Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1990, Side 28
36
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 1990.
Menning
Einar Jonsson er með nokkrum rétti nefndur
faðir íslenskrar höggmyndalistar. Hann var
fyrstur íslendinga til að taka upp merki evróp-
skrar rýmislistar og laga hana að íslenskum
aðstæðum, fyrstur til að reisa sér vinnustofu-
heimili að hætti evrópskra atvinnumanna í hst-
greininni og fyrstur til að helga sér borgarlands-
lagið í Reykjavík með opinberum minnismerkj-
um, af Jónasi Hallgrímssyni (upps. 1907), Jóni
Sigurðssyni (upps. 1911), Kristjáni IX (upps.
1915) og Ingólfi Amarsyni (upps. 1924).
Um leið er Einar hinn mesti dragbítur á fram-
þróun íslenskrar höggmyndalistar. Altekinn
táknhyggju með þjóðemis- og guðspekiívafi
lagði hann allt kapp á að færa tákn, líkingar og
frásagnir í þrívíðan búning, fremur en að aga
efnivið sinn og formskyn.
Barn síns tíma
í þessu má segja að Einar hafi verið bam síns
tíma. Hann óx upp á tímum vaxandi þjóðemis-
vitundar, ekki aðeins á íslandi heldur Norður-
löndunum öllum, með þjóð sem fyrir löngu var
búin að týna listhefðum sínum, öðmm en bók-
menntunum. Hann var heldur ekki eini íslend-
ingurinn sem fékk útrás fyrir dulhyggju í guð-
spekilegu grufli á fyrsta áratug aldarinnar.
Við fótskör meistarans í Hnitbjörgum, sem
opnaði þjóðinni safn með verkum sínum árið
1923, þá tæplega fimmtugur að aldri, uxu síðan
úr grasi tvær kynslóöir íslenskra rýmislista-
manna sem ekki vissu betur en að höggmynda-
listin fæhst fyrst og fremst í því að hafa upp á,
eöa laða fram, mergjuð tákn og frásagnir. Sjálft
efnið og skhvirk mótun þess skipti þá minna
máh.
Andvana rýmisverk
Því sitjum við uppi með svo mörg andvana
rýmisverk eftir þau Ríkharð Jónsson, Gunnfríði
Jónsdóttur, Magnús Á. Árnason, Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal og Martein Guðmundsson.
Nína Sæmundsson stendur eihtið á skjön við
íslenska höggmyndahst þar sem hún starfaði
erlendis mestan hluta ævi sinnar.
Rýmisverk þessara hstamanna eru mestmegn-
is andvana, ekki vegna táknhyggju eða frásagn-
ar, heldur vegna þess að þeir lærðu aldrei að
fá það besta út úr því efni sem þeir voru með
undir höndum hverju sinni, virkja það í þágu
táknanna og frásagnarinnar. Ríkharður Jóns-
son var vissulega dverghagur á tré og kunni að
móta andlitsmyndir, en sú þekking bjó hann
engan veginn undir frjálsa sköpun með gifsi og
leir, eins og sést á afkáralegum lágmyndum
hans af Ólafi Liljurós og Banakossinum (bæði
frá 1949).
Sjálflærðir þúsundþjalasmiðir
Gunnfríður var að mestu sjálflærð, en lét það
ekki aftra sér frá því aö byggja upp „mónumen-
tal“ myndir á borö við Landsýn (1940, LÍ). Magn-
ús Á. Amason var þúsundþj alasmiður, lagði því
aldrei fulla rækt við höggmyndagerð. Sama má
eiginlega segja um Guðmund Einarsson frá
Miðdal. Og Marteini Guðmundssyni gafst aldrei
tími til að þroska þær hstgáfur sem hann óneit-
anlega hjó yfir, ef marka má Torsó hans og port-
rettmyndir.
Aðalatriðið er að árum saman virðast íslend-
ingar hafa litið á htt undirbyggða og (oftast) hn-
lega táknhyggju sem alvöru höggmyndalist, og
Asmundur Sveinsson - Vatnsberinn, 1937.
notað hana sem keyri á þá hstamenn sem fyrst-
ir brutust undan oki hennar, það er Ásmundur
Sveinsson og Siguijón Ólafsson. Ásmundur var
th dæmis kominn yfir fimmtugt er fyrsta högg-
mynd hans var sett á stall í Reykjavík (Barnið
og fiskurinn, upps. 1945) og það hðu tíu ár áöur
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
en önnur mynd eftir hann var sett upp í borg-
inni (Járnsmiðurinn).
Smækkuð útgáfa
Andóf þeirra Ámsundar og Siguijóns fólst
ekki í því að snúa baki við táknum og þjóðlegum
minnum, heldur í því að samsama í verkum
sínum inntak, efnivið og form. Digrir handlegg-
ir Vatnsberans eru vissulega formræn nauðsyn
innan verksins, en þeir eiga hka að minna á
hreysti og margra alda vatnsburð íslenskra
kvenna. Tilefni þessara hugleiðinga er að sjálf-
sögðu sýningin íslensk höggmyndalist 1900-
1950, sem haldin er aö Kjarvalsstöðum í thefni
Listahátíðar, og er vísast smækkuð útgáfa af
sýningu sem upprunalega átti að spanna sögu
íslensks skúlptúrs til 1990. Að sögn aðstandenda
er sýningunni fyrst og fremst ætiað að draga
fram helstu viðhorf í íslenskri höggmyndalist á
því tímabih sem hér um ræðir, ekki að kafa
djúpt í feril einstakra hstamanna. Innan þeirra
marka má segja að sýningin sé vel heppnuð og
munar þar mest um smekklega uppsetningu
verkanna. Ekki er heldur mikið út á val högg-
mynda að setja nema hvað Nína Sæmundsson
er öhu fjölhæfari myndhöggvari en sýningin
gefur th kynna.
Opinber þróunarsaga
I stórum dráttum áréttar sýningin þá þróunar-
sögu íslenskrar höggmyndalistar sem lagt er út
af hér á undan - og er orðin opinber þróunar-
saga - nema hvað misheppnuð tilraun er gerð
th að auka á vægi Gunnfríðar Jónsdóttur innan
hennar. í upplýsingum um Gunnfríði er þess
ekki heldur getiö að hún var gift Ásmundi
Sveinssyni sem vakti með henni áhuga á högg-
myndahst.
Hins vegar koma nokkuð á óyart litlar tákn-
myndir úr gifsi eftir Magnús Á. Árnason, líklega
meðal heilsteyptustu þrívíddarverka hans.
Táknhyggjan er þar að vísu allsráðandi, en hún
fær á sig sérkennhega mynd, minnir í senn á
impressjóníska höggmyndalist og Art Deco.
í rauninni er þessi þróunarsaga svo kunnugleg
að löngu er mál að skoða hana frá nýjum sjón-
hornum. Næst þyrfti að setja saman sýningu
um táknhyggjuna í íslenskri höggmyndalist,
portrettmyndagerðina, og umfram aht um upp-
haf módemismans.
Afhjúpanir
Nokkur atriði í sýningarskrá vil ég gera at-
hugasemdir við. Þar er heilmikið skrifað um
táknhyggjuna, en upplýsingar um og skilgrein-
ingar á módernískri „byltingu" þeirra Ásmund-
ar og Sigurjóns eru hins vegar naumt skammt-
aðar og ekki alltaf sannfærandi. Gunnar B.
Kvaran lætur til dæmis að því liggja að á 5.
áratugnum hafi Ásmundur eingöngu sótt mynd-
mál sitt th íslenskrar náttúru, þar sem hann
hafi ekki tahð við hæfi að nota „erlent mynd-
mál“ th að túlka íslenskan veruleika. Þó blasa
áhrif frá verkum Picassos, jafnvel Mirós, frá 4.
áratugnum hvarvetna við í umræddum högg-
myndum Ásmundar.
I grein um minnismerki segir Ólafur Kvaran
að engin höggmynd hafi verið afhjúpuð í Reykja-
vík frá 1875 th 1907. Árið 1885 var þó sett upp
minnismerki um Hallgrím Pétursson, Hah-
grímsharpan, við Dómkirkjuna. Einnig segir
hann að á árunum 1918 th 1931 hafi ekkert minn-
ismerki verið reist í borginni. Stytta Ríkharðs
Jónssonar af Jóni Vídalín var sett upp 1921.
