljonir
frá ríkinu
á þessu ári
„Síðasta ár greiddum við út um
240 milljónir vegna ríkisábyrgðar
á launum við gjaldþrot Flest
bendir til aö upphæðin í ár verði
svipuð en í maílok höfðu um 65
milljónir verið greiddar. Oft er
Ijóst að ríkið fær ekkert greitt upp
í þetta með eignum þrotabús þar
sem engar eignir eru. Mörg ár
getur svo tekið að fá endanlega
úr því leyst hvort eitthvað fæst
upp í kröfu ríkisins," sagði Óskar
Hallgrimsson hjá félagsmála-
ráðuneytinu.
1. júlí nk. færist úrvinnsla þess-
ara mála til Tryggingastofnunar
ríkisins samkvæmt nýrri reglu-
gerð. Forræðið er þó enn hjá fé-
lagsmálaráðuneytinu og greiðsl-
ur fara út af reikningi þess.
-hnuj
Keflavík:
Annir hjá
lögreglu
Bílvelta varð á Sandgerðisvegi
á Miðnesheiði aðfaranótt sunnu-
dags. Bfll lenti út af veginum og
valt. Fimm manns vora í bifreið-
inni og var fólkið flutt á sjúkra-
' húsið í Keflavík. Meiðsli þess
voru ekki talin alvarleg.
Töluverðar annir vor hjá lög-
reglunni í Kefiavík um helgina,
mikil ölvun var í bænum og voru
sex ökumenn teknir granaðir um
ölvun við akstur.
-J.Mar
Nýr olíiigeyniir
í Örfirisey
Oliufélagið hf. er nú að byggja
:nýjan olíugeymi i Örfirisey. Aö
sögn Árna Ingimundarsonar
tæknifræðings kemur þessi
geymir sem viöbót við þá sem
fyrir eru og er svipaður að stærö.
Gunngeir Pétursson, skrif-
stofustjóri byggingarfulltrúa í
Reykjavík, segir að leyfi til þess-
arar byggingar hljóti að vera orð-
iö gamalt og minnist ekki sérs-
taklega afgreiðslu þess. í Örfiris-
ey sé afmarkað svæði sem leyfi
sé veitt til aö byggja á olíugeyma.
-hmó
Selfoss:
Lögreglan með
viðlegubúnað
Lögreglan á Selfossi hefur hjá
sér fiald, svefnpoka, útvarpstæki,
gastæki og fleira sem fannst við
Ásgarðslæk, austan við Sog í
Grímsnesi eftir hvítasunnuhelg-
ina. Greinilegt er að einhveijir
hafa skilið búnaðinn eftir.
Lögreglan biöur þá sem eiga
viðlegubúnaðinn að sækja hann
á lögreglustöðina á Selfossi.
-sme
Fjolgun
í Eyjum
Órnar Garðarason, DV, Vesttrteyj unv
íbúum i Vestmannaeyjum hef-
ur fiölgað um 68 frá þvi 1. des-
ember 1989. Hingað hafa flutt 116
en brottfluttir eru 83 á þessum
tíma. Frá 1. desember fram til 24.
maí 1990, samkvæmt skrá Upp-
lýsingamiðstöðvar Vestmanna-
eyjabæjar, fæddust 46 börn en 11
létust, Mismunur er 68 og er
fólksfiölgun því 1,4%.