Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Page 12
12
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
Spumiiigin
Hvenær ferðu að
sofa á kvöldin?
Bryndís Vilhjálmsdóttir dagmamma:
Ég fer yfirleitt seint að sofa, svona
um tólfleytið.
Guðbjörg Valdimarsdóttir nemi: Það
er misjafnt, svona á milli tólf og eitt
en seinna um helgar.
Ari Guðmundsson nemi: Það er jafn-
misjafnt og kvöldin eru mörg. Oftast
svona um miðnætti.
Gunnar Ingi Hafsteinsson nemi: Á
milli hálftólf og tólf. Um helgar vakir
maður fram undir morgun.
Eirikur Símonarson nemi: Eitt til
tvö. Um helgar sofna ég klukkan níu
á kvöldin.
Lesendur
DV
Islensk framtíð og ofurtrú á sérstöðu:
Ekkert í Evrópu, allt í Ameríku
Liggur framtíð íslendinga í kristaisölum Brussel-báknsins - eða í fríverslun-
arsamningi við Bandaríkin? Þvi svarar bréfritari fyrir sitt leyti hér að ofan.
Ragnar Guðmundsson skrifar:
Nú ganga ýmsir forsvarsmenn
okkar fram með oddi og egg í að
kynna framtíð íslendinga, sem liggi
í Evrópusamvinnu og inngöngu í
Evrópubandalagið. Það hefur meira
að segja veriö stofnaður sérstakur
samstarfshópur atvinnulífsins um
evrópska samvinnu og hefur fengið
heitið „SATES“ samkvæmt hinni
landlægu skammstöfunarreglu.
Þarna er um að ræða alls kyns
hópa og af mjög ólíku sauðahúsi,
bæði hvað varðar stjórnmálaskoðan-
ir og atvinnuhagsmuni. Nefna má
sjálft Alþýðusamband íslands,
BSRB, Félag ísl. iðnrekenda, Félag
ísl. stórkaupmanna, Landssamband
iðnaðarmanna, Stéttarsamband
bænda, Verslunaráð íslands, VSÍ og
Útflutningsráð íslands.
Ekki er annað að heyra og sjá en
að flest þessi samtök vilji standa
saman um þá framtíð sem okkur er
búin í Evrópubandalaginu og virðast
einnig vilja stuðla að því að þau geti
fariö að gera sig gild í evrópskri sam-
keppni sem allra fyrst. - Með eða án
„sérstöðunnar" sem þó hefur verið
eitt helsta hálmstráið sem gripið hef-
ur verið til, þegar áskakanir hafa
verið um að fara of geyst og ætla að
láta slag standa um séríslensk fyrir-
bæri, svo sem fiskveiðilögsögu, þjóð-
erni, tungumál, og hvaðeina sem á
tyllidögum er hampað sem undir-
stöðu aö tilveru þjóðarinnar.
En hvaða framtíð erum við að
sækjast eftir í gömlu Evrópu, sund-
urskotinni í fjöldastríðum aldanna,
samankreistri af keisurum, kóngum,
lénsherrum og kúgurum allt til þessa
dags. Hvaða skyldum erum við að
sækjast eftir? Hvar stöndum við í
næstu styrjöld sem háð verður í Evr-
ópu, eða hve mörgum flóttamönnum
verður okkur gert skylt að taka við
þegar fólksstraumuririn hefst frá
Sovétlýðveldunum til annarra landa
Evrópu? - Við skulum ekki gleyma
því að Rússland og fleiri ríki innan
Sovétlýðveldisins eru hluti af Evr-
ópu og eini griðastaður fólks frá þeim
ríkjum, ef til kemur, er að flýja í
vesturátt.
Ég get ekki séð að við íslendingar
eigum neitt vantalað um sameiningu
við Evrópu nútímans, frekar en við
áttum áður við Evrópu fortíðarinnar.
Evrópa hefur aldrei getað staðið ein
þegar á reynir og mun ekki frekar
geta í náinni framtíð, þótt hún sam-
eini mynt og afnemi tollskýli um
þjóðbraut þvera.
Það er í Vesturheimi sem við ís-
lendingar getum vænst stuðnings úr
því sem komið er. Þar eigum við að
leita eftir samningum um fríverslun,
sem nægir okkur og myndi vera án
kröfu um afnot af fiskveiöilögsögu
eða annarra skilyrða um afsal á landi
eða lausafé. - Það er ábyrgðarhluti
islenskra ráðamanna að æra svo ís-
lenskan almenning að hann heyri og
sjái þá eina framtíð að eigra kol-
timbraður um kristalsali Bríissel-
báknsins og biðja um góðan skilning
á sérstöðu Islands sem hafi óvart álp-
ast til að taka þátt í ævintýrinu.
í sól og sumaryl á útimarkaði á Húsavík.
Land tvískiptrar
veðráttu
vænst þess að fá allgott sumar og
stundum með afbrigðum gott, með
hitastigi allt að að 25-30 gráðum. Við
hér erum fóst í hitastigi í kringum
8, mest 12 gráður.