Þrátt fyrir þær skorður sem aðstandendur
reisa sér, er þessi sýnign þó sú best heppnaða
af þeim yfirlitssýningum sem Kjarvalsstaðir
hafa staðið fyrir á undanförnum árum.
Jón Jónsson frá Deild, Hrafnistu,
Hafnarfirði, verður jarösunginn frá
Víðistaðakirkju þriðjudaginn 19. júní
kl. 13.30.
Sigurlaug Jökulsdóttir, Dalalandi 9,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 19. júní kl. 13.30.
Tónleikar
Sumartónleikar í Lista-
safni Sigurjóns
í tengslum við kvöldopnun Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar á virkum dögum í
sumar verða haldnir vikulegir tónleikar
í sal safnsins. Fyrstu tónleikamir í röð-
inni verða þriðjudaginn 19. júní og hefj-
ast kl. 20.30. Þá mun John Speight syngja
lög m.a. eftir Caldara, Gluck og Scarlatti,
Liederkreis eftir Robert Schumann,
ásamt lögum eftir Richard Strauss og
enska tónskáldið Butterworth. Svein-
björg Vilhjálmsdóttir leikur með á píanó.
Tónleikar sumarsins, sem eru um
klukkustund að lengd, verða á hverjum
þriðjudegi kl. 20.30. Meðal þeirra hsta-
manna, sem munu koma fram í sumar,
má nefna Blásarakvintett Reykjavikur
og píanóleikarana Jónas Ingimundarson,
Nínu Margréti Grimsdóttur og Halldór
Haraldsson.
Tilkyimingar
Niðjamót
Niðjamót Jónasar Jónssonar, borgara og
bónda í Hrútsstaða-Norðurkoti, og eigin-
kvenna hans, Önnu Eiríksdóttur og Vil-
borgar Magnúsdóttur, verður haldið í
Þjórsárveri sunnudaginn 24. júní nk. kl.
13.30. Þeir sem telja sér fært að mæta
vinsamlegast tilkynni þátttöku til Guð-
mundu Asgeirsdóttur, s. 91-10671, Guð-
ríðar Jóelsdóttur, s. 98-34323, eða Lilju
Fransdóttur, s. 98-75079.
Flóamarkaður
verður í sal Hjálpræðishersins, Kirkju-
stræti 2, þriöjudaginn 19. júní og mið-
vikudaginn 20. júni. Opið frá kl. 10-17
báða dagana. Mikið úrval af góðum fatn-
aði á góðu verði.
Fræðsluráð hótel- og
veitingagreina
Nýlega var stofnað í Reykjavík Fræðslu-
ráð hótel- og veitingagreina. Fulltrúa í
ráðið skipa Samband veitinga- og gisti-
húsa og þjónustusamband íslands fyrir
eftirtalin félög: Félag framreiðslumanna,
Félag matreiðslumanna og Félag starfs-
fólks í veitingahúsum. Tilgangur ráðsins
er m.a. að móta stefnu í fræðslu- og
menntunarmálum allra stétta sem starfa
í þessari atvinnugrein. Að bjóða upp á
endur- og símenntun starfsfólks í grein-
inni. Að koma á nánara sambandi mihi
skóla og atvmnulífs. Félögin, sem að ráð-
inu standa, vilja á þennan hátt stuðla að
aukinni menntun starfsfólks í hótel- og
veitingagreinum og eflingu ferðaþjón-
ustu á Islandi. Formaður var kosinn á
fyrsta fundi Wilhelm Wessman, hótel-
stjóri á hótel Holiday Inn. Ráðið hefur
vahð sér starfsmann, Sigrúnu Kr. Magn-
úsdóttur. Skrifstofa ráðsins er í Garða-
stræti 42 og er hún opin fyrir hádegi.
Breyttur opnunar-
tími FIB
FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, til-
kynnir breyttan afgreiðslutíma skrif-
stofu. Skrifstofan er opin kl. 10-16 alla
virka daga. Lögfræðingur og tækniráð-
gjafi eru með viðtalstíma á skrifstofu.
Tímapantanir eru sem fyrr í síma: 91-
629999. Félagsmenn FÍB eru hvattir til
að hafa samband við skrifstofuna og
kynna sér þá margvíslegu þjónustu og
aðstoð sem félagsaðild í FÍB veitir.
Fjölmiðlar
Þjóðlegt sjónvarp
Andlát
Jón H. Kristjánsson, fyrrv. skóla-
stjóri, Vogagerði 2, Vogum, er látinn.
Agnar Johnson læknir, Nyköbing F,
Danmörku, lést 15. júní.
Jarðarfarir
Jaröarfor Sigríðar Haraldsdóttur frá
Firði, Seyðisfirði, Dalbraut 27,
Reykjavík, fer fram frá Áskirkju
þriðjudaginn 19. júní kl. 13.30.
Guðný Ólöf Magnúsdóttir, Hrafnistu,
áður til heimilis á Holtsgötu 21, Hafn-
arfirði, verður jarðsungin frá Hafn-
arfjarðarkirkju miðvikudaginn 20.
júní kl. 13.30.
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Eskihlíð
18a, Reykjavík, lést á heimili sínu 13.
júní sl. Útforin fer fram frá Fossvogs-
kapellu 22. júní kl. 15.
Guðlaugur Magnússon frá Kolsstöð-
um, sem andaðist fóstudaginn 8. júní,
verður jarðsunginn frá Áskirkju i
dag, 18. júní, kl. 15.
Þorsteinn Halldórsson rakarameist-
ari, Ljósalandi, Vallarbraut 10, Sel-
tjarnarnesi, sem andaðist 10. júní sl.
á Hrafnistu, verður jarðsunginn frá
Seltjamarneskirkj u þriðjudaginn 19.
júní kl. 15.
Guðmundur Sigurðsson, Möðruvöll-
um, Kíós, lést í Borgarspítalanum 5.
júní. Bálfor hans hefur fariö fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hátíöardagskrá 17. júni er hefð-
bundin og stendur á traustum
grunni. Það sama má segja um dag-
skrá sjónvarpsstöðvanna þjóðhátíö-
ardag íslendinga. Þjóðlegir þættir
eru í fyrirrúmi. Ekki náði undirrit-
aður aö sjá nema tvo af innlendu
þáttunum í gærkvöldi, 1890 í Sjón-
varpinu og Oxar við ána á Stöð 2.
Það var Helgi Pétursson sem sá
um Öxar við ána og virðist ekki
vera gerður skemmtiþáttur á Stöð 2
nema undir hans stjórn. Eins og svo
oft áður fékk hann til liðs við sig
félaga sína í Ríó tríói og sáu þeir
ásamt nokkrum börnum um söng-
inn sem að sjálfsögðu var á þjóðlegu
nótunum.
Þema þáttarins var 17. júní fyrr
og nú og kom þar fram í rabbi við
Klemens Jónsson sem búinn er að
vera í þjóðhátíðamefnd manna
lengst að flestar breytingar út frá
hefðbundinni dagskrá hafi mislukk-
ast og aö almenningur vildi hafa öll
hátíðarhöldin í gamla bænum.
Ennfremur ræddi Helgi viö gamla
stúdenta, um fjallkonuhlutverkið og
oröuveitingar. Þetta var svo krydd-
að meö gömlum myndum frá 17.
j úni sem voru allar eins. í heild var
Öxar við ána frekar litlaus og lát-
laus skemmtiþáttur.
Þegar Öxar við ána lauk var sviss-
aö yfir á ríkissjónvarpið en þar var
að hefjast þáttur Arthúrs Björgvins
Bollasonar, 1890. Eins ognafnið gef-
ur til kynna var farið eitt hundrað
ár aftur í tímann til söfnunar fróð-
leiks um þaö merkisár semer nú
ekki ýkja merkilegt þegar aö var
gáð.
Arthúr Björgvin gerði samt sitt
besta til að halda áhorfandanum við
efnið og voru einstaka atriði ágæt
þótt þátturinn í heild væri frekar
langdreginn. Það sem merkilegast
er fyrir almenning í dag er að sjá
þær gífurlegu þjóðfélagsbreytingar
sem oröið hafa á landinu á þessum
tíma. Þessi órafjarlægð er samt ekki
í meiri fjarlægð en svo að þátturinn
endaöi á viðtali við konu sem fædd-
istáriöl890.
Hilmar Karlsson