Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Page 25
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990. 33 Fréttir ísafjörður: Þrjár nýjar kaup- leigublokkir Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafiröi: Þessa dagana hefur fólk verið að flytja í blokk sem Byggingarfélag ísa- fjarðar hf. hefur látið byggja við Múlaland í hinu nýja Seljalands- hverfl við botn Skutulsfjarðar. Alls eru tíu íbúðir í blokkinni, sem er fyrsta húsið við hina nýju götu, en fjórum er enn óraðstafað. Félagið hefur einnig látið byggja blokk við Mjallargötu og voru íbúð- irnar þar afhentar í október. Bygging tíu íbúða blokkar á vegum félagsins við Pollgötu er langt komin og er áætlaö að afhenda kaupendum lykl- ana þar í ágústmánuði. Þar er þrem- ur íbúðum óráðstafað enn. íbúðir í blokkum Byggingarfélags ísafjarðar eru í kaupleigukerfi Hús- næðisstofnunar ríkisins. Múlalands- blokkina byggðu Eiríkur og Einar Valur, Mjallargötublokkina byggði ísverk, en Guðmundur Þórðarson byggir Pollgötublokkina. Ölvunarakstur eykst í Eyjum Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum: Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur hér í Eyjum um síðustu helgi og þá hafa afls 32 verið teknir á þessu ári hér af þeirri ástæðu. Þetta er mikil aukning frá því á sama tíma í fyrra, - þá höfðu 20 ver- ið teknir. Nú um helgina var einn tekinn aðfaranótt laugardags, annar á sunnudag og sá þriðji aðfaranótt mánudags. Rokkaö fyrir skógrækt: Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur - ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir — og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaðar eftir útgáfudag (15. dagur næsta mánaðar hjá ellilífeyrisþegum). Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Láttu rafmagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKiAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT34 SÍMI6862 22 Rokkskóg í hvern lands- fjórðung „Þetta er ekki bara einhver tísku- bóla. Ætlunin er að halda tónleikun- um áfram og rækta góðan og fallegan skóg í hveijum landsfjórðungi," sagði Kristinn Sæmundsson, for- svarsmaður Rokkskóga. Það eru tónlistarmenn vítt og breitt um landið sem standa að Rokkskóg- um íslands 1990 sem er tónleikahald til styrktar skógrækt á íslandi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun sem Bubbalundur því að ætlunin var að gera eitthvað í tilefni af 10 ára starfsafmæli Bubba Morthens. Síðan þroskaðist þetta og breyttist í Rokk- skóga,“ sagði Kristinn. „Þessa hugmynd er hægt að nota á margan hátt, bæði til að minna á skógrækt og einnig til að vekja fólk almennt til umhugsunar um um- hverfismál og betri umgengni. Við erum að reyna að fá krakkana til að huga að sínu umhverfi.“ Að sögn Kristins á fyrsti rokkskóg- urinn að rísa á suðvesturhorninu og er verið að huga að heppilegum stað. Ætlunin er að finna stað þar sem hægt er að halda útihátíðir í framtíð- inni. Tónlistarmenn munu svo sjálfir sjá um gróðursetningu og rekstur skóganna. Fyrstu tónleikamir í Rokkskógum íslands 1990 byijuðu um helgina og var nánast allt tónleika- og dans- leikjahald á landinu til styrktar skóg- rækt. Aðaltónleikarnir voru í Laug- ardalshöllinni á laugardagskvöldið. Þangað mættu 3-4 þúsund manns til að hlýða á Sykurmolana, Síðan skein sól, Megas, Sálina hans Jóns míns, Bubba Morthens, Risaeðluna, Boot- legs og Todmobil. Ekki flggur enn Ijóst fyrir hver hagnaður af tónleika- haldi helgarinnar var. BÓl Um helgina var rokkað til styrktar skógrækt um land allt. Aðaltónleikarnir fóru fram í Laugardalshöll. DV-mynd Hanna Borgaðu rafmagnsreikninginn áður en þú ferð í fríið! Þáverður heimkoman ánægjulegri ■á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.