Einn vinnufélagi minn, sem var aö
koma úr nokkurra daga ferðalagi að
noröan, nánar tiltekið frá Húsavík
og svæðinu þar í kring, var að segja
okkur tíðindi þama úr hlýjunni. Þar
stæðu konur við straúbretti í görð-
unum, handverksmenn færðu vinnu
sína út úr húsi og fólk léki við hvem
sinn fingur í sólargeislunum. Já,
þetta er oröið land óumbreytanlegrar
tvískiptrar veðráttu. - Verst er að
geta þá ekki skroppið norður, t.d.
helgi og helgi, vegna þess að kostnaö-
urinn er orðinn ofviða almenningi,
fargjöld dýr og sómasamleg gisting
innanlands ásamt fæði á staðnum
ekki á færi venjulegra launamanna.
Eina ráðið er að flytja norður eða
austur. Það er kannski kominn tími
til að dæmið um byggöaröskun snú-
ist við.
Guðjón Ólafsson skrifar:
Þaö er ónotaleg tilfinning, fmnst
mér, aö uppgötva að í landi okkar
hefur nú um nokkurt skeið verið við-
varandi eins konar stööluð veðrátta,
sem er okkur hér á suðvesturhom-
inu allverulega í óhag. Og það er
ekki einu sinni svo gott að annað-
hvort sé hér vondur vetur og þá
sæmilegt sumar eða öfugt heldur
þarf veðráttan að vera með þeim
ummerkjum að nú orðið er hér sunn-
anlands, og alltaf á suðvesturhom-
inu, hin andstyggilegasta veðrátta
sem hugsast getur allt árið.
Auðvitað emm við hér á þéttbýlis-
svæðinu ekkert vem sett en aðrir á
þessu stóra svæði, en það versta við
þetta er að ekki er von á neinum
breytingum í bráð og veðráttan fer
frekar kólnandi en hitt.
Norðanlands og allt til Austfjarða
að norðan og svo á Suðurlandi aust-
an til er svo allt annað og betra veð-
urfar. Þrátt fyrir harðan og kaldan
vetur á þeim stöðum getur fólk þó
Konur til
Þórarinn Björnsson skrifar:
Mig langar til að koma á framfæri
fyllsta stuðningi mínum við Jafnrétt-
isráð og lýsa yfir stuðningi mínum
við konur almennt.
Það getur ekki gengið lengur þetta
karlaveldi, aftur úr forneskju, og að
karlar séu eingöngu eða að mestu
leyti leiöandi afl í framkvæmdum og
á miklu hærri launum í þjóðfélaginu.
- Ég spyr okkur karlmenn: Hvar
værum við staddir ef við hefðum
ekki konur til að flýja til og leita
huggunar hjá þegar illa gengur? Þær
bjargar
ala okkur börn og hugsa um þau að
mestu leyti meðan þau eru ósjálf-
bjarga.
Hér á íslandi væri engin þjóð ef
konur fyrr á árum hefðu ekki drýgt
hetjudáðir til bjargar íslenskum
heimilum frá vergangi og upplausn
- og gera enn í dag.
Ég læt þessu lokið að sinni, en ég
hugsa ávallt til ykkar, konur, með
hlýjum hug og opnu hugarfari. - Svo
óska ég yfirráða kvenna alla næstu
öld til að jafna reikningana við okkur
karlana.
Svíar lina
skattheimtuna
Egill Sigurðsson hringdi:
Nú berast þær fréttir frá Svíþjóð
að þar í landi sé hin harða skatt-
heimta á'undanhaldi og nú sé svo
komið að yfir 80% launþega greiði
engan tekjuskatt lengur. Þetta er nú
kannski ekki nema eðlilegt í því vel-
ferðarríki sem Svíþjóð hefur lengst
af viljað vera. En þar var þó svo kom-
ið að fólk með góðar miðlungstekjur
og þar yfir, var hætt að vinna ákveð-
inn tíma ársins, því megnið af tekj-
unum fór í skattheimtuna, á meðan
fjölmennir hópar manna unnu alls
ekkert og lifðu á því opinbera.
Allt er þetta að snúast við, Svíar
eru að draga í vírinn með greiðslur
til þeirra sem sannanlega nenna ekki
að vinna og létta um leið sköttum af
hinum vinnandi almenningi sem hef-
ur hingað til boriö uppi sænskt kerfi
- velferðar eða hvað sem við viljum
annars kalla það.
Á sama tíma og þetta gerist í Sví-
þjóð róa íslendingar lífróður við að
borga skatta, ekki síst staðgreiðslu-
skatta af tekjum sínum (hét áður
tekjuskattur) og embættismenn og
ráðherrar hafa enga aðra lausn í
sjónmáli en að hækka alla skatta og
bæta viö nýjum! - Fyrir nokkrum
árum var það eitt helsta markmið
flestra stjórnmálaflokkanna ís-
lensku að afnema tekjuskattinn að
fullu. Var þetta meira að segja sett í
stefnuskrá stærsta flokksins hér.
Ég held að íslenskir launþegar séu
orönir langeygir eftir því að geta lifað
eins og aðrir launþegar í nágranna-
ríkjum okkar hvað varðar afkomu-
möguleika. Það gengur ekki enda-
laust hjá kjörnum fulltrúum okkar
að svíkja og ganga á bak orða sinna.
Það endar ekki nema með ósköpum.
Væri nú ekki ráð að byrja endur-
hæfmgu efnahagslífsins á því að
draga verulega saman eyðslu hins
opinbera og létta tekjuskatti af laun-
þegum, sem hafa frá 50 til 200 þúsund
krónur í laun?
Hringið í síma
27022
milli kl. 9 og 16, eða skrifið.
ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum.